Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Gunnar Péturs- son - Minning Fæddur 21. nóvember 1959 Dáinn 26. apríl 1993 Ég vil með nokkrum orðum kveðja systurson minn, Gunnar Pétursson, sem var skotinn til bana í Suður-Afr- íku í vikunni sem leið. Fjölskylda hans í Svíþjóð stendur orðlaus og máttvana yfir þessum atburði, sem virðist hafa verið eitthvert slys. Eins og systir mín sagði þegar hún hringdi: „Hann var á röngum stað á röngum tíma.“ Gunnar var jarðsunginn í Jóhann- esarborg föstudaginn 30. apríl að viðstöddu íjölmenni. Sama dag hélt séra Frank Halldórsson minningar- athöfn um hann í Neskirkju þar sem ættingjar og vinir söfnuðust saman. Séra Frank fermdi Gunnar og systur hans, Sólveigu, við sérstaka athöfn í júlí 1974. Við íslenska guðsþjón- ustu í Gautaborg hinn 2. maí minnt- ist séra Lárus Guðmundsson hans og bað bæn fyrir honum. Gunnar var frumburður foreldra sinna, Önnu Lísu Gunnarsdóttur og Péturs Erlendssonar. Hann bar nafn föður okkar, Gunnars Jónssonar, skipasmíðameistara á Akureyri. Lísa og Pétur eignuðust tvö önnur börn, Sólveigu, f. 1961, sem ber nafn móður okkar, Sólveigar Þórðardótt- ur. Hún býr ásamt eiginmanni sín- um, Neil Store, í Jóhannesarborg og tveimur börnum, syninum Stefáni, 5 ára, og dótturinni Robyn, á fyrsta ári. Yngsti sonurinn, Erlendur, f. 1963, býr einnig í Suður-Afríku. Lísa og Pétur byijuðu sinn búskap á foreldraheimili hans, Hátúni 5. Móðir Péturs, Sigríður Pétursdóttir, lést nokkrum mánuðum fyrir brúð- kaupið og ungu hjónin fluttust til afa Gunnars, Erlends Baldvinssonar söðlasmiðs. I húsinu bjó einnig bróð- ir Péturs, Baldvin, ásamt konu sinni og börnum. Lísa og Pétur byijuðu að byggja eins og fólk gerði í þá daga og fluttust inn í Borgargerði 4 árið 1964. Það var í Hátúninu og Borgargerðinu sem Gunnar sleit fyrstu barnsskónum. Árið 1968 fluttist fjölskyldan til t Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, Magnússkógum, Dalasýslu, lést í St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi, aðfaranótt 4. maí. Ólöf Jónasdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN NORÐMANN PÁLSSON, fyrrv. yfirskoðunarmaður Flugfélags Islands og Flugleiða, lést á heimili sínu 4. maí. Jóhanna G. Ólafsdóttir, Ása Jónsdóttir, Guðmundur Hannesson, Óli Hilmar Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Kristín Norðmann Jónsdóttir, Óttar Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, stjúpmóðir, teigdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Álfheimum 54, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík 7. maí kl. 13.30. Börnin. t Útför ELÍNAR SNÆBJÖRNSDÓTTUR, Bústaðavegi 105, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á slysavarnadeildina Sæbjörgu i Ólafsvík, Slysavarnafélag íslands eða líknarstofnanir. Guðbrandur Vigfússon, Guðrún Guðbrandsdóttir, Guttormur Þormar. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR, Hringbraut 99, Keflavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspitalans þann 3. maí sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 8. maí kl. 14.00. * Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir um að láta Gigtarfélag íslands njóta þess. Þuríður Sölvadóttir, Bergsveinn Alfonsson, Sigriður Gunnarsdóttir, Rúnar Þórmundsson, Linda Björk Bergsveinsdóttir, Guðfinnur Guðnason, Sölvi Þór Bergsveinsson, Bergsveinn A. Rúnarsson. Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Ári seinna fluttist ég til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu minni. Þó að fjar- lægðin væri mikil héldum við ávallt sambandi og fylgdumst með þroska barnanna. Lísu og Pétri vegnaði vel í Suður- Afríku, svo og börnunum. Sumrið 1974 fóru þau til íslands og fermdu tvö elstu börnin. Þau komu við hjá okkur í Gautaborg á leiðinni til baka. Árið 1979 fór Gunnar til íslands og var þar í tæpt ár, vildi kynnast landi og þjóð. Þá var hann tvítugur, ungur fallegur maður, ljóshærður, hávaxinn víkingur. Hann vann við ýmis störf, í fiski og í banka í Reykjavík og bjó þar hjá móðursyst- ur sinni, Helgu. Síðan fór hann um tíma norður á ættarslóðir og vann í Slippnum á Akureyri. Hann ferð- aðist mikið um landið. Hann var hógvær og yfirlætislaus og vann ástúð allra sem hann hitti. Um jól og áramót 1984/85 heim- sóttum við fjölskylduna í Suður-Afr- íku í fimm vikur. Gunnar, Sólveig og Neil tóku á móti okkur á flugvell- inum í Jóhannesarborg. Nokkrum dögum seinna fór Gunnar með okkur til foreldra sinna, sem þá voru flutt til Munster á austurströndinni, sem er sannkölluð paradís. Það var með- an á þessari heimsókn stóð sem við kynntumst Gunnari sem fullorðnum manni. Hann var þá verkstjóri hjá byggingafyrirtæki sem byggði blokkir í svörtum bæjarhlutum. Hann ræddi um ástandið í landinu af skilningi og tilfinningu. Á þessum tíma var honum boðið að verða meðeigandi í byggingafyrirtækinu sem hann þáði og vann þar til dauða- dags. Við ijölskyldan ferðuðumst saman um hálfa Suður-Afríku og Gunnar var góður leiðsögumaður og ferðafélagi. Hann, eins og öll fjöl- t ÓLAFUR ÓLAFSSON bóndi f Lindarbæ, verður jarðsettur að Odda í Rangárvallasýslu föstudaginn 7. maí kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Aðstandendur. t Móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA ÁSMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Lindargötu 52, Reykjavik, sem lést mánudaginn 26. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 7. maí nk. kl. 15.00. Karl Magnússon, Jóni'na Lilja Waagfjörð, Jón Reynir Magnússon, Guðrún Sigríður Björnsdóttir, Guðfinna Ingvarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁRNÝJAR STEFANÍU STEFÁNSDÓTTUR frá Merki, Reyðarfirði Jens Olsen, Unnar Olsen, Ásdi's Olsen, Guðmundur Olsen, Steindór Olsen, Rúnar Olsen, Lars Olsen, Rannveig Sigurbergsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sveinbjörn Sverrisson, Vigdi's Jónsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar sambýliskonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Strandgötu 37, Vestmannaeyjum. Sigurjón Guðnason, Kristinn R. Ólafsson, Sol Alvarez og Alda Ólafsson, Madríd. - t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR EGGERTSSONAR, fyrrum bónda á Melaleiti. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða og hjúkrunarfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umönnun. Jón Kr. Magnússon, Kristjana Höskuldsdóttir, Vilborg Kristófersdóttir, Einar Helgason og aðrir vandamenn. skyldan, talaði íslensku fyrirhafnar- laust, þó að umhverfið væri útlenskt. Gunnar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Esmé, í desember 1989. Þau reistu veglegt bú í Jóhannesarborg. Áhugamál þeirra voru hundar og hestar. Þau voru að byggja stórt hús í útjaðri Jóhannesarborgar þegar skotið reið af á bensínstöð þar sem rán stóð yfir. Algerlega óskiljanlegt og tilgangslaust morð. Þegar ég handíjatla síðasta jólakortið frá Gunnari og ljósmyndirnar sem fylgdu með er erfitt að átta sig á að jiann er nú allur. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar í Gautaborg og ættingja á íslandi senda samúðarkveðjur til eig- inkonu Gunnars, Esmé, foreldra hans, systkina og barna þeirra. Gunnar er horfinn á braut og eftir lifir minningin um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Halldóra Gunnarsdóttir, Gautaborg. Við fráfall Gunnars Péturssonar langar íslenska vini í Suður-Afríku að minnast hans með nokkrum orð- um. Gunnar fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1959. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Erlendsson, vélstjóri frá Reykajvík, og Anna Lísa Gunnars- dóttir frá Akureyri. Gunnar og yngri systkinin Sólveig og Erlendur komu með foreldrunum til Suður-Afríku 1968 og settust að í Jóhannesarborg þar sem hann ólst upp. Að loknu stúdentsprófi 1978 fór Gunnar til íslands í árs tíma þar sem hann starfaði við fiskvinnslu á Akureyri og bankavinnu í Reykjavík. Löngunin var þó að snúa aftur til íjölskyldunnar í Suður-Afríku og hóf hann starf við verktakafyrirtækið Concor þar sem faðir hans var yfir- umsjónarmaður við vegagerð. Gunn- ar kynntist náið störfum við vega- gerð og vann seinna við verktakafyr- irtækin S.M. Goldstein og L.T.A. Fyrir nokkrum árum tók Gunnar boði um að gerast hluthafi í bygg- ingafyrirtækinu Maccon, sem tveir fyrrum vinnufélagar hans höfðu stofnað og sérhæfðu í raðhúsum. Gunnar var athafnasamur og ósérhlífinn við vinnu og var sérlega þakkað fyrir gott gengi verkefna, sem hann tók að sér. í desember 1989 giftist Gunnar Esme Grobler frá Suður-Afríku. Hún starfar við upplýsingaþjónustu í Framkvæmdabanka Suður-Afríku. Áttu þau gott og hamingjusamt hjónaband, en varð ekki barna auðið. Gunnar var dýravinur og hafði mikið yndi af hundum og á tímabili átti hann einnig hesta. Hann hafði áhuga á að styrkja dýraverndunarfé- lög. Sum okkar hafa þekkt Gunnar frá því hann var unglingur og fylgst með honum vaxa upp í góðu og elskuríku fjölskyldulífi. Hann var ákaflega dagfarsprúður og sá sem alltaf var svo gott að leita til þegar á leiðsögn og stuðningi þurfti að halda. Nú er þessi ljúfi drengur skyndi- lega og án fyrirvara farinn á undan okkur. Hans er sárt saknað í okkar hópi. Megi Drottinn verða vinum og aðstandendum Gunnars til trausts og huggunar. Við sendum fjölskyldu og vinum Gunnars innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi þau. Megi minningin um góðan dreng Iifa. Drottinn er minn hirðir, mig um ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. Halldór Pálsson og Björg Dav- íðsdóttir. Héðinn Erlendinus- son. Hildur og Peter von Schilling. Kristín og Tony Blewitt. Magnús og Þorbjörg Marteinsson. Sigurbjörn og Lucille Kárason. Sólveig og Norbert Pfiffel. Þórarinn (Diddi) Guðmundsson. Þráinn og Susan Sigurbjarnarson. Snæbjörn og Sheila Samuels- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.