Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 2
2.... .............................. "MÖRGÚNBLAÐIÐ'ÞRIÐJUDAGÚR 15. DESEMBER 1992 Sjómaður sóttur í Gæsluþyrlunni í 10 vindstigum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær fótbrotinn sjómann um borð í togarann Má SH um 40 sjómílur suður af Grindavík í versta veðri. Samkvæmt mælingum skipstjóra togarans var vindhraðinn 65 hnútar, 12 vindstig, skömmu áður en þyrlan flaug yfir skipið en Benóný Ásgrímsson flugstjóri þyrlunnar kveðst telja að þegar þyrlan var yfir skipinu hafi vindhraðinn verið 9-10 vindstig. Hann segir að þótt vindhraðinn hafi verið þetta mikill hafi ekki eiginleg hætta verið á ferðum þótt erfitt hafi verið fyrir lækni síga um borð og að hífa sjúklinginn í þyrluna á börum. Að sögn stjómstöðvar Land- ur um borð í þyrluna og síðan lagt helgisgæslunnar barst tilkynning frá skipstjóra Más SH 127 um að koma þyrfti sjómanni undir læknis- hendur en hann hafði slasast og hlotið opið beinbrot um ökkla. Eft- ir að læknir hafði rætt við skip- stjórann var talið vafasamt að bíða þá 7-9 tíma sem tekið hefði skipið að komast inn til hafnar eftir því að maðurinn kæmist undir læknis- hendur og var því ákveðið að þyrl- an sækti hann. Þyrlan fór í loftið kl. 13.03 og þar sem Fokker-vél Landhelgisgæslunnar hafði skömmu áður lent í ísingu á þess- um slóðum var hún þyrlunni tii aðstoðar á leiðinni að Má. Þegar að togaranum kom seig Sigurður E. Sigurðsson læknir nið- ur í skipið í u.þ.b. 10 vindstigum. Manninum var komið á börur, hífð- af stað á Borgarspítalann þar sem lent var klukkan 14.30. Benóný Ásgrímsson vildi í samtali við Morgunblaðið gera lítið úr því að aðstæður hefðu þessu sinni verið erfiðar fyrir sjúkraflug og sagði að í því sambandi skipti mestu að þrátt fyrir hvassviðri hefði ekki snjóað. Hins vegar sagði hann að Sig- urður E. Sigurðsson læknir hefði lagt sig í hættu við að síga niður í skipið og kvaðst Benóný nú eins og margoft áður hafa dáðst að því hve læknar þeir sem störfuðu með áhöfn þyrlunnar væru reiðubúnir að leggja sig í mikla hættu við erfið skilyrði í umhverfi sem þeir hefðu einatt litla þjálfun í að starfa við. Morgunblaðið/Halldór Nellett Sigið við erfiðar aðstæður Sigurður E. Sigurðsson læknir sígur niður í togarann í um 10 vindstigum suður af landinu. Alþingismenn ræddu samning um Evrópskt efnahagssvæði fram á nótt Utanríkisráðherra vill ljúka málinu fyrir 21. desember ÖNNUR umræða frumvarps um evrópskt efnahagssvæði hófst á Alþingi í gærkvöldi og gert var ráð fyrir að hún stæði lengi fram eftir. Utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að þingið taki endanlega afstöðu til samningsins fyrir áramót og vill helst Ijúka málinu fyrir ráðherrafund Evrópubandalagsins 21. desember. Formaður utanrík- isinálanefndar segir Alþingi ekkert að vanbúnaði til að afgreiða málið. Forseti Alþingis gerir ráð fyrir að annarri umræðu um EES verði fram haldið í dag ef henni hafi ekki lokið í nótt. Salóme Þorkelsdóttir þingforseti segir að vel verði að halda á spöðun- um ef takast eigi að afgreiða EES, fjárlög, skattamál og álögur fyrir jól. Takist það ekki verði Alþingi að sitja alveg fram til hátíðarinnar og milli jóla og nýárs. Hún segir að gert hafi verið ráð fyrir að fara í þriðju efnisumræðu fjárlaga 18. desember, en allt geti gerst úr þvi sem komið er. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að nú verði EES-málið keyrt gegnum þingið. Fyrir liggi áskorun utanríkisráð- herra EFTA-landa um að afgreiðslu þess sé flýtt og ljóst sé að ekki þurfi að breyta efni samningsins vegna fráhvarfs Sviss. Jón Baldvin tók ekki þátt í um- ræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um EES og sagði blaðamönn- um að ástæðan væri sú að hann léti stjómarandstöðuna ekki gabba sig í þingskapaumræður til þess að eyða tíma Alþingis. „Ég er einfald- lega að fara þess á leit að málið sjálft verði rætt efnislega." Utanríkisráðherra segir að farið hafí verið að óskum stjórnarand- stöðunnar og umfjöllun Alþingis um EES hvað eftir annað verið látin bíða. Fullyrðingar um að málið sé ekki þingtækt hafi ekki við rök að styðjast. Ljóst sé af áliti lögfræð- inga að samningurinn standi að þjóðarétti og hvað Iagatækni varði þótt Svisslendingar hafi hafnað honum. Engar efnislegar breyting- ar þurfí að gera á honum, heldur tæknilegar: Með bókun ríkjaráð- stefnu í janúar um að ákvæði varð- andi Sviss verði óvirk og um giidis- töku síðar á árinu en ekki í blábyrj- un þess. Svisslendingar urðu því fegnir, að sögn ráðherrans, að landið yrði ekki feilt úr samningnum, en grein- ar sem tækju til þess aðeins lagðar til hliðar. „Þeir vilja halda opnum dyrum og hafa áheyrnarfulltrúa á fundum." Jón Baldvin segir mikilvægt að Alþingi ljúki málinu fyrir áramót til að fjöldi þeirra EFTA-ríkja sem ætla að vera með liggi fyrir á ríkja- ráðstefnu EFTA og EB sem fyrir- huguð er í upphafi næsta árs. Af- staða allra EFTA-landa nema ís- lands hafi nú verið staðfest form- lega og ekki sé hægt að tefla í tví- sýnu fullgildri aðild íslendinga að ráðstefnunni í ársbyrjun. Frekari óvissa um afstöðu Islands gæti dregið úr áhuga hinna EFTA-Iand- anna á samstarfmu. Að auki séu innlend og erlend fordæmi fyrir því að fullgilda samninginn þótt eitt land hafí helst úr lestinni, Finnland og Liechtenstein hafi gert það eftir brotthvarf Sviss og öll ríkin stað- fest í síðustu viku að fækkunin raskaði ekki samningnum. íslend- ingar hafí fyrir tuttugu árum gert fríverslunarsamning við EB þótt Noregur hefði hafnað aðild að bandalaginu. Ráðherrann leggur áherslu á að best væri að Alþingi lyki þriðju umræðu, veiti forseta heimild til að fullgilda samninginn að íslenskum lögum og þjóðarétti fyrir 21. desem- ber. Þá hittast ráðherrar EB-landa og segir Jón Baldvin að hafi öll aðildarríkin í EFTA fullgilt samn- inginn sé auðveldara að standa gegn hugsanlegum breytingartil- lögúm EB og hugmynd um að önn- ur EFTA-ríki greiði hlut Sviss í eftirlitsstofnun, dómstól og hugsan- lega þróunarsjóði. Sjá einnig blaðsíðu 40. Lyfjastuldur á Landspítalanum Maður var handtekinn með lyfin NOKKRU magni af dýrum stungu- lyfjum var stolið af Landspítalan- um um helgina en meðal lyfjanna voru hormónalyf eða sterar og verðmæti þeirra áætlað vera um 300.000 krónur. í gærdag handtók síðan lögreglan mann sem reynd- ist vera með lyfin með sér í poka. Fíkniefnalögreglan fékk mál þetta til meðferðar og segir Björn Hall- dórsson yfirmaður deildarinnar að maður þessi hafí ekki viðurkennt stuldinn á lyfjunum í yfírheyrslum í gærdag. Hvað framhald málsins varðar segir Bjöm að maður þessi eigi óafplánaðan dóm og muni hann verða sendur í fangelsi til að sitja hann af sér. Handtaka mannsins var með þeim hætti að hann var gestkomandi í húsi einu I óþökk húsráðenda. Köll- uðu þeir til lögreglu til að fjarlægja manninn úr íbúð sinni og er lögregl- an kom á staðinn fann hún pokann með lyfjunum. Færeyjar BP sagl hafa fund- ið olíulind BRESKT sérfræðirit í olíuiðn- aði, Drilling Weekly, segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að breska olíufélagið BP hafi fundið risastóra olíu- lind rétt utan færeyskrar efnahagslögsögu, á land- grunninu milli Hjaltlandseyja og Færeyja. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisút- varpsins í gær en Morgunblað- inu tókst ekki i gærkvöldi að afla nánari upplýsinga um staðsetningu oliulindar þess- arar. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður sagðist í sam- tali við Morgunblaðið telja, að þetta sé mál sem kalli á að ríkisstjórn íslands eigi strax í dag að hefja undirbúning að kanna málið með viðræðum við Breta, Dani fyrir hönd Færeyinga og íra. Eyjólfur Konráð sagði að jafn- vel þótt vera kunni að lindin sé utan við það hafsvæði sem ís- lendingar hafa einkum gert til- kall til séu svæðin jarðfræðilega nátengd. Fulltrúum fyrrgreindra þjóða beri að ræða málið þar sem allir aðilar að þeim alþjóðlegu viðræðum sem fram hafa farið um þetta svæði og íslendingar hafa átt aðild að hafi lýst því yfír að enginn þeirra muni aðhaf- ast þar neitt án vitundar hinna. í dag Hallgrímskirkja Stærsta orgel landsins var vígt í Hallgrímskirkju á sunnudag. 32 Evrópskt efnahagssvæði Íbúar Liechtenstein geta ekki iokið afgreiðslu EES fyrr en að loknum samningum við Svisslendinga. 35 Jólin____________________________ Ljós voru tendruð á jólatrjám á ýmsum stöðum um helgina, meðal annars á Austurvelli í Reykjavík. 70 Leiðari__________________________ Óviðunandi ríkissjóðshalli. Staðfesting á EES hið fyrsta. 36 íþróttir ► Þrír íslendingar með heimsliðinu í sigurleik. Eyja- menn kæra kvennalið Vals eft- ir bikarleik. Michael Stich vann sér inn 126 milljónir ÍSK. Agreinmgur um vaxtaafslátt af láni Þróunarsjóðsins Ovíst er hvort frumvarpið kemur fram fyrir áramót ÓVÍST er hvort frumvarp um Þróunarsjóð sjávarútvegsins verður til- búið fyrir áramót en málið er í vinnslu að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Ágreiningur er m.a. við fulltrúa sjávarútvegsins um greiðslur sjávarútvegsfyrirtækja á vöxtum af því fjögurra inillj- arða króna láni sem ríkið leggur sjóðnum til og verður aflað með er- lendri lántöku. „Við höfum verið í viðræðum við fjármálaráðuneytið um fyrirkomulag lántöku, greiðsluskuldbindingar og lánskjör og þau mál eru í viðræðum á milli ráðuneytanna og því á vinnslustigi,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Ráðherra sagði aðspurður að vel væri hægt að afgreiða fjárlagkfrumvarp fyrir næsta ár þótt þessi mál væru ekki frágengin. Arnar Sigurmundsson, formaður verið kynnt málið hafi verið talað Samtaka fískvinnslustöðva, segir að um að þetta lán yrði vaxtalaust í þegar fulltrúum sjávarútvegsins hafi þijú ár. „Okkur var sagt að það hefði komið til mótvægis við að þurfa að yfirtaka afskriftareikninginn í Byggðastofnun,“ sagði hann. Sagði Arnar ennfremur að málið virtist vera óleyst í ríkisstjórninni. Sjávarútvegráðherra kom á fund stjómar Samtaka fiskvinnslustöðva sl. föstudag og eftir fundinn sagði Arnar ljóst að þróunarsjóðsmálið væri á hægri siglingu í viðræðum á milli ráðuneyta og af orðum sjávarút- vegsráðherra á fundinum megi ráða að það verði örugglega ekki kynnt á Alþingi fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.