Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 11

Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 11 -4-1— gardeur Virðulegt, lifandi tímarit Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Heiðrún Backman og Pétur Einars- son í hlutverkum sínum í Tartuffe. Sýningum LR á Tartuffe að ljúka SÝNINGUM Leikfélags Reykjavíkur á Tartuffe, hinum sígilda gam- anleik Molieres, fer nú senn að ljúka á stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Síðasta sýning verður nk. laugardagskvöld 8. maí. Leikstjóri á sýningu leikfélagsins er Þór Tulinius en texti Molieres, sem er saminn í bundnu máli, er í sýn- ingu leikfélagsins fiuttur í lausamáls- þýðingu Péturs Gunnarssonar. Sýn- ingin hlaut einróma lof gagnrýnenda: mjög fjörug og skemmtileg sýn- ing,“ sagði Gerður Kristný, gagnrýn- andi Tímans. „Skrípalæti óg leikb- rellur krydda sýninguna og ótal brögðum er beitt til að vekja hlátur áhorfenda," sagði Auður Eydal, gagnrýnandi DV...... hin ágætasta kvöldskemmtun," var dómur Sú- sönnu Svavarsdóttur, gagnrýnanda Morgunblaðsins. Gagnrýnendur voru sammála að nýmæli væri að vinnubrögðum leik- stjórans við sviðsetninguna. Það er valinn hópur sem leikur í Tartuffe. Titilhlutverkið er í höndum Þrastar Leós Gunnarsonar, en aðrir leikendur eru Pétur Einarsson, Edda Heiðrún Backman, Ingrid Jónsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Ellert_ A. Ingimundar- son, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurður Karlsson og Ari Matthíasson. Tónlist annast Ríkharður Örn Pálsson en leikmynd gerir Stígur Steinþórsson. Búninga hannar Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Sem áður segir verður síðasta sýning á Tartuffe laugardagskvöldið 8. maí. dömufatnaður Ótrúlega gott og fallegt úrval Stakir jakkar Terlene-buxur Gallabuxur Sumarbuxur Bermuda-buxur Stuttbuxur Pils Bómullarbolir DIVIN A-tiskufatnaður blússur, jakkar, pils. GEISSLER dragtir og stakir jakkar EmDee blússur og bolir SEIDENSTICKER blússur FULWILNE úlpur úr mikró-efni. Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson SKÍRNIR, haust 1992, 166. ár- gangur Skírnir er gamalt og virðulegt tímarit þar sem fræðimenn íjalla um hugðarefni sín á íslenzku. Það hefur lengst af sérstaklega beinzt að íslenzkum fræðum af öllu tæi. Á síðustu árum hefur fjölbreytni greina í því aukizt. Sérstaklega virðist þetta hafa gerzt eftir að farið var að gefa út tvö hefti á ári. Þótt Skírnir sé gamall, þá er hann ekki nein kölkuð gröf. í haustheftinu frá sl. ári er að finna marvíslegt efni, sem hlýtur að vera áhugamönnum um fræði og vísindi í landinu verulegt um- hugsunar- og fagnaðarefni. Eins og venja hefur verið um nokkurt skeið, er kynnt skáld Skírnis, sem í þessu hefti er Steinunn Sigurðar- dóttir. Það eru birt eftir hana þrjú frumort ljóð og ein þýðing. Sömu- leiðis er mynd á kápu eftir Gunn- laug Scheving og Björn Th. Björns- son fjallar um sjávarmyndir hans í stuttum en eftirminnilegum texta. í þessu hefti glíma nokkrir höf- undar við íslenzk fræði, eins og vera ber. Guðrún Nordal leitast við að skýra, hvers vegna Sturla Sig- hyatsson er uppnefndur Dala-Freyr í íslendinga sögu og varpa um leið Ijósi á hugmyndaheim 13. aldar. Helgi Þorláksson rekur líkingar með Snorra goða, eins og honum er lýst í Eyrbyggju, og Snorra Sturlusyni og viðrar um leið þá kenningu sína að höfundur Eyr- byggju sé að lýsa samtíma sínum, þegar hann lýsir löngu liðnum tíma. Davíð Erlingsson greinir merkingu orðsins saga og hugleiðir stöðu hugvísinda. I þremur greinum um bækur er frekari orðræða um íslenzk fræði. Guðrún Ása Grímsdóttir fjallar um nýja útgáfu Harðar sögu, Þórir Óskarsson um nýja útgáfu á Heimskringlu og Vésteinn Ólason um nýja bók um dróttkvæði. í öðrum greinum Skírnis er vikið að heimspeki meðal annars. Ejólfur Eyjólfur Kjalar Emilsson Kjalar Emilsson greinir sundur rök- ræðu um þversögn Wittgensteins, sem stundum er nefnd svo, og fell- ir hana í nokkuð óvænt en upplýs- andi samhengi. Þýdd er grein eftir Max Horkheimer um hlutverk heimspekinnar í þjóðfélagi. Ég held, að einnig sé eðlilegt að líta á grein Más Jónssonar, Sannleikar sagnfræðinnar, sem heimspekilega greiningu á eðli og viðfangsefni sagnfræðinnar. Sú grein er innlegg í umræðu í Skírni um stöðu sagn- fræðinnar. Skoðun Más er sú, að sagnfræðingar nálgist sannleikann með því að fella athuganir sínar og ályktanir í innbyrðis samræmda heild, sem tengist heimildunum. En aðalatriðið sé þó, að vinna al- mennilegt verk og fást við eitt-. hvað, sem heldur fyrir fólki vöku eða svæfir það að minnsta kosti ekki. Ingi Rúnar Eðvarðsson segir frá kenningum fræðimanna um þróun vinnu í markaðssamfélögum og æskilegri framtíðarskipan hennar. Atli Harðarson skoðar röksemdir um fyrirkomulag fiskveiða í ljósi skoðana á eignarrétti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé rétt- lætismál að tryggja rétt sjómanna og útgerðarmanna á fiskimiðunum. Það er ástæða til að benda á, að rétturinn er ekki bundinn við út- gerðarmenn einvörðungu. Mikael Karlsson íjallar um pólitískt og hagfræðilegt mikilvægi smæðar íslenzku þjóðarinnar í smágrein. Sigurður Líndal rökræðir stjórn- skipulega stöðu forseta íslands og kemst að þeirri niðurstöðu, að hann sé ekki valdalaust sameiningartákn þjóðarinnar heldur hafi hann raun- veruleg völd. Eitt atriði, sem Sig- urður veltir fyrir 'sér, er synjunar- vald forsetans, sem ætti að vera fróðlegt í pólitíska orðræðu þessi misserin. Það á við um flestar þessar greinar, að þær eru vel skrifaðar og skýrt fram settar. Þær eru einn- ig um efni, sem ætti að vera áhuga- mönnum um þessi ólíku fræðasvið hugleikin. Nú er ég ekki í neinni aðstöðu til að meta gildi allra þess- ara ritgerða vegna þess að ég veit ekki nógu mikið um fræðasviðið, sem fjallað er um. En ætti ég að benda á þær ritgerðir, sem standa upp úr, nefndi ég fyrsta grein Eyj- ólfs Kjalar, en það er kannski af því að ég kann mest um efni henn- ar. Næstar nefndi ég greinar Guð- rúnar Nordal og Sigurðar Líndal, sem eru báðar afar fróðlegar og vel fram settar. Þessar greinar eru ekki nefndar tiDað varpa neinni rýrð á hinar, því þær uppfylla nán- ast allar þær gæðakröfur, sem gera ber til fræðilegra verka. Éina hugs- anlega undantekningin er grein Davíðs Erlingssonar, en hana skil ég ekki og átta mig því ekki á, hvort hún uppfyllir eðlilegar gæða- kröfur. Það kann að vera mitt vandamál en ekki höfundarins. Jðumu fataverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Ljósmyndasýning í Eyjum í tilefni goslokaafmælis Vestmannaeyjum. Menningarmálanefnd Vestmannaeyja hefur undanfarið unnið að undirbúningi dagskrár til að minnast þess að 20 ár eru frá lokum eldgossins á Heimaey árið 1973 hinn 3. júlí næstkomandi. Ýmislegt verður gert til að minnast þessara tímamóta en hæst ber ljósmynda- sýningu áhuga- og atvinnuljósmyndara, sem setja á upp í Iþróttamið- stöðinni í Eyjum. Á dagskrá goslokaafmælisins verður meðal annars söngur dansks drengjakórs, afhjúpun glerlista- verks sem Leifur Breiðfjörð er að vinna að í glugga ráðhússins í Eyj- um, en einnig verður Leifur með sýningu á ýmsum verkum sínum í Akógeshúsinu í Eyjum þá helgi sem goslokanna verður minnst. Veitt verða verðlaun í teiknimyndasam- keppni grunnskólabarna, endur- bættur Hásteinsvöllur verður vígð- ur og stefnt er að hringsiglingu Heijólfs umhverfis Eyjarnar. Ef veður leyfir er ráðgert að séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Eyjum, verði með guðsþjónustu við Eldfell. Auglýst eftir myndum Þá verður efnt til ljósmyndasýn- ingar í íþróttamiðstöðinni þar sem öllum Ijósmyndurum er boðið að vera með. Að sögn forsvarsmanna menningarmálanefndar hefur verið unnið að söfnun mynda undanfarn- ar vikur. Auglýst hefur verið eftir myndum og vonast menningar- málanefnd til að fá myndir frá sem • flestum ljósmyndurum á sýninguna. Safnverðirnir í Eyjum, Nanna Þóra Áskelsdóttir og Jóhann Friðfinns- son, vinna að söfnun myndanna og hafa þau notið aðstoðar ljósmynda- deildar Þjóðminjasafnsins við verk- ið. Sögðu þau að talsvert hefði feng- ist af myndum en sögðu áhugaljós- myndara alltof raga við að koma myndefni sínu á framfæri, því hjá þeim leyndust örugglega margar góðar myndir frá gostímanum. Á ljósmyndasýningunni á ekki ein- ungis að sýna myndir frá eldgosinu á Heimaey og uppbyggingunni eftir það, heldur er einnig stefnt að sýn- ingu mynda frá Surtseyjargosinu, en á árinu eru liðin 30 ár frá upp- hafi þess. Að sögn forsvarsmanna menn- ingarmálanefndar er enn verið að vinna að dagskrárgerð fyrir afmæl- ið og gera þeir sér vonir um að fjöl- margir ferðamann heimsæki Vest- mannaeyjar til að samfagna Eyja- mönnum með 20 árin frá goslokum. Grímur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.