Morgunblaðið - 16.03.1993, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.03.1993, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 51 Aðlögunamámskeið fyi’ir hreyfihamlaða SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, gengst fyrir námskeiði dagana 16.-18. apríl nk. sem ætlað er hreyfihömluðu fólki. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt námskeið er haldið en þau eru sniðin eftir finnskri fyrirmynd og hafa gefíð nyög góða raun. Á námskeiðinu verður fjallað um félagslegar afleiðingar fötlun- ar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um viðhorf almennings til fötlun- ar, viðbrögð vina og vandamanna og viðbrögð einstaklingsins við nýjum og breyttum aðstæðum. Á MANNELDISFÉLAGIÐ heldur almennan fund um aðskotaefni 'og hreinleika innfluttra og inn- lendra matvæla, þriðjudaginn í útibúinu verður hægt að sinna daglegum viðskiptum svo sem að greiða reikninga, leggja inn, stofna reikning og skipta ávísun- um. Þetta er annað skólaárið í röð sem nemendur skólans starfrækja . útibú í samvinnu við bankann og I er megin tilgangurinn að kynna nemendum helstu starfsþætti banka. námskeiðinu verður einnig fyrir- lestur um tryggingamál og réttindi fatlaðra varðandi ýmsa þjónustu pg starfsemi Öryrkjabandalags íslands, Sjálfsbjargar og íþrótta- sambands fatlaðra. Á námskeiðinu verður unnið í 16. mars klukkan 20.15^ í Lög- bergi, húsnæði Háskóla Islands. Athygli fólks um víða veröld beinist í auknum mæli að verndun umhverfis. Mengun lofts, sjávar og jarðvegs kemur fram í fæðu manna og dýra, auk þess sem ýmis efni sem notuð eru til að verja uppskeru eða auka fram- leiðslu geta einig borist í matvæli. Hér á landi hafa mælingar á þess- um efnum eflst stórlega og nú er svo komið að töluverð þekking er til staðar á hreinleika íslenskra matvæla. Á fundi Manneldisfélagsins verða meðal annars kynntar niður- stöður mælinga á aðskotaefnum í mjóík og mjólkurvörum, kjöti, fiski, grænmeti og ávöxtum. Þrír fyrirlesarar flytja erindi, þau Guðjón Atli Auðunsson, frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Olafur Reykdal, frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, og Gunn- laug Einarsdóttir, frá Hollustu- vernd ríkisins. Fundarstjóri verður Halldór Runólfsson, frá Heilbrigði- seftirliti Kjósarsvæðis. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyf- ir. litlum hópum. Þar verða rædd ýmis mál sem snerta daglegt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem öllum eru sameiginleg og svo sérstök vandamál þátttakenda. Hópstjóri er í hvetjum hópi sem hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðu fólki. Hins vegar fer engin bein líkamleg þjálfun fram á nám- skeiðinu. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 16 ára, sem hef- ur fatlast af einhveijum orsökum. Dæmi um slíkt eru mænusköddun, vöðva- og miðtaugakerfissjúk- dómar, liðagigt, klofínn hryggur, helftarlömum, útlimamissir, fólk með MS-sjúkdóminn og fleira. Auk hreyfihamlaðra eru aðrir ættingj- ar, makar og vinir einnig boðnir velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið er haldið á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, í húsi Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, í Reykjadal, Mosfellsbæ. Námskeiðsgjald er 5.200 kr. og er fæði, gisting og námskeiðsgögn innifalin. Ferða- kostnaður er greiddur fyrir fólk af landsbyggðinni. Tilkynnið þátttöku fyrir mánu- daginn 5. apríl til Lilju Þorgeirs- dóttur á skrifstofutíma. (Fréttatilkynning) ................. Tónleikar í Logalandi Tónleikar verða haldnir í Logalandi í Reykholtadal í kvöld á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Bergþór Pálsson, óperusöngv- ari, syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Flutt verða verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Tónleikamir heíjast klukkan 21.00. Fundur um aðskota- efni í matvælum Útibú íslands- banka í FG NEMENDUR í verslunarfræði í i Fjölbrautaskólanum í Garðabæ mun opna útibú í sam- vinnu við Islandsbanka miðviku- daginn 17. mars kl. 11.30. Úti- búið verður opið á miðvikudög- um og föstudögum út aprílmán- uð. Fjölbrautaskólinn er stað- settur við Lyngás 7-9. Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu Kvíði því að ekki verði endumviun í bændastétt GUNNAR Sæmundsson, I bóndi I Hrútatungu í V-Húna- J vatnssýslu og fulltrúi á Bún- aðarþingi, segir að án þess | verið sé með mikinn barlóm þá sé samdrátturinn í búvöru- framleiðslunni býsna alvar- I legt mál, sem enn sé ekki að fullu komið í ljós þar sem bændum hafi ekki fækkað mjög mikið enn sem komið er, og samdrátturinn ekki að öllu leyti kominn fram í tekj- um manna. „Menn hafa ekki að annarri atvinnu að hverfa, þannig að við stöndum frammi fyrir minnkandi tekj- um, en fólkið er áfram í sveit- unum. Það sem ég kvíði, og kannski er einna alvarlegast, er að endurnýjun í bænda- stétt eigi sér ekki stað. Meðal- . aldur bænda er nokkuð hár * og þannig mun fækka veru- lega í stéttinni,“ segir hann. ■ Gunnar sagðist gera sér grein " fyrir því að það muni einhveijar jarðir og jafnvel heilar byggðir fara | í eyði á næstunni, en það væri þó " nokkuð mikið sagt, eins og t.d. kæmi fram í nýlegri skýrslu Ryggðastofnunar um byggðaáætl- un næstu ára, að jafnvel heilar sýsl- Gunnar Sæmundsson í Hrúta- tungu. ur verði ekki með á kortinu. „Það er einnig annað sem blasir við okkur og það er að við erum að fara inn í nýtt umhverfi hvað varðar innflutning. Þá er það stóra spurningin fyrir okkur bændur hvort okkur verður skapað rekstrar- umhverfí sem jafnast á við það sem bændur erlendis hafa og eru að keppa við okkur,“ sagði Gunnar. Hann sagðist telja að stjómvöld gerðu sér ekki grein fyrir því hvert stefndi varðandi breytingarnar í ís- lenskum landbúnaði, eða þá að þau vilji ekki taka tillit til þess. „Ég held að ennþá geri ráðamenn almennt sér ekki grein fyrir hvað frumframleiðslan í landbúnaði skapar mörgum atvinnu. Þama þurfum við auðvitað að standa sam- an, fólkið í landinu sem er að vinna úr þessari vöru og við að veija okk- ar hag í harðnandi samkeppni við innflutning, og eins þurfum við að skapa hér góða ímynd á þeirri vöm sem við emm að framleiða.“ Gunnar sagði brýna þörf á ákveð- inni uppstokkun í félagskerfi bænda, en hann óttaðist að bændur væru í vaxandi mæli að fara sitt í hvora áttina, og þetta kæmi einna helst fram í harðnandi samkeppni innbyrðis í kjötgreinunum. „Ég var að vona að á þessu Bún- aðarþingi yrði gerð sú breyting að inn á Búnaðarþing kæmu fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda, en það var ekki gengið frá því máli núna. Ég tel óhjákvæmilegt að það eigi sér stað breytingar á félagskerfinu, og ég hefði viljað sjá ákveðnar breytingar á Búnaðarþingi, en kerf- ið er hins vegar nokkuð þungt í vöfum,“ sagði hann. IJD n&RRÓK LÖGREGLUJNIIMAR í REYKJAVÍK: 12. -15. mars 1990 Umferðarátak lögreglunnar á Suðurnesjum og á höfuðborgar- svæðinu beindist sérstaklega að því að hafa upp á ölvuðum öku- mönnum um helgina. Á meðal þeirra ökumanna, sem lögreglan hafði afskipti af, em á þriðja tug grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Auk þeirra vom 178 ökumenn ýmist kærðir eða áminntir fyrir ýmis umferðarlagabrot í Reykjavík. Sex reyndust vera ökuréttinda- lausir í akstri. Ölvað fólk nýtti sér óvenju- gott veður á föstudagsnótt og var mikið á ferli. Margir dmkku ótæpilega og mátti glögglega sjá það á fótaburðinum, þ.e. þeirra sem enn gátu staðið í fæturnar. Næturvaktin var annasömj stöðugt annríki alla nóttina. I dagbókina eru skráð yfír 100 verkefni, aðallega ölv- unartengd. Fátt óvenjulegt kom upp á og ber dagbókin með sér hefðbundna flóm af misgjörðum borgaranna. Snemma á laugardagskvöld kom ölvaður maður inn á veit- ingahús í miðborginni. Sá hafði uppi hótanir við starfsmann og veifaði hnífi, sem hann hafði haft með sér. Að því búnu hafði maðurinn sig á brott. Vitað var hver maður þessi er og var hann handtekinn á öðm veitingahúsi síðar um kvöldið. í framhaldi af því fékk hann gistingu í fangageymslu lögreglunnar. Aðfaranótt sunnudags var bifreið mæld á 112 km hraða á Sæbraut við Kringlumýrarbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina og sviptur ökuréttindum. Skömmu síðar var bifreið í Ártúnsbrekku mæld á 109 km hraða. Ökumað- ur þeirrar bifreiðar var einnig sviptur ökuréttindum. Alls voru 38 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt um helgina. Á sunnudagskvöld stöðvuðu lögreglumenn bifreið í miðborg- inni. Hún var eftirlýst í tengsl- um við innbrot í hljómtækja- vöruverslun kvöldið áður. Skömmu síðar var piltur hand- tekinn og viðurkenndi hann inn- brotið. Um kvöldið hafði einn góð- kunningja lögreglunnar brugðið sér úr bifreið sinni við hús eitt og skyldi vélina eftir í gangi. í því átti annar góðkunningja lög- reglunnar leið framhjá. Sá stóðst ekki freistinguna þegar hann sá mannlausa bifreiðina í gangi, enda virtist hún beinlínis vera þarna í hans þágu. Hann tók sér því bessaleyfí, settist undir stýri og ók spölkorn aftur á bak. Þá vildi ekki betur til en bifreiðin lenti á mannlausri bif- reið þar fyrir aftan. Ökumaður- inn gafst þá upp og hljóp á brott. Umráðamaður bifreiðarinnar, sem sá undir iljarnar á söku- dólginum, hafði samband við lögregluna. Lögreglumenn, sem sendir voru á vettvang, lögðu lykkju á leið sína og handtóku sökudólginn þar skammt frá. Þegar þeir komu loks á staðinn hafði umráðamaður bifreiðar- innar ekki annað fram að færa en kvartanir um það hversu lengi lögreglumennimir hefðu verið á staðinn eftir að hann tilkynnti atburðinn. Þeir væru ekki svona lengi á staðinn þegar hann væri að gera eitthvað af sér. Lögreglan var nokkrum sinn- um kölluð í heimahús þar sem unglingar stóðu fyrir sam- kvæmum. Yfírleitt voru það nágrannar, sem kvörtuðu síðla nætur. Fullorðnir voru víðs fjarri í öllum tilvikum. Síðdegis á sunnudag var til- kynnt um mannlausan gúmmí- bát með mótor á reki rétt norð- an Geirsnefs á Elliðavogi. All- margar tilkynningar bárust um bátinn, en sem betur fer hringdi eigandinn og kvaðst hafá misst hann frá sér. Hann myndi fylgj- ast með hvar hann bæri að landi. Lítið var um innbrot og þjófn- aði um helgina. Fólk var dug- legt við að tilkynna það sem því fannst grunsamlegt. Þannig tókst að handtaka tvo innbrots- þjófa, en þrír aðrir, sem tilkynnt var um að væru að skríða inn um glugga íbúða, gátu gert grein fyrir ferðum sínum. Þeir voru allir húsráðendur á við- komandi stöðum, en höfðu notað þá aðferð að skríða inn um glugga heima hjá sér eftir að hafa lokast úti. —efþú spilar til að vinna! 10. ieikvika -13. mars 1993 Nr. Leikur: Röóm: 1. Coventry - Arsenal - - 2 2. Everton - Nott Forest 1 - - 3. Leeds - Man. City 1 - - 4. Middlesb. - Liverpool - - 2 5. Norwich - Oidhjtm 1 - - 6. Q.P.R. - Wimbledon - - 2 7. SouthampL - Ipswich 1 - - 8. Bristol R. - Woives - X - 9. Cambridge - Portsm. - - 2 10. MUhraU - Derby 1 - - 11. Notts C.- West Ham 1 - - 12. Swindon - Newcastle 1 - - 13. Tranmere Leicester 2 Heildarvinningsupphæðin: 131 milljónir króna 13 réttir: 432.170 | kr. 12 réttir: (_ 10.600 | kr. llréttir: 950 kr. 10 réttir: 280 kr. [ 10. leikvUu -14. man 1993 Nr. Leikur:________________Röóin: 1. Ancona - Parma - X - 2. Brcscia - Juventus 1 - - 3. CagUari - Sarapdoria - - 2 4. Fiorentina - Pescara 1 - - 5. Genoa - Foggia - X - 6. Inter-Roma - X - 7. Lazio - AC Milan - X - 8. Napoli - Udlnese 1 - - 9. Torino - Aíalanta - X - 10. Lecce - Cosenza - X - 11. Modena - Pisa - X - 12. Piacenza - Reggiana - X - 13. Verona - Cremonese 1 - - Heildarviiuiingsupphæðin: 18,0 milljónir króna | 13 réttir: 962.240 kr. 12 réttir: (_ 18.930 | kr. 11 réttir: 1.440 kr.f lOréttir: 410 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.