Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 15 og betra læknisfræðilegu eftirliti og betri aðbúnaði andlega og líkam- lega, sem leiðir til betri heilsu. Á horni Eiríksgötu og Þorfinns- götu í Reykjavík stendur Fæðingar- heimili Reykjavíkur og hefur staðið þar í tæp 33 ár. Innandyra er allt til reiðu, en harðlokað. Reykjavíkur- borg hefur ítrekað boðið Landspítal- anum að nýta húsnæði Fæðingar- heimilisins án endurgjalds, en það boð er ekki þegið. Hvað veldur? — íslenskar konur og kvennasamtök hafa ítrekað farið fram á að borgin taki aftur að sér rekstur heimilis- ins, en allt kemur fyrir ekki. Hvað veldur? Þegar borgin færði Land- spítalanum Fæðingarheimilið á silf- urfati, datt að sjálfsögðu engum í hug að þær forsendur sem fyrir því voru yrðu virtar á vettugi. Starf- semin átti að haldast óbreytt en með öðrum stjórnendum. Loforðin sem gefin voru, brugðust næsta dag. Hvað veldur? Að lokum viljum við láta í ljós afar mikla ánægju yfir öðru, þessu máli í raun óskylt að hluta, sem kom fram í nefndum þætti, þar sem því var haldið fram að læknar væru „málsvarar ófædda barnsins" og að það ætti að „spyija barnið“ (þ.e. um vilja þess) og að verið væri að tala um „einstaklinga, sem eru orðnir til“ (þ.e. börnin) tilvitnunum lýkur. Þetta eru dásamleg tíðindi, sem leiða væntanlega til þess að breyting verður á skelfingum fóst- ureyðinga á íslandi, því fóstureyð- ingareglan hefur verið sú að konan hefur haft óskorað vald tl að velja og hún hefur haft val til að fara í fóstureyðingu. Fóstureyðingabarn- ið hefur ekki haft málsvara í lækna- stétt á íslandi, svo vitað sé, né hef- ur barnið verið spurt hvað það vilji. Hinsvegar er fæðingarreglan sú í dag að konan hefur ekkert val um það hvar hún fæðir lifandi barn sitt, né er blessað barnið spurt ráða, enda ekki hægt um vik. Allir vita þó að streituumhverfi getur haft neikvæð áhrif á barnið í móðurlífi, sem of oft veldur óöryggi, sem leið- ir til óþarfa inngripa. Hver efast um að barninu líði best að koma inn í faðm fjölskyldu sinnar í sem frið- sæjustu umhverfi. íslenskar ljósmæður, konur og foreldrar hljóta að hafa rétt til þess að hafa skoðun með tilliti til barns- hafandi kvenna: Að þær fái að fæða börn sín heima hjá sér ef þær óska þess og fái til þess aðstoð. Að Reykjavíkurborgtaki Fæðingar- heimilið til sín aftur fyrst Landspít- alinn treystir sér ekki til að reka það. Að Fæðingarheimilið verði rek- ið sem sjálfstæð stofnun, ekki sem kot eða hjáleiga, sem gripið er til vegna þrýstings og „toppa“ í fæð- ingum, heldur sem valkostur á árs- grundvelli til frambúðar, með úr- valsliði lækna og ljósmæðra, svo sem áður var. Höfundar eru ljósmæður. Olafur Friðriksson stofnaði jafn- aðarmannafélag* á Akureyri 1914 eftirBraga Sigurjónsson í eftirmælum, sem birtust 14. febrúar sl. í Morgunblaðinu um Ein- ar Olgeirsson, er sagt að hann hafi haft forgöngu um stofnun jafnaðar- mannafélags á Akureyri 1924. Þar sem forsaga þess máls er eðlilega ekki rakin í stuttri eftirmælagrein, kann vel að vera, að Iesendur, sem ekki vita þá forsögu að neinu, hafi ályktað sem svo, að jafnaðarmanna- félag hafi fyrst verið stofnað á Akur- eyri 1924. Svo var ekki. Það gerðist 1914. Frumkvöðull að því var Ólafur Friðriksson, forgöngumaður að stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins 1916. Þriðja jafnaðar- mannafélagið var svo stofnað á Akureyri 1932. Þar sem framangreindar félags- stofnanir hafa sögulegt gildi varð- andi stofnun og starfsemi eins af stjórnmálaflokkum landsins þar með stjórnmálasögu þjóðarinnar, skal hér skýrt í stuttu máli frá stofnun félaga þessara og hafðir að heimild minnis- punktar Erlings Friðjónssonar, lengi kaupfélagsstjóra á Akureyri, þing- manns um skeið og um fjölda ára áðalforvígismanns verkafólks á Ak- ureyri í kaupgjalds- og kjaramálum. Hann var einn af stofnendum allra hinna þriggja jafnaðarmannafélaga á Akureyri, meðstofnandi tveggja, frumkvöðull eins. Beinar tilvitnanir í minnispunkta EF eru hér hafðar innan tilvitnunarmerkja, en letur- breytingar og svigaskýringar eru undirritaðs: „Jafnaðarmannafélagið Akur er þriðja félagið hér í bæ (Akureyri) með nafninu jafnaðarmannafélag, en svo hét það frá stofnun þess 17. apríl 1932 til 25. febrúar 1939, en þá á aðalfundi félagsins er nafni þess breytt í Alþýðuflokksfélag Ak- ureyrar. Fyrsta jafnaðarmannafé- lagið, sem stofnað var hér og um leið fyrsta jafnaðarmannafélag landsins, var stofnað að tilhlutan Ólafs Friðrikssonar vorið 1914. Er því stofnun þess þriðja þjóðlífshreyf- ingin, sem_ átt hefir upptök sín á Akureyri. Áður hefir verið talið Góð- templarareglan og Ungmennafélög- in. (Hið síðara umdeilt.) Stofnendur þessa félags voru Ólafur Friðriksson, Finnur Jónsson (siðar alþingismaður og ráðherra), Ingimar Eydal (síðar lengi ritstjóri vikublaðsins Dags, föð- urafi Ingimars Eydal, hins nýlátna, landskunna tónlistarmanns), Halldór Friðjónsson (árum saman ritstjóri vikublaðsins Verkamannsins og síð- ar Alþýðumannsins) og Erlingur Friðjónsson. Félagið mun hafa heitið Jafnaðarmannafélagið á Akureyri. Ólafur Friðriksson, sem var aðal- krafturinn í félaginu, flutti burtu úr bænum stuttu eftir að félagið var stofnað (flutti til Reykjavíkur 1915) og þeir fundir, sem haldnir voru í félaginu, voru aðallega til þess að lesa bækur um hugðarefni félags- manna.“ Síðan rekur EF, að félagið hafi verið of fámennt til að halda „fundi með ræðuhöldum", en þeir félagar hafi „kryddað fundi Verkamannafé- lags Akureyrar með kenningum jafnaðarstefnunnar", enda hafa þrír stofnendanna verið í VA: „Halldór Friðjónsson formaður þess og við Finnur Jónsson nokkurs konar róðr- arkarlar á skútunni ásamt mörgum góðum liðsmönnum innan VA.“ „Það verður ekki dregið í efa, að bein áhrif frá Jafnaðarmannafélag- inu valda því að VA býður fram fulltrúaefni við bæjarstjórnarkosn- ingar í janúar 1915 og nær meira atkvæðamagni við kosningarnar en andstæðingarnir, sem voru samein- aðir um einn framboðslista, þar sem á oddinum voru Stefán Stefánsson, skólameistari, og Björn Líndal, lög- fræðingur, en framboðslisti VA fékk 7 atkvæða meirihluta fram yfir lista borgaranna. (I þetta sinn kosnir aðeins 2 bæjarfulltrúar og hlaut Erlingur Friðjónsson kosningu af lista VA og sat síðan í bæjarstjórn Akureyrar samfleytt í 31 ár.) Verkamannafélagið hafði aldrei áður reynt að koma manni að í bæjarstjórn, en nú hafði það fundið svo til máttar síns, að við allar bæjar- stjórnarkosningar, sem fóru fram á Akureyri 1915-1925, bauð það fram fulltrúaefni og fékk ætíð meira at- kvæðamagn en andstæðingarnir, enda naut það fulltingis framsóknar- manna hér við þær kosningar, áttu jafnan einn til tvo fulltrúa á lista VA. Eftir þennan óvænta og mikla kosningasigur VA 1915, fer það einnig að taka þátt í framboði til Alþingis. í ágústmánuði 1916 er maður héðan af Akureyri á lands- lista jafnaðarmanna við aiþingis- kosningar (landskjör þá í fyrsta sinn, kjósa skyldi 6 landskjörna menn til Alþingis og 6 til vara. Erlingur Frið- jónsson og Otto N. Þorláksson skip- uðu landslista jafnaðarmanna) og 21. október sama ár fara fram kjör- dæmakosningar til Alþingis. Eru þá 3 þingmannaefni í framboði hér á Akureyri í fyrsta sinn í sögu bæjar- ins: þeir Erlingur Friðjónsson frá jafnaðarmönnum, Magnús Krist- jánsson frá heimastjórnarmönnum Ólafur Friðriksson og Sigurður Einarsson (Hlíðar) og er framboð hans talið stutt af nokkr- um kaupmönnum og óháðum bænd- um eftir því sem „Kosningablað" greinir frá, gefið út af nokkrum verkamönnum 20. október 1916 til stuðnings Erlingi Friðjónssyni við kosningarnar. Ábyrgðarmaður var Finnur Jónsson, einn af stofnendum Jafnaðarmannafélagsins, og þarf ekki að efa, að aðrir, sem stóðu að útgáfu blaðsins hafi verið úr því og kjörfylgið sótt í VA. Við kosningu féllu atkvæði þannig, að Magnús Kristjánsson fékk 212 atkvæði, Erl- ingur Friðjónsson 155 og Sigurður Einarsson 112.“ Þessu næst segir Erlingur Frið- jónsson svo frá í minnispunktum sín- um, að „Kosningablað“ hafi aðeins komið einu sinni út, en í nóvember 1918 hafi þeir bræður hann og Hall- dór hafið útgáfu blaðsins Verka- mannsins, Halldór ritstjóri, hann ábyrgðarmaður. Kom það blað síðan óslitið út til 1930 sem málgagn jafnaðarmanna á Akureyri. Síðan segir Erlingur Friðjónsson orðrétt: „Um 1920 mun hið fyrsta Jafnað- armannafélag hafa verið hætt störf- um, enda flutti um það leyti Finnur Jónsson burtu úr bænum, en hann var einstakur áhugamaður og grjót- páll í málefnum jafnaðarmanna. Olafur Friðriksson farinn fyrir all- löngu og var það hið mesta áfall fyrir þessi málefni að missa þá báða úr bænum. Ingimar Eydal var stutt í félaginu, en málum jafnaðarmanna jafnan hliðhollur í bæjarstjórn. Ann- að Jafnaðarmannafélag var stofnað hér 3. júlí 1924 að tiihlutan Einars Olgeirssonar. Hét það Jafnaðar- mannafélag Akureyrar." Síðan segir Erlingur Friðjónsson í minnispunktum sínum, að eftir stofnun Jafnaðarmannafélags Akur- eyrar hafi ekki verið samstarf um bæjarstjórnarkosningar á Akureyri milli jafnaðarmanna og framsóknar- manna, en samstarf hafi verið um alþingiskosningar 1927. Þá hiaut Erlingur Friðjónsson kosningu til Alþingis, felldi Björn Líndal frá þing- setu. Viðauki Samstarf Erlings Friðjónssonar og Einars Olgeirssonar virðist hafa verið náið og traust árin 1924- 1930. Saman unnu þeir að stofnun Verkalýðssambands Norðurlands og var Erlingur kosinn forseti þess (for- maður) og Einar ritari. Hér er dreg- ið í efa, að það sé sannfræði, sem stendur í einum eftirmælanna um Einar Olgeirssonar í Morgunblaðinu 14. febrúar sl., að Jónas frá Hriflu hafi reynt „að kaupa hann með því að ráða hann forstjóra Síldareinka- sölunnar". Svo sem kunnugt er voru Erlingur Friðjónsson og Ingvar Pálmason flutningsmennirnir að frumvarpi laganna um Síldareinka- sölu ríkisins 1928, og stóðu Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur sam- an um samþykkt þeirra. Svonefnd síldarútflutningsnefnd fór með yfir- stjórn einkasölunnar, skipuð 5 mönnum. Voru 3 kosnir af Álþingi, en Verkalýðssamband Norðurlands og síldarútvegsmenn sinn manninn hvor aðilinn. Síldarútflutningsnefnd var þessi í fyrstu: Erlingur, Ingvar og Björn Líndal af Alþingis hálfu, Steinþór Guðmundsson frá VN og Ásgeir Pétursson frá útvegsmönn- um. Erlingur var kjörinn formaður nefndarinnar. Hún réð Ingvar Pálmason og Einar Olgeirsson sem framkvæmdastjóra og Pétur A. Ólafsson skrifstofustjóra. Kosning nefndarmanna bendir til helminga- skipta samþykktarflokkanna, þ.e. Erlingur Friðjónsson kosinn af AI- þýðuflokknum og Ingvar Pálmason af Framsóknarflokknum. Sama virð- ist sem framkvæmdastjórana: Al- þýðuflokkurinn ræður Einari, Fram- sókn Ingvari. Hið nána samstarf milli Erlings og Einars heima á Akureyri, þegar hér var statt sögu, hefir ugglaust ráðið a.m.k. verulegu um, að Einar velst í starfið, sem og hitt, að hann hafði staðið að sölu síldar til Rússlands árinu árinu áður en beiðni nokkurra síldarsaltenda hérlendis kom til, og þótti takast það betur en ekki. Höfndur er fv. alþingismaður og rádherra Alþýðuflokksins. VOR7HBO Fjölhæfur og góður æfingabekkur. Verð kr. 21.000.- Stgr. kr. 19.950.- ð? NP' v Ath. takmarkað magn á þessu verði. Heil æfingastöð fyrir heimili. Fjölmargar æfingar og þrekstigi að auki á frábæru verði. Verð kr. 64.500.- Stgr. kr. 59.985,- -friskandi verslun- SKEIFUNNI 19- SÍMI 681717- FAX 813064 Sportver • Glerárgötu 28 • Akureyri • S: 96-11445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.