Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C Olíuskip strandar við norðurströnd Spánar og veldur mengun Olíubrák ógnar flöl- skrúðugu dýralífí La Coruna. Reuter. GRISKT olíuskip strandaði og brotnaði í tvennt við höfnina í La Coruna á Norður-Spáni í gær. Eldur kom upp í skipinu og Qöl- skrúðugt dýralíf var í hættu vegna 30 km breiðrar og tveggja km langrar olíubrákar sem nálg- aðist ströndina í gærkvöldi. Olíuskipið var með 80.000 tonna hráolíufarm og strandaði á kletti við hafnarmynnið í aftakaveðri um klukkan 4 að íslenskum tíma í gær- morgun. Leki kom á tank skipsins og fjórum klukkustundum síðar brotnaði það í tvennt. Miklar spreng- ingar kváðu við og eldur kviknaði í skipinu og olíunni í sjónum. 28 filippeyskum skipverjum, grískum skipstjóra og spænskum hafnsögumanni var bjargað og eng- an þeirra sakaði. Höfnin mökkvast Mikill mökkur var yfir borginni La Coruna við norðurströnd Spánar í gær eftir að kviknað hafði í grísku olíuskipi og hráolíu sem lak úr því utan við hafnarmynnið. Eldurinn iogaði enn í gærkvöldi. Björgunarsveitir settu upp flot- girðingar til að koma í veg fyrir að olíubrákin bærist að ströndinni. Mengunarvarnir gengu þó illa vegna sjógangs. Gajdar óskar eftir stuðningi miðjumanna á fulltrúaþingi Rússlands Þingfundur leystur upp vegna ryskinga Moskvu. Reuter. TIL handalögmála kom í gær á fulltrúaþingi Rússlands, æðstu löggjaf- arsamkundu landsins, nokkrum mínútum eftir að Jegor Gajdar forsæt- isráðherra óskaði eftir stuðningi miðjumanna á þinginu til að koma í veg fyrir að afturhaldsöflunum tækist að hindra efnahagsumbætur. Ryskingarnar stóðu í þrjár mínútur þar til forseti þingsins, Rúslan Khasbúlatov, sleit fundinum og strunsaði út. Áflogin hófust þegar róttækir umbótasinnar æddu að ræðupallinum til að mótmæla þeirri ákvörðun Khasbúlatovs að láta fara fram leynilega atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingu, sem kveður á um skert völd Boris Jeltsíns forseta. Umbótasinnarnir hrópuðu ókvæð- isorð að þingforsetanum þar til harð- línumenn komu honum til varnar. Leysigeislar gegn hrotum Lundúnum. Thc Daily Telegraph. EINFÖLD leysigeislameð- ferð, sem tekur aðeins fímm mínútur, hefur reynst árang- ursrík gegn hrotum. Lækningin felst í því að leysi- geislum er beint að mjúka hluta efri gómsins. Við það myndast lítið sár og þegar það grær verður til vefur sem gerir góm- inn stífari. „Sjúklingurinn fær kverkaskít í nokkra daga en þessu fylgja engar aðrar auka- verkanir," sagði dr. John Shneerson, læknir hjá Papw- orth-sjúkrahúsinu á Englandi, sem þróaði þessa aðferð. I Umbótasinninn Anatolíj Shabad lét þá höggin dynja á harðlínumannin- um ívan Shashvíashvílí og braust um á hæl og hnakka þegar nokkrir skoðanabræður hans reyndu að halda aftur af honum. „Þessi atburður sýnir vel hvað er að gerast. Það er að ftiinnsta kosti öldungis ljóst hvers konar þing þetta er. Við höfum enga þörf fyrir þessa æðstu löggjafarsamkundu landsins," sagði Andrej Netsjajev efnahags- málaráðherra, sem vill að fulltrúa- þingið verði lagt niður. Jeltsín lagði í gær fram tillögu um nýja stjórnskipan, þar sem gert er ráð fyrir að fulltrúaþingið verði svipt löggjafarvaldi sínu. Jegor Gajdar hélt harðorða ræðu þar sem hann hafnaði kröfum gam- alla kommúnista og þjóðernissinna um að hægt verði á efnahagsumbót- unum og óskaði eftir stuðningi miðjumanna til að hrinda árásum afturhaldsaflanna á þinginu. Haft var eftir Jeltsín í gær að Þingmönnum hitnar í hamsi Þingmenn á fulltrúaþingi Rússlands notuðu ævagamla aðferð við að gera út um deilumálin í gær þegar til handalögmála kom milli umbótasinna og afturhaldsmanna á þessari æðstu löggjafarsamkundu landsins. Á myndinni takast nokkrir þeirra á. hann myndi ekki verða við kröfum afturhaldsaflanna um að Gajdar verði vikið frá og talsmaður forset- ans sagði að uppstokkun á stjórninni kæmi alls ekki til greina. Umbótasinninn Sergej Fílatov, varaforseti þingsins, kvaðst telja að Jeltsín væri að semja um málamiðlun við Borgarasambandið, öflugustu fylkingu afturhaldsaflanna í landinu. Hún gæti falist í því að Gajdar yrði forsætisráðherra áfram en einhver af leiðtogum Borgarasambandsins, svo sem Arkadíj Volskíj, málsvari iðnrekenda, yrði varaforsætisráð- herra. Sjá „Einkavæðing á sigur- braut“ á bls. 28 Bretar biðla til Dana Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESK stjórnvöld kynntu I gær tillögur sem miða að því að fá Dani til að gerast aðilar að Maastricht-samningnum um nán- ara samstarf ríkja Evrópubanda- lagsins, EB. Fyrstu viðbrögð danskra stjórnmálaleiðtoga benda ekki til að þeir geti gengið að tillögunum óbreyttum. í tillögunum er lagt til að Danir verði undanþegnir ákvæðunum um sameiginlegan ríkisborgararétt EB- ríkja, þá gætu ríkisborgarar hinna ríkjanna ekki sjálfkrafa heimtað sömu félagslegu réttindi í landinu og innfæddir. I öðru lagi verði Dan- ir undanþegnir ákvæðunum um sam- eiginlegar varnir en víki jafnframt úr sæti forystuþjóðar ef varnarmálin beri á góma í forsætistíð þeirra. Einnig er Iagt til að Danir taki þátt í gengissamstarfinu en ekki í þeim ráðstöfunum er fylgja munu síðari stigum samstarfsins og loks að Dan- ir þurfi ekki að taka þátt í auknu samstarfi í löggæslumálum. Noregur Saka Holst um hroka Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins. JOHAN Jorgen Holst, varn- armálaráðherra Noregs, var fyrir skömmu í heimsókn á Kólaskaga og sagði þá að það væri góð hugmynd að flotar Rússa og Norðmanna auk skipa frá fleiri ríkjum i Atl- antshafsbandalaginu, NATO, efndu til sameiginlegra æf- inga á norðurslóðum. Ráðherrann hafði ekki kynnt hugmyndina áður meðal þing- manna og þeir eru æfareiðir. „Vai-narmálaráðherrann er mesti hrokagikkur sem ég man eftir í ráðherraembætti þau 15 ár sem ég hef tekið þátt í lands- málapólitík,“ sagði Kaci Kull- mann Five, leiðtogi Hægri- flokksins. Holst sagði að ekki hefði verið um formlegt tilboð af hálfu NATO að ræða en hann hefði verið búinn að ræða málið áður við fulltrúa Breta og Banda- ríkjamanna. Sómalía SÞ leyfa hern- aðaríhlutun Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gærkvöldi sam- hljóða að heimila hernaðaríhlutun í Sómalíu til að tryggja að matvæli berist til sveltandi íbúa lands- ins. Gert er ráð fyrir að alls verði rúmlega 20.000 hermenn sendir til landsins til að halda stríðandi fylk- ingum Sómala í skefjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.