Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 43 Minning Haukur Jakobsson Fæddur 4. ágúst 1919 Dáinn 27. apríl 1993 í dag kveð ég vin minn Hauk Jakobsson hinstu kveðju og um leið vil ég þakka honum fyrir það sem hann hefur verið mér allt frá því ég var lítil stelpa. Ég var aðeins þriggja ára þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Vin- kona mín fluttist þá úr hverfinu, en í íbúðina hennar komu Haukur og Lauga. Ég var ósköp leið yfir vin- konumissinum, en þau fundu ráð til að hugga mig. „Þú skalt bara heimsækja okkur í staðinn!" sögðu þau og ég tók þau aldeilis á orðinu. Það leið varla sá dagur að ég liti ekki inn til þeirra, enda tóku þau mér opnum örmum. Þegar þau fluttust í Borgarnes u.þ.b. ári seinna fékk ég að fara með og dvelja hjá þeim hluta úr sumri. Eftir það var ég hjá þeim öll sumur fram að 11-12 ára aldri. Ég undi mér ákaflega vel í Borgarnesinu, enda voru Haukur og Lauga mér sem bestu foreldrar. Þau þreyttust aldrei á að spjalla við mig um hvað- eina og svara fyrirspurnum af ýmsu tagi. A sunnudagsmorgnum fórum við Haukur gjarna i gönguferðir eða bíltúr vítt og breitt um bæinn og ræddum um landsins gagn og nauð- synjar. Það þóttu mér góðar stund- ir því að nærvera hans var svo ein- staklega hlý og góð, full af -friði og ró. Þegar ég var tíu ára gömul var ég svo lánsöm að fá að vera heilan vetur hjá Hauki og Laugu og ganga í skóla í Borgarnesi. Það var bæði skemmtilegur og eftirminnilegur vetur. Haukur fylgdist grannt með heimanáminu og hjálpaði mér á alla lund. Hann fræddi mig líka heilmik- ið um Egil Skallagrímsson, kenndi mér að ráða krossgátur og dorga gegnum ís. Haukur var stór og sterklegur, bæði í sér og utan á. í mínum huga líktist hann einna helst friðsömum og þolinmóðum skógarbirni. Hann hafði óvenju stórar og þykkar hend- ur og ég hafði ákaflega gaman af því að leggja mína litlu hönd í hans og virða fyrir mér mismuninn. En þrátt fyrir sína þykku fingur var Minning * * Arni Arnason frá Landakoti Fæddur 26. maí 1930 Dáinn 1. apríl 1993 Ástkær faðir minn er látinn, að- eins 62 ára gamall. Fregnin um að hann hafi ekki lifað af síðustu ferð- ina á sjúkrahúsið er þung. Elskuleg- an föður minn kveð ég í sorg og með miklum söknuði. Hann sem alltaf var tilbúinn að hjálpa til ef maður þurfti á aðstoð að halda. Hjálpsamari og ástríkari föður er ekki hægt að óska sér. Minningarn- ar streyma fram. Minningar um föðui' sem var ekki einungis yndis- legur faðir, heldur einnig mikill vin- ur og félagi. Fjölskyldan var hans hjartans mál. Til hans leituðum við í gleði okkar og sorg og alltaf var hann reiðubúinn, hvernig sem á stóð. í október 1981 fékk hann mikið hjartaáfall og var vart hugað líf, en hann var svo sterkur, svo ákveð- inn í að lifa og gat ekki hugsað sér að fara frá okkur svo snemma. í júní 1982 fór hann til Englands í hjartaaðgerð sem tókst vel eftir aðstæðum. Þrátt fyrir minnkandi þrek sat hann aldrei aðgerðalaus. Verkefni hans voru óþrjótandi. Hann var með eindæmum hagur og það var ekki til sá hlutur sem hann gat ekki gert eða búið til, allt frá smávið- gerðum til þess að smíða heilan bát. Síðasta árið fór heilsu hans hrakandi, en það stoppaði hann ekki. Hann var sífellt að, áhuginn og ákafinn var svo mikil að klára það sem hann var að vinna að í hvert skipti. Hann lauk við síðasta verkefnið sitt, sem var að koma bátnum á netin, daginn áður en hann dó. Ég man hve hann var sæll og glaður er hann kom inn og sagði að báturinn væri kominn út á sjó, allt væri orðið klárt. Sama daginn veiktist hann og var fluttur á sjúkrahús og kom ekki heim aft- ur. Hans bíða nú önnur verkefni á æðri stöðum. Elskulegi faðir minn og ástkæri afi okkar, við kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum fyrir ánægjulegar stundir sem við höfum átt saman og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guð geymi þig. Megi guð gefa elsku mömmu styrk. Magnea Árnadóttir og fjölskylda, Noregi. HÓPFERÐIR HÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÖÁBÖ FRÁ 12 Tl 1.65 FARPF.GA i LElTIÐ UPPLÝSINGA HOPFERÐAMIÐSTOÐIN Bíldshöfða 2a, sími 685055, Fax 674969 ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Minning Ólafur Eiríksson hann mjög handlaginn. Hann smíð- aði ekki einungis fallega gripi úr málmi, heldur prjónaði hann líka og saumaði út. Ég naut gjaman góðs af þessari handavinnu hans og nú síðast í fyrra gaf hann mér stól sem hann saumaði sjálfur i. Þó að stundum liði langt á milli samvista okkar fannst mér gott að vita af Hauki í Borgarnesinu. Hugs- unin um hann hefur alla tíð fyllt mig friði og ró og þó að hann sé nú endanlega horfinn mun ég halda áfram að hugsa til hans og finna fyrir hlýrri og öruggri nærveru hans. Vertu sæll, kæri vinur minn, þakka þér fyrir allt og allt. Margrét. Fæddur 10. október 1910 Dáinn 26. apríl 1993 Okkur systkinin langar að minn- ast afa okkar í örfáum orðum. Upp í hugann koma margar góð- ar minningar liðinna ára, Það var ávallt mikið tilhlökkunarefni, þegar hann kom í heimsókn norður á Dalvík, eða þá þegar við fórum suður tii Reykjavíkur í heimsókn til afa. Afí var mjög barngóður maður og voru það honum miklar gleði- stundir þegar barnabörn og nú síð- ari ár barnabarnaböm komu í heim- sókn. Afi sýndi öllum afkomendum sín- um mikla ræktarsemi og þá sér- staklega þeim yngstu. Var hann duglegur við að fara í afmæli hjá afabörnum og langafabörnum sín- um og voru slíkar stundir honum mikið tilhlökkunar- og gleðiefni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, hjartans þökk fyrir samfylgdina og allar góðu samveru- stundirnar. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Hvíl þú í friði. Sigríður, Guðmundur Jó- hann og Tryggvi. Erfidrykkjur Gkcsileg kaífi- hlaðborð íiillegir Síilir og mjög góð þjónusta. Upplýsiugar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR IIÚTEL LOFTLEIIIR Rœktunarbússýningor, Einvígi Sunnlendinga og Fáksmanna á j gœðingum, Siggi Sœm í óvœntri uppákomu Glœsilegar konur og frábœrir gœðingar, Föstudaginn Laugardaginn Sunnudaginn Miöaverð: Stúko 1.500 Sœti 1.000. OrrifráÞúfa * Kolfinnurfrá Kuporhóli .., er hann til sölu? Ofeigur frá Plugumýri ásamt afkomendum sínum 1 * 1 lifHlill lHHMOJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.