Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 26
r 26 Svíar að rétta úr kútnum SÆNSKA efnahagslífið er nú smátt og smátt að rétta úr kútn- um og botninum hefur verið náð að sögn sænskra hagfræðinga. Segja þeir, að helsta visbend- ingin um þetta sé að vörupönt- unum til útflutningsfyrirtækja hafí fjölgað um 6% í febrúar og til annarra fyrirtækja um 3%. Ails hefur pöntununum fjölgað um 8% á fyrsta fjórð- ungi ársins, á heimamarkaði um 6% og í útfiutningi um 9%, að sögn danska dagblaðsins Politi- ken. Afturkippur í Bandaríkjunum VÍSITÖLUR sem notaðar eru sem helsti mælikvarði á ástand bandarískra efnahagsmála féllu meira í marsmánuði en nokkru sinni á síðustu tveimur árum, að sögn bandaríska viðskipta- ráðuneytisins. Lækkaði sam- setta vísitalan um 1% eftir að hafa hækkað um 0,5% í febr- úar. Ástæðan er samdráttur í byggingariðnaði og atvinnu- leysi. Fyrsta fórn- arlambið FORINGI í sérsveitum rússn- esku lögreglunnar, Vladímír Toloknejev, sem slasaðist í átök- um lögreglunnar við kommún- ista og þjóðernissinna í Moskvu 1. maí, lést í gær á sjúkrahúsi. Er hann fyrsti maðurinn, sem lætur lífið í þeim pólitíska óróa, sem nú er í Rússlandi, en hann varð á milli þegar vörubifreið var bakkað á hann. Er óttast, að dauði hans auki enn á spenn- una en andstæðingar Borísar Jeltsíns búa sig undir ný mót- mæli á sunnudag. Jeltsín segir hins vegar, að þeim, sem kynda undir ofbeldi, verði hér eftir engin miskunn sýnd. Sakir bornar á ráðherra HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hefur beðið sérfræðinga í sinni þjónustu að kanna ásak- anir á Gúnther Krause sam- gönguráðherra en hann er sagð- ur hafa misnotað opinbert fé. Krause flutti heimili sitt frá Berlín til Eystrasaltsstrandar- innar og á misnotkunin að hafa verið í því fólgin, að hann hafí látið ríkið greiða kostnaðinn við það. Krause hefur raunar viður- kennt, að ráðuneytið hafí greitt þennan kostnað en lögfræðingur hans segir, að það sé löglegt. Tímaritið Stern segir hins veg- ar, að um lögbrot sé að ræða. Áður hefur Krause orðið uppvís að því að nota opinbert fé til að greiða vinnukonu sinni laun. Heimaland fyrir hvíta? HVÍTIR menn í Suður-Afríku gætu sagt sig úr lögum við rík- ið ef ekki tekst að semja um sjálfstjórn þeirra. „Við viljum ákveða sjálfir framtíð okkar. Ef við getum ekki gert það með samningum, munum við hug- leiða að stofna okkar eigið ríki,“ sagði Tienie Groenewald hers- höfðingi í viðtali við Reuters- fréttastofuna. Groenewald, sem er fyrrverandi yfirmaður leyni- þjónustu hersins, er einn af fjór- um uppgjafaherforingjum, sem reyna nú að sameina hvíta menn í kröfunni um sjálfstætt ríki hvítra manna. Kveðst hann vilja forðast ofbeldi en reyni stjórnin að knýja þá, sem ekki vilja, til að búa við yfirráð svartra manna, muni hugsanlega verða gripið til vopna. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Reuter Leiðangur til bjargar skógarbirni BRESKIR hermenn fóru í gær á brynvarinni bifreið til borgarinnar Vitez í Bosníu til að leita að skógarbimi, sem er þar í vörslu króatískra hermanna. Með þeim voru starfsmenn alþjóðlegra dýravemdarsamtaka sem segja að bjöminn sé vannærður og vanræktur, en því neita króatísku hermennimir. Dýravinimir vilja flytja björninn á vemdarsvæði í Grikklandi en óvíst er hvort hermennimir láti það eftir þeim þar sem þeim líkar ekki slík afskipta- semi útlendra dýravina. Bjöminn hefur verið nefndur MacKenzie, eftir kana- dískum hershöfðingja sem stjómaði friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo í fyrra. A myndinni gefur einn dýravinanna biminum að éta. Kalda baðið getur aukið kynhvötina KALT bað einu sinni á dag kann að vera besta leiðin til að auka kynhvötina, að því er vikublaðið European hefur eftir breskum vísindamönnum. Þeir segja að kalt bað geti einnig verið heilsubót fyrir fólk sem þjáist af „uppaflensunni" svokölluðu og þá sem hafa of lágan blóðþrýsting. Samkvæmt rannsókn Throm- bosis Research Institute í Lund- únum eykst framleiðsla hormóna sem stjórna kyngetu karla og frjó- semi kvenna í þeim sem lauga sig köldu vatni daglega. Vísindamenn stofnunarinnar könnuðu áhrif misjafnlega kaldra baða í mismunandi langan tíma á líkama sjálfboðaliða. Þeir segjast hafa komist að því að hvítum fmm- um, sem vinna á ýmsum veirum, fjölgi í þeim sem baði sig daglega í köldu vatni þannig að þeim sé ekki eins hætt við flensu og öðrum kvillum. Hjá nokkrum sjálfboðalið- anna jókst einnig hárvöxtur. „Menn verða að athuga að þetta er ekki allra meina bót, en v leið til að fá líkama okkar til að starfa betur,“ sagði Vijay Kakk- ar, yfirmaður stofnunarinnar. Andreotti á blaðamannafundi í Róm Segir engar sann- anir vera gegn sér Upplýsingar um gífurlega spillingu hjá ítalska símafyrirtækinu Róm, Mflanó. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, ítrekaði í gær fyrri yfirlýsingar um að hann hefði aldrei haldið hlífiskildi yfir mafíuforingjum og sagði dómar- ana engar sannanir hafa gegn sér. Uppvíst er orðið um gífurlega spillingu í tengslum við endurnýj- un ítalska símakerfisins fyrir nokkrum árum en til hennar var vanð tugmilljörðum króna. Á fréttamannafundi, sem Andre- otti boðaði til, gerði hann lítið úr framburði fyrrverandi mafíósa, sem sagt hafa frá tengslum hans við mafíuna, og sagði hann skáldskap líkastan. „Lygin er stuttfætt," sagði hann og brá fyrir sig ítölskum máls- hætti, sem táknar, að sannleikurinn komi fljótt í ljós. Andreotti sagði, að enginn hefði barist meira gegn mafíunni en hann og rakti ýmis dæmi um það en við- urkenndi, að hann og aðrir leiðtogar Kristilega demókrataflokksins hefðu átt að reka þá menn í flokknum, einkum á Sikiley, sem grunaðir hefðu verið um samstarf við maf- íuna. 2,5 milljarðar í mútur Æðstu yfirmenn símafyrirtækis- ins ASST, sem heyrir undir Póst og síma á Ítalíu, hafa verið handteknir og er búist við fleiri handtökum næstu daga. Koma þær í kjölfar upplýsinga, sem Cesare Romiti, framkvæmdastjóri Fiats, hefur gefið um mútur og spillingu varðandi út- boð á síðasta áratug. Þá var unnið að mikilli endurnýjun ítalska síma- kerfisins fyrir um 100 milljarða ísl. kr. Talið er, að fyrirtæki, sem buðu í verkin, hafi orðið að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn til að fá þau og eru mútugreiðslurnar sagðar hafa numið 2,5% af upphæð- inni allri eða um 2,5 milljörðum. Mun mest af þessu fé hafa runnið til kristilegra demókrata og sósíal- ista. -------♦----------- Bjartsýni í friðar- viðræðum Jerúsalem. Reuter. HÁTTSETTUR fulltrúi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, sagði í gær, að hugsanlegt væri, að samninganefndir Israela og Palestinumanna gæfu út sameig- inlega viljayfirlýsingu varðandi helstu málin í friðarviðræðunum. Nabil Shaath, pólitískur ráðgjafi Yassers Arafats, leiðtoga PLO, sagði í viðtali við ísraelska útvarpið, að samningsvilji ísraela og Bandaríkja- manna hefði aukist. „Við teljum nú möguleika á að gefa út sameiginlega viljayfirlýsingu um helstu málin og erum að vinna að því,“ sagði Shaath. Shasth sagði, að viljayfirlýsingin myndi verða um löggjafarvald Pal- estínumanna, kosningar á Vestur- bakkanum og á Gaza-svæðinu, yfir- stjórn hemumdra svæða og bráða- birgðasjálfstjórn. Hiroshi Nakajima endurkjörinn forstjóri WHO eftir harðar deilur um störf hans Smyglaði hann fornminjum frá Víetnam í sérsmíðuðum kistum? Sakaður um helgimyndasmygl frá Rússlandi - Sagður hafa keypt sér stuðning með fjárveitingum til vafasamra verkefna í þróunarlöndum „ÞAÐ blasir við að starfsemi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar (WHO) verður ekki svipur hjá sjón næstu fimm árin eða með- an Hiroshi Nakajima gegnir starfi forstöðumanns hennar,“ sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðismálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær en hann situr nú ársfund WHO í Genf. Fyrstu dagar fundárins hafa snúist um stjórnarhætti Nakajima sem sak- aður hefur verið um að misnota fjármuni stofnunarinnar til að tryggja eigin stöðu. Eftir harðar deilur á þinginu var hann endur- kjörinn yfirmaður stofnunarinnar til fimm ára í gær með 93 at- kvæðum gegn 58. Réði úrslitum að fulltrúar Asíu- og Afríkuríkja slóu skjaldborg um Nakajima. „Nakajima fékk fleiri mótat- kvæði en búist hafði verið við og færri stuðningsatkvæði. Sömuleiðis sátu færri þjóðir hjá en búist hafði verið. Framkvæmdaráð stofnunar- innar hafði samþykkt með 18 at- kvæðum gegn 13 í janúar sl. að leggja til að hann gegndi áfram starfi forstöðumanns og því hefur verið haldið blákalt fram að hann hafi orðið að kaupa þann stuðn- ing,“ sagði Sighvatur Björgvinsson. „Já, við greiddum atkvæði gegn því að Nakajima héldi starfinu. Það gerðu eihnig Bandaríkin, öll hin Norðurlöndin, EB-ríkin og öll ara- baríkin. Þetta eru ríkin sem borgað hafa starfsemi stofnunarinnar," sagði Sighvatur en þess má geta að árstillag íslands til stofnunarinn- ar er' á sjöttu milljóna króna. „Ég geri ráð fyrir því að úrslit atkvæðagreiðslunnar eigi eftir að segja til sín í starfsemi WHO. Full- trúi Bandaríkjanna sagði til dæmis berum orðum að hann ætti ekki von á því að bandaríska þingið fengist til að veija krónu til stofnunarinnar á grundvelli þeirrar skýrslu sem hann yrði að gefa þegar heim kæmi,“ sagði Sighvatur. Mútur í samtalinu við Morgunblaðið sagði heilbrigðisráðherra að fyrir þinginu hefðu legið yfirlýsingar, m.a. frá hans eigin starfsmönnum, um að Nakajima hefði keypt sér stuðning með því að veita peningum til umdeildra verkefna í þróunar- löndunum. „Flest þessara verkefna voru út í hött og á engan hátt til að efla heilbrigðiskerfið í viðkom- andi löndum. Þannig var nefnt dæmi í gögnum sem lágu fyrir fund- inum að hann hefði ákveðið að veita 150.000 dollurum til þess að rann- saka breytingar á heilbrigðiskerfínu á Filippseyjum í tíð Corazon Aquino forseta. Viðkomandi fulltrúi tók við peningagreiðslunni en aldrei varð neitt úr verkinu. Sú greiðsla hefur farið beint í vasa viðkomandi," sagði ráðherrann. Með kistusmið á sínum snærum Sighvatur sagði að til marks um ásakanirnar á hendur Nakajima hefði í gær borist bréf inn á fund- inn sem háttsettur japanskur starfsmaður hjá WHO hafði ritað japönskum stjómvöldum þar sem fram komu þungar ásakanir í garð forstjórans. „Nakajima er kunnur fyrir söfnun gamalla muna og fom- minja. í bréfinu er frá því sagt og nafngreindur sérstakur starfsmað- ur WHO á Filippseyjum sem haft hefur þann starfa fyrir Nakajima að láta smíða fyrir hann ferðakistur með tvöföldum botni svo hann gæti smyglað fornminjum, meðal annars frá Víetnam. Þá hefur komið fram að Nakajima var eitt sinn tekinn fyrir tilraun til að smygla helgi- myndum, íkonum, frá Rússlandi sem er harðbannað og við liggur þung refsing þar í landi,“ sagði ráðherra. „Þrátt fyrir kosninguna er um- ræðum um notkun fjármuna stofn- unarinnar og stjórnarhætti Nakaj- ima ekki lokið. Þær eiga eftir að halda áfram bæði á þinginu sjálfu og í nefndum. Meðal annars eru til umfjöllunar athugasemdir endur- skoðenda stofnunarinnar en þær eru margar hveijar mjög alvarleg- ar. Það er með ólíkindum hvað dreg- ið hefur verið fram í dagsljósið og stofnunin verður ekki söm eftir þetta,“ sagði Sighvatur. Sighvatur Björgvinsson hélt ræðu á þriðjudag á fundinum þar sem hann fjallaði um það sem efst væri á baugi í heilbrigðismálum íslendinga. Ásamt honum eru full- trúar íslands á fundinn, sem lýkur í næstu viku, Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri, Dögg Pálsdóttir lög- fræðingur alþjóðasviðs heilbrigðis- ráðuneytisins og Ólafur Ólafsson landlæknir. Stolt Japana Hiroshi Nakajima er fyrsti Jap- aninn sem velst til forystu í stofnun- um Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Jap- anir hafa talið sig hafa borið skarð- an hlut miðað við framlag sitt til SÞ og hafa japönsk stjómvöld beitt sér ákaft fyrir endurkjöri hans; litið svo á að heiður Japana væri í veði en ríki sem lögðust gegn kjöri hans vildu fremur kjósa Alsírmanninn Mohammed Abdelmoumene sem Nakajima setti af sem aðstoðar- framkvæmdastjóra WHO í fyurra eftir að Abdelmoumene gerði opin- bert að hann hefði áhuga á stóli japanska lyfjafræðingsins. Banda- ríska blaðið New York Times hefur skýrt frá þvi að svo hart hafi Japan- ir beitt sér fyrir endurkjöri Nakaj- ima að þeir hafi hótað því að hætta efnahagsaðstoð við ríki sem ekki vildu lýsa yfir stuðningi við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.