Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
62.tbl. 81.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afleiðingar fulltrúaþings Rússlands
Boða festu af
hálfu Jeltsíns
Samgöngur tefjast
Reuter
FANNFERGI sem fylgdi óveðri í Bandarikjunum setti samgöngur úr skorðum. Myndin var tekin í New
York þar sem gangandi vegfarendur urðu að yfirstíga hverja hindrunina af annarri.
Moskvu. Reuter.
ÞESS er nú beðið með eftirvæntingu á hvern hátt Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti bregst við lyktum fuiltrúaþings Rússlans. Talsmaður for-
setans, Vjatsjeslav Kostíkov, sagði í gær að viðbrögðin yrðu jafnákveð-
in og í valdaráninu árið 1991. Konstantín Zlobín blaðafulltrúi þingsins
vísaði í gær á bug gagnrýni Jeltsíns þess efnis að fulltrúaþingið vildi
endurreisa kommúnisma í Rússlandi.
Fulltrúaþingið lauk störfum á
laugardag og aflýsti þá m.a. þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stjórnskipan
landsins. Jeltsín hyggst ótrauður
beita sér fyrir slíkum kosningum en
fyrst hann fékk ekki stuðning full-
trúaþingsins virðist sem þar verði
um nokkurs konar skoðanakönnun
að ræða sem ekki hafi lagagildi.
Fulltrúaþingið stóð í fjóra daga
og hafnaði það öllum tillögum forset-
ans og áskildi sér rétt til að setja
forsetann af bryti hann gegn stjórn-
arskránni. Rúslan Khasbúlatov þing-
forseti sleit þinghaldinu á laugardag
með þeim orðum að þingmenn skyldu
fara til síns heima og vinna að því
að öllum ákvörðunum þingsins yrði
framfylgt. Mæltist hann til þess að
ráð og héraðsþing héldu aukafundi
til að ræða niðurstöður fulltrúaþings-
ins.
Jeltsín og hans menn hafa ráðið
ráðum sínum um helgina. Fyrstu við-
brögð úr þeim herbúðum komu svo
í gærmorgun með yfirlýsingu Vjatsj-
eslavs Kostíkovs, biaðafulltrúa for-
setans. Þar er fulltrúaþingið sakað
um stjórnarskrárbrot og afturhvarf
til kommúnisma. „Lokaorð þingfor-
setans, R.I. Khasbúlatovs, jafngilda
í raun hvatningu til ráðanna um að
taka sér miðstjórnarvald og stað-
bundin völd.“
„Oveður aldarinnar,“ sagði yfirmaður bandarísku veðurstofunnar
114 láta lífið í fárviðri
frá Kúbu til Kanada
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
TALIÐ er að 114 manns hafi látið lífið frá Kúbu til Kanada um helg-
ina í einhveiju mesta óveðri, sem riðið hefur yfir hér vestanhafs um
langan aldur. „Þetta var óveður aldarinnar," sagði Joe Friday, yfir-
maður bandarísku veðurstofunnar. Bandarikin urðu verst úti í storm-
inum, sem fylgdi víða mikil snjókoma, og hefur Bill Clinton forseti
heitið hinum verst stöddu opinberri aðstoð. Vindhraðinn náði rúm-
lega 100 mílum á klukkustund í verstu hryðjunum og hæstu skaflar
mældust fimm metrar. Engin leið er að meta Ijónið að svo stöddu,
en víst er að það nemur milljónum dollara.
Veðrið var að mestu gengið yfir
í gær, en víða fylgdi mikill kuldi í
kjölfar þess. í gær var ekki vitað
hvar 56 ungmenni í Norður-Karólínu
voru niðurkomin og átti að bjarga
hundrað táningum og leiðbeinend-
um, sem voru tepptir í sæluhúsum
og tjöidum í fjöllum í Tennessee.
Flutningaskip sökk í miklum sjó-
gangi í gærmorgun undan ströndum
Nova Scotia í Kanada með þeim
afieiðingum að einn drukknaði. 32
skipveija er enn leitað.
Flórída verst úti
Flórída varð verst úti í óveðrinu
og var manntjón þar meira en þegar
fellibylurinn Andrew reið yfir í ág-
úst. Þá létu 16 manns lífið, en nú
er talið að 31 hafi látist í Flórída
um helgina. Neyðarástandi var lýst
yfir í Flórída þegar á laugardag.
Ekki bætti kuldinn úr skák fyrir
Flórídabúa. í Orlando mældist hitinn
aðeins um frostmark á sunnudag.
Óveðrið myndaðist á fimmtudag
og föstudag yfir Mexíkóflóa og á
laugardag náði það yfir alla austur-
strönd Bandaríkjanna ásamt Kúbu
fyrir sunnan og Kanada fyrir norð-
an. Fjórir létust í Kanada og að
minnsta kosti þrír á Kúbu.
í Alabama snjóaði meira á einum
degi en nokkurn tíma áður á heilum
vetri. Vissu ráðamenn þar ekki
hvernig þeir áttu að bregðast við
því að víðast hvar var engin snjó-
moksturstæki að finna. Það gæti
orðið bið á því að snjórinn bráðni í
Alabama því frost fór niður í 20
gráður.
Viðbúnaður var betri eftir því sem
norðar dró. í New York-borg var
fólki þó ráðlagt að nota almennings-
samgöngur og fara ekki á bílum sín-
um til vinnu vegna hálku. í Boston
voru margir skólar lokaðir, en götur
voru auðar. Skaflar á gangstéttum
báru hins vegar dugnaði þeirra, sem
ruddu götur, vitni.
Þetta er mannskæðasta vetrar-
veður í Bandaríkjunum frá árinu
1966 þegar 165 manns létu lífið.
Rafmagnslaust varð hjá þremur
milljónum manna og þúsundir urðu
að láta fyrirberast í neyðarskýlum,
sem yfirvöld opnuðu fyrir fórn-
arlömb flóða og vinda.
Dauðsföll margskonar
Dauðsföll bar að með ýmsum
hætti. í Alabama fraus maður í hel
á meðan hann beið eftir strætis-
vagni og annar varð úti í skafli fyr-
ir utan skemmtistað í Suður-Karól-
ínu. Margir létu lífið í umferðarslys-
um og í Georgíu og Flórída varð
fólk undir tijám, sem vindurinn reif
upp með rótum. Nokkur dauðsföll
voru rakin til eldsvoða á heimilum
þar sem kveikt hafði verið á kertum
vegna rafmagnsleysis. Nokkrir
fengu hjartaáfall er þeir voru að
moka snjó. Nokkuð kvað að því að
menn dóu úr hjartaslagi vegna þess
að háir skaflar komu í veg fyrir að
hjálp bærist í tæka tíð.
Snjókörl-
um rænt
í Flórída
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttarit-
ara Morgunbladsins.
STÓRHRÍÐINNI á austur-
strönd Bandaríkjanna um
helgina var misjafnlega tek-
ið. Flestum þótti nóg um,
en börn á suðlægari slóðum
fengu sjaldséð tækifæri til
að leika sér í snjó og búa
til snjókarla.
Börn í Pensacola í norður-
hluta Flórída fá hins vegar
ekki að fylgjast með snjókörl-
unum sínum bráðna því að
þrír menn á pallbíl óku þar um
í ránshug. Fjarlægðu þeir snjó-
karla úr görðum fólks og sögðu
sjónarvottar að þeir hefðu haft
að minnsta kosti tylft snjó-
karla á palli sínum. Lögregla
ráðlagði fólki að greiða ekki
lausnargjald fyrir snjókarlana:
„Þeir eru sennilega allir bráðn-
aðir.“
FAO vill aflakvóta og veiði-
leyfi vegna ofveiði á úthöfum
Róm. Reuter.
MATVÆLA- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO)
birti í gær skýrslu stofnunarinnar þar sem sagði að vegná ofveiði
á úthöfunum væru margir fiskistofnar í útrýmingarhættu, þar á
meðal þorskur, ýsa, flyðra, rækja, Atlantshafslax og vissar túnfisk-
tegundir.
„Vegna ofveiði eru ýmsir stofn-
ar á mörkum þess að geta end-
urnýjað sig sjálfir," sagði í skýrslu
FAO. Þar segir að heildarfískafli
hafi aukist um þriðjung á níunda
áratugnum og numið 86 milljónum
tonna árið 1989.
„Margar fisktegundir eru of-
veiddar og í alvarlegri hættu. Þarf
betri veiðistjórnun að koma til,“
segir ennfremur og eru framan-
greindar fisktegundir sérstaklega
nefndar í því sambandi. Lagt er
til að á alþjóðavettvangi verði tak-
mörkun fiskveiða íhuguð.
„Frjáls aðgangur að miðum
getur haft mjög skaðlegar afleið-
ingar, gengið verður enn frekar á
stofnana og hætta er á átökum
þeirra sem nýta auðlindina," segir
í skýrslunni sem unnin var á veg-
um fiskveiðinefndar FAO. Þar er
lagt til að veiðistjórn sem byggir
á veiðileyfum og aflakvótum verði
tekin upp í því skyni að koma í
veg fyrir ofveiði.