Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 51 Svei þér, Frá Árna Tómasi Ragnarssyni: í BLAÐAVIÐTALI við stofnendur Tónlistarfélagsins í Reykjavík fyrir 50 árum sögðu þeir sitt helsta bar- áttumál vera byggingu tónlistarhall- ar í Reykjavík. Af þeirri hógværð sem tónlistarfólki er eiginleg bættu þeir við: „Auðvitað verður ekki hafist handa um bygginguna fyrr en skyn- samlegt verður að ráðast í fram- kvæmdir." Nú eru liðin tæp 50 ár frá því að þessir frumkvöðlar í tón- listarmálum íslendinga létu sig dreyma um tónlistarhöll og enn hafa menn ekki talið skynsamlegt að ráð- ast I framkvæmdir. Þótt Tjöldi tónlist- armanna og hlustenda hafi hundrað- faldast á þessum tíma, tónleikar séu haldnir nánast á hveijum degi í Reykjavík, þar starfi bæði sinfóníu- hljómsveit og óperuhús, hefur enn ekki verið byggt annað hús undir tónlistarflutning en litli hljómskálinn í Reykjavík. Af hverju ekki tónlistarhús? Samt hef ég ennþá ekki heyrt nokkurn mann segja opinberlega að ekki sé þörf á tónlistarhúsi, en marg- ir mætir menn hafa haldið hinu gagn- stæða fram. I einkaviðtölum hafa ráðamenn þó borið því við að fjár- hagslegar forsendur fyrir byggingu hússins væru ekki fyrir hendi. A sama tíma hafa menn þó glaðir byggt 2-3 milljarða króna veitingahús í Reykjavík fyrir opinbert fé og á nán- ast hveiju ári hafa verið byggð íþróttahús fyrir um 200 milljónir króna hvert. Nú á svo að fara að byggja listamiðstöð uppi I sveit fyrir IV2 milljarð króna og svo ætla menn að byggja sérstakt hús fyrir ráð- stefnuhald, líklega upp á 1-2 millj- arða, því þeir telja sig ómögulega geta búið í sama húsi og tónlistin. Það má því hveiju barni ljóst vera að það er aðeins í tónlistina sem ráðamenn tíma ekki að eyða pening- um. Enginn áhugi ráðamanna Það er alveg augljóst að af bygg- ingu tónlistarhúss getur aðeins orðið fyrir atbeina opinberra aðila. Aðeins er til tveggja að leita, ríkis eða borg- ar, og helst til beggja. En þegar áhugi stjórnmálamanna á málefni er af skornum skammti, þá ýmist taka tónlist!? þeir þann kostinn að þegja sem fastast eða vísa hver á annan. Hvort tveggja hefur verið gert í umræð- unni um byggingu tónlistarhúss. Um þá byggingu hafa pólítíkusar engar yfirlýsingar gefið í bráðum 50 ár, en sé rætt við þá einslega vísar borg- in á ríkið og ríkið á borgina. Eftir áratuga baráttu er loforð um lóð og niðurfelling lóðargjalda það einasta sem tónlistarmenn hafa haft upp úr krafsinu! Hugmyndin um tónlistarhús er sem sé ekki „inni“ meðal stjórnmála- manna og enn eru mörg önnur gælu- verkefni þeirra á undan í forgangs- röðinni. Löng barátta tónlistarmanna og samhljóða ályktun aðalfundar Bandalags listamanna um að bygg- ing tónlistarhúss ætti að vera for- gangsverkefni í menningarmálum breytti þannig engu um það að ráða- mönnum borgarinnar þótti brýnna að endurbyggja Korpúlfsstaði sem listamiðstöð — jafnvel þótt engar óskir hafi heyrst um það, hvorki frá almenningi né listamönnum. Og næst verður það sem sé ráðstefnum- iðstöð. Markvissari baráttu er þörf Nú eru engar líkur á því að tónlist- arfólk_ fái að heyra Sinfóníuhljóm- sveit íslands leika í nýju tónlistar- húsi á 50 ára afmæli hennar um næstu aldamót. Verði hógværð tón- listarfólks áfram látin standa hags- munum tónlistarinnar ofar mun tón- listarhús ekki verða reist á þessari öld og varla á þeirri næstu heldur. Þetta er ekki viðunandi og er nú kominn tími til að grípa til markviss- ari baráttuaðferða. Eg vil því skora á tónlistarunnendur að bindast sam- tökum um að greiða atkvæði sín við næstu prófkjör og kosningar með tilliti til yfirlýsinga stjómmálamanna og flokka um þetta mál. Menningar- pólitík er nefnilega pólitík. Við skulum gera okkur grein fyrir því að verði nú haldið áfram að bíða bara og vona eins og hingað til, er verið að taka undir með þeim ráða- mönnum sem með þögn sinni og sinnuleysi eru í rauninni að segja: „Svei þér, tónlist!“ ÁRNI TÓMAS RAGNARSSON, læknir, Vesturgötu 36b, Reykjavík. VELVAKANDI NEYÐARASTAND í KATTHOLTI SIGRÍÐUR í Kattholti hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma þeim skilaboðum á fram- færi að gífurlegur fjöldi óskila- katta væri nú í Kattholti. Kettirn- ir eru á öllum aldri, allskonar tegundir og í allskonar ástandi. Sumir eru mjög illa á sig komn- ir, þar eru kettlingafullar og ný- gotnar læður, og t.d. ein u.þ.b. fjögurra mánaða síamslæða. Sigríður biður alla þá sem tap- að hafa ketti eða þá sem telja sig hafa einhveijar upplýsingar um vanskilaketti að hafa sam- band við sig sem fyrst. Það er að skapast neyðarástand á staðn- um. Síminn þar er er 672909. BETRIAÐBÚNAÐ FYRIR FARÞEGA SVR MIG langar að bera fram fyrir- spurn til forráðamanna Strætis- vagna Reykjavíkur um hvort fyr- irhugað sé að láta vagnana ganga á sunnudagsmorgnum eins og aðra daga. Margir þurfa að nota vagnana sunnudaga jafnt sem aðra daga vegna vinnu sinn- ar. Einnig væri gott að fá svar við því hvort ekki sé fyrirhugað að bæta úr snyrti- og salemisað- stöðu fyrir farþega sem leið eiga um Grensásstöð. Það er alveg óviðunandi að farþegar eigi ekki kost á slíkri aðstöðu og úr því verður að bæta sem allra fyrst. Að lokum: Hvernig er það með biðskýlið við Grensásveg? Er það leigt út til aðila sem geta lokað því þegar henta þykir? Með ósk um svör við fyrsta tækifæri. Gunnar Halldórsson GÆLUDÝR Kettlingur SVARTUR tíu vikna kettlingur, læða, óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 677554 eftir kl. 18. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt hjól RAUTT Mongoose 18 gíra reið- hjól hvarf frá Brávallagötu 18 nýlega. Finnandi vinsamlega hringi í síma 29338. Týnt hjól SVART og_ fjólublátt gírahjól hvarf frá Ásgarði fyrir röskri viku. Hjólið var hlaðið aukahlut- um og er þess sárt saknað af eigandanum sem er níu ára drengur og búinn að safna lengi fyrir hjólinu. Ef einhver hefur upplýsingar um þetta hjól er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 35919 eftir kl. 17 eða í síma 698363 á skrif- stofutíma. Pennavinir Sautján ára þýsk stúlka vill ólm eignast 17-19 ára pennavini. Áhugamálin eru blak, skíði, bóka- lestur og bréfaskriftir: Regina Pallor, Schubertstrasse 2, DW-8398 Pocking 1, Germany. Þrettán ára bandarísk stúlka með áhuga m.a. á-bókalestri, bamapöss- un og hestum: Frá Ghana skrifar 23 ára piltur með áhuga körfubolta, sundi, tón- list: Gamaliel K. Barnor, 43 Methodist Road, P.O. Box 43, Apam, Ghana. LEIÐRÉTTINGAR Ökupróf í frétt um ökuskóla á Blönduósi láðist að geta þess að námskeiðið var á vegum Ókuskólans í Mjódd. Heimildir um að skriflegt ökupróf hafi verið tekið úti á sjó reyndust staðlausir stafír. Engin einkaíbúð í London í grein Odds Ólafssonar „Baggar og burðaijálkar“ í Tímanum föstu- daginn 30. apríl sl., sem tekin var upp í Staksteinum 4. þ. m., er talað um einkaíbúð Seðlabankans í Lond- on. Er þar rangt með farið, því að Seðlabankinn hvorki á né hefur átt íbúð í London og ekki haft afnot af íbúð þar eða annars staðar er- lendis. Enn um dans Sigurvegarar í úrslitum 14 og 15 ára í standarddönsum, C-riðli, urðu Hlynur Rúnarsson og Hrafn- hildur Hjartardóttir frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Rangt var farið með nöfn þessa sigurvegara í Morgunblaðinu í fyrrdag, þar sem röng nöfn voru tilgreind í tölvu- útskrft frá Dansráði íslands. Beðist er velvirðingar á þessu. Höfundarnafn féll niður Þau mistök urðu í grein um efna- laugar í Bréfi til blaðsins í miðviku- dagsblaðinu að það láðist að geta annars höfundarins, en rétt er að höfundar greinarinnar voru þær Þorbjörg Pálsdóttir og Katrín Andr- ésdóttir. Búfjársjúk- dómar í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær, 5. maí, „Skæðir dýrasjúkdóm- ar breiðast út“, er vitnað í viðtal við Sigurð Sigurðarson dýralækni á Keldum. Þar gætir misskilnings og því vill Sigurður taka fram eftir- farandi:„í umsóknum EFTA-land- anna, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Sviss og Austurríkis til Evrópu- bandalagsins um varnir gegn smit- andi búfjársjúkdómum vegna EES- samningsins er m.a. sótt um að mega hafa sjúkdóminn „Brucella" á lista yfir þá sjúkdóma sem vetj- ast má með banni við innflutningi á búvörum, sem borið gætu sjúk- dóminn í sér. Þetta hefur ekki feng- ist. Brucella eða smitandi fósturlát í kúm er alvarlegur sjúkdómur sem getur einnig sýkt fólk og aðrar dýrategundir. Hann hefur aldrei fundist á íslandi en verið útrýmt með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn af Norðurlöndunum og ýmsum löndum öðrum. Einstök Evrópu- bandalagslönd telja vissulega fulla ástæðu til að veijast honum hvert hjá sér, þótt litlu eða engu máli skipti um smithættu til annarra landa að dómi þeirra sem hafnað hafa þessari beiðni EFTA-land- anna.“ HEILBRIGÐI MEÐ INNHVERFRI ÍHUGUN Nýlega vakti mikla athygli er á annað hundrað breskir læknar sendu heilbrigðisráðherra Bretlands bréf til að benda á mikilvægi Innhverfrar íhugunar. Fullyrðingar MabansbiMaimb vogí súiar byggja læknamir á um 400 vísindarannsóknum á Imihverfri íhugun, sem sýna m.a. að Innhverf íhugun: • Veitir dýpri hvíld en djúpur svefn og minnkar streitu • Stuðlar að lækkun háþrýstings og kólesterólmagns í blóði • Dregur úr þunglyndi, spennu og kvíða • Dregur úr einkennum asuna og mígrenis Kynninq á INNHVERFRi ÍHUGUN í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 á Suourlanasbraut 48, 2. hæð (Ijásblátt hús við Faxafen, Trékkkristall á jarðhæð). Aðgangur ókeypis. ISLENSKA IHUGUNARFELAGIÐ SIMI 16662 Sunnudagar eru Kompudagar íKolaportinu! Okkar vantar alltafmeira afþessu sívinsæla kompudóti og nú bjóðum við 30% afslátt á leiguverði slíkra sölubása. Sölubásarnir kosta þá aðeins kr. 2.450.- og 3.150.- Drífið í vorhreingerningunum og búið til tugþúsundir króna úr gamla kompudótinu! KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Sími 62 50 30 ----------------------------------s íMLuíut SAMTÖK FYRIRTÆKJA í MÁLM- 06 SKIPAIBHAH AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins fer fram á Hótel íslandi (2. hæð) laugardag- inn 8. maí nk. og hefst kl. 10.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og starfa í faghópum, verður fjall- að um: Sjávarútvegsstefnuna og mikilvægi hennar fyrir þróun iðnaðarins - framsögumaður Þröstur Ólafsson, annar formanna T víhöfðanefndarinnar. Sameiningu samtaka iðnaðarins - framsögumaður Skúli Jónsson, framkvæmdastjóri, Stálsmiðjunnar hf. TEIKNAD HJÁ TÓMASI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.