Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Áætlun um kostnað vegna stækkunar Sjúkrahúss Suðurlands Heildarkostnaður áætlaður 712 millj. Selfossi. GERÐ hefur verið lausleg kostnaðaráætlun af embætti Húsameistara ríkisins á stækk- um Sjúkrahúss Suðurlands. Stækkuninni er skipt í tvo áfanga og er heildarkostnaður áætlaður 712 milljónir. Morgunblaðið/Gréta Friðriksdóttir Davíð Scheving og Jón Guðmundsson skrifa undir samninginn. Reyðarfjörður Sól selur arrænmetið Rpvðnrfirði. Reyðarfirði. FYRIRTÆKIÐ Austurmat hf. á Reyðarfirði keypti grænmet- isverksmiðju Sóíar sl. mánudag og verður verksmiðjan flutt austur á Reyðarfjörð í júní nk. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Sól hf., og Jón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Áusturmati hf., skrifuðu undir kaupsamn- ing um hádegisbilið í húsakynn- um Austurmats á Reyðarfirði. verulega atvinnulífið á Reyðarfirði og er Austurmat að verða eitt af öflugri fyrirtækjum á staðnum, en fyrirtækið flutti kjötvinnsluna í nýtt, mjög rúmgott húsnæði um síðustu áramót og er nú öll starf- semi þess undir sama þaki. - Gréta. Um er að ræða annan og þriðja áfanga sjúkrahússins. í öðrum áfanga er gert ráð fyrir stjómunar- rými, heilsugæslu og endurhæfingu. Samkvæmt áætluninni er kostnaður við hann 125 milljónir en 177 ef lyftuhús er tekið með. í þriðja áfanga eru tvær 26 rúma legudeildir og er áætlað að hann kosti 535 milljónir. Aukin verktakastarfsemi sérfræðinga Að sögn Hafsteins Þorvaldssonar gefur annar áfangi sjúkrahúsinu strax möguleika á aukinni nýtingu með því að rými fyrir læknamóttökur heilsugæslustöðvarinnar eykst. Þá gefst enn betra tækifæri til að skapa aðstöðu fyrir sérfræðinga. Hann sagði það vaxandi að gerðir væru við þá verktakasamningar en með aukinni tækni við aðgerðir og um leið styttri legutíma ykist nýtingin á sjúkrarýminu til muna. Stefnt væri að því að auka slíka verktakastarf- semi og annar áfangi að bygging- unni væri stórt skref í þá átt. Hafsteinn sagði að með viðbygg- ingunni og verktakasamningum væri unnt að stórauka gegnumstreymi um sjúkrahúsið og auka nýtingu þess. Hún gerði sjúkrahúsinu það einnig kleift að ná til þeirra aðgerðarsjúkl- inga sem færu til höfuðborgarsvæð- isins eftir þessari þjónustu. Nýlega kom fram að 60% legudaga Sunn- lendinga á sjúkrahúsum færu fram á höfuðborgarsvæðinu. Hafsteinn sagði að það væru nánast allt aðgerð- arsjúklingar. Mikill áhugi er fyrir stækkun Sjúkrahúss Suðurlands. Á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 23. og 24. apríl var samþykkt áskor- un til Alþingis um að á næsta ári verði hafist handa við stækkun sjúkrahússins. sig. Jóns. Wiesenthal-stofnunin á fiindi með sendiherra Islands hjá SÞ 830 áskoranir um mál Eðvalds Að sögn Jóns mun þetta skjóta styrkari stoðun undir rekstur Austurmats, auk þess eru miklir möguleikar fólgnir í framleiðslu tibúinna rétta í þessari vörulínu. Sól mun selja og dreifa vörunni eins og fyrirtækið hefur gert hing- að til, en eins og Davíð segir munu fljótlega fara að sjást nýjar tegundir af skyndiréttunum Fljótt og létt. „Ástæðan fyrir að við seljum,“ sagði Davíð, „er sú að fyrirtækin hafa átt mikil samskipti í u.þ.b. áratug og hefur Austurmat t.d. keypt af okkur vörur fyrir um einn milljarð króna á þessu tímabili. Auk þess er sú þekking sem þarf til að þróa þessa framleiðslu hjá Austurmati. Við væntum þess að samstarf fyrirtækjanna verði enn betra og báðir aðilar hagnist á þessu um ókomna framtíð“, sagði Davíð að lokum. „Vafalaust munu þessi kaup verða til þess að við þurfum. að bæta við mannskap, en hvað mörgum er ekki gott að segja“, sagði Jón. Það er ljóst að þetta styrkir Hmrikssonar afhentar í New York Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgnnblaðsins EFRAIM Zuroff, stjórnandi Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í ísrael, afhenti Kornelíusi Sigmundssyni, sendiherra Islands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, áskoranir með undir- skriftum 835 manna til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra þar sem skorað er á hann að láta „ríkisstjórn sína þegar hefja allsheijar rannsókn og skipa sérstakan saksóknara“ til að kanna ásakanir á hendur Eðvald Mikson, sem tók sér nafnið Eðvald Hinriksson er hann fluttist til Islands, um ódæðisverk framin í heimsstyijöldinni síðari. „Þörfín á réttlæti hefur í engu minnkað, þótt tími sé liðinn frá glæpum Miksons," segir í áskorun- inni. „Vinsamlegast grípið til nauð- synlegra ráðstafana til að tryggja að íslendingar hætti að veita morð- ingja úr röðum nazista griðastað." Undrast seinagang Margrét Jónsdóttir, sendiráðsrit- ari í New York, sagði Morgunblað- inu að Zuroff og fylgdarlið hans hefði innt eftir því hvort íslensk stjómvöld hefðu ekkert gert til að kynna sér þau sönnunargögn, sem fínna mætti í Eistlandi, Finnlandi og Svíþjóð. „Þau undruðust mjög hversu hægt málið gengi,“ sagði Margrét. Zuroff sagði í samtali við Morg- unblaðið að bréfin, sem afhent voru, hefðu verið víða að í Bandaríkjun- um, flest þó frá New York, og hefðu menn af öllum stigum skrifað und- ir, allt frá námsmönnum til stjórn- enda fyrirtækja. „Þetta er þver- sneið,“ sagði Zuroff. „Og þetta er aðeins Upphafið. Við vitum einnig að fjöldi bréfa hefur verið sendur beint til hr. Oddssonar og Wiesent- lítill bíl Okkur er mikil ágægja að kynna nýjan bíl; MAZDA121, sem skarar fram úr öðrum smábílum á flestum sviðum: y Aflmikil 1300 cc vél með 16 ventlum, beinni innspýtingu og mengunarvörn. j Meira rými fyrir höfuð og hné en í sambærilegum bílum - hentar vel nýrri kynslóð hávaxinna íslendinga ! ItSlaglöng og þýð gormafjöðrun á öllum hjólum. jLéttur og lipur í umferðinni - hægt að leggja honum næstum hvar sem er. Því ekki að kynnast MAZDA121 af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma, skoða og reynsluaka þessum frábæra bíl, ásamt öðrum gerðum af MAZDA. HF SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S.61 95 50 hal-stofnunin í New York mun fram- senda mörg hundruð ef ekki mörg þúsund bréf um leið og þau berast." Zuroff sagði að málið væri ein- falt: „Við höfum ekki í hyggju að gefast upp, við höfum ekki í hyggju að gleyma þessu, okkur finnst sterk- lega að draga eigi herra Mikson fyrir rétt og við vonum að af því verði.“ Að sögn Margrétar sendiráðsrit- ara var Zuroff og fylgdarmönnum hans, Aryeh Rubin og Rhondu Bar- at, tjáð að Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari hefði sérstaklega skipað Jónatan Þórmundsson pró- fessor til að rannsaka málið og sagði Komelíus þeim að áskorununum og þeirra sjónarmiðum yrði komið á framfæri. Vitni og skjöl Zuroff kvaðst fagna skipan Jón- atans og gerði jafnframt þá kröfu að rannsókn hans tæki til gagna í Eistlandi, Svíþjóð og Finnlandi. „Eistland skýrir sig sjálft,“ sagði hann og átti þar við skjöl, sem Wies- enthal-stofnunin afhenti í dóms- málaráðuneytinu í febrúar og hafa að geyma vitnisburði 43 manna, þar á meðal sjö, sem kveðast hafa séð Eðvald myrða óbreytta borgara. Eðvald neitar þessum ásökunum. Hann kveðst hafa verið í eistnesku lögreglunni eftir að herir Þjóðveija hrifsuðu yfirráð yfir Eistlandi frá Rússum, og meðal annars handtekið samstarfsmenn níssneska komm- únista, en hann hafi hvergi komið nærri gyðingaofsóknum, sem hafi alfarið verið í höndum sérsveita Gestapo. „Okkur hefur verið gefið til kynna að nokkur þessara vitna gætu borið vitni fyrir rétti,“ sagði Zuroff. „Þetta mál er hins vegar milli ís- lenskra og eistneskra yfirvalda og þarf að fara rétta boðleið." Zuroff kvaðst ekki vera í beinu sambandi við þessi vitni: „Við bíðum ákvörðunar íslenskra stjórnvalda og við munum fara og hafa uppi á þeim ef nauðsyn krefur; ef sú ákvörðun verður okkur ekki að skapi.“ Zuroff sagði að í Svíþjóð og Finn- landi væri um skjöl að ræða. „í borgarskjalasafninu í Stokkhólmi er talsvert efni að finna um rann- sóknina, sem fram fór á athöfnum Miksons í stríðinu og vitnisburð fjölda manna um hans gerðir," sagði Zuroff. „I Finnlandi' er skýrsla finnsks lögregluþjóns, Olavi Viherluoto, sem var sendur til Tall- inn í október árið 1941 og hitti Mikson, sem ræddi persónulega yið hann um gyðingaofsóknirnar og morð á gyðingum. Allt þetta var í skýrslu, sem hann afhenti yfirmönn- um sínum í lögreglunni, og hún er nú í Helsinki." Listar yfir 400 stríðsglæpamenn Wiesenthal-stofnunin hefur mörg mál á sinni könnu hverju sinni. Fyr- ir nokkrum dögum afhenti stofnunin bandarískum yfírvöldum lista með nöfnum rúmlega 200 meintra stríðs- glæpamanna, kanadískum yfírvöld- um lista með nöfnum 59 manna og þýskum yfirvöldum lista með nöfn- um 155 manna. Ástæðuna fyrir því að þessir löngu listar líta nú dagsins ljós má rekja til loka kalda stríðs- ins, sem hafa leitt til þess að nú er greiðari aðgangur að skjölum um stríðsglæpamenn. í þessum ríkjum er sérstök deiid, sem fjallar um stríðsglæpi nazista, innan lögregl- unnar og því fjallað sjálfkrafa um mál af þessu tagi. Því er ekki að heilsa á íslandi. „ísland er einstakt," sagði Zuroff og játti að það væri meðal annars vegna þess að mál sem þetta hefði ekki komið þar upp áður. Hann sagði hins vegar að Mikson væri meðal þeirra fimm, sem Wiesenthal- stofnunin legði mesta áherslu á að koma fyrir rétt um þessar mundir, „og við munum gera hvað sem er“ til að af því verði. Zuroff sagð að sér hefði verið vel tekið í New York, en hann var ekki jafn ánægður með viðtökurnar á íslandi í febrúar. Hann kvað málið vissulega heyra undir dómskerfið, en hins vegar hefði það óneitanlega pólitískar hliðar og því leituðust fulltrúar Wiesenthal-stofnunarinnar alla jafna eftir því að ræða við póli- tíska leiðtoga viðkomandi ríkja. „Bæði Davíð Oddsson og Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra höfnuðu slíkum beiðnum og er mál- ið því greinilega litið öðrum augum á Islandi," sagði Zuroff. „Eg vona að það beri því ekki vitni að vilja skorti til að taka á málinu. Ég vil bæta því við að með hvetjum degin- um sem líður minnka líkumar á því að réttlætinu verði fullnægt og því er brýnt að brugðist verði hratt við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.