Morgunblaðið - 07.04.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 07.04.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993 15 beiti þeim í árásarskyni í hita leiks- ins og þá gjarnan undir áfengis- áhrifum. Af 453 tilkynntum lík- amsmeiðingatilvikum til lögregl- unnar í Reykjavík á árinu 1991, voru hnífatilvik 11, eða í 2,4% til- vika, og þar af voru hnífsstun'gur í 6 tilvikanna. Fækkun hnífatilvika á milli áranna 1989 og 1991, lætur nærri að vera 45%. Slík umfjöllun getur því verið hættuleg og til þess fallin að fjölga alvarlegri ofbeldis- verkum. Það sýndi sig á tímabili að ýkt umfjöllun í ijölmiðlum um ofbeldisverk í miðborg Reykjavíkur fjölgaði þar fólki sem þekkt er af ofbeldisverkum og þannig stuðlar röng umfjöllun að meira ofbeldi. Umfjöllun hins vegar um að lög- reglan væri með aukna löggæslu og eftirlitsmyndavélar í miðborg- inni og myndi taka þá aðila úr umferð sem þekktir eru af ofbeldis- verkum, ef þeir sýni sig í því að vera að áreita aðra eða séu að stofna til slagsmála, gerði það að verkum að þetta vandræðafólk hætti að leggja leið sína í miðborg- ina um helgar. Einnig hefur lögreglunni í sam- vinnu við félagsmálayfirvöld tekist að skapa jákvæðari umræðu í fjöl- miðlum um að ofbeldisverk séu neikvæð háttsemi og það hefur skapað hugarfarsbreytingu meðal ungmenna um neikvæðar hliðar afbrota. Þetta hefur stuðlað að fækkun ofbeldisbrota unglinga á síðustu árum. 3. Mikil aukning hefur orðið á framboði ofbeldiskvikmynda, bæði í sjónvarpi og á myndböndum. Of- beldisatriðin eru einnig sífellt að verða grófari. Á síðustu áratugum hefur orðið mikil aukning á sýningum ofbeldis- kvikmynda. Sú breyting hefur orð- ið frá því sem áður var, þegar fólk sá ekki ofbeldisatriði nema fara í kvikmyndahús, að nú er ofbeldið orðið fjölskylduvinur og jafnvel uppeldisþáttur, enda komið inn á flest heimili í formi sjónvarps- mynda eða myndbanda. Ofbeldi er þar með orðinn „eðlilegur" þáttur í þjóðlífinu. Þekkt eru slæm áhrif ofbeldis- kvikmynda t.d. á unglinga og jafn- vel einnig á þá sem eldri eru, þar sem þeir fá innrætingu um að of- beldi sé eðlilegt, karlmannlegt og síðast en ekki síst hættulítið eða hættulaust og að nánast sé bara um leik að ræða að ráðast á fólk og misþyrma því. Einnig má nefna að hjá lögreglunni í Reykjavík er vitað um mörg dæmi þess að bíó- myndir hafi orðið kveikjan að sams- konar eða svipuðum verknaði í raunveruleikanum. Auk þess sem óbein áhrif slíkra mynda geta leitt til minni virðingar og brenglaðs viðhorfs til lífs og lima annarra þegar til lengri tíma er litið. Það er tæplega tilviljun, að á því tíma- bili sem ofbeldisatriðin í kvikmynd- unum verða grófari og ofbeldið færist nær fólki í formi sjónvarps og myndbanda, breytist einnig mynstur raunverulegs ofbeldis í þá veru að verða sífellt grófara og til- efnislausra og að árásaraðilar geta síður en áður gefið skýringu á at- hæfi sínu. Lokaorð Þegar ofbeldisbrot eru skoðuð, er ljóst að margir tengja þau ekki afbrotaháttsemi eins og t.a.m. þjófnaði og að það er ekki endilega forherti glæpamaðurinn sem þau fremur, heldur einnig hinn dagfars- prúði maður, sem dags daglega sýnir meðbræðrum sínum fyllstu tillitssemi. Það þarf því sameigin- legt átak okkar allra til að stemma stigu við þessum vágesti í lífi okk- ar. Með því að sýna andvaraleysi erum við ekki bara að sætta okkur við ástand, sem við þurfum ekki að búa við, heldur erum við að samþykkja þróun til enn frekara og harðara ofbeldis. Er það sú ar- fleið sem við erum tilbúin að færa afkomendum okkar? Grein þessi er gerð í samvinnu við Landlæknis- embættið í tilefni af ?. apríl 1993, sem er alþjóð- legur baráttudagur gegn ofbeldi. Höfundur er yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Ofbeldi eftir Magnús Sigurðsson í tilefni af „Alþjóða heilbrigðis- deginum" þann 7. apríl 1993, „World Health Day“ hefur verið ákveðið af heilbrigðisyfirvöldum pg að tillögum „Slysavarnaráðs íslands“ að tileinka þema dagsins ofbeldi. Á tímum styijalda milli ríkja, stjórnmálafylkinga og trúflokka hefur ofbeldi verið framfylgt í rík- um mæli. Daglega heyrum við fréttir, að karlmenn hafí verið hnepptir í fangelsi, verið pyntaðir og sumir drepnir af andstæðingum sínum. Konur hafa sætt illri með- ferð, verið sveltar, pyntaðar, nauðgað og orðið að ganga með börn böðla sinna. Daglega heyrum við einnig um árásir á einstakl- inga, sem hafa verið rændir, beitt- ir líkamlegu valdi ogjafnvel drepn- ir. Og nú nýlega hafa slíkir of- stopamenn farið að myrða börn sér til skemmtunar. Því vaknar sú spurning: Fer heimur versnandi eða er mannleg ónáttúra alltaf söm við sig? Verður lítilmagninn eða andstæðingurinn réttlítill eða réttlaus gagnvart þeim, sem eru á annarri skoðun eða verða af til- viljun (?) á vegi slíkra ofbeldis- manna. Eru menn í nútíma þjóðfé- lagi orðnir það siðblindir, að það gildi sem áður var notað til réttlæt- ingar baráttuaðferðar, „að til- gangurinn helgi meðalið“. Heims- styrjöldin síðari og raunar ýmis- legt, sem síðan hefur gerst, bend- ir til þess, að mannkynið hafí ekki þroskast í siðferðilegu tilliti, svo að álita verður að við séum sið- lausari nú en áður. Þó hefur lík- lega aldrei áður verið barist jafn mikið á móti pyntingum og alls kyns ofbeldi, en einmitt á síðustu árum, svo að ætla má að viss þró- un og þroski ætti að eiga sér stað. Nú viljum við öll hafa ákveðið frelsi og erum fús til þess að berj- ast fyrir því eða viðhalda því. En eigum við að vinna að því með ofbeldi? Því svara ég neitandi. Ef við athugum nú hina ýmsu þætti ofbeldis í daglegu lífí, þá koma fyrst upp í hugann líkamsárásir á einstaklinga, á heimilum, skemmtistöðum eða utanhúss. Oft finnst þeim, sem fyrir árásinni verða, að sér sé misþyrmt að ástæðulitlu eða -lausu. Þá má nefna ofbeldi á börnum á heimil- um, í skóla eða á götunni. Þá einn- ig á konum, bæði barsmíðar og nauðganir. Þá má nefna ofbeldi í umferðinni, umferðarreglur ekki virtar og sá sem brýtur þær setur sjálfan sig og aðra í lífshættu með breytni sinni. Þá er að nefna hið andlega ofbeldi, t.d. einelti í skól- um eða á vinnustað. Þar verður einhver einstaklingur tekinn fyrir af hópi manna, vegna þess að hann hugsar öðruvísi, hann er öðruvísi í útliti og hefur önnur áhugamál en aðrir í félagshópnum. Hann er þá beittur andlegri kúgun og jafnvel líkamlegu ofbeldi af hinum, sem ekki vilja skilja eða virða það, að alltaf séu til einstakl- ingar, sem falla út úr hinum hefð- bundna ramma, án þess þó að valda mikilli röskun á umhverfínu að öðru leyti. Eftir þeim upplýsingum, sem mér hafa borist hefur fjöldi ofbeld- istilfella (skráðra) ekki aukist til muna, heldur hefur orðið aukning á þunga meiðsla þeirra, er fyrir líkamsárásunum verða. Helstu aðferðir böðlanna eru barsmíðar á höfuð, bol og útlimi, síðan spörk og jafnvel hnífsstungur. Hvað kemur til að grimmd árásara- manna hefur aukist svona, að fómarlambið má þakka fyrir að verða ekki drepið? Hefur siðferðis- vitund vor hrakað svona alvarlega, að einstaklingurinn má þakka guði fyrir að halda lífi ef á hann er ráðist? Áður fyrr var álitið nóg að gera út um hatrammar deilur með barsmíðum, en nú virðist út- lend tíska ráða í þessu sem öðru. Á þessari fjölmiðlaöld, þar sem fréttir berast oft á dag um ofbeld- isatburði úti í heimi, ættum við Magnús Sigurðsson „Þó hefur líklega aldrei áður verið barist jafn mikið á móti pyntingum og alls kyns ofbeldi, en einmitt á síðustu árum, svo að ætla má að viss þróun og þroski ætti að eiga sér stað.“ að vera fær um að forðast slíkt. En fréttir af ofbeldi í útvarpi og ofbeldismyndir í sjónvarpi virðast frekar slæva siðferðisvitundina fyrir slíku en hitt. Þetta er eins og augiýsingar, sem seitlast inn í vitundina með sífelldum endur- tekningum, þannig að einstakling- urinn er hættur að skynja hætt- una, sem felst í þessari sefjun. Sú neikvæða frétt barst fyrir skömmu, að ofbeldiskvikmynd hafí fengið Óskarsverðlaunin í ár. En hins vegar barst önnur frétt já- kvæð frá Bandaríkjunum, að CBS- sjónvarpsstöðin ætli að virða nið- urstöður skoðanakannana, þar sem 72% voru því fylgjandi að setja mjög þröngar skorður á sýn- ingar ofbeldiskvikmynda. Almenn- ingur þar hefur nú fengið sig fullsaddan af alls kyns ofbeldi í kvikmyndum. Það er staðreynd, að allur agi hefur minnkað á undanförnum áratugum hér á landi, svo að við- kvæðið í dag hjá mörgum mannin- um er það, að þetta eða hitt skipti engu máli. Víst skiptir það máli, hvort farið sé að réttum siðferðis- reglum. Til eru tvenns konar sið- ferðisreglur, boð og bönn. Boðin eru fyrirmæli um eitthvað, sem menn eiga að gera. Bönnin ákveða hins vegar, hvað ekki má gera. Það er því mikilsvert, að menn geri greinarmun þar á. Boð gæti verið að bjarga mannslífi, en bann væri að skaða eða svipta mann lífi. Til þess að við getum snúið þessari óheillavænlegu þróun við, þ.e. agaleysinu, verðum við að hjálpast að eða stuðla að ákveðn- um agareglum í þjóðfélaginu. Heimilin, skólarnir og vinnustað- irnir verða að hjálpast að, að mynda og viðhalda jákvæðum aga til þess að auðvelda öll samskipti einstaklinganna. Við viljum öll hafa frelsi, en öllu frelsi fylgja takmarkanir. Við getum nefnt smá dæmi: Tveir menn ganga eftir gangstétt í gagnstæða átt. Annar þeirra sveiflar göngustaf og er þeir mætast er hann næstum búinn að slá í nefíð á hinum manninum. Þá segir sá er þótti sér ógnað: „Þetta megið þér ekki gjöra.“ Þá svarar göngustafsmaðurinn: „Erum við ekki fijálsir menn í fijálsu landi?“ „Jú,“ svarar hinn. „En frelsi þitt endar þar sem nefið á mér byij- ar.“ Við skulum virða frelsi ein- staklingsins, en hafa það í huga „að það sem þér viljið ekki að aðrir gjöri yður, skuluð þér heldur ekki og öðrum gera.“ Við skulum því vera samtaka í að móta já- kvætt viðhorf gagnvart aga. Sá, sein ekki kann að hlýða, getur hvorki stjórnað sjálfum sér eða öðrum. Sjálfsagi er kostur, en ekki löstur. Keppum að því að móta hér á landi agað þjóðfélag, þar sem ofbeldi og kúgun verða að sjálfsögðu útilokuð. Þá höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg. Höfundur er læknir og fulltrúi í Slysavarnaráði íslands. Ofbeldi eftir Brynjólf Mogensen Nær daglega er á einhvern hátt Ijallað um ofbeldi í fjölmiðlum og virðist umfjöllunin heldur hafa auk- ist á undanförnum árum. Sumir telja að ofbeldi verði æ algengara og að áverkamynstrið hafi breyst. Hvað er ofbeldi? Hvað orsakar of- beldi? Er leið til úrbóta? Hvað er ofbeldi? Ofbeldi getur verið margs kon- ar, bæði andlegt og líkamlegt, en oft fer hvort tveggja saman. Of- beldi kemur fyrir í einhverri mynd í öllum stigum þjóðfélagsins. Það getur verið allt frá löðrungi á heim- ili ætluðum til hlýðni, einelti í skóla, árás og meiðsl á skemmtistað eða götu, til kynferðislegrar misnotk- unar eldri sem yngri. Hvað orsakar ofbeldi? Því er vandsvarað hvað orsakar ofbeldi. Ástæðurnar eru margar. Það hefur löngum verið sagt að ofbeldi leiði af sér ofbeldi. Það er enginn nýr sannleikur að barn sem elst upp við ofbeldi hlýtur oft að líta á ofbeldi sem nánast eðlilegan hlut, og því eðlilegt að barnið verði árásargjarnt. Þannig leiðir eitt af öðru. Einnig er vaxandi vísbending um að kvikmyndir og sjónvarp eigi þátt í auknu ofbeldi. Það er stað- reynd að börn horfa mikið á afþrey- ingarefni. Virðist mér ekki ólíklegt að breytt áverkamynstur, svo dæmi sé tekið, megi að hluta rekja til hvernig fyrirmyndirnar úr kvik- myndahúsunum eða í sjónvarpi haga sér. Áverkar eftir ofbeldi Þolendum með áverka eftir of- beldi hefur fjölgað á síðustu árum. Á slysadeild Borgarspítalans komu árið 1991 tæplega tvö þúsund manns vegna áverka eftir ofbeldi. Tvöföldun hefur orðið á alvarlegu ofbeldi á síðastliðnum tíu árum og að auki hefur áverkamynstrið breyst. Innlögnum vegna andlits- áverka hefur fækkað verulega, meðan brotum, kviðarhols- og kyn- færaáverkum hefur fjölgað að sama skapi. Við hvaða aðstæður á ofbeldi sér stað? Karlar eru þolendur líkamlegs ofbeldis í þremur af hveijum fórum tilfellum en konur eru ijórðungur þeirra sem leita til slysadeildar vegna áverka eftir ofbeldi. I lang- flestum tilvikum er árásaraðilinn karlmaður. í helmingi tilvika er árásaraðili ókunnugur og virðist um þriðjungur alls ofbeldis hafa átt sér stað að tilefnislausu sam- kvæmt lýsingum þolenda. Algeng- ast er ofbeldi við eða á skemmti- stað en næstalgengast heima fyrir. Árásaraðili er oftast yngri en þrít- ugur og að mati þolenda oftar en ekki miðlungi eða mikið drukkinn. Meirihluti þolenda hafði sjálfur smakkað áfengi, þar af flestir drukkið meira en tvö glös. Ofbeldi á sér stað um helgar og frá mið- nætti til morguns. Þeir sem gátu Brynjólfur Mogensen „Það er ekki viðunandi að á slysadeild þurfi að leita hátt í tvö þúsund manns á ári vegna áverka eftir ofbeldi.“ gefíð skýringu á ofbeldinu nefndu helst minni háttar deilur, stimping- ar við dyraverði, heimiliseijur, ásamt vandræðum í ástamálum auk nágrannaerja. Nokkrir slasast við milligöngu og sáttatilraunir. Er leið til úrbóta? Við verðum að fínna leið til úr- bóta. Það er ekki viðunandi að á slysadeild þurfi að leita hátt I tvö þúsund manns á ári vegna áverka eftir ofbeldi og að tvöföldun hafi orðið á alvarlegum áverkum eftir ofbeldi á síðastliðnum árum. Jafn- framt virðist sem meiðslamynstrið sé að færast yfír á alvarlegra stig, þ.e. að menn virðast ekki hætta þegar andstæðingurinn liggur, heldur gefa áverkar til kynna að líka sé sparkað í andstæðinginn liggjandi. Fyrirbyggjandi starfsemi sýnist mér mun skynsamlegri og betri leið til þess að minnka ofbeldi í nánasta umhverfí bamsins en strangar aðhaldsaðgerðir eftir að einstaklingurinn er orðinn fullmót- aður. Ein leið til þess að ná árangri er aukin foreldrafræðsla, aukin áfengisfræðsla, aukin fræðsla í heilbrigðis- og menntakerfinu ásamt stóraukinni fræðslu barna um ofbeldi og afleiðingar ofbeldis. Nauðsynlegt er að styrkja fjöl- - skylduböndin og stuðla að aukinni meðvitund um ofbeldi í þjóðfélag- inu. Þá sem verða vísir að endur- teknu ofbeldi verður að endurhæfa og kæmi m.a. þegnskylduvinna vel til greina ásamt öðrum nauðsynleg- um aðgerðum. Niðurlag Ofbeldi virðist mjög algengt og tvöföldun hefur orðið á alvarlegra ofbeldi á síðastliðnum áram. Er þá ótalinn sá hópur fólks sem býr við andlegt ofbeldi og þeir sem eru beittir kynferðislegri misnotkun. Ástæður fyrir ofbeldi eru mjög margvíslegar og engin ein leið til úrbóta. í flestum tilfellum myndi stóraukin fræðsla og meiri þjóðfé- lagsleg meðvitund um ofbeldi bæta ástandið. Höfundur eryfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.