Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 23 Formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar sætta sig ekki við skerta stjórnunarlega ábyrgð „FÉLAG háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur ekki fengið frumvarp heilbrigðisráðherra til umsagnar og því er erfitt að tjá sig um það. Það er þó ekkert launungarmál að fréttir hafa borist af því að skerða eigi mjög stjórnunarlega ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Reynist þetta rétt, þá er ljóst að hjúkrunarfræðingar munu aldrei sætta sig við það,“ sagði Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, í samtali við Morgunblaðið. Ingimar Sig- urðsson, formaður nefndar sem vinnur að gerð frumvarps um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, sagði að frum- varpsdrögin væru ekki komin í hendur ráðherra og því gæti hann ekki sagt af eða á um efnisatriði þeirra. „Samkvæmt núgildandi lögum bera hjúkrunarforstjórar ábyrgð á hjúkrun," sagði Sigrún. „Þetta hefur verið túlkað þannig, að hjúkrunarfræðingar beri endan- lega ábyrgð á hjúkrun, bæði fag- lega og á rekstri deilda. Nú er rætt um að yfirlæknir eigi að bera ábyrgð á öllum rekstri deilda.“ Sjálfstæði stéttarinnar Sigrún sagði að hjúkrunarfræð- ingar vildu, hér eftir sem hingað til, bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á sínum störfum. „Ef setja á lög um að yfirlæknar beri þessa ábyrgð, þá er verið að kippa sfoð- unum undan sjálfstæði hjúkrunar- stéttarinnar. Þar með er ekki ver- ið að segja að við höfum neitt á móti því að læknar taki meiri ábyrgð á starfsemi deildanna og sérstaklega á þeirra eigin störfum. Það þýðir þó ekki að þeir þurfi að taka ábyrgð á okkar störfum." Sigrún sagði að hjúkrunarfræð- ingar hefðu óskað eftir að eiga fulltrúa í nefndinni, sem falið var að semja frumvarpið. „Það var ekki orðið við þeirri ósk okkar og ég hef ekki fengið haldbæra skýr- ingu á því, af hverju þessi hug- mynd kemur upp. Við höfum rætt við læknafélögin og þar virðist mönnum engu ábótavant í stjórn- un og rekstri þegar litið er á þátt hjúkrunarfræðinga. Sumum lækn- um hefur að vísu þótt hjúkrunar- fræðingar ráða of miklu um lokan- ir deilda, en viðurkenna í sömu andrá að það sé kannski þeim sjálfum að kenna, því þeir hafi ekki viljað taka á sig ábyrgð á rekstrarlegum þáttum. Tillögur hjúkrunarfræðinga varðandi þetta frumvarp er að læknar og hjúkrun- arfræðingar vinni hlið við hlið. Hjúkrunardeildarstjóri beri þá ábyrgð á hjúkrun deildarinnar, læknir á lækningum og saman reki þeir deildina á sem hagkvæm- astan hátt,“ sagði Sigrún Gunn- arsdóttir, formaður Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga. Áhyggjur Deildarhjúkrunarforstjórar og hjúkrunarframkvæmdastjórar innan Hjúkrunarfélags íslands funduðu fyrir skömmu og í ályktun fundarins lýsa fundarmenn þung- um áhyggjum yfir því að sú fag- lega og rekstrarlega ábyrgð, sem hjúkrunarfræðingar hafi haft samkvæmt lögum í áraraðir, sé fyrir borð borin í frumvarpsdrög- unum. Skorað er á ráðherra að sjá til þess að umsögn félaga hjúkrun- arfræðinga og athugasemdir, sem ráðherra ’nafa verið sendar, verði virtar og teknar til greina. 1SWMAR KÝMIN6ARSÖLUR Eé z*: Jíftll DtTDI iH /AísiDDD © ojp f 'i' jifii m AdRAR 90 -70% AFSLÁTTUR 't' ► Sjónvarpstæki 5 -14" 12 - 220v r Sjónvarpsstandar Videotökuvélar og ýmiskonar fylgihlutir Útvarpstæki Útvarp/segulbandstæki Ferðatæki m/geislaspilara Bíltæki - mikið úrval DAT segulbandstæki Hleðslurafhlöður Símsvarar pmimiaa Bíltæki/geislaspilari Bílhátalarar Tónkassettur Geislaspilarar Hljómborð Hljómtækjasamstæður Magnarar Hátalarar Segulbandstæki Útvörp (tuner) Úr og klukkur oJL o«fl< oJL ALLT ÞEKKT VÖRUMERKI PHILIPS 0Sherwood _/upeflech • BLAUPUNKT ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF ALLSKONAR HLJÓMTÆKJUM Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 QRKIN 1020-22-21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.