Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 46

Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 *vhv"!——:—1—*r—rr—n—m—m—í—• r r~r— ?— Kjaradeilan í Álverinu Hefðbimdin heimtufrekja eða vísir af því sem koma skal? eftir Grétar Þorleifsson Kjaradeilan hjá íslenska álver- inu í Straumsvík er óleyst, þegar þetta er ritað. Hótanir deiluaðila ganga á víxl, hótað er aðgerðum og jafnvel lokun. Það er eðlilegt, þar sem þjóðar- hagsmunir eru í húfi, að landsmenn sem þekkja deiluna að takmörkuðu leyti, spyiji spuminga að sem þess- ara: Eru starfsmenn ÍSAL með kröf- ur fram yfir það sem aðrir hafa fengið að undanförnu? Hvers vegna felldi VSÍ miðl- unartillögu sáttasemjara? Er fyrirtækið kúgað stjórnunar- lega af verkalýðsfélögunum? Kröfur ísalstarfsmanna og miðlunartillagan Starfsmenn ÍSAL gerðu frá upp- hafi kröfur um sambærilegar launahækkanir og aðrir hefðu fengið með þjóðarsáttinni svo- nefndu. Því til viðbótar voru kröfur um ýmsar breytingar á samningi aðila, bæði stórar og smærri. VSÍ-ÍSAL lögðu hins vegar fram tilboð er fól í sér: Afnám forgangsréttarákvæða fyrir sum störf og auknar heimild- ir til að fela verktökum þau störf er niður féllu. Einhliða ákvörðun stjómenda um að breyta vinnufýrirkomulagi án samráðs við starfsmenn. Niðurfellingu kaffitíma gegn greiðslu. Skýr ákvæði um að mönnun væri í höndun fýrirtækisins. Að samkomulag um skiptingu ábata af hagræðingu í rekstrinum verði fellt út. Þetta tilboð VSÍ-ÍSAL hlaut síð- an nafnið „skilyrði“ eins og síðar verður vikið að. í mars sl. gengu starfsmenn ÍSAL inn í þá samfylkingu, sem myndat hafði þá ASÍ og BSRB og ákváðu að fylgja þeirri lausn er þar kæmi upp. Sagan er þekkt. Eftir rúmlega átta mánaða þjark varð samkomu- lag milli deiluaðila um að ríkis- sáttasemjari legði fram formlega miðlunartillögu, sem tæki til allra kjaradeilna í landinu, sem fól það í sér að laun hækkuðu um 1,7% og nánast öllum sérkröfum ýtt út af borðinu. Þessa málsmeðferð sætti ÍSAL sig hins vegar ekki við og brá á það ráð að svipta VSÍ umboði til slíkra málalykta og setti áðurnefnd skilyrði fyrir samþykki miðlunartil- lögunnar. Jafnvel heyrðist því fleygt að ÍSAL myndi ganga úr VSÍ ef ekki yrði tekið tillit til sjónarmiða þess. Allt var því kom- ið í hnút á ný. Lausn á heildardeil- unni var nú háð lausn deilunnar í Straumsvík. Til að leysa þennan hnút féllust viðkomandi verkalýðs- félög á að sáttasemjari legði fram samhljóða en sjálfstæða tillögu gagnvart ÍSAL. Atkvæðagreiðsla fór fram og samþykktu yfir 90% starfsmanna miðlunartillöguna, en 15 manna framkvæmdastjórn VSÍ felldi hana að kröfu ÍSAL. Ástæður sagðar ófrávíkjanleg skilyrði ÍSAL. Það er því ljóst að starfsmenn ÍSAL eru ekki með aðrar kröfur en þær að VSÍ-ÍSAL samþykki miðlunart- illöguna án tafar. En þá er rétt að líta á skilyrðin og kanna réttmæti þess að ISAL sé ofurselt valdagræðgi verkalýðs- félaganna. Forgangsréttur/verktakamál Að ósk ISAL var strax í fyrsta samningi um álverið 1970 gert ráð fyrir fastráðningu starfsmanna á svokallaðar „þjónustudeildir“. Þær áttu að annast viðhald og viðgerð- ir á tækjum og mannvirkjum, ræst- ingar og framreiðslu í mötuneyti. Ástæðan var sú, að ÍSAL vildi ekki taka þá áhættu, að fá ekki verktaka tafarlaust þegar bilanir kæmu ugp. Þá þegar var gert ráð fyrir að ÍSAL gæti látið verktaka annast ákveðna þætti þjónustunn- ar, svo sem meiri háttar viðhalds- verkefni, sérhæfð verkefni og mannvirkjagerð. Þetta fyrirkomu- lag hefur gilt síðan, þó þannig að talsvert hefur fækkað fastráðnum starfsmönnum, og verktaka aukist. Dæmi eru um verktöku, sem tekur til nokkurra klukkustunda í vinnu og verktakatilkynningar nálgast nú hundraðið sl. 12 mánuði. Þrátt fyrir þetta telur ÍSAL frjálsræði sitt ekki nægjanlegt og síðasta til- boð ÍSAL hljóðar upp á afnám forgangsréttarákvæða og tilboð um að kaupa starfsmenn bygg- ingadeildar og ræstingakonur út úr störfum sínum með greiðslum sem fara eftir ævialdri og starfs- aldri. í stað fastráðningar er boð- inn verktakasamningur um ein- hvern tíma. Hér er um að ræða fólk, sem í sumum tilfellum hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og vill ekki gerast verktakar. Auk þess ætti þetta fólk mjög erfitt með að komast í önnur störf með tilliti til atvinnuástands. Verka- lýðsfélögin hafa boðið upp á við- ræður um endurskoðun og hugsan- lega rýmkun á verktakayfirlýsing- unni, en ÍSAL hefur hafnað því. Forgangsréttarákvæði eru til í öllum kjarasamningum, einnig eru ákvæði um verktöku í mörgum þeirra, en verktökunni eru sniðnar reglur sem taka mið af forgangs- réttarákvæðum. Krafa ISAL í þessu efni er því um aukinn rétt, fram yfir önnur fyrirtæki í land- inu, og ég spyr, eru launþegar til- búnir til að semja um brottnám forgangsréttar til starfa? Vinnufyrirkomulag starfsmanna I kjarasamningi ISAL er að finna samkomulag um nær allar tegundir vinnufyrirkomulags, sem hugsast getur, allt frá 40 stunda vinnuviku upp í þrískiptar vaktir alla daga vikunnar. í þessum samningi eins og flestum kjara- samningum er breyting á vinnufyr- irkomulagi háð samkomulagi starfsmanna og fyrirtækis. Ákvæði um einhliða ákvörðun vinnuveit- enda þekki ég ekki í kjarasamning- um ASÍ-félaganna. Krafa ÍSAL er hins vegar sú, að fyrirtækið geti einhliða breytt vinnufyrirkomulagi, án tillits til þess hver vilji starfs- manna er. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið gæti þá einhliða sett menn sem vinna 8 stundir á dag, virka daga, yfir á þrískiptar vaktir alla daga vikunnar. Verkalýðsfélögin hafa beðið ÍSAL um að leggja fram hugmynd- ir um þá vinnustaði, þar sem þeir telja þörf á breytingu á gildistíma samnings, sem yrðu þá bomar Grétar Þorleifsson „Það er vandséð að verkalýðsfélögin geti hér eftir litið svo á, að Vinnuveitendasam- bandið hafi burði til að semja um heildarlausn- ir í kjaradeilum, þegar einu fyrirtæki tekst að pakka því svo gersam- lega saman.“ undir starfsmenn á viðkomandi vinnustað, en ÍSAL hafnar því og stendur fast á kröfu sinni um ein- hliða ákvörðunarrétt. Hér er því önnur krafa um auk- inn rétt ISAL, fram yfir önnur fyrirtæki. Niðurfelling kaffitíma í nær öllum kjarasamningum er heimild til að haga töku matar- og kaffitíma með öðrum hætti en segir í samningi. Slíkt er háð sam- komulagi fyrirtækis við starfs- menn á ' viðkomandi vinnustað. Samkomulag var gert um þetta atriði hjá ÍSAL 1990 og samþykkt af þorra starfsmanna, en sumar deildir höfnuðu því. Verkalýðsfé- lögin hafa boðist til að leggja slíkt samkomulag fyrir starfsmenn á ný, en fyrirtækið telur það ekki nægja. ÍSAL vill fortakslaust að kaffitímar falli brott, óháð vilja starfsmanna. Enn ein krafa um sérstakan stjórnunarrétt ÍSAL. Fyrirtækið stjórni mönnum Þessi krafa er nánast óskiljan- leg, þar sem þegar liggur fyrir skýr yfirlýsing verkalýðsfélaganna í þessu efni "6g óumdeilt, að fyrir- tækið ráði fy'öldi starfsmanna hveiju sinni. Hins vegar er rétt að benda á ábyrgð stjórnenda allra fyrirtækja; að haga mannafjölda í hlutfalli við verkefni. Hagræðingarsamkomulag Síðasta skilyrði ISAL er um það, að samkomulag um hagræð- ingu í rekstri og skiptingu ábata af henni, sem gert var 1990, verði fellt úr gildi, en samkomulagið tók meðal annarra þátta til fækkunar á starfsmönnum. Eftir gildistöku samkomulagsins reiknaði nefnd skipuð fulltrúum fyrirtækis og starfsmanna út nokkur tilvik, Þar sem talið var að hagræðing hefði náðst. Um sumt varð fullt samkomulag, en um önnur atriði ekki. Þegar koma átti til greiðslu í þeim tilvikum sem óumdeild voru, brá svo við, að forstjóri ÍSAL stöðvaði greiðslu og krafðist ógild- ingar á samkomulaginu. Verka- lýðsfélögin hafa boðið upp á við- ræður um endurskoðun og einföld- un samkomulagsins, gegn því að fyrirtækið greiði þegar óumdeildan ábata. Því er hafnað og jafnframt hafnað að ræða skiptingu ábata af hagræðingu. Það er með öllu óskiljanlegt, að VSÍ skuli láta orða sig við slíka málsmeðferð, þegar haft er í huga að VSÍ hefur hamr- að á því, að forsenda launabreyt- inga sé hagræðing. Valdagræðgi verkalýðsfélaga Ég tel ekki, með tilliti til þess sem á undan er sagt, að ég þurfi að fara mörgum orðum um stjórn- unarrétt ÍSAL. Verkalýðsfélögin hafa ekki haft í frammi tilburði til þess að ráða meira hjá ÍSAL en lög og samningar kveða á um. Hins vegar væri athugandi hvort staðan væri þessi hjá ÍSAL, ef starfsmenn og stéttarfélög þeirra hefðu verið í nánara samráði um starfsemina. Tilgangur ÍSAL/VSÍ Erfitt er að leggja mat á það hver tilgangur þessara aðila er með slikum vinnubrögðum. Ég bendi á viðræður við tvo aðila um hugsanlega byggingu álverksmiðja á Islandi. Það skapar ekki jákvætt viðhorf þeirra aðila að horfa upp á slíkar deilur. ÍSAL leitar einnig eftir lægra orkuverði, eða vill með öðrum orðum að almenningur greiði enn stærri hluta af orku- notkun ÍSAL. Þá er ekki ónýtt að hóta lokun. í þriðja lagi vil ég benda á fyrirhugaða gildistöku samnings um Evrópskt efnahags- svæði nú um áramót. Það er vitað, að það er yfirlýst skoðun vinnuveit- enda í ÉB-löndunum að veikja þurfi verkalýðshreyfingar í þessum löndum. VSI hefur einnig tekið upp miklu harðari stefnu að undan- fömu gagnvart túlkunum á rétt- indum launþega. Sjáum við i þess- ari deilu klærnar seilast til Is- lands? Eru þessi vinnubrögð það sem koma skal? Niðurfelling grundvallarréttinda verkafólks í Straumsvík væri gott fordæmi fyr- ir vinnuveitendur til notkunar í öðrum samningum. Afleiðingar deilunnar Það er að mínu mati ljóst, hvort sem deilan í Straumsvík leysist fyrr eða síðar, að verkalýðssamtök- in verða að endurmeta hlutina í ljósi hennar. Menn verða að skoða hvort það traust sem verkalýðs- hreyfingin hefur sýnt VSÍ sé á rökum reist, með tilliti til þess tví- skinnungs sem samtök vinnuveit- enda hafa sýnt í þessu máli. Ég bendi í þessu sambandi á tvískinnunginn er VSÍ tekur þátt í að krefjast ógildingar kjaradóms með lagasetningu þar sem launa- hækkanir urðu of miklar, miðað við miðlunartilllögu, en neitar á sama tíma á sjötta hundrað laun- þegum um miðlunartillöguna. Það er vandséð að verkalýðsfé- lögin geti hér eftir litið svo á, að Vinnuveitendasambandið hafi burði til að semja um heildarlausn- ir í kjaradeilum, þegar einu fyrir- tæki tekst að pakka því svo ger- samlega saman, að það neyðist til að bijóta grundvallaratriði í sam- komulagi aðila vinnumarkaðarins um lausn allra kjarasamninga á sama grunni. Það er einnig ljóst, að verkalýðs- hreyfingin verður að krefja stjórn- völd um að almenningur verði miklu betur upplýstur um áhrif samningsins um efnahagssvæði Evrópu á atvinnulíf hér á landi. Og það er einnig ljóst, að krafan um þjóðaratkvæði um þann samn- ing hlýtur að öðlast meira gildi en ella eftir reynsluna af ÍSAL-deil- unni. Afleiðingar þessarar kjara- deilu eru því langt í frá ljósar í dag, en geta orðið tímamarkandi hvað varðar samskipti aðila vinnu- markaðarins í framtíðinni. Höfundur er formaður Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Eggjabakka- dýnur eru yfirdýn- ur sem bæta til muna eiginleika flestra rúma séu þær rétt notaðar. Þær eru notað- ar á heilbrigðisstofnunum og fjölmörg um heimilum um land allt með frábærum árangri. Eggjabakkadýnurnar frá Lystadún - Snæland loftræsta, verma og mýkja og hafa einstak lega góða fjöðrunareiginleika. í þeim er 35 kg/m3 svampur (hvítur), sem er opinn og heldur vel fjöðrun sinni. Notkun: Til að eggjabakkadýnur þjóni tilgangi sínum þurfa þær að uppfylla ákveðnar kröfur um stífleika, þykkt og endingu. Dýnan frá Lystadún - Snæland gerir einmitt það - og gott betur. Lítið við og kynnið ykkur kosti hennar - eða fáið lánsdýnu með heim. Framleiðum auk þess svampdýnur og latexdýnur í mörgum stífleikum og skv. máli. - Stuðningspúði skv. sniði. - Æfingadýnur. - Pullur og púða. - Lagfærum og klæðum gamlar dýnur og púða. Skútuvogi 11 LYSTADUN-SNÆLAND hf 124 Reykjavík Sími 91-814655 Sendum í póstkröfu um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.