Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 37 Árekstrar í austri Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Hamagangur í Japan - Mr. Baseball Leiksljóri Fred Schep- isi. Tónlist Jerry Goldsmith. Aðalleikendur Tom Selleck, Ken Takakura, Aya Takanashi, Toshi Shioya, Dennis Haysbert. Bandarísk. Universal 1992. Fyrrum hornaboltastjarnan Jack Elliot (Selleck) er komin yfir blómaskeiðið í íþróttinni og yngri menn að senda hann útí kuldann. Til Japans, þar sem afdönkuðum leikmönnum býðst gjaman fram- lenging á ferlinum um nokkur ár. Og þó svo að japanskur horna- bolti sé nánast brandari í augum fyrrverandi bandarísks úrvals- deildarmanns þá slær Elliot til og hyggst kenna Asíubúum sitt af hveiju um hina göfugu þjóðar- íþrótt landa sinna. En Elliot þarf engu síður að taka sig saman í andlitinu og venja sig að háttum gestaþjóðar- innar og temja sér betri umgeng- isvenjur. Ekki síst þegar ástin kemur til sögunnar. Það verður að segjast einsog er að myndin er dæmigert miðl- ungsléttmeti og veldur nokkrum vonbrigðum því leikstjórnin er í höndum Ástralans góðkunna Freds Schepisis sem á að baki jafn ágætar myndir og The Chant of Jimmy Blacksmith, Barbarosa og A Cry in the Dark. Hugmynd- in hefur verið sú að draga fram á gamansaman hátt árekstra tveggja, gjörólíkra menningar- samfélaga, sem ekki koma síst fram í sjálfumgleði Elliots og þvermóðsku japanska þjálfarans Uchiyama (Takakura). Hiroko (leikin af hinni gullfallegu Takan- ashi), sú sem kveikir ástarfuna í hinum forstokkaða ameríkana, segir einhvemtímann að Japanir leiti það besta uppi hjá öðmm þjóðum og tileinki sér það. Elliot er ekki á sama máli, síst hvað hornaboltann snertir og þó sá þáttur sé hvað skástur er hann okkur íslendingum ekkert sér- staklega áhugaverður. Við emm yfir höfuð illa upplýstir í þessari íþrótt. Önnur ásteytingarefni í sam- skiptum austurs og vesturs eru öll heldur þunnildisleg og ganga flest út á kauðshátt og sauðþráa kanans, jafnvel um of, sbr. mat- arboðið hjá afa og ömmu Hiroko, þar sem framkoma Elliots ein- kennist af bamalegri fákunnáttu, gott ef ekki hreinræktaðri flónsku. Þetta atriði og flest önn- ur í þessum dúr eru ekki nógu fyndin né vel skrifuð og verða því pínleg fyrir bragðið. Selleck kemst nokkurnvegin í gegnum hlutverk- ið á líkamsburðunum og yfirvara- skegginu, Takakura fer skömlega með hlutverk þjálfarans og Tak- anashi stendur vel fyrir sínu sem nútímakonan japanska, stuðpúði hinna ólíku heima. En velheppnuð gamanmynd um þetta skínandi umfjöllunarefni, andstæður aust- urs og vesturs, á enn eftir að koma fram í dagsljósið. Á skíðum skemmti ég mér ... Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Skíðafrí i Aspen („Aspen Ex- treme“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Patrick Hasburgh. Framleiðandi: Leonard Gold- berg. Aðalhlutverk: Paul Gross, Peter Berg, Finola Hug- hes og Teri Polo. Skíðaparadísin Aspen í Kól- óradó er heimsfræg fyrir það að þangað fer ríka og fræga fólkið í Bandaríkjunum á skíði. Ekki kannski staður fyrir tvo verka- menn frá Detroit slíka sem mynd- in Skíðafrí í Aspen greinir frá. Nema hvað Hollywood er ekki alls varnað. Félagamir slá í gegn, annar sem fjallmyndarlegur skíðakennari hinn sem slarkari mikill, annar eftirsóttur af rík- ustu og fegurstu konum staðar- ins, hinn kennir börnum á skíði, annar verður sá besti af þeim bestu á skíðum, hinn ekki nógu greindur til að stafa orðið skíða- brekka. Hvað er hann annars að gera í þessari fullkomnu mynd? Hann er þarna til að ekki fari framhjá neinum hvílíkum kostum fjallmyndarlegi vinur hans er búinn. Allir ókostir hans eru not- aðir til að undirstrika kosti vinar- ins. Maður átti svosem von á ein- hverri slíkri lummu. Þessi ein- feldningslega skíðamynd frá Aspen er nákvæmlega eins og þú getur ímyndað þér hana; sæt- ir og sólbrúnir strákar eltast við sætar og sólbrúnar stelpur og renna sér niður snarbrattar hlíðar þess á milli. Innihaldið er ekki mikið og því er með ólíkindum að aðstandendum myndarinnar skuli hafa tekist að teyja hana upp í næstum 120 mínútur, lengd sem áhorfandinn finnur fyrir. Skíðaatriðin eru ágætlega fram- kvæmd en melódramað í kringum vinina er bæði klént, leikurinn er ekki neitt afburðagóður, og fyrirsegjanlegt. Stóra vandamálið sem sá ijallmyndarlegi stendur frammi fyrir er hvort hann á að halda hreinleika sínum og vera með sætustu stelpunni í bænum, sem reyndar á ekki bót fyrir rass- inn á sér, eða spillast og vera með sætustu aðfluttu millastelp- unni, sem heitir eitthvað svipað og Kelloggs kornflögur. Getur verið að einhvern varði um hvern- ig fer? Það hefur greinilega vakað fyrir kvikmyndagerðarmönnun- um að nýta sér frægð Aspens og kýla á nokkur góð skíðaatriði. Það tekst svosem. En einhver hefði átt að huga að innihaldinu. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Helgi Steinsson, Gylfi Pálsson, 3. sæti, Reynir Karlsson, Ólafur Jóns- son, 2. sæti og Jakob Kristinsson og Pétur Guðjónsson sem urðu sigurvegaramir með 194 stig. __________Brids____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Þegar búnar eru 4 umferðir í Monnrad-keppni deildarinnar er staða efstu sveita eftirfarandi: Sveit stig Þórarins Árnasonar 80 Björns Björnssonar 76 Ólafs A. Jónssonar 71 Guðmundar Samúelssonar 69 Eggerts Einarssonar 64 Bridsfélag Suðurnesja Síðasta stórkeppní vetrarins hófst sl. mánudag. Spilaður er þriggja kvölda vortvímenningur og var þátttakan mjög góð eða 22 pör. Staðan eftir fyrsta kvöldið: Gunnar Guðbjömsson - Birgir Scheving 263 Sigurður Albertsson - Kolbeinn Pálsson 254 BjömBlöndal-PéturJúlíusson 242 AmórG.Ragnarsson-KarlHermannsson 238 Amar Amgrimsson - Sturlaugur Ólafsson 235 Spilað er í Stapanum á mánudags- kvöldum. Spilaður er Micheli-tvímenn- ingur þannig að auðvelt er að fá að vera með í eitt kvöld. Veitt verða verð- laun fyrir hæstu skorina eftir þijú kvöld. Bridsfélag Útnesinga Spilaður var eins kvölds tvímenn- ingur sunnudaginn 2._ maí sl., spilað var á sjö borðum. Úrslit kvöldsins voru: í fyrsta sæti Gísli Ólafsson og Guðni E. Hallgrímsson, 198 stig. I öðru sæti Gísli Kristjánsson og Skarp- héðinn Ólafsson, 191 stig. Þriðja sæti Stefán Garðarsson og Oli Þór Kjart- ansson, 183 stig. Fjórða sæti Jón Sig- urðsson og Þröstur Kristófersson, 178 stig. Þetta var síðasta spilakvöld vetr- arsins, en þeim sem vilja spila leng- ur er bent á að spilað verður í sam- komuhúsi Grundarfjarðar á sunnu- dögum kl. 19. Bridsfélag Grundarfjarðar Vetrarstarfíð hefur verið í daufara lagi, en upp á síðkastið hafa félagar frá Bridsfélagi Útnesinga mætt á spilakvöld hjá okkur og hefur það lífg- að mjög upp á spilalífið. Fimmtudaginn 29. apríl var spilað á 7 borðum, efstir voru Guðmundur Einisson og Eyjólfur Sigurðsson með 181 stig. I öðru og þriðja sæti voru Gísli Kristjánsson og Skarphéðinn Ólafsson, Ragnar Haraldsson og Óli Björn Gunnarsson með_ 177 stig. 1 fjórða sæti Ársæll Kr. Ársælsson og Erla Laxdal með 173 stig. Næst verður spilað á sunnudögum kl. 19 og eru þessar breytingar gerðar til þess að koma á móts við þá spilara sem vilja spila meira, bæði frá Stykkis- hólmi, Ólafsvík og Hellissandi. Von- umst við til að sjá sem flesta á sUnnu- daginn kemur. Velheppnað vormót á Skagaströnd Skagströnd. HIÐ árlega vormót Bridsklúbb Skagastrandar var haldið að venju 1. maí. 32 pör tóku þátt í mótinu af svæðinu frá Hólmavík austur til Húsavíkur. í allmörg ár hefur Bridsklúbburinn staðið fyrri opnu boðsmóti 1. maí. Vinsældir mótsins eru sífellt að auk- ast og þurfti að neita pörum um þátt- töku að þessu sinni þar sem ekki var hægt að koma fleiri að. Á mótinu er spilaður Barómeter og keppt til silfur- stiga Bridssambands íslands. Keppn- isstjóri var Grímur Guðmundsson en verslunin Borg hf. á Skagaströnd gaf verðlun til mótsins. Tíu efstu pörin voru eftirtalin: Jakob Kristinss. - Pétur Guðjónss., Akureyri 194 Ólafur Jónsson - Reynir Karlsson, Sigluf. 161 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson, Eyjaf. 113 Skúli Skúlason - Stefán Stefánsson, Akureyri 97 Björk Jónsdóttir - Jón Sigurbjömsson, Sigluf. 92 Magnús Magnúss. - Reynir Helgason, Akureyri 80 Kristján Blöndal - Sigurður Sverriss., Sauðárk. 80 Sólveig Róarsd. - Gunnar Sveinsson, Skagast. 62 Eðvarð Hallgrimss. - Guðl. Sveinsson, Skagast. 59 Soffía Guðm.d. - Júlíanna Lárusd., Akureyri 56 - Ó.B. Bridsfélag byrjenda Sl. þriðjudag 4. maí var spilaður einskvölds Mitchell að vanda og mættu 25 pör til leiks. Úrslit urðu eftirfar- andi: N/S riðill: Arnar Eyþórsson - Björk Lind Óskarsd. 248 Guðni Kristjánsson - Steinar Hólmsteinsson 245 Karl Zóphaníasson - Unnar Jóhannesson 229 Álfheiður Gíslad. - Pálmi Gunnarsson 226 A/V riðill: Halldór Halldórsson - Erla Gunnlaugsd. 264 DaisyKarlsdóttir-GuðbjörgÓlafsdóttir 260 Vilhjálmur Guðlaugss. - Anna K. Bjamad. 246 KolbrúnThomas-EinarPétursson 246 Næst verður spilað næsta þriðjudag 11. maí og síðasta spilakvöld vetrarins verður þann 18. maí. Spilað er í húsi Bridssambands íslands að Sigtúni 9 og eru alllir byijendur velkomnir. . Spilamennskan hefst kl. 19.30. ISU2XJ SPORTS CAB 4X4 Rúmgóður fjögurra manna pallbíll ISUZU SPORTS CAB 4X4 bensín og diesel, af árgerð '92 á hagstaeðu verði. BÍLHEIMAR BSU2U Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 ISU2U auglýsingar 2ja herb. íbúð til leigu á Melunum frá 1. júní. Engin fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 20897. I.O.O.F. 5 = 17556872 = Fl. I.O.O.F. 11=1750506 6 = K.K. Fyrri jarðvistir? Hefur þú lifað áður? Ef svo er, þá hvar, hvenær? Hvernig hafa fyrri líf áhrif á þína núverandi jarðvist? Arulestur og litir áru þinnar og samsetning. Christine Binns verður með einkatíma næstu daga hjá Dulheimum, sími 668570. í kvöld k. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúöum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Samhjálparvinir vitna um reynslu sina af trú. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! «Hjálpræðis- herinn ^ Kirkjuitrætl 2 Ekki samkoma í kvöld. Sjá auglýsingu á morgun. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins „Án skilyrða". Þorvaldur Halldórsson stjórnar. Ungt fólk frá Bretlandi tekur þátt i samkomunni með boðun og leikrænni tjáningu. Mikill söngur og fyrirbænir. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAC # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 7.-9. maí: Tindafjöll-Tindfjallajökull Brottför kl. 20.00 föstudag. Ekið að Fljótsdal í Fljótsdalshlíð og gengið þaðan upp í efsta skála í Tindfjöllum. Þetta er göngu- og skíöagönguferð. Gengið verður á. Vmi og Ýmu, hæstu tinda fjallanna. Einstök helgar- ferð - skemmtilegt göngusvæði. Upplýsingar á skrifstofunni, Mörkinni 6. Laugardaginn 8. maf verður hin árlega fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins. Brottför kl. 10.00 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin (komið við i Mörk- inni 6). Margir viðkomustaðir, m.a. Álftanes, Garðskagaviti, Sandgerði og Hafnaberg. Sér- fræðingar um fugla leiðbeina. Æskilegt að hafa með sjónauka og fuglabók. Tilvalin fjölskylduferð - frítt fyrir börn. Sunnudag 9. maíkl. 10.30: Stórihrútur - Höskuldarvellir og kl. 13.00 gönguferð um Reykjanesfólkvang: Höskuldar- vellir - Selsvallafjall - Græna- vatnseggjar. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.