Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 56
HEWLETT
PACKARD
---------UMBOÐIÐ
H P Á ÍSLANDI H F
Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
TVÖF/\LDUR . vinningur
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Bandaríkjastjóm varar íslendinga við vanhugsuðum aðgerðum í hvalamálum
Refsiaðgerðir yfirvof-
andi hefjist hvalveiðar
í orðsendingu bandariskra stjórnvalda til ís-
lensku ríkisstjórnarinnar um hvalastefnu
Bandaríkjanna segir að því sé treyst að Islend-
ingar muni ekki taka upp hvalveiðar í ábata-
skyni þótt þeir hafi gengið úr Alþjóðahvalveið-
iráðinu. Jafnframt er tekið fram að hundsi
þjóðir verndaráætlun hvalveiðiráðsins og hefji
atvinnuhvalveiðar án tílskilins samþykkis
ráðsins eigi þær þjóðir yfir höfði sér svokall-
aða staðfestingarkæru og refsiaðgerðir á borð
við viðskiptaþvinganir samkvæmt bandarísk-
um lögum.
I orðsendingunni eru Islendingar hvattir til
þess að nálgast spurninguna um atvinnuhvalveið-
ar með víðari pólitíska og efnahagslega hags-
muni í huga og vega og meta áhættuna og kostn-
að. Þann útreikning geti Islendingar einir fram-
kvæmt og verði að framkvæma. Aðalatriðið sé
að forðast vanhugsaðar aðgerðir sem gætu ein-
angrað ísland, haft í för með sér viðskiptaþving-
anir, grafið undan ímynd íslands á alþjóðlegum
vettvangi og sett af stað atburðarás sem hvorki
Bandaríkjamenn né íslendingar geti ráðið.
Samkvæmt núgildandi bandarískum lögum
ræður Bandaríkjaforseti því hvort viðskiptaþving-
unum er beitt í kjölfar staðfestingarkæru. Slíkar
kærur hafa verið lagðar fram á hendur Norð-
mönnum og Japönum en viðskiptaþvingunum
hefur aldrei verið beitt vegna hvalveiða. í vikunni
mun hafa verið lagt fram lagafrumvarp í fulltrúa-
deild Bandarikjaþings sem kveður á um að refsi-
aðgerðum og viðskiptaþvingunum verði beitt sjálf-
krafa ef staðfestingarkæra er lögð fram.
Enginn stuðningur við hvalveiðar
Orðsending Bandaríkjastjómar var send í byijun
vikunnar, og segir þar að Bandaríkin hafí aldrei
gefíð yfiriýsingar um hvort þau myndu samþykkja
að hvalveiðibanni hvalveiðiráðsins verði aflétt þeg-
ar nauðsynlegum vísindarannsóknum og vinnu við
nýjar veiðistjómunaraðferðir lýki innan hvalveiði-
ráðsins. Nú hafí Bandaríkin endurskoðað hvala-
stefnu sína í ljósi þess að hvalveiðiráðið sé að ljúka
verkum sem geti verið gmndvöllur þess að taka
ákvörðun um hvort aflétta eigi hvalveiðibanninu.
Samkvæmt vísindalegu mati séu sumir hrefnu-
stofnar líklega nægilega sterkir til að þola tak-
markaðar veiðar. Hins vegar sé enginn stuðningur
innan Bandaríkjaþings eða meðal bandarísks al-
mennings við atvinnuhvalveiðar og því hafí Banda-
ríkin ákveðið að styðja ekki tillögur innan Alþjóða-
hvalveiðiráðsins um að hvalveiðar í atvinnuskyni
verði hafnar á ný.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur
afstaða bandarískra stjórnvalda til hvalveiða
harðnað mjög eftir stjórnarskiptin í vetur. Sjónar-
mið umhverfísverndarsinna munu nú eiga greiðari
leið inn í helstu valdastofnanir í Washington en
áður og auk þess er talið ljóst, að enginn banda-
rískur stjómmálamaður muni setja sig upp á móti
harðri hvalveiðistefnu þar sem slíkt væri ekki
vænlegt til vinsælda meðal almennings þar í landi.
Þrýstingur þrýstihópa gegn hvalveiðum í Banda-
ríkjunum hefur færst mjög í vöxt undanfarið þeg-
ar líða tók að ársfundi hvalveiðiráðsins og því var
afstaða Bandaríkjastjómar gerð opinber nú.
Svartur
bestur
STÓÐHESTURINN Svartur
frá Unalæk er nú kominn í
hóp þeirra stóðhesta landsins
sem hæstar einkunnir hafa
hlotið eftir kynbótadóma á
stóðhestastöðinni í Gunnars-
holti. Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur
segir að Svartur hafi staðið
fyllilega við þær vonir sem
bundnar voru við hann í
fyrra.
í dómunum hlaut Svartur
8,18 i einkunn fyrir byggingu
og 8,54 fyrir hæfileika eða
samtals 8,36 í aðaleinkunn.
Sjá nánar á bls. 25.
h
Lögreglustjóri Tallahassee um framtíðina
Telur að stórefla
eigi forvamastarf
í löggæslumálum
„ÞIÐ íslendingar eigið að læra af mistökunum sem við höfum gert
í Bandaríkjunum," segir Melvin L. Tucker, lögreglustjóri í Talla-
hassee, höfuðborg Florída-fylkis í Bandaríkjunum. Tucker, sem í
gær hélt erindi um forvamastarf lögreglu á ráðstefnu á vegum
dómsmálaráðuneytisins, er eindreginn talsmaður þess að yfirmenn
-löggæslumála beiti ekki kröftum sínum eingöngu að þvi að takast
á við afleiðingar lögbrota heldur ráðist að rótum vandans með þvi
að stórefla forvamastarf og tengsl lögreglunnar við það fólk sem
henni er ætlað að þjóna.
Bensínið
hækkar
BENSÍN mun hækka um 2-3%
í dag hjá öllum olíufélögunum.
Hækkunin er til komin vegna
verðhækkana á markaðinum í
Rotterdam en þar hefur tonnið
á bensíni hækkað úr 186,8
dollurum í febrúar upp í 209
dollara í gærdag. Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeþ'ungs,
segir að 2-3% sé sú hækkun
sem þeir teþ'i sig þurfa til að
mæta hækkandi heimsmark-
aðsverði.
Krislján B. Ólafsson, fjármála-
stjóri Olís, segir að hækkun
þeirra muni verða í kringum 2%
og Bjami Bjamason, markaðs-
stjóri Olíufélagsins, segir að þeir
muni hækka verð á bensíni um
rúmlega 2% í dag. Eftir hækkun-
ina kostar 92 okt. bensín 66,10
kr. hjá Olíufélaginu, 95 okt. kost-
ar 68,70 kr. og 98 okt. kostar
72 krónur.
Hjá Skeljungi verður hækkun-
in á bensíni mismunandi eftir
tegundum. Þannig hækkar 92
okt. bensín í 66,20 kr., 95 okt.
bensín í 68,50 krónur og 98 okt.
í 72,40 kr.
„Við héldum að með harðari lög-
um, fleiri lögreglumönnum, fleiri
handtökum mætti leysa vandamálin
og eyða eftirspum eftir eiturlyfjum
í eitt skipti fyrir öll,“ segir Tucker
um þá stefnu sem hann og fleiri
lögreglustjórar eru nú horfnir frá
og Tucker kallar „hugmyndafræði
slökkviliðsins“. Um árangur þeirrar
stefnu segir Tucker að fyrir 20 ámm
hafi 30. hver íbúi í Tallahassee orð-
ið fórnarlamb alvarlegs glæps á ári
hveiju en á síðasta ári hafi 7. hver
íbúi borgarinnar, sem er á stærð
við Reykjavík, orðið fórnarlamb al-
varlegs glæps.
Sjá viðtal á miðopnu.
*
Aburðarsala 2.000 tonnum minni
Morgunblaðið/RAX
ÁÆTLAÐ er að áburðarsala Áburðarverksmiðju rík-
isins í ár nemi tæplega 5Ó þúsund tonnum, en það
er rúmlega tvö þúsund tonnum minna en áburðarsal-
an var í fyrra. Mest var salan árið 1984 en þá seld-
ust 70 þúsund tonn af áburði. _Að sögn Hákons
Bjömssonar framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðj-
unnar liggur enn ekki ljóst fyrir hver endanleg áburð-
arsala í ár verður. Hákon sagði bændur vera nokkuð
síðar á ferðinni nú með áburðarkaupin miðað við í
fyrra, og væri það kannski fyrst og fremst vegna
þess hve tíðarfar hefði verið óhagstætt upp á síðkast-
ið. Þá sagði hann nokkuð hafa dregið úr því að
bændur gengju frá pöntunum og keyptu þess í stað
áburðinn eftir hendinni. „En það á þó fyrst og fremst
við um bændur í nágrannasveitum Reykjavíkur" sagði
Hákon Bjömsson.
Málm- og skipasmiðasambandið og Samband byggingarmanna sameinuð
Betri nýting aðstöðunnar
SAMBAND málm- og skipasmiðasambandsins
og Samband byggingarmanna verða sameinuð
í eitt landssamband næstkomandi laugardag.
Haldin verða aukaþing hjá samböndunum fyr-
ir hádegi á Iaugardag þar sem afgreiða á tillög-
ur um sameiningu sambandanna og eftir há-
degi verður síðan haldið stofnþing hins nýja
landssambands, sem mun telja nokkuð á sjötta
þúsund félagsmenn.
Örn Friðriksson, formaður Málm og skipasmiða-
sambandsins, segir að ötullega hafi verið unnið
að undirbúningi að sameiningunni í vetur og mark-
miðið sé m.a.. að gera það betur í stakk búið til
að takast á við ýmsar tæknibreytingar sem eru
að verða og vegna breytinga í samskiptum á milli
þjóða með inngöngu íslands í EES. Á stofnfundin-
um á laugardag á m.a. að samþykkja lög fyrir
landssambandið, afgreiða fjárhagsáætlun og kjósa
stjórn þess.
Sparnaður af sameiningu
Örn sagði hugsanlegt að önnur félög ættu eftir
að sýna áhuga á að gerast aðilar að landssamband-
„Menn vilja koma þeirri þekkingu sem er til
innan beggja sambandanna á einn stað og nýta
starfskrafta og aðstöðu betur. Að þessu leyti erum
við að hagræða til að geta veitt félögunum betri
þjónustu," sagði Örn. „í svona samtökum er oft
verið að vinna sömu verkefnin á sama tíma. Með
sameiningunni náum við væntanlega skilvirkari
vinnu og getum þar með einbeitt okkur að því
að leggja áherslu á tiltekna málaflokka og hlýst
bæði beinn og óbeinn sparnaður af því,“ sagði
hann.