Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 27 Hægt að lækka verð verulega með hagstæðum innkaupum - segir Eyjólfur Guðsteinsson, eigandi versl- unar Guðsteins Eyjólfssonar á Laugavegi 34 „VIÐ verðum æ meira vör við að fólk kemur hingað í verslun- ina, af því að það er að leita að ódýrari vörum. Það hefur orð á þvl að vörur hjá okkur séu á svipuðu verði og það hefur kynnst erlendis. Þessu hagstæða verði náum við með því að kaupa vörur beint af framleiðendunum og ég er viss um að fleiri verslunareigendur gætu lækkað verulega verðið hjá sér með hagstæðari innkaupum," segir Eyjólfur Guðsteinsson, eig- andi verslunar Guðsteins Eyjólfssonar á Laugavegi 34. Framleiðendur selja vöru dýrar hingað en til margra annarra landa bolir, á 1.200-1.400 krónur og sagði Svava að hún hefði ekki séð svipaða vöru á lægra verði erlend- is. Einlitir langerma pólóbolir kosta 850 krónur. Hvítar herra- skyrtur úr bómull og terelíni kosta 1.200 krónur, slifsin 995 krónur og sokkarnir 250 krónur. Hálfsíð- ar úlpur kosta 4.000 krónur og stuttar úlpur 3.400 krónur. Morgunblaðið/Sverrir Svava Eyjólfsdóttir, verslunarstjóri, og Eyjólfur Guðsteinsson í versl- un Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg. íslendingar greiða meira af því að þeir eru ríkari BOLLI Kristinsson, kaupmaður í versluninni 17, segir að kaupmenn hér á landi neyðist oft til að kaupa vörur á háu heildsöluverði frá útlöndum, þar sem framleiðendur vörunnar miði verðlagningu sína við kaupgetu fólks í viðskiptalöndunum. Þess vegna selji t.d. galla- buxnaframleiðandi vöru sína dýrar hingað til lands en t.d. til Frakk- lands, því hann viti að hér geti fólk reitt fram hærri upphæð fyrir buxurnar. Verslunin, sem selur karl- mannaföt, var stofnuð árið 1918, en hefur verið í núverandi hús- næði frá árinu 1929. Eyjólfur seg- ir að við innkaup sé lögð áhersla á að kaupa vörur beint frá fram- leiðendum í Bretlandi og Þýska- landi. „Við reynum að kaupa inn í miklu magni hveiju sinni, til að fá sem mestan afslátt," segir hann. Blaðamaður Morgunblaðsins kynnti sér verð á nokkrum vörum í versluninni. Svava Eyjólfsdóttir, verslunarstjóri, benti til dæmis á hneppta ullarpeysu á 3.200 krón- ur, en í verðkönnun Morgunblaðs- ins í Newcastle kom fram, að ullar- peysa þar kostaði einnig 3.200 krónur. „Sömu peysu sá ég hjá Marks & Spencer í London og hún var aðeins dýrari þar. Peysan var frá sama framleiðanda, en eini munurinn var sá, að merki Marks & Spencer hafði verið sett á hana. Við erum einnig með ódýrari ullar- peysur, á 2.800 krónur, og akrýl- peysur á 1.800 krónur.“ Þá benti Svava á frakka, úr ullar- og kasmírblöndu, á 14.700 krónur. Ullarfrakki úr kasmír kostar 14.500 krónur í Newcastle. Stakir ullaijakkar fást á 8.500 til 11.600 krónur, en í Newcastle var verð á kasmírullaijakka 6.200 krónur og jakkaföt, úr ullar- og terelínblöndu, eru á 17.500- 18.800 krónur. Jakkaföt í Newc- astle voru á 8.900 krónur, en ekki er tekið fram úr hvaða efni. Þá fást alullarföt, með tvennum bux- um, á 19 þúsund krónur. Stakar bu'xur hafa fengist á 2.200 krónur, en þær eru uppseld- ar og koma ekki aftur fyrr en í janúar. í Newcastle var verðið 2.500 krónur. Algengt verð á öðr- um stökum buxum er um 4 þús- und krónur. Herratreflar úr ull, í 20 litum og mismunandi mynstrum, kosta 280 krónur og sagði Svava að við- skiptavinir fyrir jólin í fyrra hefðu kallað þá ,jólakortin“, vegna verðsins. Þá fást þykkir langerma bómullarbolir, svokallaðir póló- Bolli segir að það sæti furðu að markaðssetning af þessu tagi skuli takast, en um þetta séu mörg dæmi. „Þekktar gallabuxur, sem kosta 30 dollara í Bandaríkjunum, selur framleiðandinn sjálfur á miklu hærra verði í Skandinavíu. Þessi vara er auglýst upp sem mesta tískuvaran og verðið keyrt upp, enda veit framleiðandinn að kaup- geta fólks í þessum löndum er mik- il. Umboðsaðili buxnanna hér á landi neyðist svo til að kaupa þær dýru verði frá Skandinavíuumboð- inu. Framleiðandinn miðar ein- göngu við það verð, sem kaupand- inn er tilbúinn til að greiða. í Lond- on fást sömu buxur á háu verði í verslunum við Oxford Street og King’s Road, á lægra verði í stór- verslunum og í hliðargötum og á enn lægra verði í úthverfum fátæk- ari innflytjenda." Bolli nefnir dæmi um húsgagna- framleiðanda, sem hagi markaðs- setningu sinni þannig að hann taki mið af lægsta verði sambærilegra verslana í hveiju landi og bjóði svo sína vöru á lægra verði. „Það er þess vegna ekki eitthvað ákveðið verð, sem greitt er fyrir framleiðslu þessa húsgagnaframleiðanda, held- ur fer það eftir því, í hvaða landi þú býrð og hver kaupmátturinn þar er, hvað þú greiðir fyrir vöruna. Þó að salan sé gífurleg hér á landi, þá helst verðið óbreytt, því við verð- lagninguna er miðað við kaupget- una, en ekki magn í sölu. Þetta er hluti skýringarinnar á því, af hveiju vörur eru á hærra verði hér á landi en í mörgum nágrannalanda okk- ar,“ sagði Bolli. ÞJÓÐSKÁLDIN - úrval úr bókmenntum 19. aldar Guömundur Andri Thorsson valdi efnib. Yfirgripsmikil bók meö verkum eftir öll helstu skáld 19. aldar, svo sem Bjarna Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Jón Thoroddsen, Bólu-Hjálmar, Þorstein Erlingsson, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Einstakt úrval úr Ijóöum og lausu máli 19. aldar. 770 bls. FRÁBÆRT VERÐ. SNORRI HJARTARSON Kvœbasafn JÓHANNES ÚR KÖTLUM Stórbók Snorri Hjartarson var eitt listfengasta Ijóöskáld þjóöarinnar á þessari öld og fjölbreytilegt höfundarverk hans myndar um margt einstceöa heild. Allar fyrri bœkur Snorra eru hér prentabar og aö auki 26 eftirlátinna Ijóöa hans. Páll Valsson ritar inngang. . T’ad seyl/a/1 in/i r /ýarta mitt &e/n .'iófs/ri/i fiuju/'/ioitt... S80 bls. Mál IMI og menning LAUGAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91)688577 Veglegt úrval sem spannar allan feril þessa ástscela skálds, frá rímuöum Ijóöum til órímaöra. Auk þess eru í bókinni fróölegar greinar hans um sjálfstœbis- og menningarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.