Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 25 Kynbótadómar í Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Svartur frá Unalæk er nú kominn I röð þeirra bestu, hlaut 8,36 í einkunn þegar hestar stöðvarinnar voru leiddir til dóms á þriðju- dag, knapi er Þórður Þorgeirsson. Nýr framkvæmda- stjóri FS ráðinn STJORN Félagsstofnunar stúdenta hefur ráðið fyrirtækinu nýjan framkvæmdasljóra. Bernhard Petersen, sem verið hefur fjármála- stjóri FS, var ráðinn úr hópi 27 umsækjenda. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá því að Arnari Þórissyni var sagt upp starfi framkvæmdastjóra í síðasta mánuði. Svartur nú í hópi þeirra albestu STÓÐHESTURINN Svartur frá Unalæk er nú kominn í raðir þeirra stóðhesta landsins sem hæstar einkunnir hafa hlotið eftir kynbótadóma á stóðhesta- stöðinni í Gunnarsholti sem fram fóru á þriðjudag. Hlaut hann í einkunn 8,18 fyrir bygg- ingu og 8,54 fyrir hæfileika, eða 8,36 í aðaleinkunn. Svartur, sem nú er fimm vetra, stóð efstur af fjögra vetra hestum á stöð- inni fyrir ári, þá með 8,14 í aðal- einkunn. Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur sagði í samtali við Morgunblaðið að Svartur hefði staðið fyllilega undir þeim vonum sem við hann voru bundnar eftir dómana í fyrra og taldi ekki ólík- legt að hann myndi eiga þó nokkuð inni ennþá sem væntanlega kæmi með frekari þroska og þjálfun. Svartur, sem er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Fiðlu frá Snartar- stöðum, sem aftur er undan Ófeigi 818 frá Hvanneyri, verður sýndur á sýningu Stóðhestastöðvarinnar á laugardag ásamt öðrum þeim hest- um er leiddir voru fyrir dómnefnd- ina á þriðjudag. Næstur Svarti varð Gnýr frá Hrepphólum með 8,14 í aðaleinkunn og Gumi frá Laugar- vatni með 8,13. Af fjögurra vetra hestum stóð efstur Þorri frá Þúfu og fetar hann þar í fótspor föður síns, Orra frá Þúfu. Þorri hlaut fyr- ir byggingu 8,08 og 7,96 fyrir hæfileika, eða 8,02 í aðaleinkunn. Næstir og jafnir komu Teigur frá Húsatóftum og Funi frá Stóra-Hofi með 7,96. Þá er þess og að geta að héraðs- sýning var haldin í Kjalarnesþingi í síðustu viku þar sem hross voru dæmd á Varmárbökkum í Mos- fellsbæ og Víðidal. Alls komu 89 hross fyrir dómnefnd og af þeim hlutu fjórir stóðhestar fyrstu verð- laun en engin hryssa. Hæstu ein- kunn hlaut fimm vetra hestur, Kraflar frá Miðsitju, 8,13, næstur kom Tímon frá Lýsuhóli með 8,01 og Logi frá Skarði varð þriðji með 8,00. Einn sex vetra hestur hlaut fyrstu verðlaun, Þytur frá Hóli með 8,07. Formaður dómnefndar, Þor- kell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur, sagði að stóðhestarnir sem þarna komu fram hefðu verið ágæt- ir en hryssurnar lakari. Þá gat hann þess að nokkuð hefði komið fram af verulega slökum hrossum og vildi hann um kenna hversu snemma sýningin væri haldin að þessu sinni, mörg hrossin væru ekki tilbúin. Bernhard var áður fjármálastjóri Félagsstofnunar og náinn sam- starfsmaður fyrri framkvæmda- stjóra, Arnars Þórissonar. Er Arn- ari var sagt upp vísaði meirihluti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskólanum, til þess að hug- myndafræðilegur ágreiningur hefði verið milli meirihluta stjórnar og framkvæmdastjórans. Spurning um traust Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnar- Samkvæmt upplýsingum Bryn- hildar Sverrisdóttur, framkvæmda- stjóra sjóðanna, hefur ekki verið lögð áhersla á að halda bréfunum fram til sölu og markmiðið verið bjóða þau eigendum hlutdeildar- bréfa í sjóðunum sem fyrir eru. Sagði hún að lítil sala væri á bréfum formaður FS, sagði aðspurður hvort ekki væri sérkennilegt í þessu ljósi að ráða framkvæmdastjóra, sem hefði verið hægri hönd fyrri fram- kvæmdastjóra við stefnumótun fyr- irtækisins, að þetta væri fyrst og fremst spurning um traust. „Þetta fer eftir því hvaða markmið stjórn- in setur sér og hvort þeim manni, sem tekur við starfinu, er treyst- andi til að framfylgja þeim mark- miðum og þeirri stefnu, sem stjórn- in setur sér,“ sagði Guðjón. verðbréfasjóða á markaðinum um þessar mundir þar sem aðrir fjár- festingarkostir væru yfirleitt hag- stæðari auk þess sem fólk virtist ekki hafa mikið fé milli handanna vegna efnahagsástandsins í land- inu. Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Lítil sala á skírtein- um verðbréfasjóðanna LITIL hreyfing hefur verið í sölu á nýjum skírteinum í verðbréfa- sjóðum Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. frá því sala þeirra hófst á ný um miðjan febrúar sl. Ekki hefur enn unnist upp sú rúmlega 30% gengislækkun í október vegna lokunar verðbréfasjóðanna en gengishækkunin á undanförnum mánuðum nemur um 12-15%. Norðurlandameistari 1 stærðfræði Takmarkið var að vinna keppnina NÍTJÁN ára Garðbæingur, Bjarni Halldórsson, bar sigur úr býtum í sjöundu norrænu stærðfræðikeppninni sem haldin var 17. mars sl., en úrslitin voru tilkynnt í gær. Þátttakendur í keppninni voru 68 framhaldsskólanemendur frá Norðurlönd- unum, sem bestum árangri höfðu náð í undankeppni í heima- landinu. Keppnin var haldin árdegis 17. mars sl., samtímis í hverju landi fyrir sig. Bjarni leysti þijú dæmi af fjórum og var sá eini sem reiknaði hvert dæmi til enda. Hann hlaut því 5 stig fyrir hvert dæmi, samtals fimmtán stig. Sænskur keppinautur hans varð í öðru sæti með 12 stig. I þriðja sæti lenti danskur keppandi með 11 stig. Bjarni sigraði því með nokkrum yfirburðum. Ekki fyrsti sigurinn Sagði hann, í samtali við Morg- unblaðið, keppnina hafa verið í léttara lagi. Umsjónarmenn hér- lendis töldu verkefnin hins vegar þyngri en venja er til. Hugsanlega er hann einfaldlega orðinn nokk- uð keppnisvanur, enda hófst sigurganga hans fyrir nokkrum árum. Aðspurður sagðist hann hafa undirbúið sig vel og tak- markið hefði verið að vinna keppnina. Hann hefur tvívegis sigrað í stærðfræðikeppni framhaldsskól- anna, þ.e. undanfarin tvö ár. Bjarm hefur einnig keppt erlendis fyrir Islands hönd með ágætum árangri. Hann tók t.d. þátt í al- þjóðlegu ólympíukeppninni í stærðfræði í Svíþjóð 1991 og í Rússlandi í fyrrasumar. Auk þess var hann í liði íslendinga í Eystra- saltskeppninni í Litháen í nóvem- ber síðastliðnum. Stærðfræðingur frá blautu barnsbeini Bjarni, sem nemur í eðlisfræði- Norðurlanda- meistari BJARNI V. Halldórsson menntaskólanemi og upprenn- andi stærðfræðingur. deild Menntaskólans í Reykjavík, segir stærðfræði helsta áhugamál sitt. Móðir hans er stærðfræði- kennari og segist hann hafa not- ið leiðsagnar hennar frá þriggja ára aldri. Hann var t.d. einn af hönnuðum kúlunnar góðu sem MR-ingar notuðu til þess að „ganga“ á Tjörninni 16. apríl síð- astliðinn. Þessa dagana er Bjarni að lesa undir stúdentspróf. Að því loknu hyggur hann á nám í stærðfræði við Háskóla íslands. Þú vinnur á Wheeler Wheeler fjallahjól - sigurmerki Ólympíuleikanna Wheeler fjallahjól - nú á íslandi MfSs Teg.: Wheeler 1000. Gírabúnaður: Shimano CIO. Stell: Cr-mo stál. Álgfarðir. Teg.: Wheeler 1000. Gfrabúnaður: Shimano CIO. Stell: Cr-mo stál. Álgjarðlr. Gírabúnaður: Shli Steít; Cr-mo stá Einnig til kvenhjól. Teg.: Wheeler 4400: Gfrabúnaður: Shimano AIO. Stell: Cr-mostál. Álgjarðlr. Þekking - reynsla - þjónusta ■ •/ g , , ■ ■1- Berid saman verö oggæöl. Vlsa og Euro raögrelöslur. Suðurlandsbraut 8, síml 814670 og Mjódd, síml 670100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.