Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 60
§0 -. MPfiCmBLAÐIÐ ÞRIÐjyDAffUfi, 15,; p^Sg^PR, ,(992 t Eiginkona mín, HALLFRÍÐUR MARTA BÖÐVARSDÓTTIR, Löngubrekku 4, Kópavogi, andaðist á heimili sínu 12. desember. Svavar Jóhannesson. Eiginkona mín, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Heiðmörk 20H, Hveragerði, andaðist í Borgarspítalanum 13. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Kristmundsson. t Elskulegur móðurbróðir okkar og frændi, KRISTINN O. ODDSON, Shouldice Lodge, Calgary, Kanada, er látinn. Soffía, Hrefna og frændfólk. t Sonur minn, bróðir okkar og mágur, RÚNAR JÓHANN NORDQUIST, andaðist í Borgarspítalanum þann 10. desember sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fanney Sigurlaugsdóttir, Sigurlaug Rögnvaldsdóttir, Reynir Helgason, Sigþrúður Rögnvaldsdóttir, Reynir Njálsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA JÓNSDÓTTIR, Ásvallagötu 20, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 13. desember. Guðlaug Ingólfsdóttir, Garðar Ólafsson, Jón Ingólfsson, Ástríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORSTEINN MAGNÚSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, að morgni 12. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Friðbjörg Þorsteinsdóttir, Jenný S. Þorsteinsdóttir, Ólafur Þorsteinsson, Magnús Þorsteinsson, Sigmundur Þorsteinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ragnar Axelsson, Marínó Sigurbjörnsson, Bjarni G. Gunnarsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Þuríður Ottósdóttlr, + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Norðurbraut 7b, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þann 13. desember. Ólafia Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Áslaug Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Kári Friðriksson, Magnús Torfason, Jónína Thorarensen. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, BENONÝ BJÖRGVIN KRISTJÁNSSON pípulagningameistari, Frostafold 5, er lést aðfaranótt 12. desember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudag- inn 18. desember kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurbjörg Runólfsdóttir, Margrét Erla Benónýsdóttir, Sigurgeir Ingimundarson og barnabörn. Petrína G. Narfa dóttir - Minning Fædd 13. nóvember 1892 Dáin 7. desember 1992 Nú er hún Peta, en svo var hún ævinlega kölluð af vinum óg vanda- mönnum, horfin frá okkur. Fullu nafni hét hún Petrína Guðrún Narfadóttir og var Borgfirðingur að ætt og uppruna. Langri ævi er nú lokið, tæpur mánuður er síðan hún varð hundrað ára. Síðustu ár ævinnar var hún á sjúkrahúsinu á Akranesi og orðin utan við heiminn að mestu leyti, hvíld er þreyttum að sofna. Þessa elskulegu konu var ég búin að þekkja frá barnsaldri. Hún var seinni kona móðurbróður míns, Hákons Halldórssonar skipstjóra. Kom hún til hans ung stúlka sem ráðskona, en þá var hann búinn að vera ekkjumaður í nokkur ár. Hafði hann búið á Akranesi ásamt fyrri konu sinni, en hana missti hann eftir fárra ára hjónaband. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur með komunga dóttur sína, sem hét Ní- elsína Helga, og settist að á Kára- stíg 14. Peta og Hákon gengu í hjóna- band 16. apríl 1922. Hann lést 13. mars 1951. Eignuðust þau fjögur böm og era þau í aldursröð: Harald- ur, Herdís (sem er látin), Þóra og Anna Soffía. Ninna, en svo var stjúpdóttir Petu alltaf kölluð, ólst upp með þessum hópi og var alla tíð mjög kært með þeim Petu og systkinunum. í maí 1988 varð Peta fyrir þeirri miklu sorg að missa bæði Ninnu og Dísu með fárra daga millibili en þessi brosmilda kona tók því með því jafnaðargeði, sem einkenndi hana alla ævi. Oft var mannmargt í kringum Petu á Kárastígnum og vora allir velkomnir sem þangað komu. Við systkinin frá Valdastöðum eigum margar góðar minningar þaðan. Þar var alltaf opið hús fyrir mömmu og hennar fjölskyldu, hvenær sem á þurfti að halda, bæði í lengri og skemmri tíma. Það var ætíð mikill kærleikur á milli mágkvennanna, Petu og Halldóra móður minnar, og var samgangur mikill á milli heimilanna, þó annað væri í Reykja- vík og hitt inni í Kjós. Vora systkin- in á Kárastíg stundum hjá mömmu á sumrin, þó sérstaklega Dísa, til að koma til móts við alla þá að- hlynningu sem við nutum hjá Petu og Hákoni frænda. Eftir að mamma og við systkinin fluttum í bæinn var samgangurinn ekki minni. Mér er það minnisstætt að sex konur, þijár ungar og þijár roskn- ar, stofnuðu saumaklúbb. Það vora þær Peta, mamma, Ninna, Anna, sem bjó á neðri hæðinni, og við systurnar Guðrún og ég, þá þekkti enginn orðið „kynslóðabil". Var oft glatt á hjalla og ias ein okkar upp úr sögubók. Kom það oftast í hlut Petu, því enginn tók henni fram í lestrinum. Það var hrein unun að hlusta á hana lesa og hef ég það fyrir satt að slíkt hafi hún gjört á dvalarheimilinu fyrir aldraða á Akranesi þann tíma sem hún dvaldi þar. Ég bið bömum hennar og öllum afkomendum Guðs blessunar um alla framtíð. Að endingu þakka ég henni fyrir öll þau elskulegheit sem hún sýndi mér og mínum og bið Guð að vaka yfir henni á ókunnug- um stigum. Björ'g Þorkelsdóttir. Hún amma mín elskuleg, Petrína G. Narfadóttir. kvaddi þennan heim þann 7. desember sl. rétt nýlega 100 ára gömul. Hún fékk hægt og fallegt and- lát, en þannig var hún sjálf og allar hennar gjörðir. Þetta era nokkur fátæklega þakkarorð til þeirrar bestu manneskju sem ég hef kynnst og það er mikið lán að hafa átt hana sem ömmu. Fyrstu minningar mínar era úr eldhúsinu hennar ömmu á Kárastíg 14, þegar ég þá 3ja ára hnáta var að príla upp á eldhúsborö og laum- ast í snudduna mína sem búið var að fela fyrir mér. Já, það era marg- ar góðar minningar tengdar ömmu og Kárastígnum. Þar var mikili gestagangur, frændfólkið úr sveit- inni, vinir og vandamenn sem litu inn í kaffi. Amma var höfðingi heim að sækja. Hún var einstaklega hjarta- hlý, glaðvær og hláturmild mann- eskja og augun hennar geisluðu af lífsgleði og gáska. Já, hún var fal- leg hún amma mín og það sem meira var, það var svo mikið gott í kring um hana og gott að vera nálægt henni, því var ekki að undra þó að Kárastígur 14 væri vinsælt heimili, þar var líka oft kátt í kot- inu, spilað á orgel og sungið. Amma var ekki nema 58 ára þegar afi minn dó. Eftir það helg- aði hún sig algjörlega bömum sín- um og bamabömum. Var alltaf þar sem mesta þörfin var fyrir hana. Hún hjálpaði dætrum sínum við að koma upp stóram bamahópi. Fóm- aði sér fyrir okkur öll, er hægt að hugsa sér nokkuð göfugra. Já, hún var sko rík hún amma mín. Ekki af veraldlegum auði, það hefði hún aldrei getað orðið, því hún gaf allt jafnóðum frá sér. En hennar and- legu auðæfi voru mikil. Það þótti líka öllum vænt um hana sem kynntust henni og voru henni samtíða. Hún gaf svo mikið af sjálfri sér. Ég er viss um að við höfum öll orðið að betri manneskj- um við að vera samvistum við ömmu. Hún var svo lánsöm að guð gaf henni góða heilsu, létta lundin hennar og andlegt jafnvægi áttu sinn þátt í því að hún náði 100 ára ERFIDRYKKJUR + Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og dóttir, KRISTÍN BLÖNDAL, sem lést í Landspítalanum 11. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 17. desember kl. 15.00. Ámi V. Þórsson, Lárus Þ. Árnason, Þór Árnason, Jóhannes Arnason, Guðlaug Ósk Þórisdóttir, Lárus H. Blöndal. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, KRISTÍN VALDIMARSDÓTTIR, Keilusíðu 5c, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 12. desember. Jarðarförin ferfram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. desember kl. 13.30. Erna Þ. Einisdóttir, Valdimar Einisson, Þóra B. Einisdóttir, Einir Örn Einisson, Sverrir Valdimarsson, Birgir Valdimarsson, Björn H. Þórarinsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Haraldur Valbergsson, Hrönn Hjaltadóttir, Anna Hjaltadóttir, Kolbrún Theodórsdóttir og barnabörn. ’PGlIöQDG s/(? HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 GRÁISTEiftlN * «_ A & R V TT^i , L I P A R i T gabbró.Marmari G R A N É "r .HELGASON HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.