Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 53

Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / KORFUKNATTLEIKUR i i í : Tækniæfingar: 10stóðust prófíð Aðeins tíu drengir úr þrjú hundruð manna hópi bama og unglinga stóðust tækniæfíngar í körfuknattleik sem KKÍ gekkst fyrir á Suðurnesjum um síðustu helgi. Drengirnir fengu að launum tæknimerki KKÍ. Alls reyndu þátttakendur við níu æfíngar og tvær reyndust flestum erf- iðar. Margir féllu út þegar í fyrstu æfingunni sem var fólgin í að rekja knöttinn á milli fóta í ákveðinn tíma. í annarri æfingu átti að rekja knöttinn í um fimmtán metra vegalengd á milli tveggja keiina. Höfðu menn til þess átta sekúndur en sá tími dugði fæstum þátttakenda. Arangurinn bendir til þess að Njarð- víkingar hafi komi vel undirbúnir tii ieiks en eitthvað hefur skort á kynn- ingu hjá öðrum félögum. Eftirtaldir náðu að leysa þrautirnar af hendi. Freyr Margeirsson Tinda- stóli, Agnar Gunnarsson, Ágúst Ge- orgsson, Sigurður Þór Einarsson, Þor- valdur Jónsson, Atli Geir Júlíusson, Einar Siguijón Oddsson, Valgeir Ó. Sigfússon og Gunnar Örn Einarsson ailir úr Njarðvík auk Kára Allanssonar úr Val. Morgunblaðið/Björn Blöndal Drengjalandsliðið í körfuknattleik við komuna til landsins. Talið frá vinstri í efri röð: Kolbeinn Pálsson form. KKí, Ægir Gunnarsson, Ólafur Jón Ormsson, Baldvin Johnsen, Páll Kristinsson, Óskar Pétursson, Hafsteinn Lúðvíksson, Friðrik Stefánsson, Guðfinnur Friðbjörnsson aðstoðarm., Ómar Öm Sigmarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmd- astj. KKI, Helgi Bragason dómari. Fremri röð frá vinstri: Bjöm Björgvinsson fararstjóri, Helgi Jónas Guðfinnsson fyrir- liði, Gunnar Einarsson, Axel Nikulásson þjálfari, Bergur Emilsson varafyrirliði. Island komið í hóp með milljónaþjóðum „ÞAÐ var ekki búist við miklu af okkur fyrir keppnina og ég j er viss um að búlgarska liðið vanmat okkur í fyrsta leiknum og það kom okkurtil góða,“ , sagði Axel Nikulásson, þjálfari drengjalandsliðsins sem tryggði sér sæti í tólf liða úrslit- um Evrópukeppninnar í körfu- knattleik. Islendingar komust í fyrsta skipti upp úr milliríðli EM í fyrra og sigur liðsins á Búlgörum tryggði lið- inu sæti í úrslitunum þar sem millj- ónaþjóðir stilla upp liðum sínum. Frakkland, Þýskaland, Rússland, . Tékkóslóvakía, ísrael, Litháen og Pólland tryggðu sér sæti í úrslita- keppninni í keppninni í Litháen en Ítalía, Spánn Grikkland og Tyrkland höfðu þegar tryggt sér sæti með góðri frammistöðu á síðasta Evrópu- | móti. Helgi vakti athygii | „Ég er varla farinn að gera mér grein fyrir því hvert við erum komn- ir. Það verður skemmtilegt að fá að mæta þessum stórþjóðum í úrslitun- um. Við stefnum að sigri í einhverj- um leikjum en þurfum fyrst að laga ýmislegt í leik okkar. Tii að mynda er spilið undir körfunni ekki nógu virkt,“ sagði Helgi Jónas Guðfinns- son, bakvörður og fyrirliði liðsins en hann vakti mikla athygli á mótinu. Helgi varð stigahæsti leikmaður mótsins með því að. skora 116 stig í fjórum leikjum og þá var hann valinn í fimm manna úrvalslið. Lítil meðalhæð Axel segir að helsti veikleiki liðs- ins sé lítil meðalhæð. „í úrslita- keppninni er það regla frekar en undantekning að meðalhæð liða sé um og yfir tveir metrar. Við erum með nokkra hávaxna menn í liðinu hjá okkur en þá skortir reynslu, meira að segja á íslenskan mæli- kvarða. Það er nauðsynlegt að taka drengina á lyftingaæfíngar og hóp- urinn verður í stífum æfíngum í allt sumar.“ Óhagstæð dómgæsla íslenska liðið tapaði naumlega leikjum sínum fyrir Litháen og ísra- el en hafði hins vegar lítið í lið Pól- veija að gera sem nýtti sér hæðar- muninn vel. Helgi sagði að dóm- gæslan hefði verið liðinu í mót er liðið lék gegn Litháen og Póllandi en þá leiki dæmdi búlgarskur dóm- ari. „Mér fannst dómararnir vera okkur óhagstæðir. Andstæðingarnir komust upp með flest en það var dæmt stíft á okkur í þessum leikj- um.“ sagði Helgi. Úrslitakeppnin fer fram í Tyrk- landi í september og það verður því ekki nein hvíld hjá leikmönnum dren- gjalandsliðsins í sumar. Flestir æfðu einnig síðasta sumar og margir hafa því æft körfuknattleik í tvö ár án þess að fá frí. Helgi sagði að jafn- vel þó að þfeyta væri í liðinu þá væru menn spenntir í að takast á við komandi verkefni og að sjálf- sögðu væri markmiðið að standa sig þó að andstæðingarnir teljist líklegri sigurvegarar í öllum leikjunum. Ekki hefur verið dregið í riðla og því ekki ljóst hverjir verða andstæðingar ís- lands í Tyrklandi. TROMPFIMLEIKAR / ISLANDSMOTIÐ Björk varð meistari í yngri flokki Hópur frá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði varð ís- landsmeistari í trompfimleikum í yngri flokki fyrir skömmu en mótið var haldið í Iþróttahúsinu í Digra- nesi. Á myndinni eru talið frá vinstri í fremri röð: Erna Karen Magnús- dóttir, Marín Þrastardóttir, Lilja Yr Halldórsdóttir, Harpa Oskars- dóttir og Svanhildur Þóra Jónsdótt- ir. í aftari röð frá vinstri: Svava Mathiesen þjálfari, Jóna Dögg Þórðardóttir, Edda Karen Haralds- dóttir, Hildur Ketilsdóttir, Sandra Dögg Gylfadóttir og Ingibjörg Sig- þórsdóttir. Ivan Jamrizka, þjálfari, var fjarstaddur. KNATTSPYRNA / FAXAFLOAMOTIÐ Morgunblaðið/Frosti Frá ieik UBK og FH í sjötta flokki a-liða. Breiðablik sigraði í leiknum 4:2 og hlaut efsta sæti riðilsins. Ridlakeppni lokið hjá sjötta flokki drengja Riðlakeppni sjötta flokks drengja í knattspyrnu í Faxaflóamótinu lauk um síðustu helgi. Leikið var í Hafnarfirði, Kópavogi og í Grindavík og gáfu tvö efstu sætin á hverjum stað sæti í úrslitakeppninni sem fram fer á sandgrasvellinum í Kópavogi 15. maí. Sömu félög tryggðu sér sæti í úr- slitunum hjá a- og b-liðunum en það voru lið ÍBK, Stjaman, Haukar, Áft- urelding, Breiðablik og FH. Hjá C-lið- unum komust áfram Stjarnan, ÍBK, Haukar, Selfoss, Breiðablik og FH. Keppni i öðrum flokkum er skemmra á veg komin. Knattspyrnumót Eins og undanfarin ár mun Knattspyrnufélag IA standa fyrir mótum í yngri flokkum drengja. Dagsetning mótanna verður eftirfarandi: Landsbankamót 5. flokks 18.-20. júní. Lottó-Skagamót 7. flokks 16.-18. júli. Fantamót 6. flokks 13.-15. ágúst. Leikin verður bæði utan- og innanhússkeppni A, B og C liða og til greina kemur að hafa keppni D liða. Veitt verða verð- laun fyrir 1., 2. og 3. sæti bæði utan- og innanhúss. Umsjónarmaður mótanna er Hafsteinn Gunnarsson, (hs. 93-12605) vs. 93-13311 milli kl. 14 og 16 eða faxnr. 93-13012.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.