Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
Orðskviðir og spekimál
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Vel mælt. Tilvitnanir til íhugun-
ar og dægradvalar. 262 bls.
Sigurbjörn Einarsson tók saman.
Setberg. Reykjavík, 1992.
»Mér þykir best að tala um ekki
neitt, það er hið eina, sem ég veit
eitthvað um.« Svo mælti Oskar
Wilde. Ætli þetta verði ekki flokkað
undir þversögn? Spekin varð til í
fornöld. Nútíminn er merkilegri en
svo að hann þurfi á speki að halda.
Hins vegar er enginn skortur á
kenningum. Þær rísa og hníga eins
og öldur hafsins. Menn eru hættir
að leita til frumspekinnar; telja það
ekki svara kostnaði. Hins vegar er
alltaf verið að framleiða lausnir —
við allra hæfi!
Biskupinn okkar fyrrverandi,
séra Sigurbjöm Einarsson, hefur
tekið sér fyrir hendur að safna
spakmælum úr ýmsum áttum og
nefnir Vel mælt. Sem að líkum
ISLAND • ICELAND • ISLANDE
LJÓSMYNOADAGATAL ■ PH0T0 CALENDAR
FOTOKALENDER ■ CALENDRIER Á PH0T0S
Manstu
afmælisdagana
- merkisdagana?
ttl
dagato'
fro*',s'
CölsUY'd®-
,ndarda°na-
hcW*1"*
LJÓSMYNDADAGATAL
með 13 Ijósmyndum .
eftir Rafn Hafnfjörð ’
LISTADAGATAL
með 12 meistaraverkum
Kjarvals y^r. fcfcO,-
Skemmtilegar
gjafir til vina og
vandamanna
heima og erlendis
Betri landkynning
er vandfundin!
Fást í bókabúðum og
minjagripaverslunum
LISTADAGATAL • ART CALENDAR
KUNST KALENDER • CALENDRIEB D’ART
n UTBRfl hf
■Ni PRENTSMIÐJA
HðFÐATÚNI 12 — 105 REYKJAVÍK
SfMAR 22930, 22865, FAX 622935
lætur er í riti þessu kristilegur
undirtónn. Mætti raunar furðu
gegna ef biskup leitaði ekki fyrst
til sinna helgu fræða. En þarna eru
fleiri kvaddir á ‘ vettvang, miklu
fleiri, eins og fyrmefnd orð Óskars
Wilde vitna gerst um. í raun er
þetta mest almenn lífsspeki. Mann-
lega þættinum eru í raun gerð víð-
tækari skil en guðsorðinu. Eftir
Storm P. eru t.d. höfð þessi orð sem
eiga svo prýðisvel við íslendinga
um þessar mundir: »Það er hlálegt,
að með þeim tiltölulega fáu orðum,
sem til eru í málinu, skuli vera
hægt að segja svo margt vitlaust.«
Þótt ekki sé allt vitlaust sem sagt
er nú á dögum er sterkur sannleiks-
kjarni í orðum þessum. Hvers
vegna tímarnir afneita klassískri
speki en kalla á allt þetta merking-
arsnauða málæði? Því er ekki svar-
að í Vel mælt sem varla var heldur
við að búast! Var það ef til vill
lýðskrumið og hóphyggjan? Þegar
hvort tveggja þrýtur, rök og skyn-
semi, er grípið til vígorða. Vígorðin
og auglýsingin eru spekimál nútím-
ans. Til dæmis: »Vertu með!« Sem
þýðir: Vertu eins og aðrir, eltu
aðra! Menn mega hvorki gleðjast
né hryggjast svo þeim sé ekki boð-
ið að »vera með«. Ef einhver verð-
ur til að skrá sögu 20. aldar skyldi
hann velja þetta að einkunnarorð-
um: Vertu með — þá er hann í
raun búinn að lýsa öldinni.
Að sönnu vitnar séra Sigurbjörn
þónokkuð í tuttugustu aldar höf-
unda. í kafla, þar sem dregin eru
saman spakmæli um hylli og frama,
velur hann meðal annars þessar
Ný tímarit
■ HA USTHEFTI Mál-
fregna, tímarits Islenskrar
málnefndar, er komið út.
Þetta er síðara hefti 6. ár-
gangs.
Meðal efnis í þessu hefti er
íslensk kynning á norrænum
grunnskólum eftir Baldur Jóns-
son, frásögn af kynningu ís-
lenska stafrófsins og íslenskra
nafnasiða í grunnskólum á
Norðurlöndum. Birt er grein
sem nefnist Orð og íðorð eftir
Magnús Snædal og Öm Bjarna-
son ritar greinina Orðasmíð í
læknisfræði. Auk þess eru í
heftinu stuttar greinar sem
nefnast Um íslenskt heiti á
ECU og Bréf til Ottós A. Mic-
helsens, báðar eftir Baldur
Jónsson, og loks eru að vanda
Ritfregnir, Spurningar og svör
og Sitt af hveiju.
Málfregnir koma út tvisv-
ar á ári. Argjald er 600 krón-
ur. Nýir áskrifendur geta
snúið sér til Islenskrar mál-
stöðvar, Aragötu 9, Reykja-
vík. Ritsljóri Málfregna er
Baldur Jónsson, prófessor.
ljóðlínur eftir Ingimar Erlend Sig-
urðsson:
Upphefð öll að innan kemur.
í orðum þessum er sannarlega
fólgin viska. Ósennilegt er þó að
margur vilji taka hana upp sem
hagnýta lífsreglu. Þvert á móti
reyna flestir að skoða sig í spegli
almenningsálitsins; og meta þá
manngildi sitt eftir því eða með
öðrum orðum — sækja þangað upp-
hefð sína. Spakleg orð Ingimars
Erlends verða þá að skoðast eins
og hver önnur tímaskekkja, fortíð
í samtíðinni.
Hugsun mannsins á 20. öld
greinist á óteljandi vegu og felur
í sér jafnmargar mótsagnir. Marg-
ur kemur ekki auga á neinn tilgang
með lífi sinu. Gömul heilræði
hljóma eins og þversagnir and-
spænis kröfum þeim sem til manns
eru gerðar í daglegu lífi. Viðbrögð
margra eru að flýja sitt eigið sjálf
með því að vera sífellt á fljúgandi
ferð. Og hugsa alls ekki neitt! Fólk
játar gildi fornra dygða en kemur
ekki til hugar að fara eftir þeim.
Margir foreldrar vilja t.d. að börn
sín læri kristin fræði. En hvað
segðu þeir ef ungviðið tæki þetta
allt bókstaflega og heimtaði af for-
eldrunum að þau gæfu fátækum
eigur sínar? Þeirri spurningu þarf
ekki að svara. En afleiðing tví-
skinnungsins verður oft og tíðum
sú að menn tala fagurt en hyggja
flátt. Og fá þá að sannreyna það
sem Victor Hugo orðaði svo og
biskupinn tekur upp í bók sinni:
»Illgjarnir njóta myrkrar ham-
ingju.«
Enda þótt þessi bók séra Sigur-
björns taki mið af kristinni sið-
fræði er hvergi horft framhjá hinu
óstýriláta og frumstæða í mann-
legu eðli. Eða eins og Helgi Hálf-
danarson orðaði svo prýðilega í
kveri sínu: »Breyskleikasyndir
koma þráfallt fyrir hjá guðhrædd-
um mönnum, en ásetningssyndir
hjá óguðlegum.«
Nýjar
bækur
Forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, var fært fyrsta eintak-
ið af Sögu Stykkishólms. Á myndinni eru með forsetanum: Ólaf-
ur H. Sverrisson, bæjarsljóri, Ellert Kristinsson, forseti bæjar-
sljórnar, Rakel Olsen, formaður sögunefndar, Ólafur Ásgeirsson
og Ásgeir Ásgeirsson.
hólmi eftir Þóru Pétursdóttir
Thoroddsen. Verð 5.900.
Áskriftarverð 4.700 krónur.
- Árni.
■ Fyrsta bindi ritverksins
Aikraness er komið út. Höf-
undur verksins er Jón Böð-
varsson fyrrum skólameist-
ari.
Þetta fyrsta bindi ritverksins
fjallar um tímabilið frá land-
námi til ársins 1885. Síðan
munu tvö síðari bindin fjalla
um tímann frá 1885-1942 ann-
ars vegar og og Akraneskaup-
stað frá 1942-1992 hinsvegar.
Fáir gera sér grein fyrir því
hve mikið Akranes kom við
sögu bæði á söguöld og 19.
öld. Á þeim tíma lágu þræðir
valda og áhrifa um Akranes en
minn hefur farið fyrir þeim
þætti í almennri söguritun. Jón
varpar skýru ljósi á þátt Akra-
ness á ýmsum tímum og dregur
upp góða lýsingu á því um-
hverfi sem Skagamenn lifðu og
hræðust í.
Bæjarstjórn Akraness
gerði á árinu samning um
ritun verksins og fyrr á þessu
ári tók Prentverk Akraness
að sér útgáfu ritverksins.
- J.G.
■ FYRSTA bindi Sögu
Stykkishólms eftirÁsgeir
Ásgeirsson og Ólaf Ásgeirs-
son erkomið út. ogheitir
Kauphöfn og verslunarstað-
ur 1596-1845.
Þetta bindi, sem heitir Kaup-
höfn og verslunarstaður 1596-
1845, er það fyrsta af þremur
fyrirhuguðum. Það skiptist í
þijá meginhluta, Skip í Grunna-
sundsnesi og Kauphöfn, sem
Ólafur er höfundur að, og
Verslunarstaður, sem Ásgeir
er höfundur að. Aftast eru svo
skýringar og skrár, m.a. um
myndir og heimildir og nafna-
skrá.
Það er Stykkishólmsbær,
sem gefur bókina út, og hef-
ur sérstök sögunefnd starfað
á vegum bæjarins að útgáf-
unni en hana skipa þau Rak-
el Olsen, formaður, Einar
Karlsson og Eyþór Bene-
diktsson. Þetta fyrsta bindi
er 429 blaðsíður. Kápumynd
er Skip á legunni í Stykkis-
Sinfóníuhljómsveit íslands
Jólatónleikar í Langholtskirkju
Jólatónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands verða haldnir í
Langholtskirkju fimmtudaginn
17. desember kl. 20. Sljórnandi
tónleikanna verður Hákon Leifs-
son, sem í fyrsta skipti stjórnar
opinberum tónleikum hjá SÍ. Ein-
söngvari verður Tómas Tómas-
son bassasöngvari, sem einnig
„debuterar" með hljómsveitinni
á þessum tónleikum. Skólakór
Kársness mun einnig taka þátt í
tónleikunum.
Á efnisskrá verða: Brandenborg-
arkonsert nr. 3 og Aría úr Jólaóra-
toríunni eftir Johann Sebastian
Bach; Sigfried Idyll eftir Richard
Wagner; þættir úr Hnotubijótnum
eftir P. Tsjajkovskíj; jólasálmar og
jólalög eftir ýmsa höfunda. í frétta-
tilkynningu segir, að verkin sem
flutt verða, séu á einn eða annan
hátt tengd jólum, þannig að bæði
böm og fullorðnir megi hafa
ánægju af.
Hákon Leifsson hóf ungur tón-
listarnám. Hann lagði stund á hom-
leik bæði hér heima og við Konung-
lega Tónlistarskólann í Kaup-
mannahöfn. Tónsmíðar nam hann
Gallerí Sævars Karls
Myndverk Hörpu Bjömsdóttur
Sýning á verkum myndlistar-
konunnar Hörpu Björnsdóttur
eru til sýnis í Galleríi Sævars
Karls, Bankastræti 9, til 31. des-
ember 1992.
Harpa er fædd 13. júlí 1955. Hún
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1976-’81. Hún
hefur dvalið við störf í Kjarvalsstofu
í París, í Róm og Sveaborg. Harpa
fékk starfslaun 1992. Harpa hefur
tekið þátt i fjölda samsýninga. Hún
hefur haldið einkasýningar í Gallery
Gerly, Kaupmannahöfn, í Gallerí
Borg, á Kjarvalsstöðum, í Gallerí 15
og Gallerí Allrahanda, Akureyri.
í fréttatilkynningu segir að mynd-
verk á sýningunni séu einum þræði
trúarleg, öðrum þræði ekki, en þar
sé sjón sögu ríkari.
Harpa Björnsdóttir við eitt myndverk sitt.
hjá Atla Heimi Sveinssyni, í Vínar-
borg og um tveggja ára skeið stund-
aði hann nám í djasstónsmíðum í
Bandaríkjunum. Árið 1989 lauk
Hákon meistaragráðu í hljómsveit-
arstjórn við New England Conserv-
atory { Boston í Bandaríkjunum.
Einnig hefur hann sótt einkatíma í
því fagi hjá Jorma Panula og
Gunther Schuller. Hákon hefur
stjórnað tónlistarhópum af ýmsu
tagi, meðal annars Islensku hljóm-
sveitinni, Nýja músíkhópnum,
kammersveitum á Listahátíð ’88 og
’92, einnig stjómaði hann upp-
færslu á „Systur Angelicu“ hjá
Óperusmiðjunni.
Tómas Tómasson hóf söngferil
sinn í Kór Menntaskólans í Hamra-
hlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfs-
dóttur. Síðastliðin fjögur ár hefur
Tómas stundað nám í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík undir handleiðslu
Elísabetar Erlingsdóttur. Hann hef-
ur starfað með kór íslensku óper-
unnar frá 1990. Tómas söng hlut-
verk Sparafuciles í Rígólettó, Sar-
asto í Töfraflautunni og nú síðast
Lodovicos í Ótelló í uppfærslum
Islensku óperunnar.
Skólakór Kársness var stofnaður
fyrir 15 árum. Hann hefur sungið
víða og gert garðinn frægan undir
stjórn kórstjórans, Þórunnar
Björnsdóttur. Síðast nú í byijun
nóvember söng hann við opnun
Norrænu listahátíðarinnar í Lond-
on. Að þessu sinni taka um 50 börn
á aldrinum 11-16 ára þátt í tónleik-
unum.
Kynnir í Hnotubijótnum eftir
Tsjajkovskíj verður hljómsveitar-
stjórinn, Hákon Leifsson.