Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / KORFUKNATTLEIKUR i i í : Tækniæfingar: 10stóðust prófíð Aðeins tíu drengir úr þrjú hundruð manna hópi bama og unglinga stóðust tækniæfíngar í körfuknattleik sem KKÍ gekkst fyrir á Suðurnesjum um síðustu helgi. Drengirnir fengu að launum tæknimerki KKÍ. Alls reyndu þátttakendur við níu æfíngar og tvær reyndust flestum erf- iðar. Margir féllu út þegar í fyrstu æfingunni sem var fólgin í að rekja knöttinn á milli fóta í ákveðinn tíma. í annarri æfingu átti að rekja knöttinn í um fimmtán metra vegalengd á milli tveggja keiina. Höfðu menn til þess átta sekúndur en sá tími dugði fæstum þátttakenda. Arangurinn bendir til þess að Njarð- víkingar hafi komi vel undirbúnir tii ieiks en eitthvað hefur skort á kynn- ingu hjá öðrum félögum. Eftirtaldir náðu að leysa þrautirnar af hendi. Freyr Margeirsson Tinda- stóli, Agnar Gunnarsson, Ágúst Ge- orgsson, Sigurður Þór Einarsson, Þor- valdur Jónsson, Atli Geir Júlíusson, Einar Siguijón Oddsson, Valgeir Ó. Sigfússon og Gunnar Örn Einarsson ailir úr Njarðvík auk Kára Allanssonar úr Val. Morgunblaðið/Björn Blöndal Drengjalandsliðið í körfuknattleik við komuna til landsins. Talið frá vinstri í efri röð: Kolbeinn Pálsson form. KKí, Ægir Gunnarsson, Ólafur Jón Ormsson, Baldvin Johnsen, Páll Kristinsson, Óskar Pétursson, Hafsteinn Lúðvíksson, Friðrik Stefánsson, Guðfinnur Friðbjörnsson aðstoðarm., Ómar Öm Sigmarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmd- astj. KKI, Helgi Bragason dómari. Fremri röð frá vinstri: Bjöm Björgvinsson fararstjóri, Helgi Jónas Guðfinnsson fyrir- liði, Gunnar Einarsson, Axel Nikulásson þjálfari, Bergur Emilsson varafyrirliði. Island komið í hóp með milljónaþjóðum „ÞAÐ var ekki búist við miklu af okkur fyrir keppnina og ég j er viss um að búlgarska liðið vanmat okkur í fyrsta leiknum og það kom okkurtil góða,“ , sagði Axel Nikulásson, þjálfari drengjalandsliðsins sem tryggði sér sæti í tólf liða úrslit- um Evrópukeppninnar í körfu- knattleik. Islendingar komust í fyrsta skipti upp úr milliríðli EM í fyrra og sigur liðsins á Búlgörum tryggði lið- inu sæti í úrslitunum þar sem millj- ónaþjóðir stilla upp liðum sínum. Frakkland, Þýskaland, Rússland, . Tékkóslóvakía, ísrael, Litháen og Pólland tryggðu sér sæti í úrslita- keppninni í keppninni í Litháen en Ítalía, Spánn Grikkland og Tyrkland höfðu þegar tryggt sér sæti með góðri frammistöðu á síðasta Evrópu- | móti. Helgi vakti athygii | „Ég er varla farinn að gera mér grein fyrir því hvert við erum komn- ir. Það verður skemmtilegt að fá að mæta þessum stórþjóðum í úrslitun- um. Við stefnum að sigri í einhverj- um leikjum en þurfum fyrst að laga ýmislegt í leik okkar. Tii að mynda er spilið undir körfunni ekki nógu virkt,“ sagði Helgi Jónas Guðfinns- son, bakvörður og fyrirliði liðsins en hann vakti mikla athygli á mótinu. Helgi varð stigahæsti leikmaður mótsins með því að. skora 116 stig í fjórum leikjum og þá var hann valinn í fimm manna úrvalslið. Lítil meðalhæð Axel segir að helsti veikleiki liðs- ins sé lítil meðalhæð. „í úrslita- keppninni er það regla frekar en undantekning að meðalhæð liða sé um og yfir tveir metrar. Við erum með nokkra hávaxna menn í liðinu hjá okkur en þá skortir reynslu, meira að segja á íslenskan mæli- kvarða. Það er nauðsynlegt að taka drengina á lyftingaæfíngar og hóp- urinn verður í stífum æfíngum í allt sumar.“ Óhagstæð dómgæsla íslenska liðið tapaði naumlega leikjum sínum fyrir Litháen og ísra- el en hafði hins vegar lítið í lið Pól- veija að gera sem nýtti sér hæðar- muninn vel. Helgi sagði að dóm- gæslan hefði verið liðinu í mót er liðið lék gegn Litháen og Póllandi en þá leiki dæmdi búlgarskur dóm- ari. „Mér fannst dómararnir vera okkur óhagstæðir. Andstæðingarnir komust upp með flest en það var dæmt stíft á okkur í þessum leikj- um.“ sagði Helgi. Úrslitakeppnin fer fram í Tyrk- landi í september og það verður því ekki nein hvíld hjá leikmönnum dren- gjalandsliðsins í sumar. Flestir æfðu einnig síðasta sumar og margir hafa því æft körfuknattleik í tvö ár án þess að fá frí. Helgi sagði að jafn- vel þó að þfeyta væri í liðinu þá væru menn spenntir í að takast á við komandi verkefni og að sjálf- sögðu væri markmiðið að standa sig þó að andstæðingarnir teljist líklegri sigurvegarar í öllum leikjunum. Ekki hefur verið dregið í riðla og því ekki ljóst hverjir verða andstæðingar ís- lands í Tyrklandi. TROMPFIMLEIKAR / ISLANDSMOTIÐ Björk varð meistari í yngri flokki Hópur frá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði varð ís- landsmeistari í trompfimleikum í yngri flokki fyrir skömmu en mótið var haldið í Iþróttahúsinu í Digra- nesi. Á myndinni eru talið frá vinstri í fremri röð: Erna Karen Magnús- dóttir, Marín Þrastardóttir, Lilja Yr Halldórsdóttir, Harpa Oskars- dóttir og Svanhildur Þóra Jónsdótt- ir. í aftari röð frá vinstri: Svava Mathiesen þjálfari, Jóna Dögg Þórðardóttir, Edda Karen Haralds- dóttir, Hildur Ketilsdóttir, Sandra Dögg Gylfadóttir og Ingibjörg Sig- þórsdóttir. Ivan Jamrizka, þjálfari, var fjarstaddur. KNATTSPYRNA / FAXAFLOAMOTIÐ Morgunblaðið/Frosti Frá ieik UBK og FH í sjötta flokki a-liða. Breiðablik sigraði í leiknum 4:2 og hlaut efsta sæti riðilsins. Ridlakeppni lokið hjá sjötta flokki drengja Riðlakeppni sjötta flokks drengja í knattspyrnu í Faxaflóamótinu lauk um síðustu helgi. Leikið var í Hafnarfirði, Kópavogi og í Grindavík og gáfu tvö efstu sætin á hverjum stað sæti í úrslitakeppninni sem fram fer á sandgrasvellinum í Kópavogi 15. maí. Sömu félög tryggðu sér sæti í úr- slitunum hjá a- og b-liðunum en það voru lið ÍBK, Stjaman, Haukar, Áft- urelding, Breiðablik og FH. Hjá C-lið- unum komust áfram Stjarnan, ÍBK, Haukar, Selfoss, Breiðablik og FH. Keppni i öðrum flokkum er skemmra á veg komin. Knattspyrnumót Eins og undanfarin ár mun Knattspyrnufélag IA standa fyrir mótum í yngri flokkum drengja. Dagsetning mótanna verður eftirfarandi: Landsbankamót 5. flokks 18.-20. júní. Lottó-Skagamót 7. flokks 16.-18. júli. Fantamót 6. flokks 13.-15. ágúst. Leikin verður bæði utan- og innanhússkeppni A, B og C liða og til greina kemur að hafa keppni D liða. Veitt verða verð- laun fyrir 1., 2. og 3. sæti bæði utan- og innanhúss. Umsjónarmaður mótanna er Hafsteinn Gunnarsson, (hs. 93-12605) vs. 93-13311 milli kl. 14 og 16 eða faxnr. 93-13012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.