Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993
„Ég veit ekki hvað
hún er að tala um“
••
eftir Onnu
Andrésdóttur, Fjólu
Þorleifsdóttur, Huldu
Jensdóttur ogMar-
gréti Hagalínsdóttur
Nýverið var haldið ljósmæðra-
þing í Reykjavík í tengslum við
aðalfund Ljósmæðrafélags íslands.
Þingið bar yfirskriftina. „Öryggi við
barnsburð".
Hvaðanæva af landinu fjöl-
menntu ljósmæður, enda vel til
þingsins vandað. Gestur og aðal-
ræðumaður var breska Ijósmóðirin
frú Caroline Flint SRN.SCM. Frú
Caroline er vel þekkt í heimalandi
sínu sem og utan þess. Hún hefur
skrifað fjölda greina um val í fæð-
ingarhjálp, m.a. skrifað bókina
Sensitive Midwifery, sem kom fyrst
út árið 1986 og hefur verið endurút-
gefin nær árlega síðan. Þess má
og geta að árið 1991 birti hún niður-
stöður rannsókna á gildi samfelldr-
ar þjónustu við barnshafandi konur
og fyrir ári var hún ráðin sem ráð-
gjafi bresku ríkisstjórnarinnar á
sviði fæðingarhjálpar, en vinnur
jafnframt við heimafæðingar. Frú
Caroline er afar eftirsóttur fyrirles-
ari, og þótti mikill fengur að fá
hana hingað til lands.
Nefnt ljósmæðraþing hefur feng-
ið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og
er það vel á þessum síðustu tímum
— þegar konum er gert að fæða á
tæknisjúkrahúsi einvörðungu, hvort
sem þeim er það ljúft eða Ieitt. Það
er ekkert val.
í morgunþætti Rásar 2 mánu-
daginn 26. apríl sl. var fjallað um
nefnt þing og talað við tvo lækna
Kvennadeildar Landspítalans. Þar
féllu fullyrðingar og setning sem
okkur langar til að fjalla lítillega
um.
Þulur þáttarins, spyijandinn,
spurði viðmælanda sinn um álit
hans á tilvitnun formanns Ljós-
mæðrafélags íslands í rannsókn,
sem gerð var á vegum WHO —
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar um öryggi við barnsburð.
Viðmælandi spyijanda svaraði orð-
rétt: „Ég veit ekki hvað hún er að
tala um.“ Með öðrum orðum (okkar
orðum): „Ég veit ekki hvað formað-
ur Ljósmæðrafélags íslands er að
tala um . . . þegar hún vitnar í
skýrslu WHO. Undrandi urðum við
að heyra, að vel upplýst fagfólk
viti ekki hvað .virtasta heilbrigðis-
málastofnun veraldar er að gera —
m.a. hvað áhrærir rannsóknir á
öryggi vð barnsburð. Því finnum
við hvöt hjá okkur til þess að upp-
iýsa í stuttu máli þá, sem ekki vita.
Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar skipaði nefnd
lækna og ljósmæðra til að rannsaka
fæðingarhjálp í 33 löndum. Nefndin
starfaði í 5 ár og skilaði síðan áliti
sem spannar alla þætti fæðingar-
hjálpar. Nefndarálitið hefur vakið
verðskuldaða athygli, ekki síst
vegna þess hvað margir saman-
burðarþættir komu á óvart. I skýrsl-
unni kemur fram, að mjög mikill
mismunur er á prósentustigi inn-
gripa í fæðingu á hinum ýmsu
sjúkrahúsum, allt frá 5,8% í 36%,
og keisaraskurðir frá 6% í 24% (á
íslandi 15%). Vinnuhópurinn komst
að þeirri niðurstöðu, að þessi mikli
mismunur í inngripum og aðgerðum
væri fyrst og fremst vegna mismun-
andi starfsaðferða lækna. Meðal
annars kemur fram í skýrslunni að
tíðni spangarklippa er frá 1% upp
í 100%. Þetta segir ótvírætt
ákveðna sögu.
Einnig bendir skýrslan á; að aldr-
ei hafi verið sýnt fram á vísinda-
lega, að fæðingar í sjúkrahúsum
séu öruggari eða áhættuminni en
fæðingar í heimahúsum, þegar um
eðlilega meðgöngu er að ræða. Að
sjúkrahús séu öruggari kostur, sé
því hugmyndafræði en ekki vísindi.
I skýrslunni er ennfremur sýnt fram
á að aldrei hafi verið gerð vísinda-
leg úttekt á venjubundnum sonar-
og monitor-fæðingum. Hér er vitn-
að í Nursing Times frá apríl 1986.
Megum við í framhaldi af þessu
leyfa okkur að vitna í Lancet, hið
virta breska læknavísindarit frá 12.
desember 1987. Þar er grein eftir
A. Prentice MD. og prófessor T.
Lind og Frcog, sem segir frá rann-
sóknum gerðum á þúsundum barns-
hafandi kvenna austan tjalds og
vestan, allt frá hópum sem töldu
nokkur hundruð upp í þúsundir
kvenna. Hópunum var skipt niður
þar sem stöðug monitor (sonicaid
fetal monitor) yfirvökun var höfð
um hönd frá byijun til enda fæðing-
ar, en hinn hópurinn var hlustaður
með venjulegri hlustunarpípu. Eng-
inn mismunur vará dánartíðni (per-
inatal mortalitet) milli þessara
hópa. Aftur á móti voru tangarað-
Okkur vantar yfirleitt eldri Honda
til að geta sinnt eftirspurn. Ef þú átt
Honda og hefur hug á að skipta og fá
þér nýja, þá metum við eldri bílinn á
sanngjörnu verði og þú eignast nýjan
Honda fyrirhafnarlítið.
u
HONDA
VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900
-góð fjárfesting
EflirspurÉieftireldri
Honda er það mikil, aö við
lílum á notaða Honda sem
göða greiðslu uppf nýja.
„Að Fæðingarheimilið
verði rekið sem sjálf-
stæð stofnun, ekki sem
kot eða hjáleiga, sem
gripið er til vegna
þrýstings og „toppa“ í
fæðingum, heldur sem
valkostur á ársgrund-
velli til frambúðar, með
úrvalsliði læjtna og ljós-
mæðra, svo sem áður
var.“
gerðir og keisaraskurðir mun fleiri
í þeim hópnum þar sem elektronisk
tækni — monitoryfirvökun — var
höfð um hönd. Greinin, sem ber
yfirskriftina Heart Rate Monitoring
During Labor — Too frequent inter-
vention — Too little benefit — vitn-
ar til 15 fræðirita, sem eru skrifuð
af þekktum höfundum.
I fyrrnefndum þætti kom fram
að þróun fæðingarhjálpar á tækni-
sjúkrahúsinu okkar hefði verið gerð
með þátttöku og samþykki ljós-
mæðra. Þetta er að hluta til rétt,
að hluta til rangt. Allar ljósmæður
vilja tæknivæddan spítala í fæðing-
arhjálp en því til viðbótar vilja allar
Ijósmæður að konur geti valið hvar
þær fæða og hafi til þess fullan
rétt. Að „centralísera“ allar fæðing-
ar, eins og það var kallað í þættin-
um, þ.e. að ailar konur landsins
fæði á einum og sama staðnum, er
í andstöðu við vilja ljósmæðra, og
þær ekki verið spurðar. Við erum
ánægðar með og hreyknar af að
eiga góðan, tæknivæddan fæðing-
arspítala. Við erum einnig hreyknar
af að eiga þar frábært starfsfólk.
En sjúkrahús eru fyrir sjúkt fólk,
ekki heilbrigt fólk, heldur ekki heil-
brigðar sængurkonur, enda óheyri-
lega dýr kostur.
Eins og öll íslenska þjóðin veit,
er það svo þessa dagana, að konur
hafa engra kosta völ, nema fæða
börn sín á tæknivæddu háskóla-
sjúkrahúsi. Allt bendir til að slík
meðferð mála sé einsdæmi, þótt
víða væri leitað. Ef konur láta sér
detta í hug að fæða heima hjá sér,
þar eð búið er að taka af þeim
þann valkost sem Fæðingarheimilið
var, er þeim ráðið frá því og gert
afar erfitt fyrir. Um þetta eru all-
mörg dæmi. Að auki er það svo,
ef konur, þ.á m. ljósmæður, láta í
ljós þá skoðun að konur eigi rétt á
valkosti til fæðinga er það illa séð
og jafnvel reynt að gera þær tor-
kennilegar á þeim forsendum að
þær viti ekki — aðrir viti betur.
Spurningin hlýtur því að vakna:
Hvers eru konur megnugar í þessu
annars ágæta landi — á árinu 1993?
— Eru þær að gjalda? Ekki efum
við að feður í þessu landi telja það
sjálfsagðan rétt kvenna að þær
hafi val og leýfi til að fæða heima
hjá sér ef þær vilja, á fæðingar-
heimili ef þær vilja og allt er með
felldu og á tæknisjúkrahúsi ef þær
vilja og þess er þörf.
Nú þegar háskólamenntaðar ljós-
mæður eru komnar á íslenskan
vinnumarkað — þær menntuðustu
í heimi — með 6 ára menntun að
baki — og sumar að auki aflað sér
viðbótarþekkingar erlendis, m.a.
kynnt sér hinar ýmsu stefnur, fyrst
og síðast með öryggið í huga og
að leiðarljósi, er reynt að gera þær
torkennilegar m.a. með setningu
sem þessari: „Ég veit ekki hvað hún
er að tala um.“ Upplýstur íslenskur
almenningur veit hvað formaður
Ljósmæðrafélags íslands var að
tala um. Sú tíð er liðin að við, sem
störfum eða höfum starfað innan
heilbrigðisgeirans, séum þau einu
sem vitum eða þau einu sem höfum
einkarétt á að vita. — Þekking er
eign okkar allra, ef við höfum
áhuga. Allir vita að konur hafa
fætt börn heima hjá sér frá örófi
alda, ekkert er eðlilegra. Hvers
vegna má það ekki í dag meða alla
þá þekkingu og hjálp sem stendur
til boða. Við vitum öll að dánartíðni
barna er læfri á íslandi en áður
var, Guði sé lof. Þetta stafar ekki
af tækniþróun fæðingarhjálpar þótt
hún sé góðra gjalda verð, heldur
fyrst og síðast af meiri þekkingu
4