Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 70
70
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
Tónleikar
í Selfoss-
kirkju
^ Selfossi.
ÁRLEGIR aðventutónleikar voru
haldnir í Selfosskirkju að við-
stöddu fjölmenni.
Á fýrri hluta tónleikanna komu
fram grunnskólabörn í tveimur
bjöllukórum og barnakór söng und-
ir stjórn Jónínu Guðmundsdóttur.
Kór eldri borgara söng undir stjóm
Sigurveigar Hjaltested. Þá söng
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands
undir stjórn Jóns Inga Sigurmunds-
sonar.
- Sig. Jóns.
-..♦ ■ 4------
Sauðárkrókur;
Kveikt á
jólatré frá
Kongsberg
Sauðárkróki.
ÁTTUNDA árið í röð hefur Sauð-
árkróksbæ borist vegleg gjöf, fag-
urt jólatré, frá Kongsberg, vinabæ
sínum í Noregi. Tréð var reist á
Kirkjutorgi og um síðustu helgi
voru yósin tendruð með viðhöfn.
Athöfnin hófst með því að bama-
kór söng jólalög og Blásarasveit tón-
listarskólans lék. Félagar úr skátafé-
laginu Eilífsbúum stóðu heiðursvörð
með norska og íslenska fána.
Knútur Aadnegard forseti bæjar-
stjómar ávarpaði viðstadda bæj-
arbúa, sem vom íjölmargir þrátt fyr-
ir heldur kalsalegt veður. Knútur
þakkaði þann hlýhug sem bæjaryfir-
völd í Kongsberg sýndu nú enn einu
sinni með þessari glæsilegu gjöf.
Að loknu ávarpi Knúts vom ljósin
tendmð og skömmu síðar birtust
jólasveinar, sem að vísu vom heldur
fyrr á ferð en vanalega, en komnir
engu að síður og sungu þeir fyrir
yngstu gestina og gáfu ávexti.
Margir fylgdust með þegar ljósin á jólatrénu frá Oslóborg voru kveikt. Fólk lét veðrið ekki aftra sér frá að taka þátt í hátíðarhöldum
á Austurvelli.
Um sjö þúsund
á Austurvelli
KVEIKT var a jolatrenu við Austurvöll á sunnudag. Um 7.000
manns voru við athöfnina þegar jólatréð, sem er gjöf frá Oslóar-
borg, var afhent.
Ingunn Hagen, eiginkona Öy-
vind Stokke, sendiráðsritara
norska sendiráðsins, afhenti jóla-
tréð, sem er gjöf frá Oslóarborg.
Markús Örn Antonsson, borgar-
stjóri, veitti trénu viðtöku fyrir
hönd borgarbúa. Við athöfnina
vora jólasveinamir mættir til að
skemmta yngri kynslóðinni. Auk
þess spilaði Lúðrasveit Reykjavíkur
og Dómkórinn söng.
Þrátt fyrir kulda og Ieiðindaveð-
ur lét yngsta kynslóðin sig ekki
vanta á Austurvöll þegar ljósin á
jólatrénu vom kveikt og fylgdist
af áhuga með athöfninni og jóla-
sveinunum á þaki Kökuhússins.
Jólasveinamir vora að sjálfsögðu mættir líka og skemmtu börnunum.
Selfoss
Kveikt á jólatré úr Ingólfsfjalli
Morgunblaðið/Frimann Ólafsson
Börain þyrptust að Stúfi og Stekkjastaur þegar þeir komu færandi
hendi í Grindavíkurkirkju.
Jólatré frá Hirtshals
gleður Grindvíkinga
Grindavík.
KVEIKT var á perum jólatrésins
í Grindavík síðastliðinn sunnudag.
Tréð stendur að vanda við Ránar-
götu. Það er gjöf frá Hirtshals,
vinabæ Grindavíkur í Danmörku.
Fyrirhugað var að hafa athöfn við
tréð sjálft á sunnudaginn en vegna
hvassviðris var horfið frá því og at-
höfnin flutt í Grindavíkurkirkju.
Blásarasveit tónlistarskólans lék fyr-
ir gesti sem fylltu kirkjuna og bama-
kór söng. Sr. Jóna Kristín Þorvalds-
dóttir flutti því næst hugvekju
tengda jólum.
Þegar bamakórinn söng varð vart
við mikla ókyrrð í kirkjunni því gest-
ir af yngri kynslóðinni urðu varir
við kynlega sveina í rauðum fötum
sem vom að sniglast fyrir utan kirkj-
una. Þar vom þeir komnir sveinarn-
ir Stekkjastaur, Giljagaur og Stúfur
með poka á baki. Þeir steðjuðu inn
í kirkjuna við mikla hrifningu og
elti halarófa þá út þar sem þeir
dreifðu karamellum til þeirra sem
vildu og sagði enginn nei.
- FÓ
Selfossi.
KVEIKT var á jólatrénu í mið-
bænum á Selfossi síðastliðinn
laugardag. Þann dag komu jóla-
sveinarnir í bæinn og tóku þátt
í athöfninni ásamt barnakór Sel-
fosskirkju. Er þetta árlegur við-
burður i bæjarlífinu og að vanda
fylgdist fjöldi bæjarbúa með.
Sigríður Jensdóttir forseti bæjar-
stjórnar flutti ávarp og gat þess
meðal annars að jólatréð í ár væri
fengið úr skógræktinni á Snæfoks-
stöðum. Tréð er vel á níunda metra
og var gróðursett árið 1960 af ungl-
ingum frá Selfossi.
Þrátt fyrir frekar slæmt veður
var fjölmennt við þessa árlegu at-
höfn og börnin kunnu vel að meta
galsafengna jólasveina sem tóku
þau tali.
- Sig. Jóns.
Morgunblaðiö/Frfmann Ólafsson
Vitringarnir og hirðamir mynda hring um Maríu og Jósef í helgi-
leik sem var fluttur í sunnudagaskólanum í Grindavík.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Börnin kunnu vel að meta heimsókn jólasveinanna.
Helgileikur í sunnu-
dagaskóla Grindavíkur
Grindavík.
STARFI sunnudagaskólans í Grindavík á þessu ári lauk á þriðja
sunnudegi í aðventu með því að færður var upp helgileikur sem
túlkaði fæðingu frelsarans.
Sunnudagaskólinn hefur starfað
með miklum blóma í haust og það
sem af er vetri. Þátttakendur í helgi-
leiknum vom fjölmárgir og reyndar
tóku allir sem mættu í kirkjuna þátt
með því að mynda röð fram kirkju-
gólfið þar sem vitringarnir, María
og Jósef og hirðarnir gengu um í
helgileiknum. Sungnir vom söngv-
amir Bjart er yfir Betlehem og I
Betlehem er barn oss fætt. Að leikn-
um loknum var lesin saga um fjöl-
skyldu sem gleymdi því að jól em
haldin til að minnast komu frelsar-
ans í heiminn en ekki til að dansa
í kringum gullkálfinn, og var nú eins
og endranær þörf ábending.