Morgunblaðið - 07.04.1993, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
Margrét Reykdal: Allan ársins hring. Olíumálverk, 1992-93.
Margrét Reykdal
_________Myndlist_______________
Eiríkur Þorláksson
í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, stendur
um þessar mundir yfir sýning á
verkum listakonunnar Margrétar
Reykdal, en nú eru fimm ár liðin
síðan hún hélt síðast einkasýningu
hér á landi.
Margrét stundaði sitt listnám í
Noregi á árunum 1968-76, og á
þeim árum stundaði hún einnig nám
í listasögu og lauk kennaraprófi í
myndmennt. Hún hefur komið hing-
að heim og haldið einkasýningar,
auk þess sem hún hefur tekið þátt
í samsýningum, bæði hér og í Nor-
egi. Margrét hefur þó að mestu
búið í Noregi alla tíð, en nú býr hún
í Frysja listamannamiðstöðinni í
Osló, auk þess sem hún starfar við
Samtímalistasafnið þar.
Á sýningunni í Hafnarborg getur
að iíta tuttugu og tvö verk. Það er
gott jafnvægi yfir heildarsvip sýn-
ingarinnar, og oftar en ekki opna
verkin áhorfandanum leið inn í heim
minninganna, sem kunna að sækja
á hvem og einn fjarri ættlandinu.
Þessar minningar snúast bæði um
fólk og um stemmningar, sem
kunna að tengjast árstíðum, stöðum
eða jafnvel veðrabrigðum.
Finna má áhrif frá Edvard Munch
í verkum eins og „Hótelherbergið“
(nr. 18), og landslagsminnin bera
stundum með sér svip af því sem
Eiríkur Smith hefur verið að fást
við þótt litaval kunni að vera nokk-
uð annað. Eðli myndefnisins er þó
ávallt persónulegt, einkum þar sem
landslag og hringrás náttúmnnar
eru tengd saman, eins og í „Allan
ársins hring“ (nr. 10) og í „Falið"
(nr. 19).
Staða mannsins í náttúrunni er
einnig hugstæð listakonunni, og oft
sett fram á þann hátt, að maðurinn
virðist einangraður eða áhrifalítill í
umhverfí sínu. í „Óviðrinu" (nr. 6)
dregur hver sig inn í sína skel, í
stað þess að leita samtakamáttarins.
Margrét setur fram fjölskrúðug
mynstur og litaskipan í þeim mynd-
um, sem hún hefur unnið með akrýl
og þurrkrít. Hin mannlega nálægð
er ekki alltaf fögur; hið svarta skip
í verkinu „Á ströndinni" (nr. 2) er
áminning um þann spillingarmátt,
sem felst í verkum mannsins í nátt-
úrunni.
Hér er á ferðinni sýriing sem ber
þess merki að listakonan kann vel
til verka; Iitameðferð er góð, einkum
í olíulitunum, myndskipun er sterk
og heldur uppi spennu , og viðfangs-
efnin eru skemmtileg blanda nátt-
úrusvipa og tregablandinna endur-
minninga, sem vinna vel saman.
Sýningu Margrétar Reykdal í
Hafnarborg í Hafnarfírði lýkur á
annan páskadag, þann 12. apríl, og
eru listunnendur hvattir til að líta
við.
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir
í Sverrissal Hafnarborgar, fer
senn að Ijúka sýningu á verkum lis-
takonunnar Aðalheiðar Skarphéð-
insdóttur, sem hún nefnir „Á heiðu
vori“.
Aðalheiður stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskólans
1967-71, en fór síðar í nám í textíl-
hönnun við Konstfackskolan í
Stokkhólmi.
Listakonan hefur tekið þátt í
miklum fjölda samsýninga hér á
landi og erlendis, en þetta mun að-
eins vera fjórða einkasýning hennar.
Eins og fleiri íslenskir listamenn
þá hefur Aðalheiður notið gestrisni
Norrænu Listamiðstöðvarinnar í
Sveaborg við Helsinki í Finnlandi,
en þar dvaldi hún um þriggja mán-
aða skeið haustið 1991, og er sýn-
ingin að mestu afrakstur þeirrar
dvalar.
Þegar listamenn geta sinnt hugð-
arefnum sínum ótruflaðir af öðru
verður oft nokkur breyting á verk-
um þeirra, og má ætla að svo eigi
við hér. Aðalheiður sýnir að þessu
sinni fyrst og fremst verk unnin
með akríl og krít; þessir miðlar gefa
henni gott tækifæri til að túlka
þann léttleika og þau mildu lit-
brigði, sem hafa leitað á hana á
dvalartímanum í Sveaborg.
Hafíð og hinir bláu litir skeija-
garðsins við Helsinki koma víða
fram sem undirstaða verkanna, og
einnig má víða greina bylgjuhreyf-
ingu, sem léttir oft heildarsvipinn.
Þannig má benda á „Atlot“ (nr. 2)
ogjafnvel „Minningarbrot" (nr. 17).
Inn á milli ber við himin léttari form
þríhymdra segla, eins og í „Á heiðu
vori“ (nr. 12), og í enn öðrum verk-
um er vísað á táknrænan hátt til
vitans, sem á að lýsa okkur leið,
líkt og í „Næturstund“ (nr. 42).
í höndum Aðalheiðar skapar lit-
krítin iðandi og frjálsleg verk, þar
sem myndbygging er góð og spenna
í myndfletinum; eitt best verkið í
þessum miðli er eflaust „Finnskur
tangó“ (nr. 29), þar sem hin sterka
fígúra listakonunnar nýtur sín
ágætlega. Þetta sýning, er glöggt
dæmi þess að á stundum getur hin
norræna samvinna, sem oft er um-
deild, gefíð listamönnum tækifæri
til að endurnærast og endumýjast,
sem þeir fengju trauðla að öðrum
kosti. Hér hefur listakonan náð að
nýta sér gistidvölina með ágætum.
Sýning Aðalheiðar Skarphéðins-
dóttur í Sverrissal Hafnarborgar í
Hafnarfirði stendur til annars í
páskum, 12. apríl.
Malmblasarar 1 Hafnarborg á skírdag
Girnileg- efnisskrá
- segir bandaríski stjórnandinn Frank L. Battisti
Málmblásarar og slagverksmenn
koma saman á tónleikum í menn-
ingarmiðstöð Hafnarfjarðar,
Hafnarborg, á morgun, skírdag,
kl. 13.30. Eru þetta fimmtu ár-
legu skírdagstónleikar málm-
blásara síðan 1988, og hafa með-
limir hljómsveitarinnar æft sam-
an í dymbilviku fyrir þessa tón-
leika, undir leiðsögn bandaríska
stjórnandans Frank L. Battisti.
Á efnisskránni er „Ganzon sep-
timi octavi toni a 12“ eftir G.
Gabrieli, Þrír madrigalar eftir
J. Wilbye, „Nonet“ eftir W. Rieg-
ger, „Symphony" eftir J. Koets-
ier. „Divertimento" eftir K.
Husa, „Serenade" eftir R. Star-
er, og Sinfónía eftir W. Hartley.
í yfir 35 ár hefur Frank L. Batt-
isti pantað og stjómað frumflutn-
ingi á fjölda verka eftir mörg af
helstu tónskáldum þessarar aldar,
og má þar m.a. nefna Leslie Bass-
et, Robert Ceely, William Thomas
McKinley, Vincent Percichetti,
Michael Colgrass, Daniel Pingham,
Gunther Schuller, Ivan Tcheripnin
og Alec Wilder. Meðal höfunda
verka sem hann stjórnaði frum-
flutningi á veturinn 1992-1993 má
nefna Rogin Holloway, Sir Michael
Tippet og John Harbison. Þá hefur
Battisti nýlega pantað verk frá
Witold Lutoslawski. „Á þessari öld
eigum við í fyrsta skipti í sögunni
tónskáld sem hafa áhuga á tré- og
málmblásturshljóðfærum sem und-
irstöðu alvarlegra tónsmíða," segir
Battisti þegar blaðamaður færir
þennan mikla Ijölda virtra nútíma-
tónskálda í tal við hann. „Og meiri-
hluti þeirra verka sem eru á efnis-
skrá málmblásarasveita eru frá
þessari öld. Hluti af skýringunni
er sú staðreynd að hljóðfæri þessi
voru ekki fullkomnuð fyrr en eftir
•miðja 19. öld og alit fram á 20.
öld, en einnig spilaði inn í að hið
hefðbundna fyrirkomulag hljóm-
sveita bauð upp á samþætting
málmblásturshljóðfæra og
strengjahljóðfæra, þar sem streng-
imir voru yfirleitt í forgrunni. Einn-
ig hefur áhrif, að á síðustu tveimur
áratugum hefur orðið mikil þensla
á þessu sviði tónlistar og litlar
sveitir hafa skotið upp kollinum
eins og gorkúlur. Tónskáldin eru
því hætt að líta á þennan vettvang
sem takmarkaðan, auk þess sem
tilkoma litlu sveitanna, sem margar
hveijar eru frábærar, fjölgar flutn-
ingi hvers verks, á meðan þeir geta
hrósað happi ef verk samið sérstak-
lega fyrir sinfóníuhljómsveit er
Frank L. Battisti
leikið einu sinni eða tvisvar á ævi
þeirra.“ Battisti nefnir meðal ann-
ars verk sem kallast „Music for
Prague“ og var samið fyrir málm-
blásarasveit og hefur verið flutt
um 9.000 sinnum síðan það var
frumflutt.
Hann er inntur eftir ástæðum
þess að hann hefur að eigin frum-
kvæði pantað jafn mörg verk og
raun ber vitni. „í upphafi 6. áratug-
arins fannst mér mjög mikilvægt
að þróa efnisskrá hljómsveitarinn-
ar, því hljómsveitir verða ekki
framúrskarandi ef þær leika ein-
ungis verk sem eru umskrifuð fyr-
ir þær. Á þeim tíma var nánast lit-
ið á málmblásarasveitir sem lúðra-
sveitir er léku marsa í almennings-
görðum á sólskinsdögum. Ég hóf
því að panta verk, og held að ég
hafi beðið um að ein 50 verk yrðu
samin síðan. Sum tónskáldin þekkti
ég persónulega og átti greiðan
aðgang að þeim, en önnur hafði
ég samband við og sagði einfald-
lega; þetta getum við, þetta gerum
við og síðan var því hrint í fram-
kvæmd. Að óska eftir verki er að
mínu mati eitt hið mikilvægasta
sem stjórnandi getur gert - ég
meina, hvernig liði þér ef þú hefðir
pantað 5. sinfóníu Beethovens?
Stórvirki sem þú elskaðir og dáðir
og væri meðal þeirra fremstu í tón-
bókmenntunum? Hitt sem ég tel
vera mikilvægt í þessu sambandi,
er að nemendur í tónlistarskólum
geti kynnst því sem hæst ber í tón-
smíðum nútímans, eigi sér fyrir-
myndir sem þeir geta skoðað í ná-
vígi og lært af til að þróa eigin
hæfileika. Hljóðritanir koma ekki
í staðinn fyrir lifandi tónlistarfiutn-
ing, því nemendur þurfa að kynn-
ast hefðinni sem fylgir hljómsveit-
um og læra af reynslu og sýn.“
Hið girnilegasta
á matseðlinum
Battisti er stjómandi blásarasve-
itar New England tónlistarháskól-
ans í Boston í Bandaríkjunum.
Sveitin hefur skipað sér sess sem
ein helsta sveit sinnar tegundar þar
vestra, og þykir bæði framsækin
og vönduð. Væri fólk áhugasamt
um að kynna sér hvað væri að
gerast á þessu sviði tónlistar,
myndi það hiklaust snúa sér þang-
að, en fáir skáka hljómsveitinni
hvað varðar tónleikahald og ferða-
lög í Bandaríkjunum. Á starfsferli
sínum hefur Battisti einnig stjórnað
fjölda háskóla-blásarasveita í
Bandaríkjunum, á Englandi, Norð-
urlöndunum, í Mið-Austurlöndum,
Ástralíu, Kína, Suður-Kóreu og
Sovétríkjunum. I fyrra var hann
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við
Ithaca College í New York, og eru
gagnrýnendur sem og starfsbræð-
ur hans á einu máli um mikilvægi
framlags hans til samtímatónlistar.
Battisti er nú í hálfs árs leyfí frá
störfum og dvelur sem gestafýrir-
lesari við Clare Hall í Cambrigde
á Englandi. Hann segir að efnis-
skrá tónleikanna í Hafnarborg sé
afar fjölbreytt og öll tónlistin þess
eðlis að almenningur sem og at-
vinnumenn geti hlustað sér til
ánægju. „Þama er ekkert róttækt
o g ekkert frámunalega sérhæft eða
fráhrindandi. Verkin á efnisskránni
sameina mismunandi stefnur í tón-
list, og hljóðfæraskipan er breytileg
í hveiju verki, þó að málmblásturs-
hljóðfæri séu undirstaða þeirra
allra. Má einna helst líkja þessu
við að fara á veitingahús og
smakka allt það girnilegasta á
matseðlinum, ekki til að verða
saddur heldur til að gæða sér á
mismunandi bragði réttanna.
Hljómsveitin hérna er mjög góð,
og á háu, fagmannlegu stigi og
einstaklega gaman að vinna með
þeim fyrir vikið. Það er einnig gam-
an að vita að enginn í hljómsveit-
inni hefur leikið tónlistina sem er
á efnisskránni áður, og það er
skemmtilegt að gefa tónlistar-
mönnum kost á kynnast einhveiju
sem þeir leika ekki hversdags."
Yestmannaeyjar
Leikfélagið sýnir Ofviðrið
Vestmannaeyjum.
LEIKFÉLAGT Vestmannaeyja frumsýndi í gær leikritið Ofviðrið eftir
William Shakespeare, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikritið er
129. verkefni Leikfélagsins.
Ofviðrið, sem er ævintýragaman-
leikur, er síðasta verk Shakespeares.
Æfíngar á leikritinu hófust um miðj-
an febrúar og hefur verið æft stíft.
Kári Halldór leikstýrir verkinu en
Sveinn Tómasson fer með aðalhlut-
verkið. Tónlistarflutningur í verkinu
er undir stjórn John Lewis tónlistar-
kennara.
Fríða Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar, sagði
að leikritið væri eitt stærsta verkefni
sem félagið hefði tekið sér fyrir hend-
ur. „Þetta hefur verið mikil vinna
en hún skilar sér líka í skemmtilegu
leikriti. Í leikritinu er mikið af alls-
kyns „effektum“ sem við höfum ekki
verið með áður,“ sagði Fríða.
Leikfélagið áætlar að verða með
margar sýningar um páskana.
Grímur
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Úr leikritinu Oviðrinu.
4-BLAA LONIÐ
& ^ NÁTTÚRUPARADÍS í GRINDA VÍK
Opið alla páskana
frá klukkan 10-21