Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 47

Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 47 bama um að halda fund með mér og lögfróðum mönnum til að fá ein'- hveija úrlausn í þessum málum. Hann sagðist ekki geta gert neitt nema fá eitthvað í hendurnar um májið. Ég bað þá foreldrana að gefa skýrslu um málið frá sinni hlið og gerði móðirin það og lét mig hafa. Ég sendi afrit af henn til Bergs um leið og ég ítrekaði mörgum sinnum beiðni um fund. Það næsta sem gerðist er að mér berst í hendur níðbréf sem móðir ungu dagmóðurinnar hafði gert um þetta mál og mína afgreiðslu á því. Þótti mér auðsýnt að skýrsla móðurinnar hefði komist í hendur hennar eða dóttur hennar. Kom síð- ar í ljós að umsjónarfóstran hafði fengið skýrslu móðurinnar hjá Bergi og farið með það til dagmóð- urinnar, án þess að hafa nokkum tíma samband við foreldra bams- ins. Umsjónarfóstran hafði einnig látið í té heimilisföng dagmæðra í Reykjavík til að koma níðbréfinu til þeirra. Móðir ungu dagmóðurinnar hélt síðan fund með dagmæðmm þar sem ég var ekki boðuð eða stjóm mín. DV segir að þar hafí verið samþykktar vítur á mig og for- mennsku mína en ekkert hefur bor- ist til samtakanna formlegt um þennan fund. Síðan hringdi sami blaðamaður til mín og tilkynnti mér að listi væri í gangi með undirskrift- um um 100 dagmæðra. Foreldrarnir hafa enga úrlausn fengið og Dagvist bama virðist ekki sjá ábyrgð hjá sér til að reyna að leysa þeirra mál. Ég álít að þetta sé svo alvarlegt að ekki sé hægt annað en að það komist á hreint hver réttur bama sé í raun í þessari dagvist, hver réttur dagmóður sé og hver réttur foreldra þegar svona eða hliðstæð mál koma upp. Ef það er raunin að svona málsmeðferð verði liðin er erfítt fyrir alla að fá traust á þessari dagvist. Ég hef beðið dag- vistarstjóm að afgreiða þetta mál og einnig hef ég beðið borgarstjóra Reykjavíkur að sjá sér fært að tala við mig, Berg Felixson og formann dagvistarstjómar, Önnu K. Jóns- dóttur. Einnig hef ég beðið Félagsmála- ráðherra að sjá sér fært að yfírfara málið svo að það gæti orðið til þess að ekki verði aftur svo illa haldið á málum. Ég vil fá á hreint hvað ég hef gert rangt og einnig ætti það að vera akkur í fýrir forystu- fólk sveitarfélaga hvað sé rétt og rangt í svona deilumálum. Foreldrar vistbamsins hafa orðið fyrir miklu áfalli vegna framgangs þessa máls og sitja nú uppi með að hafa engan rétt. Ég tel að unga dagmóðirin hafí hlotið skaða af að fá leyfí til dagvistarinnar án þess að fá betri vitneskju um umfang hennar. Mig tekur það sárt ef að margar dagmæður aðhyllast þau óheiðar- legu vinnubrögð sem að mínu mati hafa verið viðhöfð. Það er ekki dag- mæðrastéttinni til framdráttar að öryggi bama sé ábótavant eða að viðskiptavinir þeirra missi traust á stéttinni. Aðalfundur verður haldinn í des- ember en vegna anna minna get ég ekki nú sagt hvenær. Biðst ég afsökunar á þessu seinlæti en vegna mikilla anna í haust og nú þessa leiðindamáls hefur ekki gefíst tími fýrr. Ég mun ekki gefa kost á mér til áframhaldandi formennsku en vona að næsti formaður verði einhver sem hefur unnið með samtökunum og hefur sýnt heiðarleika og dugn- að. í samtökin em í dag skráðir 511 félagar. Ég þakka öllum sem hafa starfað með mér þessi ár bæði í samtökun- um og utan þeirra að uppbyggingu dagvistar í heimahúsum á öllu land- inu. Fyrir mér em öll dagvistar- heimili landsins jafn mikilvæg. Höfundur er formaður Samtaka dagmæðra í Keykjavík og formaður Landssamtaka dagsvistar í heimahúsum. í SULNASAL Jólakrásir, skemmtiatriði, tónlist og dans. Laugard. 12. og 19. desember. Nú endurtökum við jólaskemmtunina í SÚLNASAL með glæsilegu jólahlaðborði með norrænum og nú amerískum jólaréttum, skemmtun og dansleik, sannkölluð jólastemming. Að sjálfsögðu er hið heimsfræga Beaujolais Nouveau á boðstólum og á Sögulegu afmælisverði kr. 1992. SKEMMTIATRIÐI: Söngvararnir Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson koma fram í fyrsta sinn í dúett og syngja sig inn í hjörtu gestanna með léttum sígildum lögum. Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir leika á fiðlu og flygil. Og Björgvin Halldórsson með hljómsveit leika fyrir dansi til kl 3. 00. Verð aðeins 2. 500, - kr. GÓÐAlfÍŒMMTUN! ' £ -lofar góðu! / HAGATORG S M I 2 9 9 0 0 Sjö þúsund manns í Landssam- tökunum Heimili og skóla LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli voru stofnuð 17. september sl. Strax var hafist handa um fé- lagaöflun og foreldrum grunn- skólanemenda boðin þátttaka i að byggja upp sterk hagsmunasamtök. Hreyfingin hefur fengið byr undir báða vængi og félagar eru nú orðn- ir 7.500, segir í fréttatílkynningu. Helstu markmið Heimilis og skóla eru að miðla upplýsingum til foreldra og koma sjónarmiðum þeirra á fram- færi við yfirvöld. Umfjöllun um böm og unglinga hefur beinst að neikvæð- um þáttum og skuldinni er oft skellt á foreldra sem ekki hafa átt neinn málsvara. Eigi aðstæður íslenskra bama að breytast þarf að leggja meiri áherslu á það sem vel er gert og benda jafnframt á raunhæfar lausnir til úrbóta þar sem þeirra er þörf. Landssamtökin Heimili og skóli hafa skrifstofu í Sigtúni 7 og formað- ur samtakanna, Unnur Halldórsdótt- ir, er þar í fullu starfí. Foreldrar leita í vaxandi mæli eftir upplýsingum og aðstoð og sömuleiðis berast erindi frá skólayfírvöldum. Þörfín fyrir einsetinn, heilsdags- skóla er það sem brennur hvað mest á foreldrum, einkum í þéttbýli, og ljóst er að þetta verður eitt af bar- áttumálum samtakanna. Ef mark er takandi á stefnuyfirlýsingum allra stjórnmálaflokka á íslandi ætti sá róður að reynast auðveldur. Orðin tóm duga ekki lengur, foreldrar vilja sjá athafnir. Flutningur á rekstri grunnskóla yfir til sveitarfélaga vekur margar spurningar í dreifbýli og er mikil- vægt að foreldrar taki virkan þátt í þeirri umræðu. Heimili og skóli stefna að því að koma á fót umboðsmannakerfi úti á landi þannig að í hvetju fræðsluum- dæmi eigi foreldrar aðgang að einum eða fleiri fulltrúum sem geta aðstoð- að þá í sambandi við skólamál. A sl. 3 mánuðum hefur þriðjungur íslenskra heimila méð böm ágrunn- skólaaldri tengst Heimili og skóla. (Fréttatilkynning) Blítt og strítt eftir Vilhjálm Hjálmarsson Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra hefur hér skráð tíu mannlífsþætti um ólík efni - úr lífi fólksins í landinu, í blíðu og stríðu. Hann segirt.a.m. frá meinlegum örlögum og óhappaatburðum, mannfundum og félagsstarfi og rekur þjóðsögur. Vilhjálmi er einkar lagið að segja frá með alþýðlegum og glettnum hætti. Metsölubækur hans, Frændi Konráðs - föóurbróðir minn og „Hann er sagður bóndi", bera því glöggt vitni. _______Blítt og strítt_____ er skemmtileg og fróðleg bók! ---------iÆSKANÍ-------:--- _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.