Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 27 Hugleiðingar um ökukennslu eftir Guðmund G. Pétursson Það gleður mig svo sannarlega að nú skuii vera kominn skriður á að mennta ökukennara. Allt frá árinu 1956, er ég var í Svíþjóð að kynna mér ökuskóla og menntun ökukennara, hef ég barist fyrir aukinni menntun ökukennara og aukinni ökukennslu sem skyldunám í sérstökum ökuskólum eða í fram- haldsskólum landsins. Umferðarfræðsla í framhalds- skólum sem undirbúningur fyrir bílpróf gerir nemendum námið létt- ara og styttir ökukennsluna. 1. október síðastliðinn gerðu Umferðarráð og Kennaraháskóli íslands með sér samstarfssamning um að Kennaraháskólinn tæki að sér kennslu fyrir verðandi ökukenn- ara, auk endurmenntunar fyrir starfandi ökukennara. Vonir standa til að fyrsta ökukennaranámið fyrir nýnema geti hafist haustið 1993. Eg tel að sú skipan sem nú er fram- kvæmd í prófum til venjulegs prófs sé af hinu góða, sem og sú áherslu- breyting sem orðið hefur á prófun- um. Nú er fyrst og fremst hugað að kunnáttu nemenda í umferðar- og öryggismálum, sem er undirstaða ökukennslunnar ásamt góðri og réttri meðferð bifreiðarinnar. Eftir að grein birtist í Morgun- blaðinu 31. október síðastliðinn um æfingaakstur undir eftirliti for- eldra, halda margir að nú þurfi enga ökukennara. Það er trú mín að foreldrakennslan verði viðbót við þá ökukennslu sem er í dag. Eg Flugleiðir úr Lækjargötu á Laugaveg Söluskrifstofa Flugleiða flyt- ur í dag frá Lækjargötu 2 að Laugavegi 7, þar sem Lands- bankinn hefur haft aðsetur. Þar með lýkur nær hálfrar aldar veru Flugleiða og forvera fé- lagsins í Lækjargötunni. Flugfélag íslands opnaði sölu- skrifstofu í Lækjargötu 4 árið 1944. Árið 1962 var skrifstofan flutt í húsið númer 2 og hefur verið þar síðan. Nýja húsnæðið að Laugavegi 7 er rúmlega 300 fer- metrar og verður söluskrifstofan á jarðhæð húss'ins. í kjallara verður aðstaða fyrir starfsfólk og vara- búnaði fyrir tölvukerfi Flugleiða verður komið fyrir þar sem áður voru öryggishólf Landsbankans. í frétt frá Flugleiðum kemur fram, að söluskrifstofan við Lækj- argötu var lengi eina söluskrifstofa félagsins og hefur frá upphafi ver- ið söluhæsta skrifstofan. -------♦ ♦ «------ Affi og amma Allt fyrlrminnsta barnið. Sérfræðiþjónusta og góður magnafsláttur. v Verslið þar sem úrvaliö er mest. ÁHu von á barni? Sórfræðiþjónusta. Pabbi og mamma Allt fyrir nýtædda barnið ÞUMALÍNA, Leifsgötu 32, s. 12136. hef ekkert á móti því að foreldrar megi kenna börnum sínum á bifreið- ina á fáförnum götum eða þar sem engin umferð er. Þeir gætu kennt börnum sínum hvað bifreið sé og hvernig skuli meðhöndla hana, svo fyllsta öryggis sé gætt. Einnig að benda á nokkrar af þeim hættum sem stafa af því að nota bifreiðina ekki rétt. Það verður hins vegar aldrei hægt að útiloka að ökukenn- ari hafi umsjón með og kenni nem- endum fýrir bílprófíð. Hitt er annað mál að hafí verið nauðsynlegt að kenna 17 ára unglingum 24 tíma á bifreiðina árið 1955 þá sé ekki ann- að en í dag þurfí ökukennslan að miðast við lágmarkstíma, sem væri í það minnsta 15 til 17 tímar. Þessu til viðbótar kæmi foreldrakennslan. Með þessu sköpum við öruggari ökumenn sem eiga að hafa gott vald á bifreiðinni, svo framarlega að farið sé eftir öllum leikreglum. Góð menntun ökukennara ætti að bæta ökukennsluna og æfinga- akstur nemenda sem lokið hafa bíl- prófi frá prófdeildinni. Nemendurn- ir væru undir eftirliti hjá foreldrum sínum í eitt ár og þá á merktri bif- reið sem gæfi til kynna að viðvan- ingur væri undir stýri. Slíkt gæti bætt umferðina og öryggi hennar mjög mikið. Síðan er spurning hvernig er best að koma þessu í framkvæmd. Þar tel ég Slysavamaráð íslands ásamt Ökukennarafélagi íslands „Hér að framan hef ég reifað hugleiðingar mínar og spurningar. Ég tel rétt að við ígrundum gaumgæfi- lega málefni öku- kennslunnar í landinu þar sem við stöndum á krossgötum.“ eigi að boða til umræðufundar með pallborðsumræðu þar sem t.d. væri rétt að ræða eftirfarandi: 1. Hvernig á foreldrakennslan að fara fram? 2. Eiga foreldrar að kenna börnum sínum fyrst og síðan ökukennarinn eða öfugt? 3. Ef foreldrar ætla að kenna börn- um sínum, þurfa þeir þá að fara á námskeið hjá prófdeildinni? 4. Eiga foreldrar að æfa börnin sín í eitt ár eftir að það hefur tekið próf eða á einungis að hafa eftirlit með börnunum. 5. Á að merkja bifreiðina sérstak- lega þegar barnið ekur, ef svo er þá hvernig? Hversu lengi? 6. Þurfa foreldrar að setja sérstök kennslutæki í bifreiðina líkt og öku- kennarar þurfa að gera? Hér að framan héf ég reifað hugleiðingar mínar og spurningar. Ég tel rétt að við ígrundum gaum- gæfilega málefni ökukennslunnar í landinu þar sem við stöndum á krossgötum. Við verðum að velja það ljós sem færir okkur fræðslu og öryggi í umferðinni og umfram allt að ökuskírteini veiti okkur gæfu og hamingju. Höfundur er ökukennari. Hiigmy ndabanki ii JOLAGJAFA! ■ ÆSK UL YÐSFELA G Garða- kirkju heldur árlegan jólafund sinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag, þriðjudag, kl. 20.30. Boðið verður upp á veitingar á fund- inum. Allir unglingar í Garðabæ eru velkomnir, en félagið starfar meðal unglinga í þremur efstu bekkjum grunnskóla. Kjörorð félagsins er: Fyrir Guð. Fyrir náungann. Fyrir ættjörðina. UTVARPSVEKJARI RM 5009 Gunnar Asgeirsson hf. Borgartún 24 • 105 Reykjavík Slmi: 91-626080 • Fax: (91) 629980 Umboðsmenn u m lan d allt ! HEIMILISTÆKI HF. / Reykjavík • HEIMSKRINGLA / Kringlunni • RAFBÚÐ SAMBANDSINS / Reykjavík • PÓLLINN / ísaflrði • RAFBÚÐ JÓNASAR Þ. / Patreksfirði • RADlÓKJALLARINN/A'í/7avft • VALBERG /Ólafsfirði • KÞ SMIÐJAN /Húsavik • BRIMNES / Ve.vmannaeyjum • SKAGARADlÓ/Akrariesi • RAFSJÁ/Sauðárkróki • KAUPFÉLAG ÁRNESINGA/.Sí//oíh • RADlÓNAUST/Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.