Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 32

Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Þróunargjald lækk- ar laun fiskimanna Vélstjórar mótmæla FUNDUR sljórnar Vélstjórafé- lags Islands mótmælir harðlega hugmyndum ríkisstjórnar um stofnun þróunarsjóðs til úreld- ingar á fiskiskipum og vinnslu- stöðvum. Sjóðinn eigi að fjár- magna með sérstöku veiðileyfa- gjaldi og það muni án tillits til hvernig það sé innheimt hafa áhrif til lækkunar á kjör fiski- , manna. Síðan segir: „Fiskimenn hafa engu ráðið um fjárfestingar í sjáv- arútvegi hvorki í veiðiskipum né fiskvinnslum í landi og munu því - bregðast með öllum tiltækum ráð- um gegn aðgerðum sem leiða til lækkunar á kjörum þeirra.“ Þá er mótmælt harðlega fram- - komnum hugmyndum Landssam- bands íslenskra útvegsmanna um að fyrirhugað þróunargjald verði i dregið af aflaverðmæti áður en til hlutaskipta kemur. Því er engu að síður fagnað að hugmyndir LIÚ skuli koma fram nú áður en málið er endanlega afgreitt á Alþingi sem muni leiða til þess að öll tví- mæli verði tekin af um vilja lög- gjafans hvað þetta varðar. Einnig er þess krafíst að félags- menn fái sömu launabreytingar og Hæstiréttur hafí dæmt BHMR. . JÓld’ þrennan Skemmtileg í SKÓINN kjörin með JÓLAKORTINU og gerir JÓLAPAKKANN ennþó meira spennandi. Stærsta orgel á íslandi vígt í Hallgrímskirkju á sunnudag Orgelverk hafa borist fra Japan STÆRSTA orgel á íslandi var vígt á sunnudag í Hallgríms- kirkju og þangað geta menn farið klukkan tólf á hádegi eða sex síðdegis alla vikuna til að heyra í því. Annað kvöld klukk- an hálf níu verða vígslutónleikar frá síðari hluta sunnudagsins endurteknir. Orgelið var smíðað í Þýskalandi og segja þeir sem til þekkja að það sameini hið besta i þýskum hljómi og frönskum. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta hljómburð í Hallgrímskirkju þannig að 5.200 pípur, úr nálarstærð í tíu metra tröll, fái notið sín þegar leikið er á hljóðfærið. Sögur af því hafa borist víða, tónlistarmenn sýna því áhuga og bor- ist hafa orgelverk fyrir það alla leið frá Japan. Orgelið í Hallgrímskirkju var vígt við hátíðamessu á sunnu- dagsmorgun af séra Jónasi Gísla- syni vígslubiskupi. Bamakór og Mótettukór kirkjunnar söng og flutt var verk eftir Þorkel Sigur- bjömsson, þar sem gamla orgelið í kirkjunni kallaðist á við hið nýja, sem smám saman tók yfir. I lok messunnar var tekið við framlög- um til Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. Vígslutónleikar voru haldnir síðdegis og organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, endurtekur þá á morgun, miðvikudag. Smíði orgelsins í Bonn tók um tvö ár að sögn séra Karls Sigur- bjömssonar og í Hallgrímskirkju kom það í júlí. Þýskur sérfræðing- ur tók til við stillingu þess fyrir þremur mánuðum og nú hljómar tónlist sem leikin er á það tvisvar á dag. Þannig verða stuttir hádeg- is- og síðdegistónleikar í þessari viku, auk annarra athafna þar sem leikið er á orgelið. Séra Karl segir að það verði mikið notað við guðsþjónustur og haldnir verði tónleikar reglulega, síðasta sunnudag hvers mánaðar. Söfnun í orgelsjóð hófst 1948 og síðasta átakið fyrir tveimur ámm. Þá var farið að selja pípur í orgelinu og segir séra Karl tals- vert um að fólk kaupi pípur til tækifærisgjafa eða tileinki ein- hveijum. Enn eru þó margar óseldar enda yfir fímm þúsund í hljóðfærinu. Það gnæfír fímmtán metra hátt yfir kirkjudyrunum, en arkitektar húsameistara ríkis- ins höfðu samráð við þýsku Klais- verksmiðjuna um fyrirkomulagið. Séra Karl segir greinilegt að spurst hafí víða um kjörgripinn í Hallgrímskirkju, organistar, tón- smiðir og hljómplötufyrirtæki hafí lýst áhuga á að nýta orgelið. Stórt breskt útgáfufyrirtæki kirkjutón- listar, Priory Records, vilji til dæmis taka upp orgelspil í Hall- grímskirkju, geysigóð þátttaka hafi verið í samkeppni um orgel- verk sem úrslit fáist í kringum áramót og jafnvel hafí borist tón- verk alla leið frá Japan. Nýja orgelið í Hallgrímskirkju er 15 metra hátt með 5.200 pípum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hörður Áskelsson, organisti í Hall- grímskirkju, við nýja orgelið ásamt smiðnum, Hans Gerb Klais, og frú Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Is- lands. Frá' vigslutónleik- unum á sunnudag- inn. Nú er það loksins komið! Launakerfi fyrir Windows Launakerfið "Peningapokinn" Kerfið er íslensk hönnun, íyrir íslensk íyrirtæki af öllum stærðum. Verk- og kerfisffæðistofan SPOR, Síðumúla 1, 108 Reykjavík. Sími 91 - 68 62 50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.