Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Sambands- laust við > Olafsvík og Hellissand Símasambandslaust var við Olafsvík og Hellissand í ga»r. Bilun varð í símstöðinni á Olafs- vík en ekki var nákvæmlega vit- að hvað olli biluninni. Ekki var hægt að ná símsam- bandi við þessa staði um miðjan dag í gær. Að sögn starfsmanna á Pósti og síma hafa áður komið upp bilan- ir í símstöðinni á Ólafsvík. ---» ♦ ♦-- Um 2.500 bíl- 2.496 bílar voru stöðvaðir í akstri í eftirlit^átaki lögregluembætt- anna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem lauk á sunnu- dag. Ökumenn 23 bíla voru kærðir fyrir að aka ölvaðir, 167 voru kærð- ir vegna þess að ljósabúnaði bílanna var áfátt en alls hlutu 1.099 öku- menn áminningar af þeim sökum. Helgina fyrir þetta sérstaka átak var 21 ökumaður kærður fyrir ölvun við akstur í Reykjavík einni. Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn sagði að lögreglumenn hefðu orðið varir við að fyrirfram kynning á því að hverju lögreglan hygðist beina kröftum sínum þessa daga hefði náð til almennings og kvaðst hann telja að það hefði átt dijúgan þátt í því að letja menn þess að aka undir áhrifum áfengis. ar stöðvaðir Zinkskammtur, litaðar glærur og gleraugu hjálpa lesblindum Aðstoðað við lesturinn Morgunblaðið/Keli Gyða að aðstoða Jónas Sævar Jónasson, sjö ára, sem er að verða Iæs með glæruna sína LESTRARERFIÐLEIKAR hafa löngum verið tengdir við tossa í íslensku skólakerfi. Nú hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á, að stór hópur einstakl- inga, svokallaðir lesblindir eru með öðruvísi sjónskynjun. Gyða Stefánsdóttir hefur sér- hæft sig í kennslu lesblindra bæði hér heima og úti í Bret- landi og Bandaríkjunum. Þær aðferðir sem hún kynnir hér í skólum -að lesa í gegnum lit- aðar glærur og aukaskammt- ur af bætiefnum, með aðalá- herslu á 15 mg af zinki- mættu fyrst tortryggni og andstöðu. „Nú tala kennarar og foreldr- ar um ótrúlegar framfarir,“ segir Gyða. „Það eru við sem erum tossar að geta ekki fund- ið út aðferðir til að kenna þessum yfirleitt sterkgreindu einstaklingum." Gyða veit af eigin raun, hvað foreldrar lesblindra barna þurfa að beijast við kerfið, til að börn þeirra fái að stunda ménntaskólanám, til að þau séu ekki flæmd út úr skólum vegna lestrarörðugleika. Rasismi að dæma lesblind börn úr skóla „Það verður skellihlegið að okkur eftir 15-20 ár að koma svona fram við lesblinda," segir Gyða. „Við þurfum alltaf að hafa einhveija fyrir neðan íjöldann. Að dæma les- blind böm frá langskólanámi er í ætt við rasisma. Ennþá eru rann- sóknir skammt á veg komnar, en þær sem hafa verið gerðar, sýna að lesblindir eru með einhver frávik í heila, þannig að sjónskynjun þeirra er öðruvísi. Samhliða þessu fráviki hafa þessir einstaklingar oft meira skap- andi hugsun og mælast jafnvel greindari. Leonardo da Vinci og H. C. Anders voru lesblindir, Mar- gau Heminway í dag. Hræðilegt að hugsa sér, að við skulum ennþá vera að eyðileggja stóran hluta af þjóðinni með fijóa hugsun.“ Niðurbrotin með skerta lífslöngun Gyða segir að ástand hjá les- blindum bömum hér á landi sé mjög slæmt. „Mörg þessi börn era niðurbrotin sálarlega, jafnvel með skerta lífslöngun og verða oft fyrir einelti. Nú era þau drifin í karate og judó, til að geta varið sig.“ Gyða segist leggja aðaláherslu á sam- vinnu skóla og heimila. Einstakl- ingskennsla sé lykilatriði fyrir þessi börn, þess vegna fær Gyða foreldra í lið með sér. Árangursrík hjálpartæki Litaðar glærur og aukinn zink- skammtur eru liður í meðferðinni, en Gyða ráðleggur fólki að leita til sérfræðinga áður en farið er út í slíkar aðgerðir. Gyða segir, að ef eitthvað sé að líkamanum, þá sé allt gert og spyr: —Hvers vegna mega lesblindir ekki nota tölvufor- rit í stafsetningu, eins og fatlaður maður fær staf? —Hvers vegna era stafsetningarvillur þeirra ekki metnar öðravísi? Það mætti hugsa sér að þau hefðu lengri tíma í próf- um og 5-10 villur í forskot." Stöndum saman sem einn maður Nýjar breskar og finnskar rann- sóknir á lesblindum börnum, sýna svo ekki verður um villst, að auka- skammtur af vítaminum með aðal- áherslu á zinki, bæti lestur og staf- setningu meira en eðlilegt getur talist.„Þegar hafa 70 börn hér feng- ið mælt zinkmagn í blóðvökva, en beðið er umsagnar landlæknis." Gyða segir frá 12 ára telpu, sem var með 6 í lestri í desember, byij- aði þá á zinkskammti og að lesa gegnum litaðar glærur. „Þessi stelpa er nú með 8 í lestri og það era fleiri svona dæmi. Skólastjórar sem ég vinn fyrir, eru ánægðir með árangurinn. Við kennarar stöndum saman sem einn maður um að halda þessu áfram - finna betri og betri leiðir.“ Ljósfælni og lestur Blaðamaður fylgdist með Gyðu, þegar hún prófaði lesblindan ungl- ing. „Það er aldrei of seint að taka á þessu,“ segir hún. Hjá lesblindum er eins og hvíti bakgrannurinn þrengi sér upp á milli stafanna og eyði þeim. Krakkarnir segja að staf- irnir séu í móðu, titri eða hreyfist. Litaðar glærur eða gleraugu frá Helen Irlen virðast draga úr þessum einkennum, en flestir geta fundið sinn lit,“ segir Gyða. Flett var í gegnum bók, þar sem orðin hoppa upp og niður, stafir dragast saman, stækka eða renna saman í hringi. „Svona sjá lesblind- ir,“ segir Gyða. „Er að furða þó þeir eigi í erfiðleikum!" Breytingar á styrkjum til ferjureksturs í vegalagafrumvarpi Ekkí verður heimilt að veita fé til Akraborgar eftir 1996 í FRUMVARPI til nýrra vegalaga sem nú er fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir að ríkinu verði heimilt að greiða af vegaáætlun hluta kostnaðar við ferjusiglingar til staða sem eru í vegasambandi allt árið. Hins vegar er veittur þriggja ára umþóttunartími. Það þýðir væntanlega að rekstri Akraborgar verði hætt eftir 1996, nema aðr- ir vilji greiða niður rekstur hennar, og hugsanlega einnig Djúpbáts- ins í Isafjarðardjúpi. Bæjarsljórinn á Akranesi segist telja óskynsam- legt að hætta rekstri ferjunnar án þess að stytta verulega leiðina fyrir Hvalfjörð, til dæmis með göngum. Loðnan er dreifð við Austurland LOÐNA hefur fundst við Austur- land en hún er of dreifð til að vera veiðanleg. Ekki er að vænta vestangöngu að þessu sinni og hefur rannsóknarskipið Árni Frið- rikson hætt leit fyrir Vestfjörðum. Nokkur loðnuveiði var við Reykja- nes um helgina en bræla hamlaði veiðum á mánudag. „Við erum búnir að leita á stóra svæði við Suð-Austurland og höfum fundið töluvert af loðnu en hún er of dreifð til að vera veiðanleg," sagði Valdimar Aðalsteinsson, skipstjóri á Hörpu NK, sem hefur leitað loðnu fyrir Sildacvinnsluna á Neskaupstað og Síldarverksmiðjur ríkisins. Harpa hefur leitað í viku en ráðgert var að hætta um hádegi í dag. Möguleiki á nýrri göngu Valdimar vildi engu spá um nýja göngu en sagði að loðnan gæti farið i torfur hvenær sem væri. Hann sagði að loðnan þarna ætti líklega langt í hrygningu. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son kom um helgina úr loðnuleitar- leiðangri út af Vestfjörðum. Hjálmar Vilhjálmsson leiðangursstjóri sagði ekkert hafa fundist §gm benti til þess að von væri á vestangöngu. Nokkur loðnuveiði var við Reykja- nes um helgina en engin veiði í gær vegna brælu. Lítið er um loðnu á miðunum og á hún skammt í hrygn- ingu. Undanfarin ár hefur Akraborgin flutt að meðaltali um 260 þúsund farþega og 74 þúsund bíla milli Reykjavíkur og Akraness. Styrkir ríkisins til Akraborgar eru annars vegar í formi stofnstyrks og hins vegar rekstrartillags. Á fjárlög- um þessa árs er gert ráð fyrir 24 milljóna króna stofnstyrk til Akra- borgar og er það fé ætiað til greiðslu á afborgunum og vöxtum af lánum með ríkisábyrgð. Talið er líklegt að þörf verði á svipuðu framlagi á næstu árum. Gert er ráð fyrir 7 milljóna kr. tapi af rekstri Akra- borgar í ár en að eigendur feijunnar geti staðið undir því sjálfir. I fyrra greiddi ríkið 10 milljónir með rekstri skipsins og er gert ráð fyrir að svip- aða fjárhæð þurfa á næsta ári. Nýlega kom fram hjá samgöngu- ráðherra á Alþingi að 132 milljóna kr. skuld útgerðarfélags Akraborg- arinnar skapaði mikla óvissu um framtíð þessarra siglinga. Þriggja ára umþóttunartími Ríkið hefur skuldbundið sig til að hætta að styrkja rekstur Akra- borgar þegar og ef göng undir Hval- fjörð verða opnuð fyrir umferð. í athugasemdum við vegalaga- framvarpið kemur fram að lagt er til að heimilt verði að greiða kostn- að við bifreiðafeijur yfir vötn eða fírði og bryggjur þeirra vegna, með þeim takmörkunum þó, að feijan komi í stað vegasambands um stofn- veg eða tengiveg að minnsta kosti hluta úr árinu. Slíkar feijur þjóni þá byggðarlögum, sem tengjast með stofnvegum eða tengivegum, en búa við vetrareinangran, svo og þeim eyjabyggðum, sem ættu að tengjast með slíkum vegum, ef unnt væri. Gert er ráð fyrir að þær feijur sem ekki .falla undir þessa heimild fái þriggja ára umþóttunartíma. Ljóst virðist að rekstur Akraborgarinnar verður ekki styrktur, verði þetta frumvarp að lögum, og hugsanlega einnig fleiri feijur og kemur Djúp- báturinn í ísafjarðardjúpi þar til athugunar. Mikilvæg fyrir Akranes Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, segir að Akraborgin hafi mikla þýðingu fyrir Akranes. Hún sé mik- ið notuð af Akurnesingum. „Það sýnir sig best þegar skipið er ekki í ferðum vegna viðhalds eða veðurs, því þá líður Skagamönnum illa og finnst þeir vera sambandslausir," segir Gísli. Hann segir að auk þæg- indanna sem fylgi feijunni fyrir Akurnesinga og aðra sem vilji losna við að aka fyrir Hvalfjörð hafi hún gildi í atvinnumálum. Nefndi hann sem dæmi að hún flytji fisk sem Akurnesingar kaupi á markaði í Reykjavík, fisk sem Akurnesingar selji á markaði í Reykjavík og físk sem seldur er utanbæjarmönnum á fiskmarkaðnum á Akranesi. Gísli segir að tekjur Akraborgar- innar hafí undanfarin ár dugað til að standa undir meginhlutanum af rekstrarútgjöldum en ríkið hafi að- stoðað við að greiða af lánum sem tekin voru með ríkisábyrgð. Hann segist telja óskynsamleg að hætta rekstri Akraborgarinnar nema veru- leg styttingyrði á leiðinni til Reykja- víkur, til dæmis með Hvalfjarðar- göngum. Hann segir að ef feijusigl- ingarnar legðust af án þess þyrfti að leggja í veralegar endurbætur á veginum fyrir Hvalfjörð,. til dæmis að byggja nýjar brýr og fleira, þann- ig að vafasamt væri að það borgaði sig fyrir ríkið. Morgunblaðið/Sverrir Fyrsta skóflustungan FYRSTA skóflustunga var tekin s.l. laugardag að nýrri kirkju Grens- ássafnaðar í Reykjavík. Það var sr. Halldór Gröndal sóknarprestur sem tók skóflustunguna að viðstöddu fjölmenni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.