Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 11

Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 11
MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUPAG.UR. }D, DKSKM'b.KR 1992 Nýlistasafnið, Vatnsstíg Galdrar á Islandi Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur heldur fyr- irlestur í Nýlistasafninu við Vatnsstíg um galdra og galdra- stafi, föstudaginn 11. desember. Matthías mun einkum fjalla um efni nýútkominnar bókar, GALDR- AR Á ÍSLANDI, sem geymir, auk viðamikillar ritgerðar Matthíasar um kukl og heiðna þjóðmenningu, merkasta galdrahandrit sem varð- veist hefur; íslenskt kennslurit í galdri frá 17. öld, sjálfri galdraöld- inni. I fréttatilkynningu segir að Matthías muni koma víða við, hvort sem áhuginn beinist að kukli, heiðn- um sið eða sögu þjóðarinnar. Fyrirlesturinn er sá þriðji í fyrir- lestraröð sem Nýlistasafnið stendur fyrir í vetur, en áður hafa þeir Hannes Lárusson og Hannes Hólm- steinn Gissurarson sótt safnið heim. Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur. Sýnir í Gallerí Sævars MYNDLISTARKONAN Harpa Björnsdóttir sýnir í Galleri Sæv- ars Karls, Bankastræti 9, 11. des- ember til 31. desember 1992. Harpa er fædd 13. júlí 1955. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1976-81. Hún Aldís Bára hefur stundað leir- munagerð um 20 ára bil. Hún nam listgrein sína hjá þýskum fagmanni, Gerhard Schwarz, hönnuði hjá Gliti. Fyrir 17 árum setti Aldís Bára upp eigið verkstæði sem hét Leirmuna- hefur dvalið við störf í Kjarvalsstofu í París, í Róm og Sveaborg. Harpa fékk starfslaun 1992. Myndverk þessarar sýningar eru einum þræði trúarleg, öðrum þræði ekki. Harpa hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. (F réttatilkynning) gerð Aldísar, Laugavegi 72. Síðar flutti hún til Kópavogs með starf- semi sína. Þaðan lá leiðin til Hvera- gerðis. En undanfarin níu ár hefur Aldís búið í Reykjavík og stundað keramikgerð í heimahúsi. Aldís að vestan við vinnu sína (teikning frá 1978 eftir Stgr.). í fréttatilkynningu segir að sýn- ingin verði opin föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14. Galerie Roð-í-gúl Lágmyndir úr keramiki SÝNING á lágmyndum úr keramiki eftir Aldisi Báru Einarsdóttur, að vestan, verður opnuð föstudaginn 11. desember í Galerie Roð-í-gúl á Hallveigarstíg 7. Sýningin verður opin um þessa og næstu helgi. Nýjar bækur ■ Ljóðabókin Þyrnar og rósir eftir Svan Gísla Þorkelsson. ÚT er komin bókin Þymar og rósir, sem hefur að geyma fjöra- tíu ljóð eftir Svan Gísla Þorkelsson. Þyrnar og rósir er fyrsta bók Svans Gísla og í kynningarorðum sem Eðvarð T. Jónsson ritar um höfund á baksíðu bókarinnar segir m.a.: „Snæfell- ingurinn Svanur Gísli Þorkelsson er fjölhæfur ungur listamaður sem hefur fengist við rit- og tónsmíðar i fjölda ára. Hann hefur starfað við fjölmiðlun og almannatengsl og áhugi hans beinist fyrst og fremst að öllu, sem er lifandi, mennskt og tjáir hinar djúpu ós- ættanlegu þverstæður mannlegs eðlis. Ljóð hans eru sprottin af þörf fyrir að uppgötva manninn, drauma hans, möguleika, vonir og þjáningu.“ Höfundur er sjálfur útgef- andi. Bókin er 64 blaðsíður. Teikningar eru eftir Sigríði Huldu Sigurþórsdóttur, en káputeikning eftir Nínu. Prenntvinnu annaðist Eyrún hf. í Vestmannaeyjum. Utlit Vil- hjálmur Kr. Garðarsson og bók- band Oddi hf. Verð 1.435 krón- ur. ■ Glerfjallið heitir ný barna- bók eftir Aðalstein Ásberg Sig- urðsson með myndum eftir Re- bekku Rán Samper. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er ævintýraleg saga um tvo bræður, Halla og Frikka og frænkuna Gúndínu. Frikki týn- ist með dularfullum hætti og Gúndína og Halli fara að leita hans og lenda inn í furðuheim þar sem hættur leynast við hvert fót- mál.“ Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er 141 blaðsíða. Prentuð í Prentstofu G. Ben. Verð 1.295 krónur. ■ Adda eftir Jennu og Hreiðar er komin út í nýrri útgáfu með myndum eftir Rebekku Rán Samper. í kynningu útgefenda segir m.a.: „Adda átti í fyrstu erfiða daga sem munaðarleysingi og nið- ursetningur hjá roskinni konu í Reykjavík. Síðar eignast hún fyrir tilviljun kjörforeldra — læknishjón — og flyst með þeim í þorp úti á landi og þar lendir hún bæði í vanda og skemmtilegum ævintýr- um.“ Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er um 130 blað- síður, prentuð í Odda hf. Verð 1.295 krónur. Iðunn Steinsdóttir ■ Fjársjóður- inn í Utsölum heitir ný bók eftir Iðunni Steinsdóttur. í kynningu út- gefanda á efni bókarinnar segir: „Fjársjóðurinn í Útsölum er spen- anndi ævintýra- saga fýrir börn og unglinga. Huld- ar og Björt era vinir þótt þau séu ólík. En þegar breytingar verða í landinu þeirra fellur skuggi á vin- áttuna. Aðeins eitt getur orðið til bjargar: Þau verða að finna fjár- sjóðinn..." Útgefandi er Iðunn. Hlín Gunnarsdóttir gerði myndirn- ar. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Verð 1.598 krónur. ■ Bækurnar um Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur. Út era komnar fímm nýjar bækur um systumar Snuðru og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur með myndskreytingúm Gunnars Karlssonar. Þær heita: Snuðra og Tuðra halda jól, Snuðra og Tuðra eiga afmæli, Snuðra og Tuðra laga til í skápum, Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn og Snuðra og Tuðra láta gabba sig. Útgefandi er Iðunn. Bækurn- ar eru prentaðar í Prentbæ hf. og kostar 398 krónur hver. ■ Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík er komin út í nýrri útgáfu. I kynningu útgefenda segir m.a.: „Hér er sögð saga af fyrsta ferðalagi Helga litla út í hinn stóra heim. Það varð ýmislegt á vegi hans og vinanna, hryssunnar Flugu og hundsins Káts, þegar þau lögðu land undir fót. Þau lentu í ótal ævintýrum og hittu marga á leið sinni, fugla og fiska — og jafnvel tröll.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ. Verð 1.280 krónur. ■ Lalli Ijósastaur heitir yrsta barnabókin eftir Þorgrím Þrá- insson. 1 kynningu útgefanda segir m.a.: „Aðlsöguhetja bókarinnar, Lalli ljósastaur, er ellefu ára, ósköp venjulegur strákur, sem tekur þátt í prakkarastrikum með félögum sínum og vinum. Veröld hans breytist síðan allt í einu þeg- ar hann tekur að stækka og verð- ur rúmir þrír metrar á hæð.“ Útgefandi er Fróði. Stefán Kjartansson teiknaði myndirn- ar og kápu bókarinnar. Bókin er 118 bls. Verð 1.190 krónur. ■ Goggi og Gijóni saga fyrir 7-10 ára börn er fyrsta bók höfundarins Gunnars Helgason- ar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Goggi og Grjóni eru góðir vinir sem leika sér saman öllum stundum. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug og lenda í óvæntum atvikum sem krydda tilveruna." Útgefandi er Mál og menn- ing. Hallgrímur Helgason myndskreytti bókina sem er 136 bls. og unnin í Prentstofu G. Ben. Verð 980 krónur. ■ Ný ungl- ingabók Milli vita er eftir Þorstein Mar- elsson. I kynningu út- gefenda segir m.a.: „Söguhetj- an er 15 ára strákur sem finnst veröldin stundum standa á haus og allt ganga sér í óhag. En þrátt fyrir allt er spennandi að vera ungling- ur og aldrei er lognmolla í félaga- hópnum. Gamansemi og bjartsýni ejnkennir söguna sem sýnir heim unglinga og foreldra þeirra frá raunsæju sjónarhomi." Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 154 blaðsíður og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Verð 1.480 krónur. SÍJ ■ FACpDOC PERSONULEC UOD Þorsteinn frá Hamri markaði sér snemma sérstöðu meðal ljóðasmiða og hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu sem eitt.helsta ljóðskáld okkar Islendinga. I nýrri bók sinni, Sæfarinn sofandi, er hann trúr lesendum sínum og þó fyrst og fremst sjálfum sér. Ljóðin eru fáguð og einkar persónuleg og veita sýn í hugskot skáldsins og á nánasta umhverfi þess. jjjt : UF CTERKIRLmR I knöppum og kraftmiklum myndum kynnir Matthías Johannessen lesendum nýjan heim í ljóðum sínum, gefur hugsuninni mál í sögðum orðum og ósögðum, fléttar hana í hug lesandans, gæðir hana lífi og sterkum litum, gefur henni vængi. Víst er að margir munu telja Arstíðaferð um innri mann einhverja bestu ljóðabók “s- IÐUNN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.