Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992
PF
'.•ppr íiNfiMaR'iin nr ítnnAnnTMf/.N rwiAmvtiiaflQM
Ræktunarstarf í
skugga skílníngsleysis
A íslenski fjárhundurinn „móðurþjóð“ og verndara?
eftir Jóhönnu G.
Harðardóttur
Eins og flestum er kunnugt var;
það Englendingurinn Mark Wat-
son sem vakti athygli íslendinga
á því að hér á landi væri til sérstak-
ur og merkilegur stofn hunda í
mikilli útrýmingarhættu.
Watson fór um landið þvert og
endilangt og safnaði saman öllum
þeim hundum sem hann taldi enn
vera með óblandað blóð í æðum
og hóf ræktun íslenska fjárhunds-
ins. Hann fékk sér til aðstoðar
nokkra dugmikla íslenska hunda-
vini og voru þar Sigríður Péturs-
dóttir á Ólafsvöllum og Páll A.
Pálsson í broddi fylkingar. Stofnuð
var lokuð ættbók hundsins og
ræktuninni var framfylgt eftir
ströngustu reglum til bjargar
þessum deyjandi stofni. Margir
lögðu mjög hart að sér og fórnuðu
mikilli vinnu og fjármunum í rækt-
unarstarfið þrátt fyrir lítinn skiln-
ing yfírvalda og almennings í land-
inu. Allt starfíð var unnið af
áhugafólki sem tók það að sér af
ást og virðingu fyrir þessum sér-
stæða og greinda hundi.
íslenski íjárhundurinn og ís-
lenski hesturinn voru fyrrum líf-
trygging íslendingsins í þessu
harðbýla landi og án þessara föru-
nauta hefði þjóðin ekki lifað vistina
af. Hundurinn hefur marga ómet-
anlega kosti sem voru manninum
mikils virði, hann var dugmikill
smali í erfíðu landslagi, hann var
kröftugur og ratvís ferðafélagi og
hélt hestalestum á réttri leið, hann
rak úr túnum, gætti búijár og lét
vita af mannaferðum auk þess sem
hann yljaði hejmilisfólki í köldum
húsakynnum. íslenski fjárhundur-
inn var líka besti vinur mannsins
eins og sést á gömlum sögnum,
hann var trúr og tryggur félagi
húsbænda sinna og blíður vinur
og leikfélagi bamanna og þessu
hlutverki sinnir hann enn í dag.
Og nú_ er komið að skuldadög-
unum, íslendingar verða að gjalda
hundinum sínum þá skuld sem
þeir eiga óuppgerða við hann.
Frá því ræktunarstarfið hófst
af alvöru eru liðnir rúmir ijórir
áratugir og enn er það eingöngu
unnið af sjálfboðaliðum og áhuga-
fólki sem leggur á sig erfíði og
mikla vinnu til að halda þessum
dýrmæta þjóðararfí á lífí. Enn er
áhugi og skilningur yfírvalda eng-
inn, að minnsta kosti hefur ís-
lenska ríkið ekki talið ástæðu til
að styrkja ræktunina með neinum
hætti fram að þessu.
Þetta verður að teljast undarleg
og skammarleg frammistaða, þar
sem íslendingar eru ábyrgir fyrir
ræktun hundsins gagnvart öðmm
þjóðum, en þær líta á okkur sem
vemdara íslenska flárhundsins og
leita til okkar um aðstoð og leið-
beiningar enda er hundurinn mjög
vinsæll erlendis.
Hér á landi hefur áhuginn einn-
ig aukist mikið undanfarin og deild
íslenska íjárhundsins innan HRFÍ
starfar nú af mjög miklum krafti.
Þessi aukni áhugi birtist á margan
hátt, t.d. hafa verið sýndir óvenju
margir íslenskir fjárhundar á sýn-
ingum HRFÍ undanfarið. Ungviði,
hvolpar og unghundar (vaxtar-
broddar ræktunarinnar) hafa vak-
ið athygli á sýningum og á þessu
ári hafa þrír íslenskir fjárhundar
öðlast meistaratign (champions-
hip).
Nú era innán við 320 hreinrækt-
aðir íslenskir fjárhundar í landinu,
en það er þó meiri fjöldi en nokkra
sinni áður. Þessi tala er ekki áreið-
anleg þar sem skráning er mjög
ófullkomin vegna fjárskorts starf-
seminnar. Talan er þrátt fyrir allt
sorglega lág þar sem margar aðr-
ar þjóðir eiga mun stærri stofna
en við s.s. Svíar, Danir og Norð-
menn.
Af þeim 35-45 hvolpum sem
fæðast hér á landi á ári hveiju era
að jafnaði 10-15 seldir til út-
landa, enda er ásókn í þá mikil
erlendis og freistingin því stór fyr-
ir ræktenduma.
Til að geta ræktað hundinn hér
af krafti og skynsemi þarf að
kynna þjóðinni hann og fínna hon-
um leið inn í þjóðfélagið að nýju.
íslenska flárhundinum á íslandi
er nú ekki gert hærra undir höfði
en innfluttum hundategundum, en
þær getum við endalaust sótt til
útlandar ef illa fer og beram þar
enga ábyrgð.
Ræktendum hefur aldrei verið
liðsinnt og þeim eigendum ís-
lenskra Ijárhunda sem búa í þétt-
býli er beinlínis hegnt fyrir áhug-
ann og þátttökuna í ræktunar-
störfum með svokölluðum „hunda-
leyfísgjöldum" sem allir hundaeig-
endur einir allra gæludýraeigenda
„Yið getum ekki látið
um okkur spyijast leng-
ur að þetta vinsæla
hundakyn sé vanrækt í
heimalandi sínu. Við
verðum að geta horft
kinnroðalaust framan í
heiminn þegar stofn ís-
lenska fjárhundsins ber
á góma.
verða að greiða af dýram sínum.
Þessi skattur hefur orðið til þess
að áhugasamir einstaklingar hafa
af fjárhagsástæðum orðið að tak-
marka hundaeign sína" við einn
hund jafnvel þótt þar hefði verið
hægt að fóstra fleiri hunda.
Deild íslenska fjárhungsins inn-
an HRFÍ væntir þess að íslensk
stjómvöld reki af sér slyðraorðið
og standi undir þeirri ábyrgð sem
ræktun þjóðarhundsins er. Við
getum ekki látið um okkur spyij-
ast lengur að þetta vinsæla hunda-
kyn sé vanrækt í heimalandi sínu.
Við verðum að geta horft kinn-
roðalaust framan í heiminn þegar
stofn íslenska Ijárhundsins ber á
góma.
Ég vona svo sannarlega að
ábyrgðartilfínning ráðamanna
vakni meðan enn er von og áður
en við missum niður þann kraft
sem enn er í starfínu og þá virð-
ingu sem við enn höfum sem „móð-
urþjóð“ hundsins.
Éf við bregðumst í ræktun ís-
lenska fjárhundsins verður það
þjóðinni til háborinnar skammar
erlendis og ævarandi vitni um tví-
skinnung Islendinga í umhverfís-
málum og vemdun dýrastofna.
Höfundur er formaður dcildar
íslenska fjárhundsins innan HRFÍ.
GEFUMIS k - 'LAND IJOLAGJOF l iÓIATILB00^*®
Iplllk — KfW . .1 ,,, . M ,r v:;; 9 afalkort af öllu landinu með örnefiiaskrá í vandaðri möppu
SKRIFBORÐSMOTTA
Tilvalin gjöf handa skólaböraum
\jaiht sem skrifstofumönnum.
v Verð kr 1900.-
KORTASAGA ÍSLANDS
I. og II. bindi eftir
Harald Sigurðsson.
Stórvirki í íslenskri
menningarsögu.
Verð kr 14.500.-
INNRÖMMUÐ ÍSLANDSKORT
fyrir heimili og vinnustaði
Verð frá kr 4900.-
ÍSLANDSKORT FRÁ FYRRIÖLDUM
Glæsileg iistaverk
kortagerðarmanna
miðalda.
Verð frákr 1500.-1
GEFUM ÍSLENSKAR JÓLAGJAFIR
OPIÐ 10-18
Mánud - Föstud
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
SENDUM SAMDÆGURS í
PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT
KORTAVERSLUN • LAUGAVEGI 178 • REYKJAVIK • SIMI: 91 - 680 999
GARÐATORG - GAR9ABÆ,
SÉRVERSLANIR:
OPIÐ LEIMGUR
Laugardaginn 12. des. kl. 10-18
Sunnudaginn 13. des. kl. 13-17
Laugardaginn 19. des. kl. 10-22
Sunnudaginn 20. des. kl. 13-17
Þriðjudaginn 22. des. kl. 10-22
Þorláksmessu 23. des. kl. 10-23
Aðfangadag 24. des. kl. 9-12
‘Venld ve£6o**téet
r