Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 57
1 I I ) I i > > * I I I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 57 Athugasemd vegna skrifa Sigurðar Sigurðar sonar um Landsvirkjun Þorsteini Hilmarssyni: Fyrrum nemandi minn, Sigurður Sigurðsson, skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 21. nóvember si. um málefni Landsvirkjunar og áform hennar um háspennulínu yfir Ódáðahraun. Hann tekur greinar- skrif mín um það efni sérstaklega fyrir og segir mig fallinn á prófinu við að veija málstað Landsvirkjun- ar. Hann telur svo vera sökum þess að málflutningur minn bendi til að ég og stjórnendur Landsvirkjunar viljum ekki teljast í hópi náttúru- verndarsinna. I grein minni sagði ég að öfgakennd náttúruverndar- stefna, sem örlað hefur á í málflutn- ingi sumra gegn Fljótsdalslínunni, væri ekki æskileg. Blinda andstöðu við öll áform án þess að fram komi neinar uppbyggilegar tillögur um hvernig spomað skuli við átroðningi °g uppblæstri tel ég harla misskilda náttúmvernd. Aðgerðarleysi leiðir ekki til farsælli framtíðar hálendis- >ns, heldur gerir varfærin upp- græðsla og aðstöðusköpun fyrir m.a. ferðaþjónustu, samgöngur og nýtingu orkulindanna það miklu fremur. Raforkuframleiðsla með vatnsafli eins og Landsvirkjun legg- ur stund á er einhver umhverfis- vænasta leið sem farin verður til þess að sjá nútímasamfélagi fyrir þeirri raforku sem það þarf og Is- lendingar eru heppnari en flestar aðrar þjóðir að geta séð sér að fullu fyrir raforku með þeim hætti. Því fer þess vegna fjarri að náttúru- vernd og starfsemi Landsvirkjunar e'gi ekki samleið. Málflutningur Sigurðar einkenn- ist að öðru leyti af fullyrðingum um Landsvirkjun sem eiga ekki við rök að styðjast og benda til þess að hann hafi ekki kynnt sér mála- vexti. Sigurður segir að Landsvirkj- un noti „gagnaugun" en ekki augun við hagkvæmniathuganir, hún leggi fram tillögur um línuleiðir í gríð og erg eins og prangari á markaðs- torgi að þröngva vöm sinni upp á kaupandann og að fyrirtækið hafí varla lagt það niður fyrir sér hvern- ig háspennulínur falla í umhverfíð í Ódáðahrauni. Skemmst er frá að segja að tillögur Landsvirkjunar em fram komnar eftir áralanga áætla- nagerð, athuganir og vettvang- skannanir í samráði við landeigend- ur, sveitarstjómir, skipulagsýfir- völd og Náttúmverndarráð. Tillag- an að línuleið A yfir Ódáðahraun kom fram með vitund og vilja Nátt- úmvemdarráðs enda þótt svo hafí farið að ráðið hafi dregið samþykki sitt til baka. Gagnrýni Sigurðar fellur um sjálfa sig og missir marks því hann sníður sér andstæðing eft- ir eigin höfði en byggir ekki á vitn- eskju um afstöðu og gerðir Lands- virkjunar. Sigurður hefur ítrekað orð á því að það sem ég hef til málanna að leggja sé ósannfærandi vegna þess að ég sé launaður starfsmaður Landsvirkjunar og hafí verið keypt- ur til þess að annast málflutning fyrirtækisins. Skyldi þetta gera málflutning minn þar með ómark- tækan? Alls ekki, því að röksemdir manna, en ekki hvað þeim gengur til, ráða hversu mikið mark er tak- andi á málflutningi þeirra. Þetta er því harla veigalítil röksemd gegn grein minni en hvað Sigurði gengur til með skrifum sínum skal ósagt látið enda skiptir það ekki máli. ÞORSTEINN HILMARSSON upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. LEIÐRÉTTIN G AR Hannes Sigmarsson Ranglega var skýrt frá nafni læknis sem fór á slysstað ásamt björgunarsveitarmönnum er ijúpnaskytta slasaðist í Hánefs- staðadal á þriðjudag. Læknirinn sem fór á staðinn heitir Hannes Sigmarsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangt verð Rangt var farið meða miðaverð í Morgunblaðinu í gær á tóneika Operusmiðjunnar í Lanholtskirkju, sem haldnir verða laugardag 5. desember. Miðar kosta 1.200 krón- ur Pennavinir Hollenskir skeljasafnarar ráð- gera Islandsferð í náinni framtíð. Vilja skrifast á við íslenska skelja- safnara: Bart van Heugten, Venkelhof 39, 4907HH Oosterhout, Holland. ítalskur 22 ára stúdent með áhuga á póstkortum, peningaseðl- um, barmnálum o.fl.: Alessandro Giannini, Via Saverio Lioce 73, 70124 Bari, Italy. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist bóka- lestri o.fl.: Winnie Tachie-Mensah, P.O. Box 459, Tema, Ghana. VELVAKANDI ÆTTUAÐ HALDARÓ SINNI Konráð Friðfinnson, Þóhólsgötu la, Neskaupstað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisstjómin er búin að fella gengið um sex prósent. Það talar eflaust einher um svik en ég er ekki viss um að það sé sanngjarnt að gera það núna. Ef við horfum út í heim hafa margar ríkisstjómir verið að fella gengið. Mín skoðun er sú að ekki hefði verið hægt að standa á fastgengisstefnunni úr því að svona fór. Ég bið því menn um að halda ró sinni og sjá hvemig málin þróast áður en lagt er í harðar aðgerðir. Það eina sem mér finnst sláandi í þessum tillögum er að húshitun- arkostnaður skuli hækka, en hann var ærinn fyrir úti á landi. BLÓMVÖNDUR Silkiblómvöndur, tólf rauðir túlípanar, tapaðist á leið frá Hagkaup á Laugavegi niður Barónsstíg að Hverfísgötu 102. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma í síma 73331. FRAKKI Svartur síður hermannaf- rakki, tvíhnepptur með silfurlit- um hnöppum, var tekinn á veit- ingastaðnum Gullinu föstudag- >nn 20. nóvember. Þetta er sjaldgæfur frakki sem þekkist hvar sem er. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 689272 eða í veitingastað- inn Gullið, sími 624750. HRINGUR Giftingarhringur fannst við Laugaveg. Upplýsingar í síma 10974. PENNI Penni með nafni og símanúm- eri tapaðist og er finnandi vin- samlegast beðinn að hafa sam- band. GLERAUGU Gleraugu voru skilin eftir í mátunarklefa í versluninni ís- lenski verðlistinn fyrir síðustu helgi. Einnig stór greiða. Upp- lýsingar í versluninni. ÖKUSKÍRTEINI Ökuskirteini með nafninu Ingólfur Þorleifsson, Bolungar- vík, fannst fyrir skömmu. Upp- lýsingar í síma 10830, Erna. ÚR Barnaúr með gylltri skífu og bleikri ól tapaðist við Granda- skóla eða á leiðinni þaðan fyrir skömmu. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í Val- gerði í síma 16538. KETTIR Sigríður Heiðberg: Kattavinafélagið biður alla þá sem tapað hafa köttum að hafa samband við Kattavinafé- lagið í síma 672909. Fjöldi óskil- akatta er í vörslu hjá félaginu, þar á meðal tveir sumarbústaða- kettir. MÓDEL- HRINGUR Tvöfaldur gullhringur, gull og hvítagull, tapaðist á göngu- ferð um gamla Vesturbæinn föstudaginn 20. nóvember. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 16336. VESKI Brúnt seðlaveski með skilríkj- um tapaðist í Sundlauginni í Laugardal 19. nóvember. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að skila því til óskilamuna- deildar lögreglunnar. BÍLLYKILL Bíllykill fannst við Nóatún. Upplýsingar í síma 21509. SKÓR Bláir skór með grænu nr. 36 töpuðust við Sogaveg eða Hólm- garð. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34637. Fundarlaun. ÚLPA Gul og biá úlpa tapaðist í Kringlunni um helgina. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 683134 á kvöldin. ÍSLENSK 0 R Ð fl B Ó K íslensh oröaböH aftur fáanleg 1.250 bltidsíður * 85.000 itppflcttiord Med álimdri kápu........ 6.900 krónttr 1 iilkLeddit handi...... ~. 900 krámtr 1 gjifaöskju............ 8.900 krónttr W Mal og menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.