Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAjDIE) 'FIjMMTiUDAGUR 6. MAÍ 1993 Ballerína: Sæmundur Valdimars- son. arflugið býður þykir mér hann ná heillegustum árangri. En þegar hann reynir að auka á hina listilegu út- komu með aðskotahlutum og magna þannig áhrifamátinn nálgast hann að mínu mati full mikið svið listiðn- aðarins nema í stöku tilvikum. Þannig er hið stóra verk „Sólris" áhrifamikið fyrir hina hreinu og kláru skírskotun og ætti að taka sig mjög vel út eitt sér og í réttu um- hverfi. Á meðan listamaðurinn hefur skurðjárnið í höndunum er honum alveg óhætt að beita hugarfluginu, eins og fram kemur í verkunum „Klúbbur" þar sem eru nokkur and- lit í hring inni í trjábol og „Ljúfa“ en í því verki fer hann alveg og beint inn í trjábolinn. Einfaldleikinn, sem skín úr mynd- unum „Á ströndinni" og „Ballerína" er heillandi og einnig mætti nefna verk eins og „Glasabörn", „Heima- sæta“ og fleiri í þeim dúr. Annars er spurn hvort ekki hefði mátt grisja sýninguna aðeins til hags fyrir sterkari heildaráhrif. Fjölbreytileiki heimsins Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Jón Ormur Halldórsson: Löndin í suðri, Heimskringla, 1992, 247 bls. íslendingar trúa því gjarnan um sjálfa sig, að þeir viti meira um heimsbyggðina en títt er um aðrar þjóðir. Og víst er um það, að þeim leikur mörgum á tungu fjölbreyti- legur fróðleikur um margvíslegar staðreyndir umheimsins. En þegar aðeins nánar er skoðað, eru þeir alveg jafn bundnir eigin aðstæð- um og aðrir og fáir menn í land- inu kunna skil á þeim staðreynd- um, sem gera aðrar þjóðir og breytni þeirra skiljanlegar. Enda þarf iðulega að hafa töiuvert fyrir því að afla slíkra upplýsinga og maður þarf að skilja samhengi hlutanna til að átta sig á mikil- vægi þeirra. Eg held, að þetta sé satt um þekkingu okkar á nálægum lönd- um. Fæst okkar leiðum við hug- ann að því, að brezka ríkið er ekki þjóðríki í sama skilningi og íslenzka ríkið eða danska ríkið. En þegar íjær dregur á jarðar- kringlunni, vitum við minna og skiljum minna. Það er því umtals- verður fengur að hafa fróðan mann til leiðsagnar um huldu- heima fjarlægra landa og þjóða. Jón Ormur Halldórsson, stjóm- málafræðingur, hefur kennt al- þjóðastjórnmál við Háskól'a ís- lands, ritað ýmislegt um alþjóða- mál og verið reglulegur höfundur í útvarp um svipuð efni. Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Jón Orm um þau fjarlægu lönd og þjóðir, sem þessi árin eru nefnd suðrið. Þau hafa verið nefnd þriðji heimurinn, vanþróuð lönd, þróunarlönd og sjálfsagt ýmislegt annað. Bókinni má skipta í þijá hluta. Fyrstu þrír kaflarnir glíma við spruninguna um af hveiju Evrópa var voldugasta heimsálfan á nýöld og fram á okkar dag. Annar hluti bókarinnar segir af samfélögum, byggingu þeirra og gerð í austur- löndum nær, suður Asíu og suð- austur Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku. í þriðja og síðasta hluta bókarinnar er fjallað um margvfs- legan vanda suðursins og viðleitni manna til að ná tökum á honum. Þar er sagt frá hungri, mannfjölda og þróunaraðstoð og þeim þjóðfé- lagsvanda, sem tengist þessu þrennu. Eins og sjá má er mikið efni haft hér undir og það þarf engan að undra, þótt ólíkir hlutar bókar- innar séu misgóðir. Sjálfum finnst mér fyrsti og þriðji hlutinn mun betri en annar hlutinn. Til þess l'ggja ýmsar ástæður en þó sú helzt, að í þeim hlutum er verið að fást við mjög mikilvæg atriði til skilnings á nýlegri sögu og nútímanum og höfundur leitast skipulega við að rannsaka og hafna _eða fallast á rök um þessi efni. Ég get ekki betur séð, en hér sé fengist við margt af því, sem allir áhugamenn um þessi efni hljóta að leiða hugann að og reyna að taka afstöðu til. Það þýðir ekki, að mér finnist allar niðurstöður höfundar afspymu sannfærandi. En nógu margar Jón Ormur Halldórsson þeirra eru nógu sannfærandi til að flestir, sem um þessi mál hugsa, hljóta að vilja skoða þessa bók og skilja. Annar hluti bókarinnar, sem er lýsing á tildrögum samtímans í ólíkum hlutum suðursins, virðist mér heldur lakari en hinir. Það kann að stafa af því, að það er óhjákvæmilegt annað en að fara á sjö mílna skóm yfir efnið og ýmsar staðhæfingar hljóta að orka tvímælis. Það er erfiðara en í hin- um hlutunum að raða efninu upp í kringum eitt eða fáein mikilvæg atriði. En þó verður að taka fram, að þetta á ekki við um alla kafla í þessum miðhluta bókarinnar. Beztir af þeim eru kaflarnir um suður og suðaustur Asíu. Til að nefna dæmi um vafasam- ar staðhæfingar má benda á bls. 92-93. Þar er fjallað um Líbanon pg vikið að hlutverki innrásar Israels í suðurhluta landsins til að vinna bug á hryðjuverkamönn- um Palestínumanna. Það er sagt að þúsundir manna hafi látizt í innrásinni og nokkur hundruð í kunnri árás á flóttamannabúðir á þeim slóðum. Við þessa frásögn er það að athuga, að ártala er hvergi getið eða dagsetninga og því er erfitt að átta sig á nákvæm- lega, hvað talað er um. En það er sjálfsagt að líta svo á, að hér sé átt við innrás ísraela árið 1982. Það er líka ástæða til að átta sig á, að tala fallinna er mjög um- deild meðal annars vegna þess, að vestrænir ijölmiðlar létu ljúga sig fulla um, að á fyrstu vikum innrásarinnar hefðu 10 þúsund látizt og 600 þúsund væru heimil- islaus. Það mætti nefna önnur dæmi um eðlileg ágreiningsefni. Ég þyk- ist vita til dæmis, að hægt sé að gera öðruvísi grein fyrir nýlendu- stefnunni, en hér er gert, og þurfa menn þá ekki að fara leið Leníns í því efni. En ég held, að Jón Ormur hafí rétt fyrir sér um, að styrkur verzlunarstéttarinnar í Evrópu eigi mikinn þátt í þeirri sérstöku þróun skiptingar heims- ins og heimsviðskipta síðustu ald- irnar, sem átt hefur sér stað. En nóg um það. Þetta er góð bók, læsileg og fróðleg um fjöldamarga hluti og ætti að vera fengur öllum, sem vilja hugsa um þessi efni. Jóhannesarpassía J.S. Bach Kristinn Sigmundsson syngur hlutverk Jesú á nýjum diski NYLEGA var gefin út geisladiskur með flutningi Hljómsveitar 18. aldarinnar og nokkurra stórsöngvara á Jóhannesarpassíu J.S. Bachs á vegum hollenska stórfyrirtækisins Philips. Diskurinn hefur fengið lofsamlega dóma í fagtímaritum erlendis en Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, fer með hlutverk Jesú í verkinu. Graham Dixon, tónlistargagnrýnandi breska fagtímaritsins Classic CD, segir að Kristinn fari af nærgætni og alúð með orð Krists á krossinum þó honum hætti stundum til að ýkja. Tímaritið gefur flutningnum 4 stjörnur af 5 mögulegum. Kristinn sagðist hafa farið í tón- leikaferð með Hljómsveit 18. aldar- innar og hefði diskurinn verið tekinn upp í Hollandi undir lok hennar eða rétt eftir áramót í fyrra. Hann sagði að hljómsveitin, sem léki á upprunar- leg hljóðfæri, væri afar virt, og Frans Briigge, stjórnandi hennar ekki síður. Aðspurður kvaðst hann vera afar ánægður með útkomuna á diskinum. Þrír diskar fyrir Decca Breska hljómplötufyrirtækið Decca gefur út 3 geisladiska með þátttöku Kristins um þessar mundir. Sá fyrsti er flutningur Drottning- holm hljómsveitarinnará Don Gio- vanni eftir Mozart í óperunni í Stokkhómlmi árið 1989. Diskurinn kom út árið 1990 og var sérstaklega verðlaunaður af samtökum sænskra gagnrýnenda árið eftir. Á diskinum fer Kristinn með hlutverk II Comm- endatore. Onnur upptaka á Töfraflautunni eftir Mozart fór fram með sömu hljómsveit í fyrrasumar og er áætlað að sá diskur komi út seinna á þessu ári að sögn Kristins. Hann fer með hlutverk Sarastros í verkinu. Að lok- um má svo geta þess að Kristinn tekur þátt í flutningi á nútímaóper- unni Die Gezeichneten (Hinir mörk- Islandsför í september Kristinn, sem býr í Wiesbaden, ætlar að syngja á íslandi í sept- ember en efnisskráin er óráðin. uðu) eftir Franz Schreker í Berlín í ágúst á þessu ári og verður flutning- urinn tekinn upp af Decca. Fellur sæmilega í geð Þegar frekar var spurst fyrir um hvað Kristinn hefði fyrir stafni um þessar mundir kom fram að hann hefði í félagi við þá Viðar Gunnars- son og Gunnar Guðbjörnsson, óperu- söngvara við óperuna í Wiesbaden, haldið tónleika með íslenskum söng- lögum á alþjóðlegri listahátíð í borg- inni 1. maí. Húsfyllir var á tónleikun- um og hefur afar jákvæð gagnrýni fýlgt í kjölfar þeirra. Annars sagðist Kristinn vera á förum til Stuttgart þar sem hann tæki þátt í uppfærslu á Öskubusku eftir Rossini en þaðan lægi leiðin til Genfar til að taka þátt í uppfærslum á Töfraflautunni og Brúðkaupi Fíga- rós. Þannig sagði Kristinn að ekkert lát væri á vinnu. „Þetta gengur vel og fellur sæmilega í geð, að ég held,“ sagði Kristinn en von er á honum hingað til lands í september. %1600 cc vél meö innspýtingu % Sídrif % Lœsing í millikassa #5 gfrar • Vökvastýri • Álfelgur o.fl. Verö kr. 1.295.000. stgr. meö ryövörn og skráningu. ARA Skúlagötu 59 Reykjavík S. 619550 1943-1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.