Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993
Korpúlfsstaðabelj urnar
eftir Hannes
Lárusson
Borgaryfirvöld hafa ákveðið að
láta til sín taka fyrir alvöru á
menningarsviðinu eins og kemur
fram í ráðagerðum um að verja
rúmum 1.400 milljónum í upp-
byggingu húsanna á Korpúlfsstöð-
um og gera þau að myndlistarmið-
stöð þar sem verk Errós munu
skipa heiðurssess.
Náttúrugervingur á
þjóðarsálinni
Erró gegnir goðsagnakenndu
lykilhiutverki í hérlendri myndlist
og einnig innan íslenskrar menn-
ingar. Ævintýrið um íslendinginn
sem nær að rjúfa einangrunina og
sigra heiminn á sér rætur djúpt í
þjóðarsálinni og er vafalaust jafn
mikil þjóðarnauðsyn á hinu and-
lega sviði og fiskurinn á þvr efna-
lega.
Þegar huliðshjálmur goðsagn-
anna hvolfist yftr einstaklinginn
þá er eins og hann gufi upp, en
gufan breiðist út um allt samfélag-
ið. Þannig eru Erró og verk hans
Með fyrirhugaðri lista-
miðstöð ætla stjórnend-
ur borgarkerfisins sér
að ná algerri yf irburða-
stöðu innan íslensks
myndlistarheims
ekki lengur áþreifanlegur hluti af
íslenskum myndlistar- eða menn-
ingarheimi, heldur er hann orðinn
að yfirt'slenskri orku sem venjuleg
umræða um listir nær ekki til. Sú
staðreynd að Erró og verk hans
eru ekki yfimáttúruleg stærð fyrir
neinum öðrum þjóðum en íslend-
ingum varpar því óvanalega skýru
ljósi á ýmis grundvallareinkenni
rslenskrar menningar.
Errógoðsagan verður þannig
eins og af sjálfu sér afar handhæg-
ur einföldunarstuðull innan ís-
lenskrar myndlistarsögu, þar sem
verk hans eru gerð að samnefnara
af yfirstærð sem leiðir auðvitað til
grófrar skrumskælingar á helstu
vaxtarbroddum (íslenskrar) mynd-
listar srðustu áratugina. Fyrir-
myndina að þessari handhægu ein-
földun höfum við raunar nú þegar
í Kjarval. En hinn stóri, goðsagna-
kenndi samnefnari í íslenskri
menningu - og þar með viss viðmið-
un í útfærslu Errógoðsögunnar -
er svo auðvitað Laxness. Það kem-
ur því ekki á óvart að innbyggt t
allar hugmyndir um uppbyggingu
listamiðstöðvar að Korpúlfsstöðum
er gert ráð fyrir takmarkalausri
beitingu þessa mikla goðsagna-
kennda afls með tilheyrandi áróðri
og múgsefjandi einföldunum. Og
ef þetta ráðabrugg nær fram að
ganga í núverandi mynd, þá verður
hér um að ræða róttækustu íhlutun
stjómmálamanna og embættis-
manna þeirra í þróun og túlkun
íslenskrar myndlistarsögu hingað
tii. En fífldirfska þeirra og stór-
huga áætlanir hafa komið flestum
listamönnum og menningarunn-
endum í algerlega opna skjöldu og
svipt þá tímabundið glöggskyggn-
inni til að sjá í gegnum innviðalaus-
an loftkastalann sem borgaryfír-
völd hafa ákveðið að magna með
almannafé upp af skrifborðum
menningarstjórnmálamannanna
og fýlgifiska þeirra.
c
Lionsklúbbupinn Eir, Reykjavík
HASKOLABIO
SÍMI 22140
Allir eiga sér draum.
Fáir hafa hugrekki til að láta drauminn rætast.
En Lenny gerði það!
MYS OG MENN
Ný bandarísk
kvikmynd eftir hinni
þekktu sögu
nóbelsskáldsins Johns
Steinbecks.
FRUMSYNINGI
HÁSKÓLABÍÓI
laugardaginn 8. maí
kl. 14.00
John Malkovich og
Gary Sinise eru í
hlutverkum Lenny
og George.
Signý
Sæmundsdóttir,
söngkona, syngur
nokkur lög fyrir
frumsýningu.
Miðasala við
innganginn.
FARVIS
úfongor
FERÐATÍMARIT
A FUUMIFKKOl
,RPEÍ,
ÍRygi.iní;
EMPIRE
.. Emmiil fyrir þig "
Allur ágóði af seldum
miðum á
frumsýningu rennur
til forvarnastarfs í
baráttunni gegn
eiturlyfjum.
OSIA-OG
SMJÖRSALANSE
RAÐGARÐURhf.
SIlORNUNAROG HrKSIKAKKÁDt I)ÓF
V I
Vi
BILOQFUR
Blfrelöaverkstsöi Jöfurs hf.
Kjötsalurinn
AVSHagtæki
Heimilislæki hf.
Ólafur Þorsteinsson & Co hf.
Véia- & skipaþjónustan Framtak
O.M. Búðin
Hf. MiOnes
Bergvík hf.
Skipavarahlutir hf.
Veitingaskáiinn Vestmannaeyjum
Andrés, fataverslun
Verkfræðistofan Vista
Rafvörur hf.
Skóverslun Þórðar hf.
Holtsapótek
Hannes Lárusson
Drangar í landslagi
Gjöf Errós á safni eigin verka
til Listasafns Reykjavíkur er opin-
berlega sögð hafa verið aðal hreyf-
iaflið að baki fyrirliggjandi fram-
kvæmdaáætlun á Korpúlfsstöðum.
Eina opinbera heimildin um til-
komu þessarar gjafar er bókin
Erró. Margfalt líf eftir Aðalstein
Ingólfsson. Á bls. 344 segir Erró
svona frá: . . .Garðar [Svavarsson]
og Matthías [Johannessen] fengu
Gunnar B. Kvaran til að setja
Davíð Oddsson borgarstjóra inn í
málið, ... Hann fagnaði hugmynd-
inni og bauðst þegar í stað til að
leggja hluta Korpúlfsstaða undir
gjöfina, við mikla og vaxandi
ánægju okkar allra ... Lengi vel
vissu ekki aðrir um þessi áform
en við fimm. Svo mikil var leyndin
að við þorðum ekki að ræða smáat-
riði málsins fyrr en við vorum
komnir langt frá mannabyggðum.
Það var við Lundarhyl í Þverá sum-
arið 1987, sem við tókumst form-
lega í hendur upp á þetta, ég,
Matthías og Garðar. Okkur fannst
ekki þörf á að hafa neitt skrif-
legt.“ Ekki er ljóst hvað hefði ver-
ið skrifað þó svo þeir hefðu haft
þetta skriflegt - og því síður hveiju
þurfti að leyna svo vandlega.
Hins vegar er afleiðingin af fyrr-
nefndu handabandi 1.400 milljóna
framkvæmdaáætlun um að um-
breyta umræddu 60 ára býli í út-
jaðri borgarinnar í myndlistamið-
stöð. í fjárhagsáætlunum borgar-
innar fyrir 1993 er gert ráð fyrir
að 150 milljónir fari í hönnunar-
og viðgerðarkostnað á húsinu.
Fram að þessu hafa ekki komið
fram neinar efasemdir um rétt-
mæti og tilgang - öðru nær; fram-
kvæmda- og hagsmunaaðilar þessa
máls beija sér á bijóst hvenær sem
færi gefst.
Til að leggja á ráðin og- axla þá
ábyrgð sem þessu stórbrotna verk-
efni fylgir hefur borgarstjórn skip-
að sérstaka Korpúlfsstaðanefnd,
en í henni sitja Hulda Valtýsdóttir,
Júlíus Hafstein, Siguijón Péturs-
son, Garðar Svavarsson, Arnór
Benónýsson, Birgir Sigurðsson og
Haraldur Johannessen. Listráðu-
nautur nefndarinnar er Gunnar
B. Kvaran. Hin pólitísku borgaryf-
irvöld hafa hér séð svo mikið vægi
í myndlistinni að þeir hafa ekki
hætt á að hafa neitt samráð við
þá sem búa myndlistina til um
hvar gagnlegast væri að veija
þessum 1.400 milljónum; því síður
að þörf sé talin á að hafa myndlist-
armenn með í ráðum um mótun
hugmyndarinnar að baki listamið-
stöðinni, hönnun, hugmyndafræði
eða tilhögun framkvæmda, nema
einn sem í bili er horfinn út úr
íslenskum myndlistarheimi og
lagstur á þjóðarsálina. Vinnuheim-
speki nefndarinnar endurspeglast
best í viðkvæði listráðunauts henn-
ar, að myndlistarmönnum komi
þetta alls ekkert við. Hvernig í
ósköpunum er hægt að byggja upp
hús og starfsemi í kringum mynd-
list af þessari stærð og fýrir jafn
digran sjóð án þess að myndlistar-
mönnum komi það við?
Menningarmálanefnd borgar-
innar, sem í eru 5 atkvæðisbærir
fulltrúar skipaðir af borgarstjórn,
hefur umsjón með innkaupum í
Listasafn Reykjavíkur, þó dijúgur
hluti verka berist safninu einnig
fyrir milligöngu eða tilstuðlan ann-
arra embættismanna borgarinnar.
Önnur borgamefnd er nú með það
á pijónunum að koma upp miðstöð
eða hofi utan um þessa listaverka-
eign. Hér eru hæg heimatökin því
Hulda Valtýsdóttir er formaður í
báðum nefndum.
Með fyrirhugaðri listamiðstöð
ætla stjórnendur borgarkerfisins
sér að ná algerri yfirburðastöðu
innan íslensks myndlistarheims og
í rauninni koma sér upp ósigrandi
goðsöguvél með yfirráðaréttinum
á töframönnunum tveimur, Kjarval
og Erró, og verða þá eftirleikirnir
auðveldir hversu djarfír og ófyrir-
leitnir þeir kunna að verða. í ýms-
um skilningi er hér þó um að ræða
endastöð og/eða hápunkt íslenskr-
ar nútímamyndlistar og um leið
átakanlegasta grafhýsi sem hér
hefur verið reist undir yfirskini
menningaruppbyggingar.
Listamiðstöðin á Korpúlfsstöð-
um verður samt fyrst og fremst
minnisvarði pólitískra fulltrúa og
embættismanna sem um þessar
mundir hafa raunverulega aðstöðu
til að sletta úr klaufunum svo
framarlega þeir hafi aðgang að
opinberum sjóðum. í hita leiksins
gæti kappið þá fýrr en varir orðið
svo mikið að jafnvel verk Errós
yrðu að aukaatriði. En þrátt fýrir
allt er þetta síðbúinn minnisvarði
því að sá tröllslegi hamagangur
sem menningarfulltrúar borgar-
innar hafa tamið sér stirðnar í réttu
hlutfalli við alvarlega listsköpun
og upplýsta umræðu um gildi og
tilgang hennar og þarf þá ekki að
flagga húsum, svo áberandi sem
þessir steingervingar eru þegar
orðnir í (menningar)landslaginu.
Fyrir nokkrum árum var eitt
helsta slagorðið í stjórnmálabar-
áttu tiltekins flokks: „Hveijir eiga
ísland?“ Kjarninn í þeirri spurn-
ingu er önnur grundvallarspurn-
ing, sem listamenn og raunar
landsmenn allir spyija nú: „Hveijir
eiga íslenska menningu?"
Höfundur cr myndlistarmaður.
ÁBURÐUR
OG GRASFRÆ
MR búðin*Laugavegi 164
sími 11125 * 24355