Morgunblaðið - 10.12.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.12.1992, Qupperneq 11
MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUPAG.UR. }D, DKSKM'b.KR 1992 Nýlistasafnið, Vatnsstíg Galdrar á Islandi Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur heldur fyr- irlestur í Nýlistasafninu við Vatnsstíg um galdra og galdra- stafi, föstudaginn 11. desember. Matthías mun einkum fjalla um efni nýútkominnar bókar, GALDR- AR Á ÍSLANDI, sem geymir, auk viðamikillar ritgerðar Matthíasar um kukl og heiðna þjóðmenningu, merkasta galdrahandrit sem varð- veist hefur; íslenskt kennslurit í galdri frá 17. öld, sjálfri galdraöld- inni. I fréttatilkynningu segir að Matthías muni koma víða við, hvort sem áhuginn beinist að kukli, heiðn- um sið eða sögu þjóðarinnar. Fyrirlesturinn er sá þriðji í fyrir- lestraröð sem Nýlistasafnið stendur fyrir í vetur, en áður hafa þeir Hannes Lárusson og Hannes Hólm- steinn Gissurarson sótt safnið heim. Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur. Sýnir í Gallerí Sævars MYNDLISTARKONAN Harpa Björnsdóttir sýnir í Galleri Sæv- ars Karls, Bankastræti 9, 11. des- ember til 31. desember 1992. Harpa er fædd 13. júlí 1955. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1976-81. Hún Aldís Bára hefur stundað leir- munagerð um 20 ára bil. Hún nam listgrein sína hjá þýskum fagmanni, Gerhard Schwarz, hönnuði hjá Gliti. Fyrir 17 árum setti Aldís Bára upp eigið verkstæði sem hét Leirmuna- hefur dvalið við störf í Kjarvalsstofu í París, í Róm og Sveaborg. Harpa fékk starfslaun 1992. Myndverk þessarar sýningar eru einum þræði trúarleg, öðrum þræði ekki. Harpa hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. (F réttatilkynning) gerð Aldísar, Laugavegi 72. Síðar flutti hún til Kópavogs með starf- semi sína. Þaðan lá leiðin til Hvera- gerðis. En undanfarin níu ár hefur Aldís búið í Reykjavík og stundað keramikgerð í heimahúsi. Aldís að vestan við vinnu sína (teikning frá 1978 eftir Stgr.). í fréttatilkynningu segir að sýn- ingin verði opin föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14. Galerie Roð-í-gúl Lágmyndir úr keramiki SÝNING á lágmyndum úr keramiki eftir Aldisi Báru Einarsdóttur, að vestan, verður opnuð föstudaginn 11. desember í Galerie Roð-í-gúl á Hallveigarstíg 7. Sýningin verður opin um þessa og næstu helgi. Nýjar bækur ■ Ljóðabókin Þyrnar og rósir eftir Svan Gísla Þorkelsson. ÚT er komin bókin Þymar og rósir, sem hefur að geyma fjöra- tíu ljóð eftir Svan Gísla Þorkelsson. Þyrnar og rósir er fyrsta bók Svans Gísla og í kynningarorðum sem Eðvarð T. Jónsson ritar um höfund á baksíðu bókarinnar segir m.a.: „Snæfell- ingurinn Svanur Gísli Þorkelsson er fjölhæfur ungur listamaður sem hefur fengist við rit- og tónsmíðar i fjölda ára. Hann hefur starfað við fjölmiðlun og almannatengsl og áhugi hans beinist fyrst og fremst að öllu, sem er lifandi, mennskt og tjáir hinar djúpu ós- ættanlegu þverstæður mannlegs eðlis. Ljóð hans eru sprottin af þörf fyrir að uppgötva manninn, drauma hans, möguleika, vonir og þjáningu.“ Höfundur er sjálfur útgef- andi. Bókin er 64 blaðsíður. Teikningar eru eftir Sigríði Huldu Sigurþórsdóttur, en káputeikning eftir Nínu. Prenntvinnu annaðist Eyrún hf. í Vestmannaeyjum. Utlit Vil- hjálmur Kr. Garðarsson og bók- band Oddi hf. Verð 1.435 krón- ur. ■ Glerfjallið heitir ný barna- bók eftir Aðalstein Ásberg Sig- urðsson með myndum eftir Re- bekku Rán Samper. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er ævintýraleg saga um tvo bræður, Halla og Frikka og frænkuna Gúndínu. Frikki týn- ist með dularfullum hætti og Gúndína og Halli fara að leita hans og lenda inn í furðuheim þar sem hættur leynast við hvert fót- mál.“ Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er 141 blaðsíða. Prentuð í Prentstofu G. Ben. Verð 1.295 krónur. ■ Adda eftir Jennu og Hreiðar er komin út í nýrri útgáfu með myndum eftir Rebekku Rán Samper. í kynningu útgefenda segir m.a.: „Adda átti í fyrstu erfiða daga sem munaðarleysingi og nið- ursetningur hjá roskinni konu í Reykjavík. Síðar eignast hún fyrir tilviljun kjörforeldra — læknishjón — og flyst með þeim í þorp úti á landi og þar lendir hún bæði í vanda og skemmtilegum ævintýr- um.“ Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er um 130 blað- síður, prentuð í Odda hf. Verð 1.295 krónur. Iðunn Steinsdóttir ■ Fjársjóður- inn í Utsölum heitir ný bók eftir Iðunni Steinsdóttur. í kynningu út- gefanda á efni bókarinnar segir: „Fjársjóðurinn í Útsölum er spen- anndi ævintýra- saga fýrir börn og unglinga. Huld- ar og Björt era vinir þótt þau séu ólík. En þegar breytingar verða í landinu þeirra fellur skuggi á vin- áttuna. Aðeins eitt getur orðið til bjargar: Þau verða að finna fjár- sjóðinn..." Útgefandi er Iðunn. Hlín Gunnarsdóttir gerði myndirn- ar. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Verð 1.598 krónur. ■ Bækurnar um Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur. Út era komnar fímm nýjar bækur um systumar Snuðru og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur með myndskreytingúm Gunnars Karlssonar. Þær heita: Snuðra og Tuðra halda jól, Snuðra og Tuðra eiga afmæli, Snuðra og Tuðra laga til í skápum, Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn og Snuðra og Tuðra láta gabba sig. Útgefandi er Iðunn. Bækurn- ar eru prentaðar í Prentbæ hf. og kostar 398 krónur hver. ■ Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík er komin út í nýrri útgáfu. I kynningu útgefenda segir m.a.: „Hér er sögð saga af fyrsta ferðalagi Helga litla út í hinn stóra heim. Það varð ýmislegt á vegi hans og vinanna, hryssunnar Flugu og hundsins Káts, þegar þau lögðu land undir fót. Þau lentu í ótal ævintýrum og hittu marga á leið sinni, fugla og fiska — og jafnvel tröll.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ. Verð 1.280 krónur. ■ Lalli Ijósastaur heitir yrsta barnabókin eftir Þorgrím Þrá- insson. 1 kynningu útgefanda segir m.a.: „Aðlsöguhetja bókarinnar, Lalli ljósastaur, er ellefu ára, ósköp venjulegur strákur, sem tekur þátt í prakkarastrikum með félögum sínum og vinum. Veröld hans breytist síðan allt í einu þeg- ar hann tekur að stækka og verð- ur rúmir þrír metrar á hæð.“ Útgefandi er Fróði. Stefán Kjartansson teiknaði myndirn- ar og kápu bókarinnar. Bókin er 118 bls. Verð 1.190 krónur. ■ Goggi og Gijóni saga fyrir 7-10 ára börn er fyrsta bók höfundarins Gunnars Helgason- ar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Goggi og Grjóni eru góðir vinir sem leika sér saman öllum stundum. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug og lenda í óvæntum atvikum sem krydda tilveruna." Útgefandi er Mál og menn- ing. Hallgrímur Helgason myndskreytti bókina sem er 136 bls. og unnin í Prentstofu G. Ben. Verð 980 krónur. ■ Ný ungl- ingabók Milli vita er eftir Þorstein Mar- elsson. I kynningu út- gefenda segir m.a.: „Söguhetj- an er 15 ára strákur sem finnst veröldin stundum standa á haus og allt ganga sér í óhag. En þrátt fyrir allt er spennandi að vera ungling- ur og aldrei er lognmolla í félaga- hópnum. Gamansemi og bjartsýni ejnkennir söguna sem sýnir heim unglinga og foreldra þeirra frá raunsæju sjónarhomi." Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 154 blaðsíður og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Verð 1.480 krónur. SÍJ ■ FACpDOC PERSONULEC UOD Þorsteinn frá Hamri markaði sér snemma sérstöðu meðal ljóðasmiða og hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu sem eitt.helsta ljóðskáld okkar Islendinga. I nýrri bók sinni, Sæfarinn sofandi, er hann trúr lesendum sínum og þó fyrst og fremst sjálfum sér. Ljóðin eru fáguð og einkar persónuleg og veita sýn í hugskot skáldsins og á nánasta umhverfi þess. jjjt : UF CTERKIRLmR I knöppum og kraftmiklum myndum kynnir Matthías Johannessen lesendum nýjan heim í ljóðum sínum, gefur hugsuninni mál í sögðum orðum og ósögðum, fléttar hana í hug lesandans, gæðir hana lífi og sterkum litum, gefur henni vængi. Víst er að margir munu telja Arstíðaferð um innri mann einhverja bestu ljóðabók “s- IÐUNN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.