Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 36

Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Oviðunandi ríkissjóðshalli Siguijón Andri Guðmundsson Iög- reglumaður tók á móti Jóni Sveins- syni og Danielu Liöchter þegar varðskipið kom með þau þangað í gær og aðstoðaði þau við að kom- ast heim á leið. Karl og koná héldu á laugardags- moigun upp frá Grund í Borgar- firði á snjósleða í Loðmundarfjörð að líta eftir hrossum. Á leið til baka brast á ofsaveður og sleðinn varð bensínlaus. Fólkið komst í hús í Húsavík og fannst þar heilt á húfi í gærmorgun. .J* )ðmutidarfjörður ifðUf Fundust heil á húfi í Húsavík eftir mikla leit Það var verst að ekki látið vita af - segir Jón Sveinsson bóndi í Borgarfirði eystra KARL og kona frá Borgarfirði eystra, sem saknað var á sunnudag, fundust heilu og höldnu í gærmorgun eftir tæplega sólarhrings leit. Þau höfðu leitað sér skjóls í eyðibýlinu í Húsavík, milli Loðmundar- fjarðar og Borgarfjarðar, og voru það skipverjar á varðskipinu Tý sem komu fólkinu til aðstoðar og sigldu með það til Seyðisfjarðar. Fólkið hafði haldið af stað á laugardagsmorgun að vitja hrossa í Loð- mundarfirði, en er ekkert hafði spurst til þess um miðjan sunnudag var leit hafin. Tvisvar þurftu björgunarsveitarmenn frá að hverfa á sunnudag vegna slæms veðurs og ófærðar, þar til varðskipsmönnum tókst að komast á Iand í Húsavík um klukkan ellefu í gærmorgun. Ríkisstjómin og fjárlaganefnd einbeita sér nú að enn frek- ari niðurskurði á ríkisútgjöldum, þar sem komið er í ljós að hallinn stefnir í 7 til 8 milljarða á næsta ári. Hallinn blasir við þrátt fyrir skattahækkanir og aðra tekjuöflun, svo og niðurskurð á útgjöldum umfram ákvæði fjárlagafrum- varpsins frá því í október. Þá var reiknað með 6,2 milljarða króna halla. Það er óviðunandi að reka ríkis- búskapinn með þeim halla sem nú stefnir í. Ríkisstjómin og stjómar- flokkamir verða að hafa metnað og pólitískt þrek til að btjóta blað- í ríkisrekstrinum. Svo mikið er í húfi fyrir efnahagslega velferð þjóðarinnar. Skuldsetning hennar er orðin gífurleg, m.a. vegna við- varandi halla ríkissjóðs, og nálgast- hættustig. Komandi kynslóðir munu súpa af því seyðið. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í viðtali við Morgun- blaðið sl. sunnudag: „Ég er staðráðinn í því, þegar fjárlagafmmvarpið verður afgreitt nú fyrir jól, að það verði ekki af- greitt með meiri halla en við gerð- um ráð fyrir í haust, og þá er ég ekki að segja, að ekki geti skakkað 200-300 milljónum, en ekkert umfram það. Það kann að verða mjög erfitt að ná því markmiði, en mér verður hvergi hvikað frá því.“ Mæli fjármálaráðherra manna heil- astur. En hann segir einnig annars staðar í viðtalinu: „Hitt er svo annað mál, að þegar spurt er, hvort þessi ijárlög komi til með að halda, fremur en fjárlög undanfarinna ára, þá er því til að svara að það veit enginn á þessari stundu. Líklegast er þó, að svo verði ekki, það skal viðurkennt." í þessari tilvitnun í orð ijármála- ráðherra kemur glögglega fram meinsemdin í ríkisijármálunum um langa hríð. Gengið er út frá því að ákvæði fjárlaga haldi ekki og er það ekkert nýtt. Ástæðan er sú að fjárveitingar eru ekki stöðvaðar þegar þær eru upp umar, heldur er rekstrarumfangi haldið óbreyttu og reikningurinn sendur ríkissjóði. Stundum er um sjálftekið fé að ræða. Það er frumskilyrði að Al- þingi samþykki aukaijárveitingar, gerist þess þörf, á fjárlagaárinu og engum haldist uppi að telja ijárlög- in marklaus. Annað er óviðunandi, enda hefur það leitt til þess ár eft- ir ár að hallinn hefur farið úr bönd- unum. Alþingi ber hér ábyrgðina ásamt þeim flokkum sem komið hafa að landstjórninni síðustu árin. Þegar ríkisstjórnin greip til efna- hagsaðgerðanna í nóvember var það yfirlýst markmið hennar að stuðla að lækkun vaxta. Nú segir fjármálaráðherra að hann hafi ekki trú á vaxtalækkun á næstunni. Ástæðan er m.a. mikil lánsfjárþörf ríkissjóðs. Hallinn er brúaður með lántökum, sem þrýsta á hækkun vaxta. Það er nákvæmlega engin ástæða til að ætla að markmið rík- isstjórnarinnar um vaxtalækkun nái fram að ganga að óbreyttri stefnu í ríkisfjármálum. Að óbreyttu vaxtastigi er engin von til þess að atvinnulífið komist á skrið á nýjan leik. Þess vegna gefa ummæli ijármálaráðherra í viðtal- inu við Morgunblaðið því miður ekkert tilefni til bjartsýni. Þvert á móti er ekki tilefni til annars en svartsýni, ef svo fer sem horfir um afgreiðslu Ijárlaga fyrir næsta ár. Ríkisstjómin hefur nú haft stjórn- artaumana í sínum höndum í eitt og hálft ár. Á þessu tímabili mátti ætlast til verulegs árangurs í niður- skurði ríkisútgjalda. Sá árangur lætur á sér standa — því miður. Staðfesting á EES hið fyrsta Akvörðun ríkisstjórnar og stjórnarflokka um að leita nú þegar eftir staðfestingu Alþingis á EES-samningnum er rétt. Engin skynsamleg rök eru fyrir því að málið verði enn dregið á langinn heldur þvert á móti. Island er eina landið sem hefur ekki tekið form- lega afstöðu til samningsins nú þegar íbúar Liechtenstein hafa lýst stuðningi við EES með miklum meirihluta í þjóðaratkvæða- greiðslu. Engin ástæða er til að láta önnur EFTA-ríki velkjast í vafa um afstöðu Alþingis og það er mikilvægt að ríkin öll tali einum rómi þegar viðræðurnar hefjast um gildistöku samningsins við Evrópu- bandalagið. Fyrirsjáanlegt er að efnahags- samdrátturinn hér á landi heldur áfram næstu misseri og það eru ekki mörg ný sóknarfæri sem blasa við önnur en EES-aðildin. Við höf- um einfaldlega ekki efni á því að halda atvinnulífinu í óvissu um af- greiðslu málsins, enda hafa helztu samtök þess hvatt mjög til skjótrar samþykktar samningsins á Alþingi. Augljósir hagsmunir íslendinga krefjast þess að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að gildistöku samn- ingsins verði flýtt svo sem kostur er. Á sumum talsmönnum stjórnar- andstöðunnar má skilja að þeir muni tefja fyrir afgreiðslu málsins á Alþingi. Hefur það verið túlkað sem svo að málþóf sé í uppsigl- ingu. Stjórnarandstöðunni á ekki að líðast siíkt upphlaup, því aug- ljóslega er meirihluti fyrir staðfest- ingu EES-aðildarinnar á Alþingi og málið hefur verið rætt þar ítar- lega. Það er fráleitt að stjórnarand- staðan misbjóði þingræðinu með þessum hætti. Ríkisstjómin á að láta þessar hótanir sem vind um eyru þjóta og halda fast við þá ákvörðun að leita staðfestingar á samningnum nú næstu daga. Að morgni laugardags lögðu þau Jón Sveinsson, bóndi á Grund í Borg- arfirði, og Daniela Liöchte, sviss- neskur dýralæknanemi sem var stödd hér á Iandi í heimsókn, af stað til að vitja hesta og var áætlað að koma til baka þá um kvöldið. Er ekkert hafði spurst til fólksins seinni part sunnudags, lögðu menn frá slysa- varnasveitinni Sveinunga á Borgar- firði af stað á vélsleðum í átt til Húsavíkur. Héldu þeir af stað kl. 15.45, en urðu að snúa við sökum afleits veðurs og ófærðar við Kross- Höskuldur sagði að Týr hefði ver- ið við eftirlit og staddur við Hrol- laugseyjar þegar tilkynning barst frá stjórnstöð í Reykjavík að óttast væri um mann og konu. „Við héldum þegar í norður, en veður fór versn- andi og þegar við vorum komnir norður fyrir Berufjörð var kafhríð. Við vorum komnir inn á Loðmundar- fjörð um kl. 21.30, þar sem við köst- uðum akkeri. Þá voru átta vindstig og sama kafhríðin, svo varla sá út fyrir lunningu." Höskuldur sagði að hann hefði ákveðið að bíða rólegur um stund. „Það var ekkert vit að fara að senda menn út í þetta veður. Um kl. 1 um nóttina fór svo að draga úr vindi og þá kallaði ég á mannskapinn. Á mela, hálfa vegu upp á Húsavíkur- heiði. Björgunarsveitin ísólfur á Seyðisfirði freistaði þess svo um þrjú- leytið á sunnudag að senda bát yfir í Loðmundarfjörð, en hætt var við tilraunina vegna veðurs. Klukkan 12.48 á sunnudag. fékk Landhelgisgæslan boð frá slysa- varnasveitinni á Seyðisfirði og hélt þá varðskipið Týr áleiðis til Loð- mundarfjarðar. Um klukkan níu á sunnudagskvöld kom Týr í Loðmund- arfjörð og sáust þar ummerki um mannaferðir er komið var í land við meðan strákarnir voru að búa sig dró úr kafaldinu. Strákarnir vildu ólmir fara í land og ég vildi ekkert vera að draga úr því.“ Það varð úr, að sex menn fóru um borð í léttabát og upp á land. Þrír þeirra sneru aftur eftir nokkra stund, en hinir buðust til að ganga að Stakkahlíð, til að kanna hvort fólkið væri þar. Þar reyndist enginn vera, en augljóst af gestabókinni, að fólkið hafði komið þar. Þá sáust einnig för eftir vélsleða í snjónum. „Strákarnir voru lengi í þessum leiðangri, þar sem færðin var erfið, og ekki komnir aftur til skips fyrr en um sexleytið um morguninn,“ sagði Höskuldur. „Eftir að hafa ráð- fært okkur við stjórnstöð ákváðum Stakkahlíð. Þar hafði fólkið skrifað í gestabókina, en haldið á brott. Hélt þá Týr áleiðis til Húsavíkur. Um klukkan átta í gærmorgun sáu varðskipsmenn ljós á eyðibýlinu Húsavík, og talið var að fólkið léti þar fyrirberast, enda var ekki vitað til þess að fleiri væru á ferð á þeim slóðum. Laust fyrir klukkan hálf ell- efu sáu varðskipsmenn til manns á gangi nálægt bænum, og um hálfri klukkustund síðar var farið á báti í land, enda veður orðið skaplegt. Fannst fólkið þar heilt á húfi, en með bensínlausan vélsleða, og var komið með það um borð í Tý klukk- an 11.40. Tveimur snjóbílum frá björgunar- sveitinni Grói á Egilsstöðum, sem lögðu af stað um klukkan níu í gær- morgun áleiðis til Borgarfjarðar um Sandaskörð, var snúið við þegar ljóst var að fólkið var heilt á húfi. Slysa- varnafélagsmenn á Seyðisfirði voru einnig í viðbragðsstöðu í gærmorgun. við að kanna hvort fólkið væri ef til vill í Húsavík. Veðrið fór enn batn- andi og þegar við komum inn á Húsavík, um kl. 7, rofaði til eitt augnablik. Þá sáum við tjós í hús- inu. Það var talið að þarna gæti enginn verið á ferðinni nema fólkið sem saknað var.“ Um kl. 11 voru strákarnir hans Höskuldar aftur farnir að ókyrrast og vildu fara í land. „Það heppnað- ist prýðilega, gekk raunar furðu vel, en það var mikill sjór. Ekkert reyndist ama að fólkinu, enda hafði það hita og ljós. Þau létu bæði vel af sér og voru ágætlega búin.“' Varðskipið kom með fólkið til Seyðisfjarðar um kl. 13.30. Þaðan fór skipið aftur um kl. 16, til að halda áfram eftirliti sínu. „Þetta er hluti af starfinu og það var mjög ánægjulegt að þetta fór svona vel. Þegar heppnin er með manni þá gengur allt upp,“ sagði Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra. Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra á varðskipinu Tý; Þegar heppnín er með manní gengur allt upp „ÞAÐ er afar ánægjulegt að þetta fór svona vel. Þegar heppnin er með manni gengur allt upp,“ sagði Höskuldur Skarphéðinsson, skip- herra á varðskipinu Tý, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá lá skip- ið við bryggju á Seyðisfirði og menn önduðu léttar eftir farsælan björgunarleiðangur til Húsavíkur norðan Loðmundarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.