Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 40

Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 40
B „^PfiqyNIMÐIÐ.ÞB^ÐJ,UDAG<yft,J5„U^SE^mES,^92 Önnur umræða um EES hafin Verður sljórnarand- staðan neydd í málþóf? - segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson BJÖRN Bjarnason (S-Rv) formaður utanríkismálanefndar mælti í gær fyrir áliti meirihluta nefndarinnar um frumvarpið til staðfestingar á samningum um EES. Nefndarmeirihlutinn leggur til að frumvarpið verði staðfest með einni breytingartillögu. Stjórnarandstæðingar ítrek- uðu gagnrýni sína um að eftir að Svisslendingar hefðu fellt þetta mál væri þetta mál ekki hæft til umræðu á Alþingi. Málið var þó tekið á dagskrá og hófst umræða kl. 15 í gær. Fyrirsjáanlegt er að hún taki nokkurn tíma. Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni (F-Ne) er spurn hvort stjórnarandstaðan verði neydd til málþófs vegna framgöngu ríkisstjórn- arinnar. í upphafí þingfundar kl. 13.30 í gær kvaddi Ragnar Amalds (Ab-Nv) þingflokksformaður Alþýðubanda- lagsins sér hljóðs um þingsköp. Hann vildi vekja athygli á því að ekki hefði verið haft neitt samráð við stjómar- andstöðuna um tilhögun dagskrár þennan dag. En eina mál á dagskrá fundarins var önnur umræða um frumvarp um EES. Ragnar taldi afar óhyggilegt að standa þannig að mál- um. Hann vildi líka benda á að ekki væru nema 8 þingdagar fram að áætluðu jólahléi og fjárlög og skatta- frumvörp ríkisstjómar biðu af- greiðslu. EES-málið væri það viðam- ikið að ekki þyrfti að tala um málþóf þótt þingmenn teldu sér nauðsyn að ræða það ítarlega á lengri tíma held- ur en væri nú til jóla. fjölmargir aðrir þingmenn stjóm- arandstöðu urðu til þess að kveða sér hljóðs um þingsköp og taka und- ir gagnrýni Ragnars Amalds. Stjóm- arandstæðingar ítrekuðu mjög þann málflutning sem heyrst hafði í fyrri viku þess efnis að frumvarpið um staðfestingu á samningum um EES væri ekki þingtækt og engin brýn nauðsyn væri að afgreiða málið fyrir jól. Jón Baldvin Hannbalsson utan- ríkisráðherra mátti sæta nokkrum átölum og umvöndunum fyrir óvið- eigandi ummæli um Alþingi við inn- lenda og erlenda fjölmiðla. Salome Þorkelsdóttir forseti var gagnrýnd fyrir meintan skort á samráði við formenn þingflokka stjómarand- stöðu og ennfremur við þá varafor- seta sem koma úr þingliði stjómar- andstöðunnar. Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis sagði það hafa verið ósk stjómarandstöðu að önnur umræða hæfíst ekki síðasta laugardag eins og fyrirhugað hefði verið, heldur yrði rætt um munnlega skýrslu utan- ríkisráðherra. Þetta hefði gengið eft- ir. Þess vegna hefði hún litið svo á að það ætti engum að koma að óvart að þetta mál væri nú á dagskrá þar sem það hefði ætíð legið fyrir sem ályktun og markmið ríkisstjómarinn- ar að það þyrfti að afgreiða þetta mál fyrir jól. Illir kostir stj órnarandstöðu Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) taldi ef við ættum eitthvert erindi í EES hlyti það að vera próf- steinn ríkisstjómarinnar að hún réði við það verkefni að afgreiða nauðsyn- ieg frumvörp varðandi efnahagsmál og ríkisfjármál. Þau mál hlytu að hafa forgang. Utanríkisráðherra var og gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um Aþingi íslendinga um að það þyrfti líkamlegt þrek til að sitja undir málflutingi ræðumanna. Jóhannes Geir taldi að stjómarand- staðan gæti farið í langar viðræður við utanríkisráðherra og látið reyna á hans „líffæraþol". Það væri spum- ing þegar ríkisstjóm gengi fram með þeim hætti sem hún nú gerði, þá ætti stjórnarandstaða ekki nokkurra annarra kosta völ heldur en að fara í málþóf. Önnur umræða hefst Umræðum um gæslu þingskapa lauk kl. 15.00 og hafði þá staðið yfír í sex stundaríjórðunga. Hófst þá önnur umræða um frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Björn Bjarnason (S-Rv) formaður utanríkismálanefndar gerði grein fyrir áliti meirihluta nefndarinnar. Auk þess að heimila fullgildingu 129 greina meginmáls EES-samningsins veitir frumvarpið ríkisstjóminni heimild til að fullgilda 49 bókanir við samninginn og 22 viðauka, ásamt gerðum sem í viðaukunum er getið. Samningnum fylgir 71 yfírlýsing og ^jöldi samþyklrta. í viðaukunum er vísað til þeirra 1.400 réttargjöminga EB sem lagðir vora til grandvallar EES-samningum. Eiginlegt fram- varp ríkisstjómarinnar til laga um ESS er þó ekki nema 5 lagagreinar sem gera ráð fyrir því að ríkisstjóm íslands verði heimilt að fullgilda fyr- ir íslands hönd samninginn um EES. Það var eindregin niðurstaða meirihluta utanríkismálanefndar að það væri íslenskum hagsmunum ótví- rætt til framdráttar að ísland gerist aðili að samningum. Meirihluti utan- ríkismálanefndar mælti þvi með sam- þykkti framvarpsins en þó með þeirri breytingu að lagt er til að 4. grein framvarpsins falli út. En það er al- mennt ákvæði um útgáfu reglu- gerða. Meirihluti utanríkismála- nefndar legði ríka áherslu á að Al- þingi fylgdist vel með aðlögun EB/E- ES gerða að íslenskum lögum eða undirbúningi að lögfestingu þeirra gerða sem yrði nauðsynlega að lög- festa. Til þess að tryggja sem best eftirlit Alþingis væri gerð tillaga um að fjórða grein framvarpsins yrði felld á brott en í þeirri grein fælist heimild til ráðherra til að setja, ef sérstök nauðsyn krefði, reglugerð um nánari framkvæmd EES-samnings- ins. Þótt þetta ákvæði væri hugsað sem varaheimild, þá þætti varhuga- vert, a.m.k. á þessu stigi, að Alþingi veitti ráðherram svo almenna heimild til útgáfu reglugerða. Eftir að formaður utanríkimála- nefndar hafði lokið sinni ræðu var gert hlé á þessari 2. umræðu um EES, vegna utandagskráramræðu sem Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) forraaður Alþýðubandalagsins hafði farið fram á. Sú umræða sner- ist um framkvæmd yfirlýsingar for- sætisráðherra um ríkisfjármál frá 23. nóvember í ljósi nýlegra yfirlýsinga fjármálaráðherra í fjölmiðlum. Fram- hald umræðunnar um EES hófst á kvöldfundi kl. 21 og vora þá 9 þing- menn á mælendaskrá. HaUatölum blandað saman ÓLAFUR Ragnar Grímsson (Ab- Rn) telur yfirlýsingar Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra í fjölmiðlaviðtölum sýni að ríkis- stjórnin hafði gefist upp á því að ná því markmiði að styrkja stöðu ríkissjóðs. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra segir að Ólafur Ragnar blandi saman því saman sem sagt hefur verið um halla næstu árum. Ólafur Ragnar Grímsson fór fram á utandagskráramræðu um yfirlýsingu forsætisráðherra um rík- isíjármál í ljósi nýlegra yfírlýsinga fjármálaráðherra. Hann vitnaði til þess að forsætisráðherra hefði sagt að ein áhrif þeirra aðgerða sem þá hefðu verið boðaðar hefði verið að afkoma ríkissjóðs batnaði, sérstak- lega þegar horft væri til næstu tveggja ára. Forsætisráðherra hefði einnig sagt að með efnahagsaðgerð- unum væri staða ríkissjóðs styrkt um rúmlega tvo milljarða á næstu tveimur áram eða sem næmi u.þ.b. þriðjungi rekstrarhallans. Nú hefði komið fram í Morgunblaðsviðtali við Friðrik Sophusson fjármálaráðherra að ríkisstjómin glímdi við að ná fjár- lagahallanum niður í 6 milljarða. Davíð Oddsson forsætisráðherra taldi málatilbúnað Ólafs Ragnars í þessu og fleira vera til lítils sóma. Hann vildi velq'a athygli á því að þingmaðurinn blandaði saman því sem sagt hefði verið um fjárlaga- halla á næstu tveimur áram. Forsæt- isráðherra sagði að það hefði komið fram þegar aðgerðimar vora til- kynntar að nauðsynlegt væri að styrkja stöðu ríkissjóðs. Þegar mál vora kynnt fyrir þingflokkum stjómaflokkanna hefði verið gert ráð fyrir því að þessi styrking gæti leitt til þess að hallinn yrði á bilinu 5,8-6 milljarðar króna en án slíkra aðgerða hefði hallinn stefnt í 7-8 milljarða. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir niðurstöðu EFTA-ráðherra um EES Island á mest á hættu ef gildistaka dregst frekar JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gerði síðastliðinn laugar- dag Alþingi grein fyrir niðurstöðum ráðherrafundar EFTA-ríkjanna sem haldinn var 10. og 11. þessa mánaðar til að ræða samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, með hliðsjón af úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Sviss. Ráðherrarnir voru sammála um að ná samkomu- lagi hið fyrsta um hvaða tæknilegar breytingar yrði að gera á samn- ingnum og um nýja viðbótarbókun vegna brottfalls Svisslendinga. Að það sé afar mikilvægt að ljúka staðfestingu samningsins. Utanríkisráð- herra minnti þingmenn á að þjóðþing allra EFTA-landanna, annarra en íslands hafi lokið við staðfestingu samningsins og ísland ætti mest á hættu ef þetta mál drægist á langinn. Andstæðingar samningsins te(ja hins vegar að þetta hljóti að verða nýtt samningsferli og nýr samningur. Alþingi hafí brýnni mál að ræða heldur en EES. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis var gert ráð fyrir því að ljúkja þing- legri meðferð staðfestingarfram- varpsins fyrir 20. nóvember. Málið tók þó lengri tíma, m.a vegna þess að tvíhliða samningur íslands og Evrópubandalagsins, EB, lá ekki fyr- ir fyrr en um mánaðamótin. En um mánaðamótin var 2. umræðu frestað vegna tilmæla Steingríms Her- mannssonar formanns Framsóknar- flokksins. Gert var samkomulag um að önnur umræða yrði dagana 12., 13. og 14. desember en stjómarand- staðan hafði fyrirvara vegna úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss. Eftir að þau Iágu fyrir taldi stjórnar- andstaðan að þetta samkomulag gilti ekki lengur. Það varð sammæli þing- flokksformanna að bíða eftir því að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra kæmi heim af fundi utan- ríkisviðskiptaráðherra EFTA-ríkj- anna í Genf. Síðastliðinn laugardag flutti hann þjóðþinginu um niðurstöð- ur ráðherrafundarins. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra greindi þingheimi frá því að utanríkisviðskiptaráðherrar EFTA-ríkjanna væra sammála um fimm megin niðurstöður: 1) Ráð- herramir væru sammála um þann einharða ásetning að EES-samning- urinn tæki gildi á fyrri hluta árs 1993. 2) Að það væri afar mikilvægt að ljúkja staðfestingu samningsins. 3) Að samkomulag tækist hið fyrsta um hvaða tæknilegar breytingar yrði að gera á samningnum. 4) Að tillaga að viðbótarbókun við samninginn sem innihéldi fyrrgreindar tæknileg- ar breytingar yrði tilbúin snemma í janúar 1993. 5) Að unnt yrði að sam- þykkja þessa viðbótarbókun á ráð- stefnu stjómarerindreka sem haldin yrði strax þar á eftir. Utanríkisráðherra benti á að þess- ar niðurstöður væra í samræmi við samþykkt við 129. grein samnings- ins. Hann benti ennfremur á að öll hin EFTA-ríkin hefðu þegar staðfest samninginn á sínum þjóðþingum. Austurríki hefði þegar afhent full- gildingarskjöl og forseti Finnlands hefði undirritað samninginn síðast- liðinn föstudag. Hann vakti athygli á því að það hefði verið gert eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss hefðu legið fyrir. Utanríkis- ráðherra sagði að laganefnd EFTA hefði lagt fram lista yfír tæknileg atriði sem þyrfti að skrá í viðbótar- bókun, s.s. að öll ákvæði er vörðuðu Sviss, skyldu vera óvirk og tilvísun- um til dagsetninga yrði að breyta. Ef fyrirkomulag varðandi þróunar- sjóðinn breytist yrði að kveða á um það í viðbótarbókuninni. Og að end- ingu yrði að kveða á um nýtt gildis- tökuákvæði. Utanríkisráðherra sagði að fyrsti fundur milli EFTA-ríkjanna og fram- kvæmdastjómar EB yrði næstkom- andi mánudag, en einnig væri fyrir- hugaður ráðherraráðsfundur hjá EB 21. desember þar sem mætti vænta að afstaða EB myndi liggja ljós fyr- ir. Ræðumaður benti á að afstaða EFTA-ríkjanna væri nú skýr. Utan- ríkisráðherra framkvæmdastjómar EB hefði lýst því yfír að hann teldi óþarft að hefja viðræður sem tækju til efnislegra þátta. Hann hefði jafn- framt sagt að hann teldi eðlilegt að framlög í þróunarsjóðinn, lækkuðu sem samsvaraði framlagi Sviss. Eitt EB-ríki, Spánn, hefði þó lýst því sjón- armiði að EB ætti að gera kröfu um að hin EFTA-ríkin deildu sín á milli hlut Sviss. Jón Baldvin Hannibalsson ítrekaði að einungis Island ætti eftir ólokið þinglegri meðferð þessa samnings og að formlega séð væri þannig frá frumvarpinu gengið að kveðið væri á um heimild til að staðfesta samn- inginn og hann tæki ekki gildi fyrr en öll aðildarríki hefðu afhennt full- gildingarskjöl. Sá væri þó munur á að EFTA megin væru það ríkin sjálf sem væra samningsaðilar varðandi framhald málsins en EB megin væri það framkvæmdastjóm EB. Utanríkisríkisráðherra gerði að umtalsefni væntalega ríkjaráðstefnu til að ganga frá væntanlegri viðbót- arbókun. Hann spurði þingheim að því hvort við ætluðumst til þess að bandalagsþjóðir okkar sem hefðu afgreitt málið ættu í einhverri óvissu um afstöðu Alþingis íslendinga. Eða vildi Alþingi kveða upp úr um það hvort íslensk stjórnvöld hefðu fullt umboð um framhald málsins. Það væri eðlilegt að bandalagsríki okkar spyrðu mjög eftir afstöðu íslendinga og segðu að þau vildu ógjaman taka þá áhættu að þurfa að fara enn aft- ur í viðræður um viðbótarbókun vegna Islands. Ræðumaður hvatti þingmenn því til að ljúka afgreiðslu þessa máls sem fyrst, óháð því hver þeirra afstaða væri. Það hefði ekkert nýtt komið fram sem ætti að breyta afstöðu manna. Þingmönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði til þess að taka afstöðu. Hvort heldur væri vegna okkar eigin hagsmuna eða vegna skuldbindinga okkar gagnvart samstarfsaðilum væri sú stund upp runnin að menn tækju afstöðu. Vilja um annað tala Steingrímur Hermannsson (F-Rn) formaður Framsóknarflokks- ins taldi að margt hefði breyst með brottfalli Sviss. Það væri óraunhæft að tala um tveggja stoða lausn. Þar sem EFTA-stoðin hefði veikst gífur- lega. Fleira væri og óljóst, t.d. hvað yrði um kostnað vegna brottfalls Sviss. Steingrímur sagði að við færum nú að hefja nýja feril, það væri skyn- samlegast að leggja samninginn í endanlegu formi fyrir Alþingi. Stein- grímur taldi það undarleg rök hjá utanríkisráðherra að hin aðildarlönd- in ættu kröfu á því að vita afstöðu íslendinga fyrirfram. Það væri skyn- samlegast að taka því rólega í þessu máli. Þótt það væri hentugt að fá EES-málið út úr heiminum á annan hvorn veginn þannig að hægt væri að snúa sér að öðram málum sem meira vörðuðu, þ.e. hvemig hægt væri að reisa íslenskt atvinnulíf úr þeirri rúst sem „afskiptaleysisstefna og fijálshyggja" ríkisstjórnarinnar hefði keyrt það í. EES-málið þyldi vel bið fram í janúar. Ólafur Ragn- ar Grimsson (Ab-Rv) formaður Al- þýðubandalagsins taldi ljóst að gera yrði fleiri breytingar á samningnum en eingöngu tæknilegar. Það yrði að breyta stofnanaþættinum og á þessu stigi lægi ekkert ljóst fyrir um af- stöðu EB og fjárhagskröfur. Ólafur sagði engin formsatriði knýja á Al- þingi að staðfesta saminginn. Þetta væri spurning um pólitískt mat og stolt. Björn Bjarnason (S-Rv) formað- ur utanríkismálanefndar taldi það blasa við eftir fundi utanríkisvið- skiptaráðherranna að Svisslending- um væri það kappsmál að verða ekki útilokaðir og eiga þess kost þótt síð- ar yrði að geta orðið aðilar að EES. Það væri einnig ljóst að stjómvöld hefðu það á stefnuskránni að endur- taka þessar þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þeim hugmyndum sem kynntar hefðu verið á fundi utanríkismála- nefndar um morguninn mætti sjá að einmitt væri stefnt að breytingum sem auðvelduðu Svisslendingum að hefja virka þátttöku síðar. Samingur- inn um EES-svæðið stæði óbreyttur. Það sem þyrfti að gera væri að líta á tvíhliða samningana um stofnan- irnar, dómstól og fastanefnd og síðan að líta á viðbótarbókun. Ekkert af þessu væri óyfirstíganlegt. Kristín Einarssdóttir (SK-Rv) sagði ljóst að gera yrði breytingar á samningum og staðfestingarframvarpinu, það væri út í bláinn að fy'alla um EES á Alþingi núna. Fleiri þingmenn tóku til máls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.