Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 55 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn Sigurjón Bjarnason Selfyssingur stekkur hér innúr vinstra hominu og kemur knettinum framhjá Magnúsi Sigmunds- syni í ÍR-markið. SeKoss jafnaði ÚRSLIT ÍR - Selfoss 24:25 íþróttahúsið Seljaskóla, annar aukaleikur um þriðja sæti íslandsmóts karla í hand- knattleik, miðvikudaginn 5. maí 1992. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 8:2, 8:5, 9:6, 13:6, 14:7, 14:10, 15:10, 17:11, 17:13, 18:14, 18:15, 21:15, 21:20, 22:20, 23:23, 23:24, 24:24, 24:25. Mörk ÍR: Branislav Dimitrivitsch 7/1, Matt- hías Matthíasson 6, Jóhann Ásgeirsson 5/1, Róbert Þór Rafnsson 3, Ólafur Gylfason 1, Sigfús Orri Bollason 1, Magnús Ólafsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 16 (3): (8 (2) langskot, 2 eftir hraðaupphlaup, 2 (1) eftir gegnumbrot, 2 af línu, 2 úr homi. Sebastian Alexandersson 2/1: (1 víti, 1 langskot). Utan vallar: 10 mín (Dimitrivitsch fékk rauða spjaldið er 20 mí. voru eftir fyrir gróft brot á Jóni Þóri). Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 9/3, Sig- uijón Karnason 6, Einar Gunnar Sigurðs- son 3, Oliver Pálmason 3, Jón Þórir Jónsson 2, Einar Guðmundsson 2. Varin skot: Gísli Felix Bjarnason 6 (2): 1 langskot, 2 úr horni, 2 (1) af línu, 1 víti. Ásmundur Jónsson 1: (1 langskot). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Óli P. Olsen og Gunnar Kjartans- son. Sluppu þokkalega frá leiknum. Áhorfendur: 501. Svíþjóð Redbergslid - Savehov..........23:19 ■Þetta var annar leikur liðanna í úrslitum um sænska meistaratitilinn og hefur Red- bergslid sigrað i báðum. Anders Bekkegren gerði 11 mörk fyrir sigurvegarana eins og í fyrri leiknum. Knattspyrna Reykjavíkurmótið Fram-Fylkir......................3:2 Helgi Sigurðsson, Ingólfur Ingólfsson og Þorbjöm Sveinsson - Þórhailur Dan Jó- hannsson 2. ■Fram mætir Val í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn kl. 20, en Fylkir og KR leika um bronsið á laugardag kl. 17. Litla bikarkeppnin UMFG-UBK.................... ...3:1 Þorlákur Ámason 2, Páll Valur Bjömsson - Arnar Grétarsson. FH-ÍA............................1:2 Hörður Magnússon - Þórður Guðjónsson 2. ■Þórður gerði sigurmark ÍA f framleng- ingu. ÍA og UMFG leika til úrslita á sunnu- dag kl. 14. JMJ-mótið JMJ-mótinu í knattspymu lauk um helgina með sigri Þórs á Akureyri, en úrslit ein- stakra leikja urðu þessi: Þór-KA..........................3:0 Þór-UMFT........................2:1 Þór-Leiftur.....................3:1 KA-UMFT.........................2:0 KA - Leiftur....................3:0 Leiftur - UMFT..................5:1 England Oldham - Liverpool..............3:2 (Beckford 20., Olney 35. og 36.) - (Rush 30. og 59.) Tottenham - Blackbum............1:2 (Anderton 87.) - (Newell 23. og 55.). Man. City - Crystal Palace......0:0 1. deild: Derby — Notts County............2:0 Skotland Hearts - Aberdeen...............1:2 Evrópukeppni félagsliða Dortmund - Juventus.............1:3 Michael Rummenigge (2.) - Dino Baggio (27.) Roberto Baggio (31. og 74.) Frakkland Bikarkeppninn Caen - Marseille..............1:2 Bernard Cauet - Rudi Völler, Jean-Christop- he Thomas Golf um helgina 1. maí mótið Hið árlega 1. maí mót á Strandarvelli verð- ur sunnudaginn 9. maí en því varð að fresta 1. maí vegna snjóa. Skráning milli kl. 14 og 18 í sfma 98-78208. LEK-mót Fyrsta golfmót LEK (Landsambands eldri kylfinga) á þessu ári verður haldið hjá Golfklúbbi Grindavíkur sunnudaginn 9. maí og verðu'r ræst út frá kl. 9.00. SELFYSSINGAR sýndu og sönnuðu í gær að leikur er ekki búinn fyrr en flautað er af. ÍR hafði mikla yfirburði allan fyrri hálfleikinn og mest 7 marka forskot, en eftir að Dim- itrivisch var sendur í bað — fékk rauða spjaldið fyrir gróft brot — hrundi leikur liðsins og Selfoss þakkaði fyrir og sigraði með eins marks mun, 24:25. Liðin hafa nú unnið hvort sinn leikinn og þurfa því að mætast í hreinum úrslitaleik um brons- verðlaunin, og hugsanlegt Evr- ópusæti, annað kvöld á Sel- fossi. ÆV ÍR-ingar byrjuðu af miklum krafti og fór Magnús Sigmundsson markvörður þar fremstur í flokki. Hann varði frábær- Valur B lega hvað eftir ann- lónatansson að og sendi boltann skrifar síðan yfir endilang- an völlinn þar sem Dimitrivitsch og Matthías voru ávallt mættir og skorðu grimmt. ÍR komst í 8:2 og 14:7 en Selfoss náði að minnka muninn í fjögur mörk fyrir hlé, 14:10. Kaflaskipti urðu í leiknum er Serbinn Dimitrivitsch, leikstjórn- andi ÍR, var rekinn í bað er 20 mínútur voru eftir af síðari hálfleik í kvöld Handknattleikur Islandsmótið 2. leikur í úrslitakeppni 1. deildar karla: Kaplakriki: FH-Valur...20 fyrir að rífa aftan í Jón Þóri Jóns- son, sem var í hraðaupphlaupi. Sel- fyssingar nýttu sér þetta — klipptu út Róbert Þór Rafnsson í sókninni og við það var allur vindur úr ÍR, sem varð að játa sig sigrað er Óli- ver Pálmason skoraði sigurmarkið er 22 sekúndur voru eftir. ÍR-ingar léku vel í fyrri hálfleik með Magnús Sigmundsson og Dim- itrivitsch í aðalhlutverkum. Allt gekk upp á sama tíma og Selfyss- ingar virtust áttavilltir. Eftir að Dimitrivitsch fór útaf tók enginn af skarið og sást þá best hversu mikilvægur hann er liðinu. Meira að segja Magnús í markinu fór úr Við fengum hálfgert sjokk þegar Zico [Branislav Dimitrivitsch] var rekinn útaf, en það þýðir ekk- ert að fárast yfír því. Við förum bara á Selfoss á föstudaginn og klárum þetta, það er ekki spruning. Það var leiðinlegt að gera það ekki hér á heimavelli fyrir okkar áhorf- endur en við tökum þá bara með á Selfoss," sagði ÍR-ingurinn Matthí- as Matthíasson eftir leikinn. Bæði hann og Einar Þorvarðar- son þjálfari Selfyssinga viður- sambandi í seinni hálfleik eftir að hafa varið 13 skot í þeim fyrri. Selfyssingar virtust vera hálf áhugalitlir í fyrri hálfleik, kannski talið öruggt að Valur yrði meistari og þeir færu þá sjálfkrafa í Evrópu- keppni bikarhafa. Einar Þorvarðar- son hefur sjálfsagt messað vel yfír leikmönnum sínum í hálfleik því þeir komu miklu betur stefndir eft- ir hlé. Þeir léku eins og þeir gera best síðasta stundarfjórðunginn og það nægði — gerðu þá 10 mörk á móti þremur frá 1R. Sigurður Sveinsson var þeirra besti maður. Sigurjón Bjarnason og Óliver Pálmason voru einnig sprækir. kenndu að það væri komin þreyta í mannskapinn. „Mér sýnist bæði liðin sem léku til úrslita í fyrra [Selfoss og FH] vera þreytt,“ sagði Einar og bætti við; „ég veit ekki hvað var að hjá okkur framan af leiknum en við lékum auðvitað án Gústafs Bjarnasonar. Við vorum heppnir þegar Júgóslavinn var rek- inn útaf og tókst að nýta okkur það, en ég held að mínir menn séu hálfpartinn famir að bíða eftir sum- arfríinu," sagði Einar. Fengum hálf gert sjokk sagði ÍR-ingurinn Matthías Matthíasson KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Einar Páll og samheijar í úrslit Einar Páll Tómasson og samherj- ar í Degerfors unnu Elfsborg 2:1 í undanúrslitum sænsku bikar- Frá Sveini Agnarssyni i Svíþjóð keppninnar í knatt- spyrnu og mæta Landskrona í úrslit- um í Stokkhólmi 16. júní, en Landskrona vann Eskilstuna 3:0. Elfsborg, sem vann Öster 3:1 í átta liða úrslitum — eina tap Öster á tímabilinu — komst yfir á 2. mínútu, en Ulf Ott- osson, „Marka-Ottó“ eins og hann er kallaður í Svíþjóð, jafnaði úr víta- spyrnu í seinni hálfleik og gerði sigurmarkið í framlengingu. Degerfors hefur aldrei leikið til úrslita í bikarkeppninni og útlitið var ekki bjart í byijun. „Markið efldi okkur og við sóttum stíft til sigurs,“ sagði Einar Páll. „Ég er þokkalega ánægður með minn hlut, en er ekki kominn í góða leikæf- ingu. Ég leik líka sem bakvörður, sem kostar meiri hlaup en ég er vanur í miðvarðarstöðunni." r v. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 6. maí 1993 kl. 16.00. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Páll Skúlason, prófessor, flytur erindi: Um eðli siðareglna. Ættu viðskiptafræðingar og hagfræðingar að skrá siðareglur sínar? Mætið stundvíslega. Stjórn FVH ÍÞRMR FOLK ■ ÞAÐ var mikið þurrkað í Selja- skóla í gær og blöskraði mörgum hversu oft dómararnir stöðvuðu leikinn í fyrri hálfleik til að láta þurrksveinana þerra gólfíð. í síðari hálfleik var þetta ekki eins áber- andi en þó voru þurrksveinarnir kallaðir tólf sinnum inná. ■ SELFYSSINGUM gekk illa að skora í fyrri hálfleik en þeir jöfnuðu þó 1:1 og 2:2. Næsta mark kom ekki fyrr en 13 mínútur og 20 sek- úndur voru búnar af leiknum en ÍR hafði_ gert sex mörk á meðan. ■ ÁSMUNDUR Jónsson mark- vörður hjá Selfyssingum varð fyrir því óhappi að fingur á vinstri hendi fór úr lið. Þetta gerðist þegar stað- an var 22:22 og óhappið varð þegar Ásmundur varði skot frá ÍR-ing- um, eina skotið sem hann varði. KNATTSPYRNA Juventus vanní Dortmund Juventus stendur vel að vígi í UEFA-keppninni í knattspyrnu því liðið sigraði Dortmund 3:1 í Þýskalandi í gærkvöldi. Þetta var fyrri úrslitaleikur liðanna, sá síðari verður í Tórínó. Vamarmaðurinn sterki Michael Schulz lék ekki með Dortmund vegna leikbanns og Ned Zelic var meiddur. Stefan Reuter slapp í gegnum lækn- isskoðun skömmu fyrir leik og veitti heimamönnum varla af. Þeir byrjuðu þó betur því eftir tvær mínútur hafði Rummenigge skorað. Juventus lék mun betur og sigur- inn var sanngjam. Bestir hjá þeim vom auk Roberto Baggio, sem skor- aði tvívegis, þeir Dino Baggio og fyrrum leimaður Dortmund, Andy Möller. NAMSKEIÐ Körfubolti hiá ÍR Franc Booker og körfuknattleiksdeild ÍR verða með æfingabúðir í íþróttahúsi Selja- skóla helgina 7. til 10. maí. Booker verður aðalkennari og Pétur Guðmundsson verður honum til aðstoðar. Námskeið fyrir drengi -«r og stúlkur 11 ára og yngri hefst föstudag- inn 7. maí kl 17. Námskeið fyrir 12 ára og eldri hefst laugardaginn 8. maí kl 13.30. Þáttökugjald er 3.000 krónur en ÍR-ingar greiða 2.500 krónur. Veittur er afsláttur ef tvö eða fleiri systkini mæta. Upplýsingar gefa Þorvaldur Hallsson og GIsli Hailsson í síma 670224 og Stefán Ingólfsson i síma 671222. Körfubolti hjá Val Franc Booker mun halda körfuboltanám- skeið á vegum Vals, dagana 10. - 15. maí n.k. Námskeiðunum verður skipt í aldurs- hópa, annars vegar krakkar fæddir 1983- 1985 og hins vegar böm fædd 1980-1982, og fær hver hópur leiðsögn tvo tlma á dag í fimm daga. Innritun á námskeiðin verður í Valsheimilinu á föstudaginn kt. 13 - 18 og laugardag kl. 9 - 16. Skráningarsíminn er 12187. Þáttökugjaldið er kr.2.500. I ---------------------------N y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.