Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 44
44 MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 i fclk f fréttum FEGURÐARSAMKEPPNI Saumaði níu kjóla fyrir keppnina Michael Jackson var hrifinn af Tatum O’Neal. Marta Lovísa Noregsprinsessa er farin að brosa aftur, en hún mun hafa tekið mjög nærri sér sögusagnir um að hún ætti í ástarsambandi við breskan knapa. Hvort sem konungsfjölskyldunni fannst rétt að koma í veg fyrir frekari sögusagnir eða henni þótti það bara við hæfi, þá var unnusta Mörtu Lovísu, Per Gunnar, í það minnsta boðið að fara með fjöl- skyldunni á skíði um páskana. Ekki nóg með það, heldur varð hann eftir sem gestur konungs- hjónanna þegar Marta Lovísa fór til Bretlands að taka þátt í reið- keppni. Nú hafa nánir vinir prinsessunar sagt frá því að Marta Lovísa og Per Gunnar hafi fengið leyfi Har- aldar og Sonju til að trúlofa sig. Þau skötuhjúin hafa verið saman í nokkur ár og eru konungshjónin sögð ánægð með ráðahaginn. Þá hefur tekist góð vinátta milli Há- kons krónprins og Per Gunnars. Norska pressan veltir því nú mikið fyrir sér hvort konunglegt brúðkaup verði í haust og staðhæf- ir að trúlofunartímabil standi aldr- ei lengi hjá konungbornum. Þá virðast Haraldur og Sonja engin áform hafa um utanlandsferðir í haust og þykir það einnig benda til þess, að brúðkaupsklukkurnar hringi þegar nær dregur jólum. DÆGURTONLIST Jórunn Karlsdóttir saumaði kjóla á níu af þeim átján stúlkum, sem tóku þátt í fegurðarsam- keppninni Ungfrú ísland síðastlið- ið föstudagskvöld, en færst hefur í vöxt á undanförnum árum að stúlkur leiti til hennar fyrir hinar ýmsu fegurðarsamkeppnir. Kom á daginn, að Svala Björk Arnardótt- ir, sem lenti í fyrsta sæti og Guð- rún Rut Hreiðarsdóttir, sem hreppti annað sætið voru í kjólum, sem Jórunn saumaði. Einnig Andrea Róbertsdóttir, sem var með fegurstu fótleggina og valin var vinsælasta stúlkan. Hæfileikinn til að sauma er meðfæddur eiginleiki Jórunn segist hvorki hafa lært hönnun né saumaskap heldur sé hæfileikinn henni í blóð borinn. Amma hennar hafi verið klæð- skeri og móður- og föðursystur hennar saumakonur. „Ég er heimavinnandi og er aðallega að passa börn, þannig að saumaskap- urinn er bara tómstundargaman hjá mér,“ segir hún. Það er greini- legt að hugur hennar er oft bund- inn við saumaskapinn, því sjái hún spennandi efni þegar hún er á ferð í útlöndum segist hún kaupa það. Þar fyrir utan fylgist hún vel með tískusýningum og tískublöð- um. Jórunn hefur alla tíð saumað, meðal annars á dætur sínar þegar þær voru yngri. „Þær vildu bara vera í þeim fötum sem ég saum- aði og í öðru vísi kjólum en aðrar stúlkur," segir hún. „Svo hélt ég þessu áfram þegar Unnur [Steins- son dóttir hennar] fór að keppa í fegurðarsamkeppnum. Þetta leiddi til þess að ég saumaði kjól á Berg- lindi Johansen sem varð Ungfrú ísland árið eftir að Unnur hlaut þann titil. Berglind lánaði síðan Hólmfríði Karlsdóttur kjólinn og hún var í honum þegar hún varð Ungfrú alheimur. Þannig hefur þetta leitt eitt af öðru. Þær eru yfirleitt ógurlega góðar við mig að vilja vera hjá mér og mér finnst ómetanlegt að kynnast svona mörgu ungu fólki.“ Undirbúningur getur tekið langan tíma Aðspurð hvernig hún fari að þegar þurfi að sauma svo marga kjóla fyrir eina keppni, segist hún oft byija að sauma kjóla strax og hún hafi keypt efnið. „Ég hef kjól- ana kannski hálfsaumaða og er með ákveðna hugmynd um þá. Nú, og ef stúlkunum líst á hug- myndina, þá held ég bara áfram og klára þá. Ég á líka nokkra kjóla sem ég lána.“ Jórunn segir að saga sé á bak við marga kjólana og nefnir sem dæmi kjólinn sem Andrea Róberts- dóttir var í. „Hún kom til mín fyr- ir stuttu með myndband af tísku- sýningu sem hafði verið í sjónvarp- inu. Við spiluðum myndbandið aft- ur og aftur, því kjólamir sjást bara augnablik í svona tískusýn- ingum, og mér tókst að rissa upp kjól, sem ég saumaði og hún var afskaplega ánægð með. Það má líka nefna kjólinn,.s|m Guðrún Rut Hreiðarsdóttir var i. Ég byijaði að sauma hann fyrir mörgum árum. Hann var hálfklár- aður, því Unnur átti að fara í keppnina Frú heimur, sem var svo aldrei haldin vegna Persaflóa- stríðsins. Kjóllinn hafði því legið í plasti inni í skáp öll þessi ár ,pg ég hugsaði með mér, að tími væri til kominn að klára hann, sem og ég gerði.“ Eru menn farnir að velta fyrir sér, hvort eitthvað verði úr því sambandi. Michael hefur lýst.því yfír, að hann hafi aðeins einu sinni verið ástfanginn áður, en þá var hann mikið yngri og ástin hans þá var Tatum O’Neil, sem var þá aðeins unglingur. Ekki fylgdi sög- unni, hvort hún hefði endurgoldið ást hans. Per Gunnar Haugen og Marta Lovísa Noregs-. prinsessa. Michael og Brooke sjást æ oftar saman Eins og fram kom í frétt- um fyrir nokkru lýsti Michael Jackson því yfir í viðtalsþætti Oprah Win- frey í Bandaríkjunum, að hann væri ástfanginn af leikkonunni Brooke Shi- elds. Michael hefur yfír- leitt aldrei sést í fylgd annarra kvenna, ef undan er skilin Elísabet Taylor, en milli Michaels og henn- ar ríkir mikil vinátta. Hins vegar sjást þau Brooke og Michael nú æ oftar saman. Michael Jackson og Brooke Shields brosa gleitt. STJORNUR Aðhyllast indverska íhugun Hljómsveitin Dansbandið, sem gerði garðinn fræg- an í veitingahúsinu Þórscafé hér á árum áður hefur verið endurvakin til að koma fram í veitingahús- inu Firðinum í Hafnarfirði á föstudagskvöldum í maí og júní. Fer vel á því að sveitin bregði á leik í Hafnar- fírði því þar í bæ liggja rætur hennar enda steig sín fyrstu spor í Snekkjunni sálugu, þar sem nú er Vit- inn, félagsmiðstöð hafnfíi'skra ungmenna. Tveir af stofnendum Dansbandsins, þeir Kristján Hermannsson trompetleikari og söngvari og Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari, taka þátt í endurreisn- inni að þessu sinni og auk þess Halldór Olgeirsson trommuleikari og söngvari, sem einnig lék um skeið með Dansbandinu. Þeir Sveinn og Halldór hafa til skamms tíma leikið með hljómsveitinni Gömlu brýnin. Á bassa í nýja Dansbandinu er Páll E. Pálsson, sem meðal annars gerði garðinn frægan með djass-bræð- ingssveitinni Súld og á gítar er Gunnar Þór Jónsson, ungur og efnilegur hljómlistarmaður, sem vakið hefur athygli fyrir lipran leik og smekkleg tilþrif. Áð sögn þeirra félaga verður lagaval Dansbandsins miðað við að sveitin standi undir nafni, lögð áhersla á alhliða danstónlist með rokki, sveiflu og suðrænu limbó-ívafí, og ef til vill með örlitlu hliðarspori í skand- inavíska gleðidanstónlist í anda Sven-Ingvars og fé- laga. Dansbandið hið nýja, frá vinstri: Páll E. Pálsson, Sveinn Guðjónsson, Gunnar Þór Jónsson, Kristján Hermannsson og Halldór Olgeirsson. Leikarahjónin Melanie Griffith og Don Johnson hafa heilt sér út í austurlensk trúarbrögð eða íhug- un, að sögn erlendra blaða. Þau binda nú trúss sitt æ meir við 32 ára indverska konu, Gurumayi. Þó er haft eftir Melanie að hún líti ekki á Gurumayi sem neinn guð eða æðri máttarvöld, er. samt trúi hún því að Gurumayi sé í góðu sambandi við æðri máttar- völd. Fréttir herma að Don hafi nýlega tekið þátt í fjögurra daga samanþjöppuðu námskeiði til að læra íhugun enn frekar. Þess má geta að þriggja ára dóttir þeirra, Dakota, heitir að millinafni Mayi, sem er einmitt seinni hluti á nafni leiðtoga þeirra í andlegum efnum. Don Johnson og Melanie Griffith. Góð vinátta hefur tekist milli Hákons og Per Gunn- ars. Per Gunnar var boðið á skíði með konungs- hjónunum um páskana. KONGAFOLK Er brúðkaup í vændum í Osló? Dansbandið dafnar á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.