Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 TÍMI sumardekkja er nú genginn í garð og á þessum árstíma standa bíleigendur gjarnan frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir eigi að kaupa ný dekk undir bílinn eða láta sóluð duga. Hjá Hjólbarðahöllinni fengust þær upplýsingar að aðeins munaði 3.080 krónum á ganginum á nýjum og sóluðum dekkjum undir bílinn með vinnu og jafnvægisstill- ingu. Ný og sóluð dekk hafa lækkað í verði VERÐMUNUR nýrra og sólaðra hjólbarða hefur minnkað verulega á undanförnum árum, sérstaklega með tilkomu hjólbarða frá Kóreu, en ekki var óalgengt áður að ný dekk væru helmingi dýrari en sóluð. „Innflutningur kóresku dekkjanna hófst árið 1989 og bjóða flest hjól- barðaverkstæðin upp á þau þar sem að verðið er talið mjög hagkvæmt auk þess sem þau hafa reynst vel,“ segir Magnús Amarson, skrifstofu- stjóri hjá Hjólbarðahöllinni í Fells- múla. „Og annað sem gerði það að verkum að munurinn minnkaði all- vemlega var að bæði 1986 og svo aftur 1988 voru aðflutningsgjöld felld að verulegu leyti niður af hjól- börðum. Fyrir þann tíma vom hjól- barðar hátollavara með 40% tolli og 24% vömgjaldi. Tollurinn er nú ) im- inn niður í 10% og vömgjaldið • nú ekkert. Þetta gerðist í tveimur { fong- um og síðan bættust við ódý, dekk frá Kóreu.“ Svo dæmi sé tekið kostar nýtt 175/70 13 tommu Khumo-sumar- dekk frá Kóreu 4.300 krónur í Hjól- barðahöllinni. Samkvæmt því kostar gangurinn undir bílinn, þ.e.a.s. fjög- ur dekk, 17.200 krónur. Að við- bættri vinnu við umfelgun og jafn- vægisstillingu, sem er kostnaður upp á 3.740 kr., nemur heildarkostnaður- inn 20.940 kr. Til samanburðar má geta þess að sóluð dekk á sama stað kosta 3.350 krónur og ný Michelin-dekk 5.600 krónur, en þau em evrópsk að upp- mna. Aftur á móti munu EES-samning- ar gera það að verkum að gjöld hækka á hjólbörðum, sem framleidd- ir em utan Evrópu, og lækka á hjól- börðum, sem framleiddir em innan Evrópu. Þannig kæmi verðmunur Kumho og Micheiin til með að minnka um 6-7% með tilkomu EES. Góð meðferð hráefnis frá fyrstu hendi gefur besta raun HIÐ rótgróna fyrirtæki Síld og fiskur, sem framleiðir undir vörumerkinu Ali, hefur nú tekið í notkun loftskiptar áleggsum- búðir, sem valda því að innihald- ið klessist ekki saman heldur eru sneiðarnar lausar hver frá ann- arri. Jafnframt er hafin fram- leiðsla á Ali-bita, sem er salami- pylsa, og að sögn forsvarsmanna er Ali-bitinn afar ljúffengur sem „snakk“ á meðan menn kneyfa ölið enda meiningin að beina honum helst inn á ölstofur. Daglegt líf brá sér í Hafnarfjörð- inn fyrir skömmu til að kynna sér þá starfsemi, sem fram fer í ís- lenskri kjötvinnslu, en þess má geta að Síld og fískur á hálfrar aldar afmæli á næsta ári. Hjá fyrir- tækinu starfa liðlega 30 manns. Eigandinn, Þorvaldur Guðmunds- son, vakir yfir fyrirtækinu og vel- ferð þess þó kominn sé á níræðis- aldur og starfsmenn unnu sömu- leiðis hörðum höndum við kjöt- skurð, pylsugerð, pepperonigerð og pökkun svo eitthvað sé nefnt. Ég var að sjálfsögðu drifín í búningsklefann áður en kom að kynnisferð um fyrirtækið, þar sem ég fékk slopp og net yfir hárið enda komst ég fljótlega að því að hreinlæti er í hávegum haft þar innan dyra og vélvæðing sam- kvæmt nýjustugerð. „Þegar tæknin hefur tekið völdin eru möguleikarn- ir á hreinlæti miklir og það er ein- mitt hreinlæti sem við leggjum of- uráherslu á,“ segir Sófus Sigurðs- son, sölumaður hjá Síld og físki. Allt kjöt kemur frá svínabúi á Vatnsleysuströnd, þar sem eru milli sex og sjö þúsund gripir. Slátrað er á mánudögum og þriðjudögum og koma skrokkamir hangandi í kældum bílum beint inn í kældan skurðarsal, sem tekin var í notkun í desember sl. Þar vinna faglærðir Faglærðir kjötiðnaðarmenn að störfum í nýrri kældri viðbyggingu fyrirtækisins. Morgunblaðið/Júlíus Loftskiptar umbúðir og Ali-biti Pepperoni eru meðal nýjunga hjá Síld og fiski. kjötiðnaðarmenn við kjötskurðinn, en þess má geta að aðeins er notuð bandsög í gegnum bein. Annars er handskorið með hnífum. „Tæki og kæling skipta afar miklu máli og góð meðferð á hrá- efni frá fyrstu hendi gefur besta raun,“ segir Einar Sigurðsson, framleiðslustjóri. Pökkunarsalur fyrirtækisins er einnig kældur, en þess má geta að um sl. áramót tók gildi ný reglugerð, sem kveður á um að pökkunar- og vinnslusalir kjötvinnslna skuli vera kældir þó enn sé víða pottur brotinn í því efni. Þess má að lokum geta að með- alálagning verslana á unnum kjöt- vörum nemur um 30% fyrir utan virðisaukaskatt, en eftir að sá skattur leggst á er álagningin kom- in í um 60%, þar sem 'að virðísauka- skatturinn leggst jafnframt á álagningu kaupmannsins. ■ JI Austurlandakeimur hjá grillurum í sumar Kjötafgreiðslumenn verslana eru nú að undirbúa sig fyrir grillvert- íð sumarsins. Hin síðari ár hefur fjölbreytileiki kjötborða i verslunum aukist til muna og er víða kappkostað að bjóða upp á þvi sem næst tilbúna rétti, útivinnandi fólki til mikilla þæginda. Kjöt og fiskmeti er að fá kryddað eftir kúnstarinnar reglum, marinerað, í sósum og jafningum með eða án grænmetis og þarf lítið annað að gera þegar heim er komið en stinga því í ofn eða skella á pönnu í fáeinar mín- útur og rétturinn er tilbúinn á borðið. gg* Hópur kjötafgreiðslumanna SS og fleiri í matvælaiðnaði voru JT samankomnir í Hafnarfirði ekki SSS alls fyrir löngu, nánar tiltekið í Matreiðsluskólanum okkar, og J voru þeim kynntar ýmsar kryddnýjungar. Við eldavélina stóðu þau Jónas Þór kjötverk- ^ andi og breski matvælafræð-, ^ ingurinn Martina Bainbridge þegar Daglegt líf leit inn. Martina starfar hjá þýska krydd- fyrirtækinu Raps og kom til að kynna austurlenska línu fyrirtækisins, alls 110 kryddblöndur og er hún sjálf hugmyndasmiður flestra. Eí að líkum lætur mun austurienskra áhrifa gæta í íslenskum kjötborðum á næstunni. Mörg kryddin innihalda svokallað húðað salt, sem dregur ekki safann úr kjötinu eins og venjulegt salt ger- ir. Því er grillurum ráðlagt að salta ekki kjöt fyrr en grillun er um það bil hálfnuð. „Ég hef unnið í krydd- bransanum í 7 ár. Það er í raun ekki hægt að læra kryddsamsetningu í neinum skóla svo ég hef byggt þetta á eigin reynslu með því að umgangast Austurlandabúa í Bret- landi og ferðast til Austurlanda og kynnt mér matreiðsluhefðir í hveiju landi,“ segir Martina. Umboðsaðili Raps er Katla hf., en fyrir utan austurlensku línuna, er Katla með á lager yíir 200 tegundir af öðrum kryddum, marineringu og sósum, sem enn eru ekki komin á almennan neytendamarkað, og eru þær aðeins seldar til verslanna, veit- ingahúsa og annarra stærri aðila. „Krafa neytandans er að geta geng- ið að vörunni tilbúinni og nánast foreldaðri. Við erum með kynning- unni að undirbúa kjötafgreiðslumenn fyrir grillvertíð sumarsins," segir Jónas Þór. Þýsku kryddblöndurnar kvað Martina að sjálfsögðu vera hemað- arleyndarmál. En þar sem Jónas Þór er mikill áhugamaður um krydd lét hann okkur í té uppskrift af krydd- blöndu, sem hann sagði að færi ís- lenska fjallalambinu sérstaklega vel. Daglegt líf mælir að sjálfsögðu með því að kryddblanda Jónasar verði prófuð þegar grillin verða tekin fram. I uppskriftinni er grunnurinn kart- öflukrydd, sem oft er notað á fransk- ar kartöflur. Mylja skal laufkryddið saman við svo það blandist vel. Eins og gengur er smekkur manna misjafn, en hægt er að bera kryddið á steikina um leið og grillað er eða deginum áður. Kryddblanda 50 g kartöflukrydd 3 tsk. sítrónupipar 3 tsk. oregano 3 tsk. majoram Bæta má jafnframt 150-200 g af matarolíu út í kiyddblönduna líki mönnum það betur og þá ber að pensla hana á kjötið. Olían er óþörf vilji menn þurrkrydda. Jónas Þór segir að fólk sé allt of hrætt við að prófa sig áfram með Martina Bainbridge kynnti aust- urlenska kryddlínu fyrir kjötaf- greiðslumönnum og öðrum aðil- um í matvælaiðnaði. kryddtegundir og þó t.d. standi utan á einni kryddtegund að hún sé ætluð á svín, geti hún allt eins átt við lamb eða naut. „Kjötið, sem við eigum er misgott, gæðanna vegna. Þumal- puttareglan segir okkur að svínakjöt sé best vegna þess að eldið er mjög gott og kjötið ávallt ferskt. Smekk- urinn getur aftur á móti verið annað mál. Lambakjöt er síðan mjög gott á grillið, en ferskleika vantar þegar búið er að frysta það. Frystingin sprengir safakúlur kjötsins. Við þíð- ingu rennur safínn úr kjötinu væri til ef kjötið væri ferskt. Nautakjöt er gott að því leyti að það er alltaf fáanlegt ferskt, en þar vantar betri framleiðslu. Menn þurfa að ala grip- ina betur og fita þá svo að þeir skili betra kjöti. Fitan er gæðastimpill allra kjöttegunda því hún segir til um eldi viðkomandi skepnu," segir kjötverkandinn að lokum. ■ Leiðbeiningar um vegabréfsáritun ÍSLENDINGAR á leið til Banda- ríkjanna geta fengið sérstök eyðublöð sem Flugleiðir hafa lát- ið útbúa ef þeir eru án vega- bréfsáritunar. Þessu eyðublaði er síðan skilað útfylltu til banda- ríska útlendingaeftirlitsins við komuna. Leiðbeiningarnar eiga að tryggja að allir geti fyllt rétt út. Bandarísk yfirvöld heimila ís- lendingum, svo og borgurum tutt- ugu annarra landa, að koma til landsins án vegabréfsáritunar. Þessu fylgir sú kvöð að fylla rétt út umrædd blöð og ættu þessar leiðbeiningar því að vera til hins mesta hægðarauka. ■ Vínkvöld á Litlubrekku FYRSTA vínkvöld mat- reiðsluklúbbs Vöku/Helga- fells, Nýrra eftirlætisrétta, verður 12. maí í Litlubrekku, og hefst kl. 20.30. Þar fræðir vínráðgjafi klúbbsins, Steingrímur Sigur- geirsson, gestina um helstu vin- héruð Frakklands og sérkenni þeirra, m.a. Elsass, Búrgúndí og Bordeaux. Steingrímur varpar ljósi á þann mun, sem er á vínum frá mismunandi héruðum og gestir fá að bragða á nokkrum hvítvínum og rauð- vínum. Þeim, sem vilja auka vitn- eskju sína á vínum, er bent á að láta skrá þátttöku hjá klúbbnum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.