Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 44

Morgunblaðið - 16.03.1993, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Viðræður veita von um fjár- hagslegan bata. Gerðu ekki of mikið úr smámunum heima fyrir. Félagi mætti vera samvinnuþýðari. Naut (20. apríl - 20. maí) Vertu vakandi í vinnunni í dag. Þú nýtur samvista við góða vini. Óþægileg staða getur komið upp í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Viðræður um viðskipti ganga vel en ágreiningur getur komið upp varðandi kostnað. Skemmtu þér án óhófs í peningamálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú getur gengið of langt í undirbúningi heimboðs. Of mikil ágengni getur fælt aðra frá. Samvinna skilar árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér miðar vel áfram í samn- ingaviðræðum. Sumir eru önugir og afundnir, svo erf- itt getur verið að starfa með þeim. Meyja (23. ágúst - 22. september) Félagar standa vel saman. Þrætugjarn vinur getur spillt fyrir smá skemmti- ferð. Gættu þess að eyða ekki of miklu. V°g Ufe (23. sept. - 22. október) Ekki fresta til morguns því sem þú getur gert í dag. Nú er ekki tíminn til að knýja fram svör varðandi viðskipti. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Einhver sem þú átt sam- skipti við er ýkinn og þrætugjarn. Gættu hófs í mat og drykk eftir að skyggja tekur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) sHó Dómgreind þín er með ágætum í dag. Félaga getur greint á um fjárfestingu. Ekki eyða of miklu í skemmtanir. Steingeit (22. des. - 19: janúar) m Nú er hentugt að ljúka bréfaskriftum og viðtölum varðandi vinnuna. Þung- lyndur ættingi getur valdið þér gremju. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér gengur ekki jafn vel að ljúka verkefni og þú bjóst við. Láttu ekki skapið draga úr afköstum. Pen- ingamálin eru hagstæð. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vinafundur hentar þér bet- ur en stefnumót í dag. Þú færð góð ráð hjá vini. Þér hættir til að eyða of miklu. Stj'órnusþána á aó lesa sem dcegradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staóreynda. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI UÓSKA SMÁFÓLK BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Irving Rose sér um daglegan rekstur TGR-klúbbsins í London, sem margir álíta eitt virðuleg- asta rúbertuhreiður í heimi. Spaugaramir segja að skamm- stöfunin TGR standi fyrir „The Great Rose“, og lætur Rose sér vel líka. Reyndar má segja að hann hafi staðið undir nafni nýlega, þegar honum tókst að vinna slemmu þar sem vörnin átti tvo ása: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁKG9 ¥K864 ♦ KD1098 ♦ - Vestur ♦ 732 V 1052 ♦ ÁG ♦ D10532 Austur ♦ 65 VÁG93 ♦ 7653 ♦ 987 Suður ♦ D1084 V D7 ♦ 42 ♦ ÁKG64 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 iauf Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 6 spaðar! Allir pass Útspil hjartatvistur. Slemmutæknin í rúbertunni er ekki upp á marga fiska, svo norður lét sig hafa það að melda slemmuna blint, enda hefði venjuleg ásaspurning lítið gagn- ast honum. Rose hélt stillingu sinni þegar blindur kom upp og lét lítið hjarta úr borði. Austur gat svo sem gert út um spilið með því að drepa á ásinn, en hann taldi líklegra að makker hans ætti hjartadrottningu en tígulás, svo hann prófaði gosann. Rose átti slaginn á drottning- una og velti vöngum í 5 sekúnd- ur. Spilaði svo laufgosa og henti hjarta þegar vestur lét lítiðl! Hin hjörtun tvö fóru þá snarlega nið- ur í ÁK í laufi og slemman var í húsi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Hastingsmótinu um áramótin kom þessi staða upp í skák unga enska alþjóðlega meistarans Matthews Sadlers (2.540), sem hafði hvítt og átti Ieik, og hins kunna stórmeistara Johns Nunns (2.580). Svartur lék síðast 16. c4-c3 og vonaðist greinilega eftir framhaldinu 17. bxc3? — Rxa2+, 18. Kb2 - Hb8+, 19. Kxa2 - c5 og næst Da5 mát. Sadler féll ekki í þessa gildru, heldur sá hann að ekki dygði ann- að en leggj allt f sölurnar í sókn- inni á kóngsvæng: 17. Rxh5! — gxh5, 18. gxh5 (Hvíta staðan er unnin, svartur verður að grípa til örþrifaráða til að halda g-linunni lokaðri) 18. - Bg4, 19. Hgl - f5, 20. fxg4 — f4, 21. bxc3 — Rxa2+, 22. Kc2 - Dxh4, 23. Dg6+ - Kh8, 24. Bd3 - De7, 25. Dh6+ — Kg8, 26. De6+ og Nunn gaf, því hann lendir í gertöpuðu enda- tafli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.