Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 30
30
MÖRGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992
KARL BRETAPRINS OG DIANA SKILJA AÐ BORÐI OG SÆNG
Leiðir
Karl og Díana í Hong Kong í nóvember. Sagt er, að tímasetn-
ing skilnaðarins hafi verið ákveðin með tilliti til sona þeirra,
Vilhjálms og Hinriks, 10 og 8 ára, í von um að mesta fjöl-
miðlafárinu verði lokið þegar þeir fara í jólafrí á sunnudag.
skilur
Reuter
Karl og Díana uppgötv-
uðu fljótlega að þau
höfðu vaJið rangan maka
Lundúnum. The Daily Telegraph.
ÞEIR sem eru kunnugir Karli Bretaprins og Díönu
prinsessu segja að þau hafi bæði uppgötvað fljótlega
eftir brúðkaupið að þau hæfðu ekki hvort öðru og
hefðu valið rangan maka. Hægt hefði verið að breiða
yfír þá staðreynd ef Díana hefði ekki komið öllum á
óvart með því að heilla bresku þjóðina og koma af
stað svokölluðu „Díönuæði".
Reuter
Brúðkaup aldarinnar
Karl Bretaprins kyssir brúði sína, Díönu, eftir að þau voru
gefin saman 29. júlí 1981. Brúðkaup þeirra vakti óhemju
athygli út um allan heim og tilstandið minnti marga á fal-
legu ævintýrin um ungu prinsana og saklausu stúlkumar sem
gengu í hjónaband og lifðu hamingjusömu lífí allt til ævi-
loka. Ástarsögu þeirra lauk þó á annan hátt en í gömlu sögun-
um.
Díana var nítján ára óreynd
stúlka þegar hún giftist Karli,
sem var 32 ára og hegðaði
sér á flestan hátt eins og mun
eldri maður. Hann hafði átt
margar vinkonur og vingott
við að minnsta kosti tvær gift-
ar konur; en hann var eina
ástin í lífi hennar. Hún var
komin af fráskildum foreldr-
um og giftist inn í nokkurs
konar „fjölskyldufyrirtæki",
sem lifði við strangan aga og
hafði Iífstíl sem jafnvel háað-
allinn er ekki lengur vanur.
Karl átti aðeins miðaldra og
alvörugefna vini, en vinir
hennar voru ungir og gáska-
fullir. „Hún heldur mér ung-
um,“ sagði Karl í sjónvarps-
viðtali skömmu eftir að trúlof-
un þeirra var gerð opinber.
En þegar hann minntist á ást-
ina bætti hann tvisvar við:
„Hvað svo sem það merkir."
Fyrrverandi starfsmenn
Karls hafa sagt að hann
myndi vera fullkomlega sáttur
við tilveruna ef hann hefði
veiðistöngina sína til reiðu,
pólóhestana sína söðlaða og
fimm punda seðil til að leggja
í söfnunarbaukinn við messu.
Hún hafði hins vegar engan
áhuga á þessum hugðarefnum
prinsins.
Fljótlega eftir brúðkaupið
kom í ljós að vandamál þeirra
fólst ekki í því að þau höfðu
ekki sömu áhugamál, heldur
því hversu fá áhugamál hún
hafði, segir fréttaskýrandi
The Daily Telegraph. Hún
hafði einna mest yndi af róm-
antískum skáldsögum, ballet
og dægurlögum en giftist al-
vörugefnum og gamaldags
manni. Karl hafði yndi af
sveitinni en Díana var borg-
arbam, sem kaus frekar rokk-
tónleika en reiðtúr í nátt-
úrunni.
Karl vildi helst dvelja í Bal-
moral-kastala í Skotlandi, að-
setri hjónanna, og fann til
innilokunarkenndar þegar
hann var í Lundúnum. Díönu
leið hins vegar álíka illa í
Balmoral.
Þegar Díana heimsótti
Kanada árið 1983, aðeins
tveimur árum eftir brúðkaup-
ið, viðurkenndi hún í samtali
við Brian Peckford, forsætis-
ráðherra Nýfundnalands, að
sér fyndist „mjög erfitt að
axla þann vanda að vera
prinsessan af Wales“. Á þess-
um tíma var hún einmana,
henni leiddist og fannst hún
vera ráðþrota. Karl var um-
hyggjusamur í fyrstu en varð
brátt þreyttur á sálarangist
hennar, lystarstoli og hræðslu
við að koma fram opinberlega.
Ári eftir brúðkaupið, 1982,
komst fyrst á kreik orðrómur
um hjónabandserfíðleika
þeirra. Vinur þeirra vísaði á
þessum tíma til hjónabands
þeirra sem „misskilnings frá
upphafi til enda“.
Karli, sem hafði lifað pip-
arsveinslífi svo lengi, fannst
hjónabandið þvingandi. Þegar
hann var spurður um hjónalíf-
ið eftir að Vilhjálmur prins
fæddist svaraði hann: „Það
er í lagi, en truflar veiðamar!"
Prinsinn hefur sjálfur við-
urkennt að hann sé þijóskur
og Díana sýndi að hún var
ekki eftirbátur hans í þeim
efnum. Sex árum eftir brúð-
kaupið var svo komið að þau
voru æ sjaldnar saman.
Svo virðist að bók Andrews
Mortens um ævi Díönu, sem
gefin var út fyrr á árinu, hafi
ráðið úrslitum um hjónaband-
ið. Orðrómur komst á kreik
um að hún hefði sjálf heimilað
útgáfu bókarinnar og var
hann staðfestur aðeins þrem-
ur dögum eftir að fyrsti út-
drátturinn var birtur í bresk-
um dagblöðum. Þá heimsótti
hún gamla vinkonu sína, Ca-
rolyn Bartholomew, sem veitti
höfundinum upplýsingar um
hjónabandserfíðleika hjón-
anna.
Fáir eiginmenn hefðu getað
þolað þá auðmýkingu sem
þessi bók var fyrir Karl, hvað
þá tilvonandi konungur.
Yfirlýsing frá Buckingham-höll
Von um að árás-
um á einkalíf
hjónanna linni
London. Reuter.
ÞAÐ var John Major forsæt-
isráðherra Bretlands sem
skýrði frá því opinberlega í
breska þinginu í gær að
Kari Bretaprins og Díana
prinsessa hefðu ákveðið að
skilja að borði og sæng.
„Frá Buckingham-höll kem-
ur sú tilkjmning að prinsinn
og prinsessan af Wales hafi
tekið þá tregafullu ákvörðun
að skilja að borði og sæng,“
hóf Major mál sitt. „Hinar
konunglegu hátignir áforma
ekki að skilja lögskilnaði og
stjómskipuleg staða þeirra
breytist ekki. Þessi ákvörðun
var tekin í fullri vinsemd og
bæði munu taka áfram fullan
þátt í uppeldi bama sinna.
Hinar konunglegu hátignir
munu hvort f sínu lagi gegna
opinbemm skyldum sínum og
öðru hveiju munu þau bæði
vera viðstödd fjölskylduvið-
burði og koma fram saman
opinberlega.
Þótt drottningin og hertog-
inn af Edinborg harmi þessa
ákvörðun hafa þau skilning á
erfiðleikunum sem leiddu til
hennar. Hennar hágöfgi og
hans konunglega hátign vona
sérstaklega að nú megi ljúka
árásum á einkalíf prinsins og
prinsessunnar. Þau eru þeirrar
trúar að einkalíf og tillitssemi
séu nauðsynleg forsenda þess
að hinar konunglegu hátignir
geti séð bömum sínum fyrir
hamingjuríku og traustu upp-
eldi og á sama tíma haldið
áfram að sinna heilshugar op-
Reuter
Þingheimur
fullur samúðar
Major sagði þingmenn reiðu-
búna að styðja Karl og Díönu
i erfíðleikum þeirra.
inbemm skyldum sínum.“
Að lestrinum loknum bætti
forsætisráðherrann við nokkr-
um orðum. Major sagði að
ákvörðunin um skilnað að
borði og sæng hefði engin áhrif
á tilkall til krúnunnar, engin
ástæða væri til að ætla annað
en að Karl og Díana yrðu
krýnd konungur og drottning
í fyllingu tímans. Ennfremur
héldu synir þeirra sínum rétti
til krúnunnar eftir föður sinn.
Forystugrein The Daiiy Telegraph
Ólíklegt að Díana
verði drottning
BRESKA dagblaðið The Daily Telegraph fjallar um
skilnað Díönu og Karls að borði og sæng í forystu-
grein í dag, fimmtudag. Þar segir að ólíklegt megi
teljast að Díana prinsessa verði nokkurn timann
drottning.
I forystugreininni segir
m.a.: „Það hefur reynst
prinsinum og prinsessunni
um megn að stilla saman
ólíkan smekk sinn og
áhugamál. Eftir að hafa
reynt í nokkur ár að halda
andlitinu út á við, þrátt
fyrir óhamingju einkalífs-
ins, gerði óvægin fjölmiðl-
aumfjöllum og almenn um-
ræða þeim óhjákvæmilegt
að binda enda á óbærilega
stöðu og reyna að koma
Iffshlaupi sínu í virðingar-
meira og heiðarlegra
form."
Síðar segir: „Hinn gíf-
urlegi fjölmiðlaþrýstingur,
sem ríkisarfahjónin hafa
þurft að búa við, hefur átt
sinn þátt í að auka á vanda
þeirra við að viðhalda erf-
iðu hjónabandi. Við lifum á
tímum þar sem fólk í opin-
berum stöðum er af tillits-
leysi svipt réttinum til
einkalífs. Það, að slitna tók
upp úr sambandi þeirra,
má hins vegar eftir sem
áður rekja til þess að þau
gátu ekki náð saman, frek-
ar en til utanaðkomandi
aðstæðna.
Það er ekki hægt að af-
greiða yfirlýsingu Bucking-
hamhallar í gær athuga-
semdalaust. Það er ekki
trúverðugt að ganga út frá
því, að þetta hafi engin
áhrif á hina stjómskipu-
legu stöðu, eða, eins og
forsætisráðherrann gaf í
skyn í þinginu, að prinsess-
an af Wales muni einhvem
tímann geta orðið drottn-
ing. Konungsfjölskyldan
hefur nú þurft að takast á
við mikil og erfið vandamál
tengd hjónabandsslitum.
Það fordæmi er til staðar,
að taka beri eitt skref í
einu. Allt bendir til að
drottningin muni vera
áfram við völd um mörg
ókomin ár. Ef sú verður
raunin, gefst nægur tími
til að íhuga hina stjórn-
skipulegu stöðu, sem kæmi
upp, ef prinsinn og prins-
essan skildu lögskilnaði.
Það er líklegt að Vilhjálmur
prins verði kominn til
manns á meðan drottning-
inn situr enn við völd, sem
myndi opna nýja möguleika
varðandi arftaka hennar.“