Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 1
80 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
287. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunbladsins
Svíumekki
boðiðupp
á danskar
lausnir
Stokkhóimi, Vín. Reuter.
FRANZ Andriessen, sem fer með
utanríkismál í framkvæmda-
stjórn Evrópubandalagsins,
sagði í gær að ekki kæmi til
greina að Svíar fengju undan-
þágur frá Maastricht-samkomu-
laginu af því tagi sem Dönum
voru veittar í Edinborg á laugar-
dag.
Tilefni þessara orða var að Carl
Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar,
sagði að nú ættu Svíar, sem sótt
hafa um EB-aðild, einnig kost á að
ákveða sjálfir hvort þeir vildu taka
þátt í hernaðarbandalagi eða ekki.
Bildt sagði að Svíar hefðu hins veg-
ar áhuga á að eiga aðild að sameig-
inlegri utanríkis- og varnarmála-
stefnu. Hann fagnaði þeirri ákvörð-
un leiðtoga Evrópubandalagsins að
hefja aðildarviðræður við Svía,
Austurríkismenn og Finna um ára-
mót. Norðmenn verða að bíða vegna
þess að framkvæmdastjórn EB á
eftir að gefa umsögn um umsókn
þeirra.
Sjá fréttir á bls. 34
• •
Rússneski utanríkisráðherrann flytur kaldastríðsræðu á ROSE-fundi
Tilgangurinn að
sýna hvað harð-
línumenn vilja
Stokkhólmi. Reuter.
ANDREJ Kozyrev utanríkisráðherra Rússlands olli uppnámi
á fundi Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu
(RÖSE) í Stokkhólmi í gær með málflutningi sem talinn hefði
verið eðlilegur þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Byijaði
hann á hótunum um hernaðaríhlutun og refsiaðgerðir gegn
fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna til þess að endurreisa
þar rússnesk yfirráð. Þegar ræðunni var lokið voru fundar-
gestir sem þrumu lostnir. Skömmu síðar kom Kozyrev aftur
í ræðustól og sagðist hafa verið að lýsa þeirra sýn sem við
blasti ef umbótasinnar misstu völdin í hendur harðlínumönn-
um í Moskvu. Ekki hefði verið um að ræða viðhorf rússnesku
stjórnarinnar.
Skaut viðstöddum skelk í bringu
Reuter
Kozyrev (til vinstri) gengur glaðhlakkalegur af fundi með Margarethi af
Ugglas, utanríkisráðherra Svía. Skömmu áður hafði Rússinn haldið magn-
aða kaldastríðsræðu án þess að meina orð af því sem hann sagði.
„Hann var að vekja menn af
værum blundi,“ sagði Galína Síd-
orova, talsmaður rússnesku sendi-
nefndarinnar á RÖSE-fundinum.
Hún sagði að Kozyrev hefði haldið
ræðunni leyndri fyrir rússnesku
sendinefndinni og því göptu nefnd-
armenn sjálfir af undrun er hann
var í ræðustóli. Sjálfur sagði rússn-
Jeltsín Rússlandsforseti lýtur í lægra haldi fyrir fulltrúaþinginu
Nýr forsætisráðherra boð-
ar breytta efnahagsstefnu
eski utanríkisráðherrann að ræðan
„væri nokkuð nákvæm útlistun á
kröfum hófsamari harðlínumann-
anna í Moskvu".
Á sér ekki fordæmi
Gunnar Gunnarsson sendiherra
íslands hjá RÖSE sagði að í röðum
stjómarerindreka minntust menn
ekki uppákomu af þessu tagi á fundi
sem þessum. Sagði Gunnar að menn
nefndu þær skýringar á ræðunni
að Kozyrev hafi viljað sýna við hvað
væri að etja í Rússlandi og einnig
væri talað um að hann hefði viljað
leiða rússneskum öfgasinnum fyrir
sjónir hvað stefnubreyting af þessu
tagi þýddi, þ.e. hvaða viðbrögðum
mætti búast við á Vesturlöndum.
Gunnar sagði að fyrstu ræðumenn
á eftir fyrri ræðu Kozyrevs hefðu
látið sem ekkert væri en síðan hefði
eistneski fulltrúinn mótmælt.
Moskvu. Reuter.
Fulltrúaþing Rússlands
valdi í gær nýjan forsætis-
ráðherra landsins, Viktor
Tsjernómyrdín að nafni.
Sagði hann að efnahagsum-
bætur stjórnarinnar myndu
nú breyta um svip. Sagðist
hann hlynntur markaðshag-
kerfi en það yrði að fara
hægar í sakirnar og styrkja
framleiðslugreinarnar. Bú-
ist er við að á næstu dögum
verði gerðar miklar breyt-
ingar á ríkissljórn Rúss-
lands að öðru leyti, helstu
umbótasinnarnir muni allir
segja af sér. Vestrænir
stjórnarerindrekar í Moskvu
lýstu í gær þungum áhyggj-
um yfir þróun mála í Rúss-
landi. „Þetta er gríðarlegt
áfall,“ sagði einn þeirra í
samtali við Reuters-frétta-
stofuna.
Róttækir umbótasinnar á þingi
saka Borís Jeltsín forseta Rússlands
um að hafa svikið Jegor Gajdar frá-
farandi forsætisráðherra. Sam-
kvæmt samkomulagi sem Jeltsín
gerði við forseta þingsins um helg-
ina stakk hann upp á fjórtán mönn-
um í embætti forsætisráðherra.
Þegar greidd voru atkvæði milli
þeirra í gær hlaut Viktor Tsjernó-
Reuter
Nýr ráðamaður í Kreml
Viktor Tsjernómyrdín, nýr forsætisráðherra Rússlands, tekur á móti Helm-
ut Kohl, kanslara Þýskalands, á flugvelli i Moskvu. Kohl kom þangað í
opinbera heimsókn í gær en árla í gærmorgun vissi hann ekki hver myndi
taka á móti honum í Moskvu.
myrdín 721 atkvæði eða hreinan
meirihluta. Gajdar varð í þriðja
sæti. Jeltsín hefði getað sett Gajdar
í embætti engu að síður um stund-
arsakir en svo virðist sem hann
hafi gert sér grein fyrir að nú væri
tímabært að þoka fyrir kröftugri
sókn afturhaldsafla á fulltrúaþing-
inu.
Tsjernómyrdín er meðal forystu-
manna í stóriðnaði og stuðnings-
maður öflugustu fylkingar þingfull-
trúa, Borgarasambandsins undir
forystu Arkadís Volskís. Hún hefur
m.a. reynt að auka miðstýringu á
ný og krefst þess að gjaldþrota og
gersamlega úrelt risafyrirtæki fái
áfram fjárstuðning svo að ekki komi
til lokunar og atvinnuleysis milljóna
manna. Tsjernómyrdín tók við emb-
ætti ráðherra orkumála í maí sl. er
Jeltsín reyndi að ná sáttum við
Borgarasambandið með því að taka
þijá miðju- og afturhaldsmenn inn
í ríkisstjórn.
í samkomulagi Jeltsíns og þing-
forsetans frá þvi um helgina er tek-
ið fram að harðorðar yfirlýsingar
þingsins og áskoranir forsetans til
þjóðarinnar í harðri valdabaráttu
sem staðið hefur frá því að þing-
fundir hófust 1. desember séu tekn-
ar aftur og skuli ekki rifjaðar upp.
Þjóðaratkvæði verði um grundvall-
aratriði nýrrar stjórnarskrár hinn
11. apríl næstkomandi. Forsetinn
og stjórnlagadómstóllinn muni bera
texta spuminganna sem lagðar
verði fyrir þjóðina undir Æðsta ráð-
ið, sem er starfandi þing landsins
og afsprengi fulltrúaþingsins.
Æðsta ráðið má samkvæmt sam-
komulaginu ekki samþykkja ný lög
er breyta núverandi jafnvægi milli
framkvæmdavalds, löggjafarvalds
og dómsvalds.
Norska tréð
á haugana
Amsterdam. Reuter.
Borgarráðið í Amsterdam
hefur ákveðið að henda á
haugana jólatré sem borgin
fékk að gjöf frá Þrándheimi.
„Okkur fannst það svo ljótt,“
sagði talsmaður borgarráðsins
í gær. Sagði hún að borgar-
ráðsmenn hefðu rætt ákvörðun
sína við .starfsmenn norsku
ræðismannsskrifstofunnar í
borginni og hefðu þeir heldur
ekki getað fellt sig við tréð. í
stað norska trésins er nú kom-
ið hollenskt jólatré.
Stefna Þýskalands gagnvart Bosníu
Afsögn ráðherra til að
mótmæla aðgerðaleysi
Bonn. Rcuter.
RÁÐHERRA póst- og símamála í Þýskalandi, Christian Schwarz-
Schilling, sagði af sér í gær til að mótmæla aðgerðaleysi þýsku
stjórnarinnar í málefnum Bosníu.
Ráðherrann gagnrýndi veika íu. Kohl svaraði því til að viðleitni
stjórn Helmuts Kohls kanslara og Þjóðveija og Sameinuðu þjóðanna
sagðist skammast sín fyrir að vera hefði lítinn árangur borið vegna
í ríkisstjórn sem gerði ekki meira grimmdar þeirra sem bæru ábyrgð
til að stöðva hörmungamar í Bosn- á stríðinu.