Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 mmm Með morgunkaffinu Mætti ég náðasamlegast benda á að ekki er til siðs að hrópa á þjóninn á ÞESSUM stað. * Ast er... ... ný tóntegund TM Reg U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate Ég er kannski ekki dugleg í húsverkum, en ég má eiga það að ég held manninum þínum heima á kvöldin. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Getum við komist hjá því að útrýma þorskinum? Frá Einari Júlíussyni: Við eldhúsdagsumræður sagði for- sætisráðherra að við gætum ekki skorið afla meira niður en þegar hefði verið gert, og taldi núverandi niðurskurð þýða hæga en örugga uppbyggingu veiðistofnsins. Hann tekur þá ekki fremur en svo margir aðrir neitt mark á mælingum fiski- Peter Funch var höfund- ur bréfsins Frá Borgþóri S. Kjærnested: ATHUGASEMDIN „Jóni Ragnars- syni svarað" sem birtist í Morgun- blaðinu 30. apríl sl. var skrifuð af Peter Funch, framkvæmdastjóra Félags danskra skipstjórnarmanna (Dansk Navigatnrforening). Ég starfa sem framkvæmdastjóri Norræna flutningamannasam- bandsins, en danska félagið er eitt af 40 aðildarsamtökum þess. Þann hluta blaðagreinar Jónasar Ragnarssonar sem fjallaði um DIS- skipaskrána bar ég undir Peter Funch. Hann óskaði eftir að koma á framfæri þeirri athugasemd sem ég sendi Morgunblaðinu í íslenskri þýðingu minni. Ég væri mjög þakklátur ef hægt væri með einhveijum hætti að leið- rétta þennan misskilning, þar sem Peter ber að sjálfsögðu pólitíska ábyrgð á svarinu við grein Jónasar, en ekki ég. BORGÞÓR S. KJÆRNESTED, framkvæmdastjóri Félags danskra skipstjórnarmanna. fræðinga. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu þeirri er Hafró sendi frá sér nýlega eftir síðasta togararall mæld- ist þorskstofninn 240 þús. tonn og meðalnýliðun tveggja síðustu ára 90 milljón þorskar. Það er einnig ljóst af öllum skýrslum Hafró að hver nýliði gefur af sér 1,6 kg að meðal- tali. Vöxtur stofnsins eða afraksturs- geta er því komin niður í 144 þús. tonn á ári og meira er ekki hægt að veiða án þess að ganga á stofn- inn, sem þýðir án vafa að stofnvöxt- ur minnkar enn. Ef gengið er á sjóð- inn þá minnka vextimir. Á þessu fiskveiðiári er leyft að veiða 205 þús. tonn plús þau 26 þús. tonn sem flotinn átti inni frá sl. ári plús um 18 þús. tonn sem krókabátar veiða fram yfir það sem reiknað er með í 205 þús. tonna úthlutuninni. Alls er Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi: „Við undirritaðir sem dómara- nefnd HSÍ hefur farið fram á að dæmi þá úrslitaleiki sem eftir eru á yfirstandandi keppnistímabili viljum koma eftirfarandi á fram- færi. Mikil umræða hefur farið fram að undanförnu um dómgæslu og dómaramál. Dómararnir Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlings- son annars vegar og Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijóns- son hins vegar hafa ákveðið að dæma ekki fleiri leiki á þessu keppnistímabili og við virðum því leyft að veiða meira en 100 þús tonn framyfir fyrirsjáanlegan stofn- vöxt næstu ára. Núverandi veiði- stefna leiðir því ekki til uppbygging- ar þorskstofnsins heldur til útrým- ingar hans. Stofnstærðarmælingin er ekki eins nákvæm eins og aldurs- aflagreiningin en það er engin ástæða til að ætla að hún vanmeti nýliðunina og breyti lokaniðurstöð- unni. Og þó að rallaðferðin hafi yfír- leitt gefið um 30-40% minni stofn- stærð en hún raunverulega reyndist samkvæmt aldurs-aflagreiningu síð- ar, þá er einnig ljóst að þessi útrým- ing þorsksins verður löngu fyrir alda- mót eins og allir geta reiknað út sjálf- ir. EINAR JÚLÍUSSON, eðlisfræðingur, varaformaður Lífs og lands. ákvörðun þeirra. Það er þó ljóst að þessi ákvörðun félaga okkar hefur vakið eftirtekt og orðið til þess að jákvæðar umræður hafa orðið ofan á að nýju og þannig orðið handknattleiksíþróttinni til góðs. í ljósi þessa óskum við eftir góðu samstarfi við alla þá sem vilja handknattleiksíþróttinni vel, innan vallar sem utan. Nú verða allir að leggjast á eitt að bæta það tjón sem orðið er og ljúka þessu Islandsmóti með sæmd. Gunnar Kjartansson, Óli Olsen, Gunn- ar Viðarsson, Sigurgeir Sveinsson, Einar Sveinsson, Gunnlaugur Hjálm- arsson.“ Athugasemd frá hand- knattleiksdómurum Víkveiji skrifar Tíðir frídagar um þetta leyti árs setja líf Víkveija einatt úr skorðum. Fyrir sumardaginn fyrsta sást honum til að mynda yfir að kaupa í matinn og hafði raunar ekki áhyggjur af því vegna þess að eftir á að hyggja taldi hann sum- ardaginn fyrsta eins og hvern ann- an sunnudag. Þá eru stórmarkað- irnir yfirleitt opnir núorðið og auð- velt að afla fanga. En á sumardag- inn fýrsta reyndist stórmarkaðurinn lokaður og þess vegna ekki um annað að ræða en grípa til öþrifa- ráða, grípa til símans og fá heim- senda pizzu. Hún var pöntuð með góðum fyrirvara — þremur stundar- íjórðungum fyrir sjö og beðið um greiðslu á greiðslukorti. Víkveiji uggði síðan ekki frekar að sér fyrr en á níunda tímanum um kvöldið. Þá bólaði enn hvergi á pizzunni og hringt á ný til. að spyija hveiju sætti. Jú, jú, var svarað, pizzan hafði verið send eins og umbeðið var en sendillinn að vísu undrast að sá sem tók við henni staðgreiddi pizzuna í stað þess að nota greiðslu- kort. Upplýstist að seldillinn hafði sem sagt farið dyravillt og sá sem kom til dyra gripið pizzuna fengins hendi, greitt hana orðalaust og rænt frá Víkverja. xxx Næsta frídag, 1. maí, tók ekki betra við. Víkveiji uggði ekki að sér fyrr en baráttudagur verka- lýðsins rann upp og uppgötvaði að allar bensínstöðvar voru lokaðar en bíllinn um það bil að verða bensín- laus. Víkveiji átti heldur ekki frem- ur en fyrri daginn lausan pening og varð að stelast í sparibauk barn- anna, þar sem hann nældi sér í 1.000 krónu seðil tií að nota á næstu sjálfsafgreiðslustöð. Allt gekk þar í sögu þar til búið var að lesa vandlega leiðbeiningarnar á bensínstöðinni og komið að því að hefjast handa. Peningaseðlinum var stungið í rifuna nákvæmlega eins og sagt var til um nema hvað sjálf- salinn skirpti seðlinum út úr sér eftir að hafa japlað á honum dijúga stund. Víkveiji vildi ekki gefa sig, gerði aðra tilraun og nú kyngdi sjálfsalinn seðlinum eftir nokkurt hik. Kunnuglegt mal heyrðist í tankinum sem gaf-til kynna að nú mætti hefja dælingu. En viti menn! Þegar búið var að dæla fyrir svo sem eitt hundrað krónur, slokknaði pent á dælunni og hvernig sem reynt var tókst ekki að fá deigan dropa úr tankinum. Víkveija tókst að komast á síðustu dropunum heim aftur. xxx Svo allrar sanngirni sér gætt verður að bæta því við að Vík- veiji gerði sér erindi á sömu bensín- stöð daginn eftir til að freista þess að innheimta þær 900 krónur sem hann taldi sig hafa orðið af. Elsku- legur bensínafgreiðslumaður hafði fullan skilning á vonbrigðum Vík- veija með sjálfsalann og greiddi honum umbeðna upphæð að mestu möglunarlaust nema hvað þess var getið í framhjáhlaupi að það sem af væri þessum degi hefðu svo margir gert sér erindi á umrædda bensínstöð til að fá endurgreiðslu eftir viðskipti við sjálfsalann 1. maí að búið væri að greiða til baka langt umfram það sem bensínmælar stöðvamar segðu til um að vandælt hefði verið af bensíni. xxx Ef frídagssögur af þessu tagi eiga sér eitthvert mottó þá er það eitthvað í þá veru að nauð- synlegt sé að fækka öllum þessum frídögum vegna þess að þeir eru farnir að valda venjulegum borgur- um landsins ómældum vandræðum. Víkveiji veit að minnsta kosti af eigin raun að fleiri gleymdu að kaupa í matinn fyrir sumardaginn fyrsta en hann vegna þess að ella hefði hann ekki verið rændur heilli pizzusendingu. Fleiri fóru líka mjög halloka í skiptum sínum við bensín- sjálfsalann 1. maí því ella hefði bensínafgreiðslumaðurinn sem hélt verkalýðsdaginn hátíðlegan þann dag, ekki verið í bullandi halla- rekstri daginn eftir. Frídagar eru þannig ekki fyrir alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.