Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 12

Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 misuiKunjit. Aðventutónleik- ar í Kristskirkju Tónlist Ragnar Björnsson Ekki er maður fyrr kominn inn fyrir tvennar útidyr Kristskirkju en helgi þessarar einstaklega fallegu kirkju breiðist yfir mann og til þess þarf hvorki tóna né orð, slíkum andblæ hefur byggingarmeistari allra meistara fyllt þetta hús. Sé laust sæti sest maður, lætur þennan andblæ hússins líða um sig og Guð allra guða virðist taka við áhyggjum manns og amstri. En þú vaknar skyndilega upp við hávært klapp, allt í kringum þig, — stjómandi tón- leikanna gekk fram fyrir Fílharmón- íusöngsveitina, hljóðfæraleikara og áheyrendur. Mínar hendur urðu svo þungar að ég gat ekki bifað þeim til þess að taka þátt í klappinu og blæja helginnar fannst mér Iyfta sér upp í hvelfingar kirkjunnar. Kannske var þetta ofurviðkvæmni í undirrituð- um, eða getur verið að sumar kirkjur séu ekki hannaðar fyrir klapp? Tón- leikamir hófust á orgelleik Douglas A. Brothchie, sem undirritaður veit engin deili á, en hann lék Prelúdíu og fúgu eftir Buxtehude, látlaust en af öryggi. Að mínu viti eiga blandað- ir kórar annað hvort að vera mjög fjölmennir, með ótakmarkað tón- magn til mesta „píanós", eða fá- mennir með mjög skóluðum einstakl- ingum. Þessi millistærð af kórum er eiginlega svolítið vandræðaleg, hvorki er hljómmagnið fyrir hendi, né að skólun sé það mikil að kórinn valdi veikum söng, hann verður matt- ur og hljómlaus. Þetta eru að mér finnst, því miður einkenni Söngsveit- arinnar Fílharmóníu í dag. Raddimar eru of mattar, „fókusa" ekki vel og jafnvægi milli radda ekki í besta lagi. Bassinn þyrfti að vera yngri og hljómmeiri, svo og altinn og þrátt fyrir nokkum fjölda í sópran vantaði silfrið í línuna. Ágætir hljóðfæraleik- aramir skiluðu sínu vel, þrátt fyrir að stjómandinn Úlrik Ólason hafi líklega takmarkaða kunnáttu í að stjóma hljómsveit. Þrátt fyrir þessar aðfínnslur var ánægjulegt að heyra mörg atriði tónleikanna og sérstak- lega má þá nefna Helgisögu og Ave Maríu eftir Leif Þórarinsson svo og einsöng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, sem tók þátt í megni efnisskrárinn- ar. Ekki er þó ástæða til að fjölyrða um söng Sigrúnar að þessu sinni, en gæta þarf þess að missa ekki stuðning við aðstæður samskonar og í Kristskirkju, þar sem hljómburður- inh virðist syngja fyrir söngvarann. Nokkra jólasálma flutti kórinn í lok- in, einnig með þátttöku viðstaddra tónleikagesta sem klöppuðu einnig ákaft fyrir eigin þátttöku. Á eitt vil ég benda söngstjóranum, það er að samkvæmt kenningunni má stjórn- andi ekki snúa lófanum að kórnum þegar hann stjómar, nema til þess að þagga niður í kómum. Þetta á að vera einfalt að lagfæra. KAUPMIÐLUN LÖGGILD FASTEIGNA-, SKIPA- OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI17 - SÍMI 62 17 00 SALA: PETUR H. BJÓRNSSON. LÖGMAÐUR: RÓBERTÁRNI HREIÐARSSON. NÝTT Á SÖLUSKRÁ: Heimarnir. Glæsileg 4ra herb. íbúö á 8. hæð í lyftublokk. Mjög mikiö útsýni. Sér- lega vandaðar innréttingar. Verö 8,5 millj. Þingholtin. Sérlega glæsileg 63 fm einstaklíb. Selst með fullkomnu innbúi. Laus fljótlega. Krummahólar. 3ja herb. fbúö á 5. hæð ásamt bílskýli. Verö 6,7 millj. Fossvogur. 3ja-4ra herb. íbúð í góðu fjölbhúsi á þessum eftirsótta staö. OKKUR VANTAR FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR: Vesturbær. Góða sérhæö, 120-150 fm, gjarnan á Melum eða Högum. Vesturbær. Raöhús eða einbýli 120-140 fm. Garöabær. Góða 2ja herb. íbúð í fjölbhúsi. Atvinnuhúsnæöi m. góðum leigusamningi. Ýmislegt kemur til greina. Góöa 2ja-3ja herb. íbúð m. áhvílandi húsnlánum. FYRIRTÆKI TIL SOLU: Lítil matvöruverslun á góöum staö. Örugg velta. Hagst. fyrir samhent hjón. Söluturn á góöum staö í Múlahverfi. Góö velta. Lottó. Söluturn/ísbúö, mjög vel þekkt, í miöbænum. Góð velta, há meöalálagning. Pizzastaöur meö mikla sölu út. Efnalaug á góðum staö. Arövænlegt fjölskyldufyrirtæki. Örugg afkoma. Tiskuverslun við Laugaveg. Bílaþjónusta - pústþjónusta í stóru húsnæði. 2 lyftur. Ýmsir möguleikar. Bílasala í Skeifunni. Lítill rekstrarkostnaður. Bónstöö á góðum staö meö mikla möguleika. Ákveðin sérstaða. Fyrir rafeinda- eða sjónvarpsvirkja Verslun með tölvuforrit, umboðssölu á notuöum tölvi.'búnaöi og viðgerðir á tölvum og búnaöi. Viðgerðasamningur viö tölvuumboö. Gott tækifæri fyrir réttan aöila. Erum meö á skrá fjölda kaupenda aö ýmiss konar fyrirtækjum s.s. heildverslun, fiskbúö, ölkrá, litlu veitinga- og/eöa kaffihúsi. Fjöldi annarra fasteigna og fyrirtækja á skrá ORGELTONLEIKARI H AI. LGRÍMSKIRKJTI ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Ég man Skólavörðuholtið er Leifur heppni stóð þar einn, umkringdur urð og nær einu mannlífsumsvifin voru í leir- brennsluhúsi Guðmundar frá Miðdal. Á aðra hönd Leifi gnæfði þungbúinn og þögull listakastali Einars Jónssonar. Nökkuð fyrir aftan Leif var steinnámsgryfja og þar mátti heyra hvellan stál- hljóm sleggju og meitils er grjót úr námunni var mótað til gatna- gerðar og annarra nytsemda. Ég man andlit steinsmiðanna, sem voru mér sem meitluð í hamra- vegg. Steinsmiðirnir fóru og gry- fjan varð leiksvæði okkar og þar voru háð stríð en síðan upphófst alvörustríð og hermenn byggðu sér borg að baki Leifi. Þegar þórdunur stríðsins voru hljóðnað- ar var ákveðið að byggja kirkju og lítil kapella reis í suðaustur- enda gryfjunnar. Enn átti ég erindi upp á Skóla- vörðuhæð en nú til að biðja Pál Halldórsson um að lána mér nótur af „Ave-Mariunni“ eftir Schubert. Éitthvað minntist ég á kirkjuna og hann tjáði mér að kapellan væri aðeins lítill hluti þeirrar kirkju, sem reisa ætti þar á hæðinni, aðeins kjallari undir altarinu. Hann sýndi mér líkan af kirkjunni og allt í einu ljóm- aði andlit hans er hann sagði: „Hugsaðu þér hvers konar orgel þarf í slíka kirkju.“ Páll Halldórs- son þjónaði kirkju Hallgríms í 37 ár en það tók 51 ár að láta drauminn um orgelið rætast' og því verki lauk Hörður Áskelsson. I leik hans mátti greina þann sama Ijóma og ég sá í svip Páls, ljóma hrifningar, þegar tíminn sem aðskilur draum og veruleika hverfur. Kirkjan hefur fengið sitt orgel og enduróman hennar hefur á samri stundu endurskap- ast, svo að kirkja og orgel verða eitt. Hörður Áskelsson er góður orgelleikari og lék hann á vígslu- tónleikunum sl. sunnudag verk eftir Pedro de Araujo, Francois Couperin, Johann Sebastian Bach, Cesar Franck, Pál ísólfs- son og nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. í þessum verk- um var margbreytileikinn í radd- skipan hljóðfærisins útfærður en leikur Harðar reis þó hæst í Fantasíu og fúgu í g-moll eftir J.S. Bach. Þriðji kórallinn, í a- moll, eftir Franck og Inngangur og passakaglían eftir Pál hljóm- uðu glæsilega. Vígsluverk Þor- kels, sem hann nefnir Snertur, er skýrt í formi, sem var undir- strikað með vel valinni raddskip- an. Með þessum tónleikum hefst nýtt tímabil í íslenskri tónlistar- sögu, ekki aðeins vegna orgelsins heldur og vegna þess að enduró- man kirkjunnar svarar orgelinu með þeim hætti að unun er á að hlýða. Undirritaður sat bæði fremst, rétt undir orgelinu, og inni við altarið og var sama hvort leikið var með fullri raddskipan eða fínlegri raddbrigðum, allt barst þetta svo fagurhljómandi og hreint, að vart verður til nokk- urs jafnað hér á landi. Margir hafa lagt þar til, svo að íslendingar hafa nú eignast glæsilega kirkju og orgel, sem hæfír henni og á engan er hallað þó orgelleikara kirkjunnar sé sérlega þakkað og óskað til ham- ingju. Dugnaður hans, trú á hljómgun kirkjunnar og tónleik- amir sl. sunnudag bergmála mér hrifningarljómann í svip Páls Halldórssonar, er einnig mátti merkja í svip áheyrenda og ekki síst íieik Harðar Áskelssonar. Spumingakeppmn okkar Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Safnað hafa: Guðjón Ingi Ei- ríksson og Jón Sigurjónsson. Kápumynd: Offsetþjónusta hf. — Búi Kristjánsson. Umbrot og filmuvinna: Offsetþjónustan hf. Prentun og bókband: Prent- smiðjan Oddi hf. Útgefandi: Æskan. Þetta er bráðskemmtileg og fræðandi bók og víst er um það að sá sem kann svörin öll við spumingunum 600 er æði fróður, við flesta viðtalshæfur. Höfundar skipta bókinni í 10 kafla, einn er fyrir unga; annar fyrir spekinga; unnendur íþrótta, tónlistar og kvikmynda, svo eitt- hvað sé nefnt. Já, sviðið er breitt. Þeir gleyma heldur ekki því er nemum kemur að gagni í skóla, nei, takmarkið er að fræða og gera fræðsluna að leik. Uppsetningin er snjöll, því tvær og tvær gátur líkar að þyngd fylgj- ast að, og spyrillinn hefír svörin við höndina, tölusett og birt á sömu opnu sem gátan, svo að ekk- ert fari nú á milli mála. í einum þáttanna þjálfa höfundar fólk í að velja milli þriggja svara, háttur sem mér skilst að mjög sé í tízku í skólum nú. Um efni þáttanna get ég verið stuttorður, sumir vekja engan áhuga hjá mér, aðrir gera mig að augum og eyrum. „En svo er margt sinnið sem skinnið“ og bók- in var aldrei ætluð mér einum, og ég geri mér fulla grein fyrir því, að margur gleðst yfír því sem ég veiti litla athygli. En fyrir það ber að þakka, að höfundar gera sér grein fyrir litrófí lífsins. Eigum við að koma í leik? Á hvaða reit er drottningarpeð svarts í upphafi skákar? Hvaða kaupstað- ur á íslandi hefír upphafsstafínn D? Hvað heitir karldýr hvalsins? Hvort hefír hærra bræðslumark, gull eða silfur? Við hvern er mán- uðurinn ágúst kenndur: 1. Ág- ústus keisara Rómaveldis. X. Aug- ust Strindberg, hinn virta sænska rithöfund. 2. Agústínus af Kant- araborg erkibiskup. Hvaða ódauð- lega ljósálf skapaði Hollendingur- inn Gerint Theodor Rotman? Hvers vegna syngja sumir fuglar svona mikið rétt fyrir dauða sinn? Hvað er það besta við holdmikla svarta kú? Hvar getur maður alltaf fund- ið hamingju? Látum leik lokið en af mörgu er að taka. Villa er á síðu 12, a hefír læðst þar í burt. Prentun og frágangur allur mjög góður og kápan er bráð- skemmtileg. Fjörleg, fræðandi bók, sem á eftir að gleðja marga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.