Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 21 Félagslegi jöfmm- arsjóðurinn LÍN Til upplýsingar fyrir námsmenn og almenning eftir Bergdísi Lindu Kjartansdóttur í Morgunblaðinu 28. apríl sl. birt- ist grein eftir Gunnar Birgisson, formann stjórnar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, þar sem hann gerði að umtalsefni grein í marz- hefti Stúdentablaðsins eftir þá Ár- mann Jakobsson og Flosa Eiríks- son. Reyndar hafði verið fjallað um greinina í Staksteinum Morgun- blaðsins og þar sem umræðan er þá komin í þetta blað, blanda ég mér í hana á þeim vettvangi. Ég verð að byrja á því að hryggja Gunnar Birgisson með því, að við námsmenn gleðjumst ekki hótinu frekar, þótt hann skrifi: „Sem betur fer er hægt að gleðja þá félaga og alla íslenska námsmenn með því, að lög og reglur LÍN eru ekki verri en svo, að sjóðurinn er mesti félags- legi jöfnunarsjóður að því er varðar fjölskyldufólk í námi sem um getur á Norðurlöndum." Ég skal ekki leggja dóm á saman- burðinn við hin Norðurlöndin en hitt er víst að þær ölmusur sem við fjölskyldufólk þiggjum úr sjóðnum á íslandi eru ekkert til að gleðjast yfir og hef ég einmitt oft undanfar- ið skólaár lýst þeim skoðunum mín- um að mun réttlátara og eðlilegra væri, eins og nú er komið málum, að tekin yrði upp sú regla að veita öllum námsmönnum sömu upphæð í lán burtséð frá félagslegum að- stæðum þeirra. Mörgu fjölskyldu- fólki í námi kæmi það miklu betur, og það hlyti auk þess að spara LÍN fjármuni vegna einföldunar. Sem dæmi um félagslega jöfnun Lánasjóðsins ætla ég að taka sjálfa mig: Ég er í Háskólanum og á mann og tvö börn og er að borga af íbúð (með 6% vöxtum). Pössun hjá dagmömmu fyrir yngra bamið kostar tæplega 30 þúsund krónur og pössun fyrir eldra bamið á einka- reknu skóladagheimili kostar tæp- lega 20 þúsund krónur. Þetta em þau dagvistarúrræði sem gift fólk hefur. (Ég á að vísu inni umsókn um niðurgreitt dagheimilspláss hjá Reykjavíkurborg sem námsmaður, en það hillir ekkert undir það. Ég er að verða búin að bíða í tvö ár og nýjustu fregnir herma að ekki komi að mínu bami á biðlistanum fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Þá sér nú fyrir endann á náminu og um leið missi ég náttúrulega réttinn til dagheimilisplássins.) Til að standa straum af þessum út- gjöldum, auk þess að lifa sjálf, Styrkveiting úr Sagnfræði- sjóði dr. Björns Þorsteinssonar Stjóm Sagnfræðisjóðs dr. Bjöms Þorsteinssonar ákvað 26. apríl sl. að veita Má Jónssyni sagnfræðingi 120.000 kr. styrk til að gefa úr rit- ið Blóðskömm á íslandi 1270-1870 sem lagt hefur verið fram til dokt- orsprófs í sagnfræði við Háskóla íslands. (Fréttatilkynning) borða, gefa börnunum mínum að borða, borga lyf og lækniskostnað, tannlækna, rafmagn, hita, síma, fasteignagjöld, tryggingar, reka bíl, fata börnin, kaupa skólabækur og borga 23.000 kr. í skólagjöld, auk alls annars sem ótalið er og kannski er frekar hægt að spara við sig, er Lánasjóður íslenskra náms- manna tilbúinn að lána mér um tuttugu og fímm þúsund krónur á mánuði, smávegis borgað út í jan- úar og restin í júní. Nú segir líklega einhver „það hlýtur að vera eitthvað saman við þetta.“ Jú, ég var svo vitlaus að gifta mig, enda hneyksl- ast margir yfir þeirri heimsku. Maðurinn minn er í vinnu, og vegna þeirra ógnarlauna sem hann hefur, fæ ég þetta í námslán. Hann hefur rétt um 100.000 kr. í laun til að framfleyta fjögurra manna fjöl- skyldu sem er að kaupa íbúð; og það finnst stjórn LÍN þvflík býsn að framantalið er það sem mér er skammtað til að leggja á móti sem minn skerf til heimilisins. Að vísu get ég glaðst yfír að ég muni ekki fara á hausinn af því að borga lán- in mín til baka þegar þar að kemur — ef ég verð ekki soltin í hel. Held- ur vildi ég fá 35 þúsund krónurnar sem þeim Ármanni Jakobssyni og Flosa Eiríkssyni standa til boða í námslán, og tel jafnvel, eins og þeir, að ég hefði meiri þörf fyrir þær krónur. Ég byijaði í námi í hitteðfyrra, sagði upp í góðri vinnu af því að það var fullkomlega raun- hæfur kostur að lifa af námslánum og mig langaði til að mennta mig. Þá fékk ég 65.000 krónur í lán á mánuði borgað út í hveijum mán- uði. Síðan voru grunnlánin lækkuð verulega og svo bamastuðullinn lækkaður og svo síðast en ekki síst Bergdís Linda Kjartansdóttir „Ég hef á tilfinningunni að svo standi forkólfar LIN og bendi á mann og segi: Fyrsti apríl, hí á þig!“ — og það sem aldrei heyrist talað um; útreiknisreglum vegna tekna maka breytt. Það er stutt og sak- leysisleg klausa sem segir að í stað þess að allt umfram tvöfalda fram- færslu komi til skerðingar á láni, skuli helmingur af öllu umfram framfærslu koma til skerðingar. Fæstir hafa væntanlega velt þess- ari klausu fyrir sér þegar þeir lásu nýju úthlutunarreglurnar og enn færri gert sér grein fyrir mikilvægi hennar, að minnsta kosti örugglega ekki þeir sem eru að potast í stúd- entapólitíkinni. En mér reiknast lauslega til að bara þessi klausa muni mig yfir fjörutíu þúsund krón- um á mánuði. Undarleg er auk þessa sú fásinna LÍN að líta svo á að hjón hafí aðskilinn fjárhag. Er það löglegt? Þó svo ég nýti engan veginn þær heimildir sem ég hef til tekjuöflunar án þess að lánið skerðist, má ekki flytja tekjur frá maka yfír á mig, heldur kemur allt til frádráttar. Eftir stendur að mað- ur hefur brennt brýr að baki sér, er kominn vel á veg í námi sem maður hefur áhuga á, en var samt sem áður ginntur útí á allt öðrum forsendum en eru í dag. Maður getur ekki lifað af þeim lánum sem í boði eru, maður labbar sig ekki á gamla vinnustaðinn og segir: Nei, heyrðu, ég er hætt við þetta. Og ekki gengur maður beint í nýja vinnu eins og málum er háttað á vinnumarkaðnum í dag, enda lang- ar mann auðvitað mest að fá að klára sitt nám. Ég hef á tilfinning- unni að svo standi forkólfar LIN og bendi á mann og segi: Fyrsti apríl, hí á þig! Höfundur er háskólanemi. Voríð er komið - hér er öruggt merki um bað: skóreFVkjav5vRJ' I STOFNAÐ 1946 Þá bjóðum við strax limgerðisplöntur, tré og runna, skógarplöntur og margt fleira. Síðan eykst úrvalið dag frá degi. Komið og kynnið ykkur nýja verðið og kjörin hjá okkur. Fylgist með auglýsingum okkar á næstunni um ráðgjöf, vörunýjungar og tilboð. SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn sími söludeildar 641777 3M Prentfilmur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.