Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 33 Atvinnuhorfur unglinga verri en síðustu þrjú ár RUMLEGA helmingur framlialdsskólanema sem busettir eru a Akur- eyri og nema í 10. bekk í grunnskólum á Akureyri hafa vísa sumarvinnu í sumar, en það er mun lakara hiutfall en verið hefur síðustu þrjú ár og er á svipuðum nótum og var árið 1989. Þetta kemur fram í könnun á at- vinnuhorfum framhaldsskólanema og nemenda tíundabekkjar á Akur- eyri sumarið 1991, sem Hermann Oskarsson félagsfræðingur gerði að tilhlutan Atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar. Slæmar horfur í könnuninni sem gerð var vikuna 16.-28. apríl síðastliðinn kom fram að 55,8% framhaldsskólanema og nemenda tíunda bekkjar sem búsetu hafa á Akureyri hafa vísa sumar- vinnu í sumar. Þá höfðu 6,2% nem- anna vinnu hluta úr sumri, en 26,8% nemanna sögðu að óvíst væri með sumarvinnu og 11,1% nemanna hafa enga vinnu vísa. Atvinnuhorfur unglinga hafa ekki verið eins slæmar síðan árið 1989, en þá hafði um helmingur nemanna vísa sumarvinnu. Arið 1990 höfðu um 70% þeirra vísa sumarvinnu, 72% ári síðar og í fyrra voru 73,2% nem- enda vísa sumarvinnu þegar sam- bærileg könnum var gerð. 62% hafa vinnu Atvinnuhorfur eru heldur betri þegar allur hópurinn er skoðaður, en hluti framhaldsskólanema hefur búsetu utan Akureyri, en þá sögðust 62% nemanna hafa vísa súmarvinnu, 5,3% hafa vinnu hluta úr sumri, en 32,7% sögðu óvíst með sumarvinnu eða að þeir hefðu enga vinnu í sum- ar. Á síðustu þremur árum hafa á bilinu 73-76% allra framhaldsskóla- nema haft vísa sumarvinnu, en árið 1989 vour tæplega 60% þeirra búnir að fá sumarvinnu í lok apríl. Fyrsti landsfundur jafnréttisnefnda LANDSFUNDUR jafnréttisnefnda sveitarfélaga hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag, fimmtudaginn 6. maí, og stendur hann yfir þar til síð- degis á föstudag. Þetta er fyrsti eiginlegi landsfundur jafnréttis- nefnda. Markmiðið er að efla innbyrðis tengsl nefndanna og gefa þeim möguleika á að bera saman bækur sínar og móta stefnuna í jafnréttis- starfinu á komandi ári. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrri degi fundarins verður eink- um varið til að fræðast og að nefnd- irnar fái að kynnast starfi hver ann- arrar, en seinni dagurinn er starfs- dagur þar sem unnið verður í hópum að sameiginlegum starfsáætlunum nefndanna og skilgreind markmið og leiðir í jafnréttisstarfi. Á meðal erinda sem flutt verða á landsfundinum má nefna að Unnur Dís Skaftadóttir mannfræðingur flytur erindi um konur í sjávárbyggð- um, Elín Antonsdóttir ræðir um sjálfsbjörg kvenna á krepputímum, Nordisk Forum í Finnlandi verður kynnt og einnig handbók jafnréttis- nefnda og starfsemi skrifstofu jafn- réttismála. Friðþjófur Nansen á Akureyri SKÓLASKÚTAN Friðþjófur Nansen lagðist að Torfunefsbryggju í fyrrakvöld. Þar er nú einnig þýska skútan Dagmar Aaen og hafa skipverjar á skútunum tveimur sett svip sinn á bæjarlífið. _ Tilkynnt um komur 28 skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar Áhöfn og farþegar skipanna eru mun fleiri en bæjarbúar Kirkjulistavika FASTUR liður í safnaðarstarfí í Akureyrarkirkju eru mánaðarlegir fundir eldri borgara. Á kirkjulista- viku mun séra Hannes Öm Blandon halda fyrirlestur um séra Hallgrím Pétursson. Jón Þorsteinsson tenór- söngvari syngur. Þessi dagskrá fyrir eldri borgara hefst kl. 15 í dag. Kl. 17.15 er fyrirbænaguðsþjón- usta í kirkjunni. Þá stendur yfir í safnaðarheimili sýning á kirkjugrip- um eftir feðgana Hallgrím Jónsson og Jón Hallgrímsson frá Naustum. Á morgun verður aftansöngur í Akureyrarkirkju og hefst hann kl. 18. Kammerkór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Bjöms Steinars Sólbergssonar. ALLS hefur verið tilkynnt um komur 28 skemmtiferða- skipa til Akureyrar í sumar, en það er fjölgun frá fyrra ári þegar komu 19 skemmtiferðaskip. Gera má ráð fyrir að um 20 þúsund manns verði um borð í skipunum, farþeg- ar og áhöfn og að Akureyrarhöfn hafi á milli 5 og 6 millj- ónir króna í tekjur vegna þessara skipa. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri á Akureyri sagði að fyrsta skipið, Daphne, kæmi 7. júní og síðan væru bókaðar stöð- ugar skipakomur fram í júlílok, en einungis þrjú skipanna koma í ágúst. í tvö skipti verða tvö skip á ferðinni sama daginn. 20 þúsund manns um borð í 28 skipum Á síðasta ári komu nítján skemmtiferðaskip til hafnar á Akureyri og voru farþegar þeirra samtals 8.857 talsins og tæplega fimm þúsund manns voru í áhöfn- um skipanna, þannig að tæplega 14 þúsunds manns voru um borð í þessum skipum samtals. Gerði Guðmundur ráð fyrir að um borð í þeim 28 skemmtiferðaskipum sem áætlað er að komi í sumar til Akureyrar verði um 20 þúsund manns eða mun' fleiri en íbúar bæjarins er. Guðmundur sagði að auknar skipakomur í sumar gætu verið til komnar af því starfi sem innt hef- ur verið að hendi í því skyni að fá þessi skip til að sigla um norð- lægar slóðir, en fram til þessa hefðu langflest skipanna siglt á suðlægari slóðum. Akureyrarhöfn og Reykjavíkurhöfn taka þátt í samstarfi hafna í norður Evrópu, Cruise Europe, sem meðal anhars hefur það að markmiði að benda útgerðaraðilum skemmtiferða- skipanna á kosti þess að sigla um þetta svæði og hafa viðkomu í norðurevrópskum höfnum. „Þetta starf hefur staðið yfir síðustu tvö ár, en ég held að það sé ekki farið að skila sér að neinu ráði ennþá,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson. Tekjur Akureyrarhafnar 6 milljónir Að meðaltali hefur Akureyrar- höfn haft um 200 þúsund krónur í tekjur af hveiju skemmtiferða- skipi og hafði þannig í kringum 4 milljónir króna í tekjur af þeim á síðasta ári, en nú í sumar má gera ráð fyrir að tekjurnar verði tæpar 6 milljónir króna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Að störfum í sunnanrokinu VINDBLÁSNIR smiðir brugðu á leik þegar ljósmyndari átti leið um Giljahverfið í sunnanrokinu í gær, en þetta eru þeir Úlfar og Þórhall- ur sem þarna munda hamra sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.