Morgunblaðið - 07.04.1993, Side 16

Morgunblaðið - 07.04.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993 eftir Pétur Pétursson Um þessar mundir er efnt til fjör- ugrar umræðu um stöðu og starf- semi Ríkisútvarpsins, hlutverk þess i nútíð og framtíð. „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja," segir fornt máltæki .. . Allt frá fyrstu dögum Ríkisút- varpsins hafa flokkadrættir og eijur einkennt umræður þings ög þjóðar um starfsemi stofnunarinnar. Al- kunn eru ummæli skapríkrar konu er kvað fast að orði í upphafi út- varpsaldar. Hún sagði: „Ég ætla að kaupa mér útvarpsviðtæki bara til að skrúfa fyrir helv... hann Jón- as.“ Hvort frúin átti við Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóra eða Jónas Jónsson frá Hriflu dómsmálaráð- herra var ekki ljóst, en það gat verið hvor þeirra sem var, því á þeim stóðu spjótalög og atgeirar sungu á þili. Þeir sem fylgst hafa með þróun útvarps um meira en hálfrar aldar skeið telja sig e.t.v. hafa eitthvað til mála að leggja þegar rætt er um ný útvarpslög. Með vaxandi verkaskiptingu, sér- hæfingu, flóknum og margháttuð- um tækjabúnaði er stofnunum mörgum hætta á því, sem jafna mætti til þess, sem nefnt er landrek á jarðskorpunni. Með deildaskipt- ingu stofnana þar sem fáir starfs- menn hafa áður haft náið samband, breikkar bilið og gliðnar. Ofvöxtur hleypur í ýmsar aðgangsfrekar deildir, en aðrar rýrna og skreppa saman eða logast útaf og týna tölunni. Um ýmsar deildir eru höfð stór orð og heitstrengingar í hey- renda hljóði, en minna verður úr framkvæmdum. Nefna má dæmi úr sögu Ríkisútvarpsins. Engin mun sú stofnun hérlend, sem átt hefír þess betri kost en Ríkisútvarpið, að koma upp bókasafni starfsmönn- um sínum og dagskrárgerðarmönn- um til afnota og skrifstofum sínum til veggjaprýði. Nú þarf eigi að kúldrast i kytrum né kreppast í kör. Sextán þúsund fermetra gólf- flötur í Efstaleiti stendur til boða. Það hefðu bændur kallað rösklega hálfan annan hektara, en trúmenn og guðfræðingar dagsláttur drott- ins, og það hátt á þriðju, ef vel er að gáð. Það er alþjóð kunnugt og lýðum ljóst að Ríkisútvarpið hefir jafnan talið sig eiga að fjalla um bókmenntir. Minnisstæðir eni þætt- irnir „Bækur og menn“, „Á bóka- markaðnum", lestur úr ljóðabókum og hvað þeir hétu allir þættirnir, sem skreyttu sig með bókmennta- heiti. Nú mun liðin hálf öld, fimmtíu ár, síðan Helgi Hjörvar skrifstofu- stjóri bar fram tillögu um það á fundi útvarpsráðs að Ríkisútvarpið kæmi á fót bókasafni til afnota vegna útvarpsdagskrár. Tillaga Helga var samþykkt einróma enda valinkunnir áhugamenn um sögu og bókmenntir jafnan fulltrúar í ráðinu. Má þar nefna Jón Eyþórs- son, Pálma Hannesson, Magnús Jónsson, Valtý Stefánsson, Einar Olgeirsson, Pál Steingrímsson, Árna Jónsson frá Múla o.fl. Vil- hjálmur Þ. Gíslason var þá bók- menntaráðunautur útvarpsins. * í hópi starfsmanna var um þess- ar mundir ötul og atorkumikil kona af ætt eins kunnasta bókasafnara sem þjóðin hefir alið. Valgerður Tryggvadóttir frá Laufási er komin af Jóni Borgfirðingi er safnaði handritum og bókum fyrir Jón Sig- urðsson forseta. Valgerður gegndi starfi auglýsingastjóra. Hún tók sér fyrir hendur að safna bókum, sem útvarpinu bárust, skrásetja þær og raða snoturlega í trausta skápa. Þetta starf tók Valgerður að sér á vegum starfsmannafélags og sá um útlán. Var það gert án nokkurra tengsla við fyrrgreinda samþykkt, ismeyjar," sagði hann - á svipuðum aldri. Og það tókst vinátta með okkur sem entist meðan allir lifðu. Gunnar Hjörvar var jafnaldri minn og er, við erum bekkjarbræður. Þormóður og Egill fylgdu elsta bróður sínum og Guðrún var elsta dóttirin, Valgerður systir mín, elsta systir mín, og Guðrún eru jafnöldr- ur. Og svo fylgdi auðvitað Solveig þessum leikflokki og lék þar stórt hlutverk, bæði úti í Bíóporti og inni í glerportinu og leyndardómsfullum göngum sem alls staðar voru fyrir. Solveig hét Lobba, og þótti svo merk persóna að hún var höfð sem forskrift í skriftarhandbókinni sem Helgi Hjörvar gaf út á þessum árum, í staðinn fyrir Morten Han- sen. Þar stóð á blaðsíðu 3, minnir mig, kannski að það hafí verið 4: „Lobba kom á loðnum skóm úr Lundúnaveldi." Útvarpsmenn syngja undir stjórn Páls ísólfssonar. Emil Björnsson, fréttamaður, Þorkell innheimtumað- ur, Sigrún Gísladóttir, tónlistardeild, Hermann Guðmundsson, Helgi Hjörvar skrifstofustjóri útvarps- ráðs, Skúli Þorbergsson, innheimtumaður, Sigurður Þórðarson tónskáld og skrifstofustjóri, Kristinn Ármannsson yfirkennari (kenndi dönsku í útvarpi), Magnús Jónsson, guðfræðiprófessor, formaður út- varpsráðs um skeið, Sigurlaug Jónsdóttir, útvarpssljórafrú, Einar Jónsson þýskukennari, Jónas Þorbergs- son útvarpsstjóri, Guðrún Reykholt, Sigríður Bjarnadóttir gjaldkeri, Þórleif Norland skrifstofu útvarps- ráðs, Valgerður Tryggvadóttir auglýsingastjóri, séra Sigurður Einarsson. geta þess að Seðlabankinn, stórvirk stofnun, sem engan þarf að spyrja ráða um útgjöld, hefir í kyrrþey og án áreynslu komið sér upp bóka- safni sem telur rösklega 60 þúsund bindi. Spyija má: Er ekki kominn tími til þess að Ríkisútvarpið framkvæmi tillögu Helga Hjörvar, sem sam- þykkt var á fundi útvarpsráðs fyrir hálfri öld? Svo sem fara má nærri gekk á ýmsu um samkomulag stjórnenda Ríkisútvarpsins á þessum árum og mætti nefna ýmis dæmi um það. Til fróðleiks fylgja kaflar úr við- tölum er undirritaður átti við starfs- menn í tilefni af því að öld var lið- in frá fæðingu Helga Hjörvar. Þar kemur fram sitthvað er varpar ljósi á starf Ríkisútvarpsins á fyrri árum. Viðtal Péturs við Jón Múla Pétur: Mér leikur hugur á að heyra þig segja frá Helga Hjörvar. Ég hef fýrir satt að þú hafir verið heimagangur hjá honum. Jón Múli: Það hét Bíó hjá okkur. Ef maður talar eins og undrabarn þá væri hægt að segja: Ég byijaði að þekkja Helga Hjörvar þegar ég var fjögurra áfa, og gekk bara nokkuð vel. En við komum frá Vopnafirði þegar ég var smástrákur og foreldr- ar mínir leigðu þá í Bröttugötu 6, næsta húsi fyrir ofan Fjalaköttinn, sem hét Bíó. Ég man ekki eftir að hann hafi verið kallaður Pjalakött- urinn. Og þar voru æskumenn, eins og húsbóndinn í Aðalstræti 8 hefði kallað okkur - „æskumenn og yng- Þarna var heimatilbúinn leikvöll- ur, ekki kannski fótboltavöliur, það var gamla Bíóportið og það var inn- byggt port með gleri yfir í Fjala- kettinum. Þarna var hægt að vera allan ársins hring að leika sér í undarlega samansettu húsi, eins og þessi gamli Fjalaköttur var. En Helga sjálfum kynntist ég auðvitað ekki mikið á þessum árum, frekar þá Rósu konu hans, því að hún tók öllum krökkum vel, ekki bara sínum eigin heldur líka öllum hinum og kunni aðferðir að gera okkur gott - einfaldar: Rúgbrauð með kæfu og te klukkan fjögur, eins og hver vildi. Síðan hefur mér alltaf þótt te nokkuð gott, ég er enn að sulla í tei alltaf á hveijum morgni. En Helga kynntist maður dálítið öðruvísi með tímanum. Eftir að við vorum flutt úr Bröttugötunni þá hélt þessi vinskapur áfram. Okkar fjölskylda, Árni frá Múla og Ranka í Brennu, þau voru nefnd „familien pá fuld fart“ upp á dönsku. Það var verið að flytja um allan bæ alltaf vor og haust, ef ekki út á land og heim aftur. Og ég var eiginlega með annan fótinn í Bíói alltaf, sem sagt í Fjalakettinum heima hjá Helga Hjörvar og hans fólki, alveg þangað til ég var tíu ára. Og þá smám saman kynntist maður Helga Hjörvar dálítið óþægilega og skemmtilega. Það fór oft svoleiðis á kvöldin að strákum eins og mér þótti ekki taka því að fara heim í mat klukk- an sjö og borðaði þá með fjölskyldu Helga. Hann sat þá eins og hús- bóndi í fornum höfðingjastíl fyrir enda borðsins og Rósa hinum meg- in og svo allur krakkaskríllinn - þau voru sjö krakkarnir held ég - og svo fleiri með gestum, þar á meðal mér. Og þessi stjórnaði Helgi Hjörvar með harðri hendi, kenndi mannasiði miskunnarlaust. Og það var ekki undankomu auðið. Söku- dólgar og svoleiðis fólk var látið afplána bara á stundinni. Pétur: Það hefur ekki verið talað um stráka og stelpur þá? Jón Múli: Nei, það var talað um - mig minnir að hann hafi talað um pilta og stúlkur, en á hátíða- stundum „æskumenn og yngismeyj- ar“. En þetta gat verið dálítið bitur reynsla, að sitja þama í mat kannski frá sjö til hálfátta, og það var eng- inn undanskilinn í þessari upp- fræðslu sem hann hafði þarna við borðið. En alltaf lagði maður það á sig fyrir það, að lokinni máltíð þá var öllum boðið inn á skrifstofu Helga. Þar kom allt annar maður til sögunnar. Það var Helgi Hjör- var, sögumaðurinn, því að hann setti okkur niður allt í kringum sig og sagði það sem hétu „ferðasög- ur“. Og það var alveg furðulega gaman að þessu, stundum kvöld eftir kvöld, og alltaf var þessum sið haldið áfram, alla tíð sem ég var þarna. Pétur: Voru það þá ferðasögur úr samtíðinni? Jón Múli: Nei, nei, það voru ferðasögur sem hann bjó til sjálfur. Það voru ferðasögur sem hann mælti bara af munni fram, hann Corporate, Business Libraries Sedlabanki íslands, Bókasafn, (Central Bank of lceland), Einholti 4, 105 Reykjavik T: (3541) 699600; Tx: 2020 centbk; 1961; Ólafur Pélmason; Industries, Islandica, Law; 30 000 vols; 570 curr per; libr loan enda fylgdi útvarpsráð samþykkt- inni ekki eftir á neinn hátt svo vit- að sé. Síðan Valgerður hvarf til annarra starfa hefír ekkert verið gert í þeim efnum. Valgerður mun hafa komið upp 3-4 þúsund binda safni. Síðan er allt í skötuliki. Þeg- ar þessar línur eru ritaðar á Ríkisút- varpið ekkert bókasafn, sem nefnst geti því nafni. Sé litið til annarra Norðurlanda má nefna að norska ríkisútvarpið átti árið 1976 í safni sínu 67 þúsund bindi. Þá ber að Pétur Pétursson „Þeir sem fylgst hafa með þróun útvarps um meira en hálfrar aldar skeið telja sig e.t.v. hafa eitthvað til mála að leggja þegar rætt er um ný útvarpslög.“ Bækur og menn í Ríkisútvarpinu var talandi skáld. Og hafði þann leik stundum að krakkarnir hétu hver sínu nafni í stofunni. Einn hét Steinn, annar hét Foss, þriðji Laut, eitthvað slíkt. Og sagan kom alltaf að þessu fólki saman. Þegar stein bar fyrir augu - þá var það þessi sem sat þarna þessi steinn sem verið var að tala um. Pétur: Manstu hvað þú hést í einhverri sögu? Jón Múli: Það var alltaf verið að skipta um nöfn. Maður hét aldrei sama yiafninu. Ég hét stundum Múli. Ég mælti ekkert á móti því. Pétur: En Jónas bróðir þinn? Jón Múli: Maður man nú ekki eftir smábörnum á þessum aldri, svona þér að segja. En svo fórum við austur á Seyðis- fjörð 1930, og þá mætti nú ætla að kynnum við fjölskylduna væri lokið. En Helgi kom eiginlega á eftir okkur austur þegar í stað. Því að hann hefur þá verið sennilega á vegum gáfnamála eða gáfnaljósa- ráðuneytisins og fór umhverfis land í sínu barnakennaraveldi að taka gáfnapróf í barnaskólum. Pétur: Á vegum fræðslumála- stjóra líklega. Jón Múli: Gáfnaljósastjóra. Hann hélt mikið og veglegt gáfnapróf á Seyðisfirði. Og þá vildi svo vel til að Steinn Stefánsson, tónskáld og síðar skólastjóri, var nýkominn til að kenna okkur þar og búinn að æfa þar upp leikflokk og söngflokk, einsöngvara, dúetta, glímur, þjóð- dansa og annað slíkt. Og gáfna- prófshátíðin var haldin með öllum þessum skemmtunum - með Helga á heiðursplássi á fyrsta bekk. Hann var náttúrulega mjög hrifinn af gömlum kunningja sínum úr Reykjavík og það voru nú bara þokkalegar einkunnir á gáfnapróf- inu. Þegar við komum aftur suður nokkrum árum seinna þá hófust þessi nánu kynni á ný og þá vöru nú allir orðnir læsir, það þurfti ekki að segja ferðasögurnar lengur, við lásum þá sögur. Það var mikill áhugi á fornsögum þarna, ekki síst vegna Helga, sem þá þegar var eig- inlega að mínu áliti ekki alveg hreint „á meðal vor“. Hann var fornmaður sjálfur. Það er nú kannski sagt að þeir hafi verið stór- ir og myndarlegir, Gunnar og Skarphéðinn, Egill og Grettir. En það hefur nú komið í ljós við vís- indarannsóknir að þeir voru einmitt mjög svipaðir Helga Hjörvar, sem var maður lágvaxinn en knár, hann var gamall glímukappi. Pétur: En' stærðarmunurinn á þeim, honum og föður þínum, varð það aldrei neitt til undrunar? Jón Múli: Nei. Það var aldrei neitt til undrunar þannig en Helgi, man ég, hann taldi mig af einhveij- um ástæðum vera með íslenskan haus, þ.e.a.s. höfuðlagið. En það var sama sagan, hann var jafn- strangur við alla viðstadda eins og áður fyrr á vissum stundum, þar sem strangleikann þurfti. En nú var maður ekki eins hræddur við hann lengur. Og þegar ég svo byijaði í útvarpinu nokkrum árum seinna þá heldur hann áfram kennslunni vegna þess að hann var kennari. Og þá stundaði ég nám hjá honum, framhaldsnám, og ég get seint þakkað honum það. Pétur: Fræðari? Jón Múli: Já, því hann vildi öllum, sem komu nálægt útvarpi, sérstak- lega þeim sem unnu þar, vel. Á því sviði sem snerti útvarpið. Hann vildi kenna öllum sem fegurst mál, sem fegursta framkomu við hljóðnem- ann, sem sagt kenna fólki að vera útvarpsmenn — eins og honum fannst þeir ættu að vera. Það kunnu nú ekki allir að taka þessu vegna þess að gamli kennar- inn vildi alltaf ráða hjá Helga. Hann var ennþá þessir tveir menn. Ann- ars vegar var þessi kennari, sem var strangur. Og þegar hann var að segja fólki til í góðu þá kom það oft út eins og hann væri kennari að mæla fyrir í kennslustund. Ung- ir menn, sem voru að byija í útvarp- inu um svipað leyti og ég, kunnu mjög illa að taka þessu. En allt sem hann kenndi mér, allt sem hann sagði mér, það var mér til góðs. „Lærðu að lesa Jón minn,“ sagði > i > I \ i \ \ \ \ \ \ ) I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.