Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Eigi skal höggva eftir Steinar Harðarson íslensk þjóð er í kröggum. Afli hefur minnkað, þjóðartekjur hafa dregist saman, það ríkir atvinnu- leysi og spara þarf á öllum sviðum þjóðlífsins. Að mörgu er að hyggja í viðamiklum rekstri ríkisins og sums staðar hefur tekist að draga úr kostnaði, auka hagræðingu og ráðdeild. En það eru takmörk fyr- ir öllu og ekki sama hvernig að er farið. Þegar spara skal innan heilbrigðiskerfisins þarf að gera þær kröfur til þeirra sem stjórna þjóðarbúinu að þeir horfí lengra en rétt fram fyrir tær sér. Það er samdóma álit flestra, sem um landsmál fjalla, að flóttinn frá landsbyggðinni til suðvestur- hornsins sé þjóðarvandamál. Þetta vandamál er að mörgu leyti sam- anspyrt við skort á félagslegri þjónustu og menntunarmöguleik- um. Það er ekkert vafamál að betri félagsleg þjónusta, betri menntunarmöguleikar og fleiri tækifæri til að njóta menningar eru þau atriði sem einna þyngst vega ef draga á úr fólksflótta úr sveitunum og snúa við þeirri öfug- þróun að allir flykkist á suðvestur- hornið. Það virðist einnig ríkur skilningur á því meðal ráðamanna þjóðarinnar að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífí á landsbyggðinni. í því skyni hafa ríkisstofnanir verið fluttar frá Reykjavík og það er yfirlýst stefna að halda því starfí áfram. Það eru sennilega allir sem til þekkja sam- mála um það að stofnun háskólans á Akureyri hafi styrkt byggðina á Norðurlandi og dregið úr flóttan- I um suður. Það gildir auðvitað sama lögmál um félagslega þjón- ustu svo sem sjúkraþjónustu, öldr- | unarþjónustu og endurhæfíngu.1 Þeir sem þurfa að nýta sér þjón- ustu sjúkrahúsa, ungir sem aldnir, j - krefjast þeirra sjálfsögðu réttinda að geta notið þeirrar þjónustu í sinni heimabyggð. Þann rétt hefur þjóðin fyrir löngu viðurkennt og það eru áragtugir síðan byggð voru sjúkrahús í öllum landsfjórð- ungum. Að sönnu var mjög sér- hæfð þjónusta lengi vel aðeins í boði í Reykjavík og það sættu menn sig við vegna eðlis hennar. Á síðustu árum hefur þó ýmis þjónusta sem áður fékkst aðeins í Reykjavík verið byggð upp á landsbyggðinni. Þar má m.a. nefna öldrunar- og endurhæfíngarþjón- ustu sem byggst hefur upp á Krist- nesspítala í Eyjafírði. Þeir sem þurfa endurhæfíngar við, ungir jafnt sem aldnir, þurfa ekki lengur að hrekjast frá ættingjum og vin- um, þeir þurfa ekki að dveljast langdvölum fjarri heimahögum en geta tekist á við vandamálin í sínu rétta umhverfi. Eldri sjúklingar sem þurfa mikla hjúkrun eru ekki neyddir til að flytjast búferlum í aðra landsfjórðunga. Þeir njóta umönnunar nálægt sinni heima- byggð og hafa auðveldlega sam- band við ættingja og vini. Þegar þær fréttir bárust til Norðurlands að til stæði að skera mjör fjárframlög eða jafnvel leggja niður starfsemi Kristnessp- ítala setti margan hljóðan. í for- undran spurðu menn hvort sjón- deildarhringur ráðamanna í höfuð- borginni næði ekki lengra en upp að Keldnaholti? Var þetta aðferðin til að styrkja búsetu og atvinnulíf á landsbyggðinni eða jafna að- stöðu þegnanna? Hvaða fagleg rök voru fyrir því að hætta rekstri Kristnesspítala? Jú, „hann var of dýr“! Dýr fyrir hveija og miðað við hvað? Rekstrarkostnaður spít- alans er sagður hærri en annarra sambærrilegra. Því skal rekstrin- um hætt. Ber að skilja það svo að ætíð skuli leggja niður þann spítala sem dýrastur er í rekstri án tillits til eðlis starfseminnar eða þýðingar hans fyrif heilbrigðis- málin í byggðarlaginu? Hvaða Steinar Harðarsson „Kristnesspítali er hvorki blikksmiðja né fiskvinnsluhús þar sem hægt er að meta starf- semina eingöngu í pen- ingum eða arðsemi. Spítalinn er þýðingar- mikill hluti af heilbrigð- is- og velferðarkerfinu á Norðurlandi.“ spítala skal þá leggja niður næst, ef meira skal spara, Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða Borgar- spítalann? Eða kannski Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Trúa menn því virkilega að allir spítalar geti verið jafn dýrir eða ódýrir í rekstri? Halda menn í alvöru að sjúkrahús og endurhæfíngarstofn- anir verði allar reknar og mældar með reglustikum? Vilja menn líta framhjá því hvað það kostar auka- lega að leita til lækninga í aðra landsfjórðunga og hvaða álag það er á sjúklinga að dveljast langdvöl- um íjarri heimahögum, ættingjum og vinum. Eða er allt í lagi að spara kostnað ríkisins en auka kostnað einstaklinga og fjöl- skyldna? Kristnesspítali er í uppbygg- ingu. Það er ekki óeðlilegt að slík stofnun sé dýrari í rekstri á upp- byggingarskeiði en sambærilega stofnun á höfuðborgarsvæðinu. Ef borin er saman þjónusta við aldraða eftir landshlutum kemur í ljós að fjöldi rúma á hveija 100 íbúa, 70 ára og eldri, er að meðal- tali 10,4 á landinu öllu. Á Norður- landi-eystra er fjöldinn í dag, 9,8 rúm. Það er því ekki þannig að Norðlendingar búi við einhver for- réttindi hvað þetta varðar. Ef rekstri Kristnesspítala verður hætt lækkar sú tala í 8,6, mun lægri en í öðrum landshlutum, að frátaldri Reykjavík, sem yrði lægst með 8,1 rúm. Margir, sem til þekkja í Reykjavík, fullyrða að þar ríkir neyðarástand í hjúkrunarmálum aldraðra. Vegna takmarkaðra starfsmannaheimilda er húsrými á Kristnesspítala aðeins nýtt að 2/3 hlutum. Það skýrir vafalaust að hluta til háan rekstrarkostnað. Ef framlög til spítalans verða skorin niður um 40-50 milljónir króna, en spítalanum ekki lokað strax, verður sennilega að loka endur- hæfíngardeildinni og nýting verð- ur þá aðeins 73 af rými. Það er næsta auðvelt að draga þá álykt- un, að við það hækki kostnaður við hvert rúm stórkostlega og stutt í að lokun Kristnesspítala verði óumflýjanleg. Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem bera ábyrgð á vel- ferðarmálum þjóðarinnar að þeir horfí á vandamálin í sínu rétta samhengi. Kristnesspítali er hvorki blikksmiðja né fískvinnslu- hús þar sem hægt er að meta starfsemina eingöngu í peningum eða arðsemi. Spítalinn er þýðing- armikill hluti af heilbrigðis- og velferðarkerfínu á Nörðurlandi og þörfín á öldrunarþjónustu og end- urhæfíngu er vaxandi. Það verður einnig að taka fullt tillit til mann- legra sjónarmiða og virða þær óskir Norðlendinga að geta notið þessarar sjálfsögðu þjónustu nærri heimabyggð. Það hefur áður verið reitt hátt til höggs í íslandssögunni. Stund- um hafa slík högg fallið að sá sem hjó hafí ekki þótt mikill maður af. Allir ærlegir menn vona að svo fari ekki í þetta sinn. Norðlending- ar biðja sér og Kristnesspítala griða. Höfundur er sveitarsljóri Öxarfjarðarhrepps. skólar/námskeið dans ýmislegt ■ Danssýningar. Bjóðum upp á dans- sýningar við ýmis tækifæri. Suður-amer- ískir dansar og sígildir samkvæmisdansar (ballroom dansar). Danspör á öllum aldri. Dansskóli Jóns Péturs og Köru. Uppl. í símum 36645 og 685045. ■ Dansskóli Jóns Péturs og Köru. Mikið úrval af dansskóm fyrir dömur, herra og börn og ýmsir fylgihlutir: Net- sokkabuxur, semalíusteinar, kjólfata- skyrtur og allt tilheyrandi. Dansbúningar til leigu. Sendum um allt land. Si'mar 36645 og 685045. NÁMSAÐSTOÐ ■ IMámsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í sfma 79233 kl. 14.30-18.30. V> Nanendaþjónustan sf. W*AW>AUGL YSINGAR Leigubílaakstur Tilboð óskast í leigubílaakstur á höfuðborgar- svæðinu fyrir Stjórnarráð íslands, stofnanir þess og fyrirtæki. I Tilboðseyðublöð eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. ' 6. janúar 1993 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS ________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVÍK_ UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í málum á leiguíbúðum Reykja- víkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 6. janúar 1993, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|iivetji 3 Simi2S800 Læknar - læknar Læknafélag Reykjavíkur boðar til fundar þeirra félagsmanna, sem starfa skv. samn- ingi LR og TR um sérfræðilæknishjálp. Fundarefni: Frumvarp til laga um tilvísanaskyldu. Sparnaðarleiðir í heilbrigðiskerfinu. Fundurinn verður haldinn í Domus Medica í dag, 15. desember, og hefst hann kl. 20.00. Áríðandi að allir mæti. Stjórn og samninganefnd. Matreiðslu- menn Almennur félagsfundur um efnahagsaðgerð- .ir ríkisstjórnarinnar og fræðslumál verður haldinn í Þarabakka 3, miðvikudaginn 16. desember kl. 20.30. Félagar fjölmennið. Hundaræktarfélag íslands heldur félagsfund á Hótel Lind miðvikudaginn 16. desember kl. 20.00. Fundarefni: Eggert Gunnarsson, dýralæknir, talar um smáveiru- sótt (parvóveiru) í hundum og bólusetningu gegn hundasjúk- dómum. Kaffihlé. Önnur mál. Allt hundaáhugafólk er velkomið á fundinn. AD KFUK Holtavegi Munið jólafundinn í safnaöar- heimili Askirkju í kvöld kl. 20.30. Vönduð og skemmtileg dagskrá. Jólahelgistund i kirkjunni í umsjá sr. Árna Bergs Sigurbjömssonar. □ Hamar 5992121519 I Jf. □ EDDA 5992121519 I Jólaf. I.O.O.F. Rb. 4 = 14212158 - Jv. I.O.O.F. Ob. 1 = 17412158'/z=JV Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi kl. 15.00. Stjórnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.