Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 22
/ 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Nýtt ævintýri Békmenntir Eðvarð Ingólfsson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Glerfjallið. Myndir: Rebekka Rán Samper. Almenna bókafélagið 1992. Ævintýrabókin Gleríjallið segir frá leyndardómi sem tengist gam- alli spiladós. Ein af söguhetjunum hverfur svo að segja sporlaust um nótt og spiladósin líka. Við fáum að kynnast kynlegum blákonum, morgundraugum og ógnvekjandi illfyglum — að ógleymdri Gúndínu, líflegri frænku og bamfóstru aðal- söguhetjanna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur áður skrifað ævintýri handa bömum. Þessi nýja saga stendur hinum ekki að baki því að hún er bæði spennandi og skemmtileg. Höfundur vinnur mjög vel úr efni- við sínum og teygir hvergi lopann. Allar fléttur era haganlega gerðar og stíllinn er léttur og lipur. Söguhetjumar leggja upp í langt ferðalag og lengi vel vita hvorki þær né lesendur hvað bíður þeirra á áfangastað. Glerkúlan góða, sem sögumaðurinn Hall- grímur heldur á, vísar veginn. Sagan er sveipuð dularhjúp og stöku sinnum fléttast inn í textann einstök erindi úr kvæði sem les- andinn skilur ekki til fulls fyrr en líður nær sögulokum. Ævintýrið reynir því nokkuð á athyglisgáf- una. í sögunni takast á góð og 01 öfl — og aðalpersónurnar komast oft í hann krappan. Eins og í öðr- um ævintýrum er hjálpin oft næst þegar neyðin er stærst og vanda- málin leysast stundum án mikillar áreynslu. í ævintýram sem þessum verður hið ómögulega mögulegt en það er það sem ævintýrin hafa fram yfír raunsæissogur. Allur frágangur bókarinnar er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson með ágætum. Teikningar Rebekku Ránar Sampers hafa yfirleitt heppnast vel. Myndirnar á bls. 42 og 82 era fulldökkar og þar af leiðandi óskýrar. Rúnar Júlíusson/ Rúnar og Otis; Með rokk í hjartanu Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Rúnar Júlíusson er rokkari af guðs náð. Hann komst í gamla formið með GCD í fyrra og er enn á fullu í sviðuðum pælingum á nýjum diski, þar sem hann fer hamföram ásamt Larry Otis, Bandaríkjamanni, sem hann kynntist uppi á Velli á sjöunda áratugnum. Og tónlistin á þess- um nýja diski Rúnars og Otis ber vissulega keim af þeim dýrðardögum í sögu rokksins. Sumum kann að þykja þetta gamalt efni og þvælt, en þeir era heldur ekki með rokkið í hjartanu eins og Rúnar. Á þessum diski era fímmtán lög og þó að þau séu flest afar keimlík era blæbrigðin þó úr ýmsum áttum. Fyrsta lagið Krónur er til dæmis beint fram- hald af GCD-rokkinu, sem aftur var blanda af Stones og Creed- ence Clearwater Revival. Undir- spilið í laginu Hvítur hestur minnir hins vegar á Bítlana i „Don’t Let Me Down“ og síðan örlar á gamla Trúbrot í lögunum Skógarhljóð og spilaða laginu Miðflótti. 1 laginu Ég er að leita má greina skyldleika við „Brown Sugar“ Rolling Stones og strax á eftir, í laginu Nú er ég fijáls er vaðið út í blúskennda frasa ekki ósvipuðum þeim sem Beach Boys vora að vinna með í laginu „Student Demonstration Time“ á plötunni „Surfs Up“ sælla minningar. Þannig vinna þeir Rúnar og Otis úr reynslu sinni frá fyrri tíð og tekst vel upp í þeim sanna rokkanda sem til var stofnað. Það er full ástæða til að taka ofan fyrir mönnum á borð við Rúna Júl. Hann er trúr upprana sínum og er lifandi dæmi um að rokkið á sér engin aldursmörk. Maður þurfti ekki annað en að fylgjast með honum steðja um sviðið á Hótel íslandi í Hljóma- sýningunni nú í haust, og á eftir sýningunni í Ásbyrgi jneð stór- góðri hljómsveit sinni, til að sannfærast um að gamli stuð- boltinn var enn á sínum stað og hafði engu gleymt. Eða svo ég vitni bara í textann á næst síð- asta laginu af disknum, Rokkað fyrir frelsi: „Lengi lifi rokkið og Ijúkum verkinu". / Langholtskirkju fimmtudaginn 17. desember, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Hákon Leifsson Einsöngvari: Tómas Tómasson Kór: Kór Kársnesskóla Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Wagner, Tsjajkovskíj og íslenskir jólasálmar Miðasala fer fram á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskóiabíói, daglega kl. 9 -17. I Sími 622255. í jólaskapi Heppnir strákar Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Karl Helgason: Við erum heppnir, við Víðir! Kápumynd og teikningar: Búi Kristjánsson. Æskan, 1992. Karl Helgason fékk íslensku barnabókaverðlaunin 1990 og sendir nú frá sér sína þriðju bók. Sagan um heppnina er gefín út í tilefni 95 ára afmælis Bamablaðs- ins Æskunnar í tengslum við verk- efnið Heil á húfi. Því má segja að hún sé nokkurs konar „tilgangs- bókmenntir“. Rauði þráðurinn er bjartsýni og gleði, en jafnframt er tæpt á því hve nauðsynlegt er að gæta sín á hættum þeim sem alls staðar liggja í leyni. Sögumaður er Birkir, níu ára. Hann er mjög ánægður með fjöl- skyldu sína, bróðurinn Víði, systur sína Sóleyju og foreldrana Hlyn og Fjólu. Afí og amma era til stað- ar svo og vinkonan sem fær nafn- ið Ösp til að falla inn í blómanafna- fjölskylduna. Einnig koma til sög- unnar ótal önnur nöfn af hinum og þessum bömum sem hafa lítil séreinkenni og koma lítið við sögu. Hver kafli geymir frásögu af ýmiss konar atburðum og uppátækjum sem sum hver era áhættusöm. Þeir fara út í vitlaust veður, fara í kapp á reiðhjóli og lenda í þoku í sveitinni en allt gengur vel. Þessi sífellda endurtekning á því hve drengurinn telur sig og Víði bróð- ur sinn heppna verður leiðigjöm þótt síðar komi í ljós að tilgangur- inn með þessu er að undirstrika að menn eigi að líta á björtu hlið- amar á málunum jafnvel þótt al- varlegt slys verði. Sagan er nokkuð lengi að kom- ast í gang og batnar eftir því sem á líður. Komið er inn á marga þætti sem hægt er að gera að umtalsefni, til dæmis í skólum. Þar má nefna að strákarnir kynn- ast telpu sem á við félagslega erf- iðleika að stríða og kallar þá karl- rembusvín og þeir kynnast gam- Karl Helgason alli konu sem fer ótroðnar brautir í daglegu hátterni að ekki sé meira sagt. Þeir kynnast dreng sem er „öðruvísi", og er strítt af því hann er af asískum upprana og fjallað er um trú eldri kynslóðarinnar á huldufólk — viðhorf sem eru fram- andi borgarbörnum nútímans. Karl skrifar góðan texta. Mikið er af samtölum sem hann kryddar með því að leggja fólki í munn alls kyns orðatiltæki og gömul orð sem ekki era á hvers manns vör- um. Má þar til dæmis nefna „að lú arfa“ sem ein sögupersónan notar um að reyta arfa. Hver per- sóna hefur sitt málfar og hæfír kynslóðunum. Sagan er samt mjög föst í tíma og miklar tilvísanir í atburði líðandi stundar. Ragnar Reykás, nýjasta fegurðardrottn- ingin og leikarar á borð við Örn Árnason koma við sögu í sam- tölum drengjanna. Sagan kemur því til með að úreldast fljótt en sem gjafabók frá Barnablaðinu Æskunni til allra íslenskra barna sem fædd eru 1983 ætti hún að hitta vel í mark og mættu fleiri forlög minnast afmæla sinna með slíkum gjöfum. Bandalag íslenskra listamanna ályktar AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenskra listamanna var haldinn í Skíðaskólanum í Hveradölum 21. nóvember síðastliðinn. Á fundinum voru gerðar fjórar ályktanir: Skorað var einróma á ríkisstjórn íslands og borgarstjórn í Reykja- vík að he§ast nú þegar handa um byggingu tónlistarhúss í Reykja- vík og lagt til að það verði for- gangsverkefni á sviði menningar- mála landsins. Fram kom að tón- listarmenn hafí ekki verið á eitt sáttir um staðsetningu og fyrir- komulag tónlistarhúss en hafi nú sameinast um að því verði valinn staður við Reykjavíkurhöfn. Næsta mál á dagskrá var Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva. í álykt- un segir: Hlutfall erlends sjón- varpsefnis hefur hækkað á síðari áram og er víst að sú þróun muni halda áfram með auknu Evrópu- samstarfí. Bandalag íslenskra listamanna telur að sterkasta vopn íslendinga í þessari stöðu sé efling innlendrar sjónvapsdagskrárgerð- ar. Bandalag íslenskra listamanna mælir eindregið með því að Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva verði treystur í sessi, ellegar að sam- bærilegar ráðstafanir verði gerðar til eflingar innlendri sjónvarpsdag- skrárgerð í höndum óháðra fram- leiðenda. Aðalfundurinn ályktaði einnig um sérstakt ráðuneyti menningar- mála. Fagnað var hugmyndum menntamálaráðherra um endur- skipulagningu ráðuneytisins í þá vera að skipta því í tvennt, þar sem annars vegar verði mennta- málin og hins vegar menningar- málin. Fundurinn skoraði á þá sem fara með æðstu völd menntamála í landinu að hrinda þessum hug- myndum í framkvæmd sem fyrst. Að lokum var ályktað um skatt á útgáfu- og menningarstarfsemi. Fundurinn beindi þeim tilmælum til ríkisstjómarinnar að falla þegar í stað frá öllum áformum um að skattleggja útgáfu- og menningar- starfsemi. í ályktuninni segir: Tímabundnir erfíðleikar í efna- hagslífi þjóðarinnar verða ekki leystir með nýjum álögum á menn- ingarlíf landsmanna, sem að stærstum hluta er borið upp af fólki sem starfar án tillits til þeirra reglna um fjárhagslega umbun sem gilda á flestum öðram sviðum þjóðlífsins. Ennfremur segir: Það er frumskylda íslenskra stjórn- málamanna að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði íslenskrar þjóðar og á herðum allra lands- manna hvílir sú skylda að skila menningarafleifð þjóðarinnar í hendur næstu kynslóð. Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna skorar því á ríkisstjórn og Alþingi íslendinga að láta ekki undir höfuð leggjast að gera þær ráðstafanir sem frekast er unnt til að efla styrk íslenskrar menningar í stað þess að veikja stöðu hennar. Forseti Bandalags íslenskra listamanna er Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.