Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 34
MORGUNBl-AÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESKMBKR 1992 „Míkíll dagxir fyrir Dani“ Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. STÓR orð voru hvergi spöruð, þegar Poul Schlíiter forsætisráð- herra Dana kynnti dönskum blaðamönnum í Edinborg niðurstöður leiðtogafundar EB um miðnættið á Iaugardag. „Mikill dagur fyrir Dani“, sagði ráðherrann um leið og hann tilkynnti að leiðtogar hinna ellefu aðildarlandanna að Maastricht-samkomulaginu hefðu fallist á fyrirvara Dana á fullnægjandi hátt. Á sunnudaginn sam- þykktu svo sjö af þeim átta flokkum, sem eiga fulltrúa á Þjóðþing- inu, að niðurstöður fundarins uppfylltu skilyrði Dana. Á sunnudeginum samþykktu miðstjórnir Jafnaðarmannaflokks- ins og Róttæka vinstriflokksins niðurstöður leiðtogafundarins ein- róma. Þessir tveir flokkar, ásamt Sósíalíska þjóðarflokknum, stóðu að því sem kallað var þjóðarsátt Dana, en hana lagði ríkisstjórnin á borð leiðtogafundarins. Svars þriðja flokksins, Sósíalíska þjóðar- flokksins var beðið með eftirvænt- ingu, því þó öruggt þætti að for- maður hans, Holger K. Nielsen, og varaformaður, Steen Gade, 'væru niðurstöðunum samþykkir, var álitið að hugsanlega væri urg- ur í flokksstjóminni, bæði vegna vafa um að niðurstöðumar væru lagalega bindandi, en eins vegna löngunar til að ná til þeirra kjós- enda, sem ekki gera sig ánægða með hana. Svo reyndist ekki. Rúm- lega þijátíu greiddu atkvæði með, en fjórir á móti. Á eftir minnti Holger K. Nielsen á að andstæð- ingar sínir hefðu hlegið að sér fyrir að segja að Danir gætu hafn- að samkomulaginu og síðan samið um sérkröfur, en þau orð hefðu nú gengið eftir. Nú er Framfaraflokkurinn eini flokkurinn, sem mælir með þvi að Danir hafni^ niðurstöðu leiðtoga- fundarins. í sjónvarpsumræðum sagði Pia Kjærsgaard formaður flokksins ekkert annað duga til að standa vörð um danska vel- ferðarþjóðfélagið og hindra hinar Evrópuþjóðirnar í að stofna sam- bandsríki Evrópu. Eftir að Sósíal- íski þjóðarflokkurinn samþykkti niðurstöðurnar í gær er flokkurinn ekki lengur sammála málflutningi 2. júní-hreyfingarinnar, sem stofn- uð var sem andóf gegn Maastricht- samkomulaginu. Forráðamenn hreyfingarinnar hafa gefið í skyn að þeir muni nú stofna stjórnmála- flokk til að fylgja stefnu sinni eft- ir. Niðurstöðumar nú komi aðeins Dönum til góða, en hreyfingin vill stöðva hin löndin í að tengja bönd- in milli landanna enn fastar. Þó formenn flokkanna þriggja, sem stóðu að málamiðluninni, hafi allir undirstrikað að afstaða þeirra nú mótist eingöngu af EB-stefnu flokkanna, gátu þeir þó ekki mót- mælt því að niðurstaðan v_æri þeim hvatning til samstarfs. í leiðara dagblaðsins Politiken í gær var sagt að nú þegar Sósíalíski þjóðar- flokkurinn væri ekki lengur aðeins til í að mótmæla heldur einnig til- . búinn til aðgerða opnaði það möguleika fyrir uppstokkun í dönskum stjórnmálum. Poul Nyr- up Rasmussen formaður Jafnaðar- mannaflokksins lét þess getið að Holger K. Nielsen hefði staðið glæsilega að málum innan flokks hans. Schliiter hefur nefnt að hægt verði að greiða atkvæði um niður- stöðumar í apríl eða maí. Ákvörð- unin um hvenær þjóðaratkvæða- greiðslan fer fram verður tekin í næstu viku. Jafnframt hefur hann nefnt að Dönum gefist ekki kostur á að kjósa oftar og að höfnun þýði viðskilnað við EB. Lifði af barsmíðar Sómölsk kona grípur búrhníf sér til varnar í mið- borg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærmorgun en má ekki við margnum. Æstur lýður taldi þarna vera portkonu á ferðinni sem legið hefði um nótt- ina með liðsmönnum frönsku útlendingadeildarinn- ar. Hrópaði múgurinn „hóra, hóra“, tætti utan af henni fötin, barði hana og sparkaði í hana. Lög- reglumenn komu henni til bjargar, sökuðu hana um að hafa selt blíðu sína og stungu henni inn. í fyrstu var talið að konan hefði verið tekin af lífi en fulltrúi kvenréttindasamtaka sem heimsótti hana á lögreglustöð sagði það rangt. Leiðtogi frönsku útlendingaherdeildanna í Mogadishu neit- aði því að konan hefði gist hjá mönnum sínum. Hún hefði leitað skjóls í stöðvum þeirra í gærmorg- un, verið sett upp í heijeppa og henni ekið nokkur hundruð metra en síðan hefði hún verið elt uppi af þeim sem töldu sig eiga óuppgerða sök við hana. Um er að ræða fyrsta alvarlega atvikið er bendir til óvildar í garð fjölþjóðahersins sem kom- inn er til Sómalíu til að tryggja að neyðarhjálp berist sveltandi íbúum. „Við drepum alla útlend- inga sem snerta konurnar okkar,“ æptu innfæddir að blaðamönnum en aðförin að konunni átti sér stað fyrir utan hótel þeirra í Mogadishu í gær. Almenn ánægja innan EB með niðurstöður Edinborgarfundarins Leiðtogafundurmn tal- inn styrkja stöðu Majors Edinborg. Reuter, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Evrópubandalags- ins (EB) náðu málamiðlun varð- andi flest þau atriði sem deilt hafði verið um fyrir fund þeirra í Edinborg um helgina og eru nið- urstöðurnar túlkaðar sem mikili sigur fyrir John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, sem var í for- sæti á fundinum. Major sagði að loknum fundinum að hart hefði HELSTU AKVARÐANIR EDINBORGARFUNDARINS Leiðtogar Evrópubandalagsins enduðu tveggja daga fund sinn í Edinborg meö tímamótasamkomulagi og björguöu Maastricht- samkomulaginu. lTOtvIiU<» ÚTVfKKUN. Danir fá undanþágu frá mark- miðum Maastricht- samkomu- lagsins um pólitískan og efna- hagslegan samruna. f fjárhagssamkomulagi til sjö ára eru tekjur EB frystar á núverandi stigi, 1,2% af þjóöarframleiðslu næstu tvö árin. Þær verða síðan stighækkaðar í 1,27% árið 1999. Þá verður stofnaður sjóður fyrir fjögur fátækustu EB-ríkin. VALDDREIFING Nýjar reglur eiga að taka gíldi : þess efnis að EB láti einungis mál til sín taka ef aðildarríkin geta ekki náð markmiðunum ein og sér. Lagt er til að fella niður ýmsar gildandi reglur. STAÐSETNING STOFNANA Staðsetning núverandi stofnana staðfest. Þau ríki sem ekki hýsa stofnun nú þegar hafi forgang þegar fleiri bætast við. Aðildarviðræður viö Austurríkis- menn, Svía og Finna hefjast 1. janúar. Viðræður við Norð- menn hefjast síðar á árinu. mmm Reynt verður að örva hagvöxt með því að styrkja ýmsa upp- byggingu. Til þess veröur varið sem samsvarar 37 milljöröum dollara í gegnum Evrópska fjárfestingarbankann og nýjan evrópskan fjárfestingasjóö. hbhhíhhhbh Sumum ráðherrafundum sjón- varpað og upplýsingar um atkvæöagreiðslu gerðar opinberar. EB-lög verða einfaldari og skýrari. Þýskaland fær 18 þingmenn til viðbótar vegna sameiningar- innar. Flest önnur ríki fá einhverja þingmenn til viðbótar. Mælt með auknum þrýstingi á Serbíu og bosníska Serba, kérfisbundnar nauðganir á * múslimskum konum í Bosníu fordæmdar, Makedóníu boðin efnahagsaðstoð, en ekki viður- kenning vegna andstööu Grikkja við nafn lýöveldisins. 1—«8— ______ Leiðtogarnir lýsa yfir einörðum ■ stuðningi viö umbótaáætlun a ® Boris Jeltsins Rússlandsforseta. í= verið tekist á. Loks hefði hins vegar tekist að finna leið sem gerði Dönum kleift að samþykkja Maastricht-samkomulagið, koma fjármálum bandalagsins í heil- brigt og viðráðanlegt form út öld- ina og opna fyrir fjölgun aðildar- rikja. Jafnvel stjórnarandstöðuþing- menn hrósuðu Major fyrir að halda þannig á málum að fundur, sem hefði mjög auðveldlega getað endað með ósköpum, endaði með samkomulagi um öll helstu deilumál. Margir voru líka þeirrar skoðunar að niðurstöður Edinborgarfundarins myndu stuðla að því að efasemdir margra Breta um sambandsríki Evrópu fengju framvegis betri undirtektir. Breskir stjómmálaskýrendur spáðu því samt sem áður að andstaðan innan Ihálds- flokksins við Maastricht-samkomu- lagið myndi halda áfram á fyrri hluta næsta árs, en þá er stefnt að því að staðfesta samninginn. „Það hefur ekkert breyst,“ sagði James Cran, einn helsti andstæðingur Maastricht í röðum íhaldsþingmanna. Ráðherrar virtust hins vegar vongóðir um að samningurinn myndi loks ná í gegn, jafnvel þó að það yrði ekki fyrr en næsta sumar, og vísuðu á bug kröf- um um að staðfestingu yrði flýtt. „Þegar upp er staðið þá er hvorki hægt að vera ruddalegur við né ýta á eftir þinginu," sagði t.d. Norman Lamont fjármálaráðherra. Bresku ráðherramir setja traust sitt á að Danir samþykki Maastricht í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi, sem líklega mun fara fram í apríl. Douglas Hurd utanríkisráð- herra sagði á sunnudag að Bretar myndu einungis staðfesta samkomu- lagið ef danska þjóðin samþykkti það. Ef Danir höfnuðu samkomulag- inu væri það fallið og Danir yrðu ekki skildir eftir úti í kuldanum. Reuter Major signrsæll John Major forsætisráðherra Bret- lands heldur sigri hrósandi á loka- blaðamannafund Edinborgarfundar- ins. Bretar eru eina EB-þjóðin, að Dönum undanskildum, sem ekki staðfestir Maastricht fyrir áramót, og sættu þeir nokkurri gagnrýni fyrir vikið á fundinum. Bretar og Frakkar settu fram kröfu um að Bretum yrði gefínn ákveðinn frestur til að staðfesta Maastricht en féllu svo frá henni. Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti sagði hins vegar að ef Danir og Bretar samþykktu ekki sáttmálann myndu hinar þjóðimar tíu halda áfram að „byggja upp Evrópu á grundvelli Maastricht". Tók Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, undir þetta sjónarmið. Douglas Hurd sagði í viðtali við breska útvarpið BBC að þetta væri möguleiki en, að Bretar myndu ekki taka þátt. Það væri ekki pólitískt raunhæft að ætla að setjast niður og semja nýjan sáttmála án Dana. Hann sagði þó að það væri mjög varasamt fyrir Breta ef þeir yrðu ásamt Dönum skildir eftir út- undan á meðan önnur ríki EB tækju mikiivægar ákvarðanir. Engholm vill auka við samkomulag Bonn.Keut«r. Samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu í Þýskalandi um breyting- ar á innflyfjendalöggjöfinni virðist nú vera í hættu eftir að Björn Engholm, formaður Jafnaðarmannafiokksins (SPD), setti fram nýjar kröfur í gær, sem flokkur Helmuts Kohls kanslara, telur sig ekki geta sætt sig við. Engholm hefur sætt harðri gagn- rýni frá vinstri væng flokks síns sem sakar hann um að hafa gefist upp gagnvart hægrimönnum í málinu. Hann hvatti í gærtil að samkomulag- ið við stjómina yrði endurbætt. Vill Engholm m.a. gera samkomulag við nágrannaríkin Pólland og Tékkóslóv- akíu um skiptingu kostnaðar vegna flóttamanna sem koma til Þýska- lands gegnum þau ríki og er vísað til baka. Er þetta vegna þess að hvorugt ríkið hefur fjárhagslegt bol- magn til að standa undir þeim mikla fjölda flóttamanna, sem búist er við að verði vísað til baka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.